Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 31
f MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 31 BANKAR gegna mikilvægu hlut- verki í nútímahagkerfí við að stjórna fjárfestingu. Víðtækur skilningur hefur að undanfórnu verið að skapast á því að mikilvægt sé fyi'ir áframhaldandi vöxt ís- lenska hagkerfisins að ríkið dragi sig út úr rekstri bankanna og snúi sér þess í stað að því að skapa þeim hagkvæmar en jafnframt sann- gjarnar leikreglur til þess að tryggt sé að arðsemissjónarmið fái að ráða ferðinni í rekstri bankanna. Ymsar spurningar vakna samt sem áður þegar talsmenn stærstu hagsmunahópa í landinu lýsa hver af öðrum með afdráttarlausum hætti skoðunum sínum á hag- kvæmni ýmissa leiða í þessum efn- um. Formaður Framsóknarflokks- ins vill sameina Búnaðarbankann og Fjárfestingarbankann og for- maður LÍÚ vill sameina íslands- banka og Fjárfestingarbankann svo einhver dæmi séu nefnd. Er í uppsiglingu pólitísk valdabarátta um þessar mikilvægu og verðmætu eignir ríkisins? Er ekki tími til kominn að tekið verði fyrir slíkt í eitt skipti fyrir öll og mörkuð stefna í öllum slíkum málum sem tryggir að framkvæmdavaldið há- marki arð ríkissjóðs af sölu ríkis- eigna í stað þess að hagsmunir valdamikilla aðila fái að ráða ferð- inni á kostnað almennings? Sem betur fer er sala eigna eitt af þeim vandamálum sem hagfræð- ingum hefur tekist að finna góða lausn á. Ef hámarka á arð af eign- um á einfaldlega að bjóða þær út án skilyrða. Ef þessi leið yrði farinn með ríkisbankana myndi hún best tryggja að þeir kæmust á sann- gjarnan hátt í hendur þeirra sem best gætu rekið þá. Eins og fyrr segir hafa forystu- menn stórra hagsmunaaðila á síð- ustu dögum keppst við að reifa hugmyndir um hvernig best væri að endurskipuleggja ríkisbankana áður en þeir verða seldir. Þar ber hæst að utanríkisráðherra lét þau orð falla fyrir stuttu að honum fyndist vel koma til greina að sam- eina Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins og Búnaðarbankann. Hann rökstuddi sameininguna þannig að hún myndi auka verðmæti bank- anna áður en þeir yrðu seldir. Þótt sú fullyrðing geti vel verið rétt fel- ast ekki í henni nein rök íyrir því að bankarnir eigi að vera sameinaðir áður en þeir eru seldir. Ef framtíð Búnaðarbankans og Fjárfestingarbankans er best borg- ið saman mun niðurstaða uppboðs endurspegla það og ríkið njóta góðs af því í formi hærri boða af hálfu þeirra aðila sem ætla sér að sam- eina þessa banka. Ef hins vegar einhver annar aðili áttar sig á leið sem engum innan framkvæmda- valdsins hefur dottið í hug að er hagkvæmari mun sú leið verða of- aná þar sem sá aðili getur þá boðið enn betur. Útboð á bönkunum myndi þannig endurspegla alla þá þekkingu sem til er um aukna hag- kvæmni í rekstri bankanna en ekki aðeins þá þekkingu sem til er innan ríldsstjórnarinnar og hjá þeim aðil- um sem eru nógu valdamiklir til að geta haft áhrif á hana. En af hverju er mikilvægt að rík- isbankarnir verði seldir? Að undan- fömu hefur athygli manna aðallega beinst að sparnaði sem hlotist gæti af lækkun rekstrarkostnaðar í kjöl- far sameiningar og endurskipu- lagningar á útibúaneti bankanna. I þessu sambandi hafa verið nefndar tölur í ki-ingum 2 milljarða sem er auðvitað töluverður peningur fyrir ekki stærra hagkerfi en okkar. En það vill oft gleymast að sala ríkis- bankanna og sú endurskipulagning sem nýir eigendur munu væntan- lega ráðast í mun einnig hafa áhrif á tekjuhlið bankanna. Þar er ekki um minni fjárhæðir að tefla. Eitt mikilvægasta hlutverk bankanna er að stýra fjármagni frá þeim sem eiga það (sparifjáreigendum) til þeirra sem geta nýtt sér það (fjár- festa). Hversu vel þeir standa