Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 40
-ylO FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
UM „DROG AÐ FRUMVARPI
TIL LAGA UM GAGNAGRUNN
Á HEILBRIGÐISSVIÐI“
HEILBRIGÐISRAÐUNEYTIÐ
hefur nú lagt fram ný drög að frum-
varpi um gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði. Þrátt fyrir metnaðarfulla
Vvinnu, og ásetning um að reyna að
sætta ólík sjónarmið, hefur megin-
forsendum frumvarpsins ekki verið
breytt. Áfram verður um miðlægan
gagnagrunn að ræða og gert ráð
fyrir einkaleyfi, eins og forstjóri Is-
lenskrar erfðagreinngar (IE) hefur
sagt að verði að vera til staðar,
vegna viðskiptahagsmuna. I allri
umræðu um frumvarp þetta er það
eftirtektavert að umfjöllunaraðilar
fá ekki mörg tækifæri til skoðana-
skipta við stjórnvöld, heldur verður
forstjóri IE jafnan fyrii- svörum!
Hver er kjarni málsins?
Taka á upplýsingar um heilsufar
og einkahagi sem aðallega hafa ver-
^fð veittar læknum, í trúnaði og í
ákveðnum tilgangi, og flytja þær
yfir í miðlægan gagnagrunn:
Gagnagrunninn á einkaaðili að reka
og hefur hann einkarétt á umsýslu
og meðferð upplýsinganna. Upplýs-
ingamar sem taka á úr núverandi
gagnagrunnum heilbrigðisstofnana
verða dulkóðaðar.
Málið er margþætt og flókið og
hefur umræðan tilhneigingu til að
fara út um víðan völl. Þetta er að
sínu leyti gott en torveldar umræð-
j*ana um kjarnaatriði. Tæmandi um-
ræða er mjög tímafrek. Okkur, og
þjóðinni, er stillt upp við vegg, af
vel smurðri fjölmiðlavél, þegar gef-
ið er í skyn að skammur tími sé til
stefnu. Að öðrum kosti verði þjóðin
af miklum verðmætum ef ákvarð-
anir verða ekki teknar strax.
Ekki er allt sem sýnist!
Samkvæmt skilgreiningum frum-
varpsins á „persónuupplýsingum"
annars vegar og „persónugreinan-
Guðmundur
Björnsson
Gísli
Einarsson
legum einstaklingi" hinsvegar virð-
ist mega álíta að upplýsingamar
séu ekki lengur persónuupplýsing-
ar þegar þær eru komnar í hinn
miðlæga gagnagrunn.
Hér koma þegar upp tvö alvarleg
álitamál. Hið fyrra er að ekki gerð-
ur greinarmunur á „dulkóðuðum
upplýsingum" og aftengdum upp-
lýsingum. Grundvallarmunur er á
þessu tvennu þar sem í fyrra tilvik-
inu má rekja sig til baka til viðkom-
andi einstaklings með aðgangi að
lykli að dulkóðuninni, (eða með
ólögmætum hætti ráða í dulkóðun-
ina). í síðara tilvikinu hafa upplýs-
ingarnar endanlega og óafturkall-
anlega verið aftengdar persónum.
Um þessi grundvallaratriði hefur
ekki verið fjallað í íslenskri um-
ræðu um þetta mál.
Ollum má ljóst vera að til þess að
gagnagrunnurinn geti orðið nýtan-
legur og þar með verðmætur má
ekki aftengja hann. Það verður að
vera hægt að rekja sig til baka til
einstaklinganna bak við upplýsing-
arnar til að framkvæma nýjar
rannsóknir, samkeyrslur upplýs-
Haustútsala
á lacoste vörum - 30-50% afsláttur
inga og annað sem í
ljós kemur að geti
reynst gagnlegt.
I nýlegri sam-
þykkt framkvæmda-
ráðs samvinnusam-
taka bandarískra
læknaskóla, (Associ-
ation of American
Medical Colleges,
AAMC, Executive
Council, February
27, 1997) kemur
fram að í langflest-
um læknisfræði-
rannsóknum þurfa
rannsakendur að
geta leitað frekari
upplýsinga eða rakið
áhugaverða þætti hjá a.m.k. hluta
sjúklingahópsins, borið nýjar,
hugsanlega óvæntar upplýsingar
saman við aðra hópa eða aðra innan
hópsins o.s.frv. Þetta skapar al-
gjöra nauðsyn á því að kóðun per-
sónusérkenna hvers einstaklings sé
þannig úr garði gerð að hún sé
órjúfanlega tengd honum og rekj-
anleg til hans aftur. I áðurnefndri
samþykkt AAMC segir að þessi
staðreynd sé ekki vel þekkt meðal
almennings eða löggjafa „sem oft
eigi erfitt með að skilja hvers vegna
allt efni úr sjúkraskýrslum sem
nota á í rannsóknum sé ekki ein-
faldlega hægt að aftengja endan-
lega þannig að ekki sé mögulegt að
rekja það til einstaklings". Kóðun
með þessum hætti er að sjálfsögðu
hugmynd væntanlegs starfsleyfís-
hafa sem ætlar að selja upplýsingar
úr grunninum til fyriitækja í heil-
brigðis- og tryggingaþjónustu og
hefur jafnframt í hyggju að selja
áskrift að upplýsingunum í gagna-
grunninum. Læknar, sem gert er
að safna saman og bera samkvæmt
lögum ábyrgð á að varðveita trún-
iðarupplýsingar um heilsufar og
einkamálefni skjólstæðinga sinna,
koma ekki til með að hafa stjórn á
því lengur hvert upplýsingarnar
fara eða með hvaða hætti þeim er
„dreift". Petta mætti hugsanlega
fallast á ef upplýsingarnar væru
raunverulega aftengdar en svo er
ekki.
Umræða um þessi atriði hefur
þegar farið fram í mörgum löndum
og þar hefur niðurstaðan ætíð orðið
sú að það sé grundvallaratriði að
dulkóðaðar upplýsingar verði að
fara með á sama hátt og persónu-
upplýsingar.
Þetta þýðir að eigi að gera rann-
sókn með því að nota upplýsingar
um sjúklinga sem ekki vissu að
upplýsingar þeirra yrðu notaðar í
nákvæmlega þá rannsókn, verður
rannsakandinn að gera áætlun um
rannsókn sína, fá hana samþykkta
hjá tölvunefnd og viðkomandi vís-
indasiðanefnd, hann verður síðan,
eftir að t.d. tölvunefnd, (handhafí
dulkóðalykils), aðstoðar hann við að
fínna nöfn þeiiTa einstaklinga sem
þykja athyglisverðir í gagnagrunn-
inum vegna rannsóknarinnar, að
hafa samband við þessa einstak-
linga og fá s.k. upplýst samþykki
þeirra til rannsóknarinnar. Með
þessum hætti eru reglurnar nú en
Læknirinn sem hefur
heitið því að gæta trún-
aðar í meðferð upplýs-
inganna getur ekki
lengur ábyrgst þann
trúnað, segja Guð-
mundur Björnsson og
Gísli Einarsson, sem
hefur verið fluttur í
hendur þriðja aðila.
munu ekki verða ef gagnagrunns-
frumvarpið verður samþykkt.
Síðara alvarlega álitamálið tengt
meðferð upplýsinga er að verði
dulkóðun nú talin jafngilda afteng-
ingu og að þar með séu upplýsingar
um einstaklinga þá sem safnað
verður í hinn miðlæga gagnagrunn
ekki lengur persónupplýsingar, þá
þarf ekki lengur atbeina tölvu-
nefndar til frekari meðferðar þess-
ara upplýsinga út úr gagnagrunnin-
um. Tölvunefnd hefur ekki með
aðrar upplýsingar en persónuupp-
lýsingar að gera.
Einokun læknis-
fræðirannsókna?
Það skiptir íslenska lækna miklu
máli með hvaða hætti þeir sjálfír
fá aðgang að hinum miðlæga
íkki
kútýöýn
Fákafeni 9
sími 5682866
ÚTILÍFV HS
QLÆSIBÆ ■ SÍMI §812822
Nýr og glæsilegur haust- og vetrarlisti
Fæst í öllum helstu bókaverslunum
Sími 565 3900
Fax 565 2015
gagnagrunni. Forstjóri ÍE, sem
iðulega hefur orðið fyrir svörum
fyrir íslensk heilbrigðisyfirvöld,
hefur sagt að svo verði að vera.