sig í þessu hlutverki er undirstaðan að afkomu bankanna. Hér á landi hafa í gegnum tíðina pólitísk tengsl oft vegið þyngra en álitleg arðsemisá- ætlun. Þetta hefur gert það að verkum að hátt hlutfall af útlánum Sala ríkisbankanna Sem betur fer er sala eigna eitt af þeim vandamálum sem hag- fræðingum hefur tekist að fínna góða lausn á. Ef hámarka á arð af eignum á einfaldlega að bjóða þær út án skilyrða. Ef þessi leið yrði farin með ríkisbankana myndi hún best tryggja að þeir kæmust á sanngjarnan hátt í hendur þeirra sem best gætu rekið þá. Jón Steinsson skrifar um hagfræðileg málefni. hefur tapast sem hefur aftur staðið hagkerfinu verulega fyrir þrifum. í einkareknum bönkum eru það arð- semissjónarmið sem ráða ferðinni og leiðir það til þess að þeir aðilar fá fé að láni sem best geta nýtt sér það til að skapa ný verðmæti. Það hefur einnig komið upp í um- ræðunni hvort eðlilegt sé að erlend- ir aðilar kaupi meirihluta í íslensk- um bönkum. Sumir segja að með því flytjist hagnaðurinn af bönkun- um til útlanda en verði ekki eftir hér á landi. En það er einmitt fyrir hagnaðinn sem útlendingarnir eru að borga. Seljendumir fá fullt af peningum í dag en í staðinn fá kaupendurnh' hagnaðinn í framtíð- inni. Ef hagnaðurinn er meira virði að mati seljendanna myndu þeir ekki selja. Það má ekki gleymast að hér er um frjáls við- skipti að ræða þar sem báðir aðilar telja sig vera að hagnast. En hvernig getur það staðist að seljend- unum finnst hagnaður- inn minna virði en kaupendunum finnst hann vera meira virði? Er ekki óumflýjanlegt að annar aðilinn hafi rangt fyrir sér? Ekki endilega. Kaupandinn getur til dæmis staðið öðravísi að rekstrinum þannig að hagnaðurinn í hans höndum verði meiri en ef bankinn væri í eigu selj- endanna. Onnur rök sem oft heyrast gegn því að bankarnir verði seldir erlendum aðilum er að þá myndu nýir eigendur ekki hafa ís- lenska hagsmuni í huga í eins ríkum mæli. Þetta stenst ekki held- ur. Stór hluti af verð- mætunum sem felast í íslensku bönkunum er fólginn í þeirri sér- þekkingu sem bank- amir hafa á íslensku atvinnulífi. Það er þessi þekking sem tryggir hagsmuni íslensks at- vinnulífs. Ef bankarnir legðu ekki nógu mikla áherslu á að afla sér þekkingar á ís- lensku atvinnulífi eftir að þeir væru seldir erlendum aðilum myndi það Jón Steinsson koma niður á rekstri þeirra og verð á hlutabréfum þeirra myndu lækka þannig að íslenskir aðilar gætu bara keypt þá aftur og hagnast af. Á þessari öld hefur íslensku þjóðinni tekist að rísa úr ömurlegri fátækt í það að vera meðal þeirra þjóða sem búa við hvað mest lífs- gæði og gerir hvað mestar kröfur til lífsins. Þetta hefur okkur tekist þrátt fyrir að mestan hluta aldar- innar hafi hér verið búið við hafta- búskap og bankakerfi sem var ger- spilt af pólitískum hagsmunum. Hér býr vel menntuð þjóð sem er laus við mörg vandamál sem skap- ast í stærri löndum. Ef rétt er haldið á spilunum ættum við að geta leikið okkur að því að verða langríkasta þjóð í heimi. Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessu sambandi er að ríkið tryggi þjóðfélaginu sanngjarnar leikregl- ur sem hámarka arð þjóðarinnar af því sem hún tekur sér fyinr hend- ur. Varðandi sölu ríkisbankanna er hagur þjóðarinnar best tryggður með því að standa þannig að mál- um að allir aðilar njóti þar fyllsta jafnræðis. Það er best gert með því að bankarnir verði boðnir út og þannig að allir áhugasamir aðilar geti keppst um það hver getur fundið hagkvæmustu leiðina til að haga rekstri bankanna í framtíð- inni. Höfundur er hagfræðinemi við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. F
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.