Þegar hinsvegar er leitað svara
með hvaða hætti verður málið
óljóst. Það er þó ljóst að telji
starfsleyfishafí að viðskiptahags-
munum sínum sé hætt fæst ekki
aðgangur. IE hefur þegar gert
stóran samstarfssamning við er-
lent stórfyrirtæki um rannsóknir á
12 sjúkdómum. Geta íslenskir
læknar fengið að nota gagna-
grunninn til rannsókna á þessum
sjúkdómum? Geta þeir rannsakað
sömu sjúkdóma með því að vinna
saman með t.d. gagnagrunna Rík-
isspítala og Sjúkrahúss Reykjavík-
ur og búa til úr þeim einn gagna-
gi’unn um þessa 12 sjúkdóma?
Hvað ef annað erlent lyfjafyrir-
tæki styrkir slíkar rannsóknir?
Hvað ef IE semur um 12 sjúkdóma
til viðbótar eða 24? Hver á upp-
götvanirnar þegar þær liggja fyrir
þegar starfsleyfið er útrunnið?
Hver á sjúkdómana? Islensk
erfðagreining? Áhætturfj árfestar
IE? Sjúklingarnir? Heilbrigðis-
stofnanir? Ríkið? Heilbrigðisráðu-
neytið? Landlæknisembættið?
Landsvirkjun? Samtök kvótaeig-
enda? Hin síðastnefndu dæmi eru
kannski ekki svo fráleit. Þar eru til
miklir fjármunir og hví ekki tengja
læknisfræðirannsóknir öðrum öfl-
ugum hátækniiðnaði sem hefur að-
gang að miklu fjármagni? Það hef-
ur verið aðairöksemdin fyrir frum-
varpinu að Islensk erfðagreining
hafi aðgang að miklu fé þannig að
eðlilegt sé að IE „eigi“ a.m.k þessa
12 sjúkdóma og kannski alla sjúk-
dóma sem fyrirtækinu þóknast að
slá eign sinni á verði frumvarpið
að lögum.
Gamanlaust er það mikilvægt
atriði hver á aðgang að upplýsing-
unum í gagnagrunninum. Áðgengi
að upplýsingum er grundvallarat-
riði í nútíma upplýsingaþjóðfélagi.
Eigi að takmarka þetta aðgengi
verða að liggja til þess mjög gildar
ástæður og spurning er hvort þær
eru yfirleitt til þar sem halda má
því fram að slíkt aðgengi sé grund-
vallaratriði sem ekki verði samið
um í frjálsu þjóðfélagi.
Niðurstaða
Undirritaðir sjá því eftirfarandi
höfuðatriði snúa að læknum varð-
andi gagnagrunnsfrumvarp það
sem heitið hefur verið að sam-
þykkt verði fyrir 20. október í
haust:
Upplýsingar sem gefnar hafa
verið læknum í trúnaði og í
ákveðnum tilgangi verða teknar og
þær dulkóðaðar til nota í hverjum
þeim tilgangi sem starfsleyfíshafi
miðlægs gagnagrunns og heil-
brigðisráðherra semjá um. Upplýs-
ingarnar eru ekki aftengdar og má
því rekja til baka til einstakling-
anna sem þær gáfu. Læknirinn
sem hefur heitið því að gæta trún-
aðar í meðferð upplýsinganna get-
ur ekki lengur ábyrgst þann trún-
að sem hefur verið fluttur í hendur
þriðja aðila og læknirinn veit auk
þess ekki með hvaða hætti eða í
hvaða tilgangi upplýsingarnar
verða nýttar.
Á þessu er sérstaklega hnykkt
með því að svo virðist sem nú séu
upplýsingarnar ekki lengur per-
sónuupplýsingar og þar með ekki
lengur nauðsynlegt að hafa leyfi
tölvunefndar til ráðstöfunar
þeirra.
Læknar vita ekki fyrirfram
hvort þeim verður mögulegt að
rannsaka vísindalega það sem hug-
ur þeirra stendur til varðandi þá
sjúkdóma/sjúklinga sem þeir hafa
með höndum jafnvel þótt þeir upp-
fylli til þess öll formleg skilyrði
samfélagsins um meðferð persónu-
upplýsinga og til vísindarannsókna.
Álvarleg umræða um þetta mál
er rétt að hefjast. Stórum siðferði-
legum spurningum er enn ósvarað.
Guðmundur er formaður
Læknafélags íslands.
Gísli er yfirlæknir og formaður
umfjöllunamefndar LÍ um
gagnagrunn.