Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
+ Gunnar Maríus-
son fæddist á
Árgötu 8 (Mara-
húsi) á Húsavík
hinn 17. október
1906. Hann lést á
Sjúkrahúsi Þingey-
inga hinn 9. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar Gunnars
voru Maríus Bene-
diktsson og Helga
Þorgrímsdóttir.
Bræður Gunnars
voru Benedikt, Héð-
inn, Þráinn, Þor-
grímur og Hákon,
sem allir eru látnir.
Hinn 23. mars árið 1932
kvæntist Gunnar Elínu Málfríði
Jónsdóttur frá Móbergi á Húsa-
vík, f. 11. sept. 1911, d. 15. des.
1990. Börn þeirra eru: 1) Sigur-
hanna, f. 21.12. 1932, gift Jóni
Einari Hjartarsyni, búsett á
Læk í Ölfusi. 2) Jón Bergmann,
f. 31.8. 1934, kvæntist Asu Jó-
hannesdóttur sem nú er Iátin og
er í sambúð með Guðrúnu
Mánadóttur, búsett á Húsavík.
3) Helga, f. 16.10. 1935, gift
Bjama Siguróla Jakobssyni, bú-
sett á Húsavík. 4) Hlaðgerður, f.
27.10. 1936, giftist Gunnari
í hverju litlu bæjarfélagi á lands-
byggðinni var fjárrétt sem sauð-
fjárbændurnir í sveitarfélaginu
ráku fé sitt til á haustin. Svo hagaði
til í minni heimabyggð, Húsavík, er
ég var að alast þar upp, að fjárrétt-
in var sunnantil í bænum og því
auðvelt fyrir okkur krakkana að
fylgjast með rekstrinum að réttinni
og því þegar bændumir drógu féð í
dilka sína. Réttardagurinn var
merkisdagur og í mínum huga og
margra annarra ungmenna var
þetta mikilvæg samkoma sem ekki
mátti missa af. Þarna var gott and-
rúmsloft, glaðværð, utan smáhnipp-
inga ef mörk voru óskýr og stund-
um var tappi skrúfaður af pela þeg-
ar önnum var lokið.
Það var við þessar aðstæður sem
ég man fyrst eftir Gunnari Maríus-
syni, löngu áður en nokkum grun-
aði að við yrðum síðar tengdafeðg-
ar, og nú er tengdafaðir minn,
Gunnar Maríusson frá Hlöðum eða
Marahúsi, eins og allir kunnugir
kalla það hús jafnan, látinn eftir til-
tölulega stutta sjúkdómslegu. Hann
var þó um allmörg ár búinn að vera
óvinnufær vegna svima eða jafn-
vægisleysis, en að öðru leyti frísk-
ur, glaðvær, skrafhreifinn og
stálminnugur á jafnt gamalt sem
nýtt, allt til síðustu stundar. Aldrei
hitti ég tengdaföður minn öðruvísi
en hann spyrði frétta, hvaðan ég
kæmi og hvert ferð væri heitið og
hvað væri efst á baugi. Við ræddum
ekki stjórnmál í smáatriðum,
studdum ekki sama stjórnmála-
flokk, en áttum þó í raun að mestu
sameiginlegar hugsjónir og áhuga-
mál. Gunnar var mikill áhugamaður
um ættfræði og vildi vita hverra
manna viðmælandinn væri og var
ótrúlega fljótur að rekja saman
ættir fólks og segja sögur af mönn-
um og málefnum, sem gjarnan
tengdust á einn eða annan hátt
þeim sem rætt var við hverju sinni.
Einnig var Gunnar mikill fjöl-
skyldumaður og ótrúlegt hvað hann
fylgdist vel með stórum hópi afa-
og langafabarna, en afkomendur
eru nú 131 og alltaf spurði hann um
veru þeirra og líðan.
En því rakti ég í upphafí minn-
ingar mínar frá réttardeginum, að
Gunnar Maríusson var fyrst og
fremst bóndi. Hann stundaði á
yngri árum sjó með föður sínum og
bræðrum og sá um landbúnaðar-
þátt útvegsbóndans Maríusar
Benediktssonar, sem var nauðsyn-
legur þáttur í rekstri á stóru heim-
ili, sem þar að auki var mjög gest-
risið og opið jafnt háum sem lágum,
Húsvíkingum og nærsveitamönn-
um, enda móðir Gunnars, Helga
Halldórssyni, sem
nú er látinn, búsett
á Húsavík. 5) Björg,
f. 11.1. 1939, gift
Ingvari Hólmgeirs-
syni, búsett í Kópa-
vogi. 6) Marfus, f.
13.12. 1939, kvænt-
ur Erlu Jóhanns-
dóttur, búsett í
Sandgerði. 7) Guð-
rún Matthildur, f.
1.2.1941, gift Gunn-
steini Sæþórssyni,
búsett í Prest-
hvammi í Aðaldal.
8) Sigurlaug, f. 1.10.
1943, gift Davíð Eyrbekk, búsett
í Keflavík. 9) Vigdís, f. 21.12.
1944, gift Guðmundi Bjarnasyni,
búsett í Reykjavík. 10) Inga
Kristín, f. 8.9. 1946, gift Baldvin
Jónssyni, búsett í Reykjavík. 11)
Benedikt, f. 4.1. 1948, kvæntur
Guðbjörgu Bjarnadóttur, búsett
í Sandgerði. 12) Hákon, f. 23.5.
1949, kvæntur Snæfríði Njáls-
dóttur, búsett í Árbót í Aðaldal.
Barnaböm Gunnars Maríusson-
ar em 40 talsins og bamabarna-
böm 79.
Útför Gunnars fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þorgrímsdóttir, mikil féragsmála-
manneskja sem margir vildu ræða
við. Gunnar keypti síðan ásamt
konu sinni, Elínu Jónsdóttur, að-
stöðu til sauðfjárbúskapar á jörð-
inni Bakka norðan Húsavíkur árið
1958 og ráku þau þar myndarlegt
bú meðan heilsa Gunnars leyfði.
Aldrei fluttu þau í Bakka en höfðu
þar þó dvöl yfir sauðburð og hey-
skapartíma í nokkur ár, en annan
tíma gekk Gunnar alla daga úr
Marahúsi og út í Bakka til gegn-
inga. Eg þekkti tengdaföður minn
því fyrst og fremst sem bónda að
atvinnu, fyrst á réttardeginum, þar
sem hann lét gjaman til sín taka,
síðar sem góðan og gegnan heið-
ursborgara á Húsavík, sem allir
þekktu og var hlýtt til.
Það var svo árið 1964, eftir að við
Vigdís kona mín, ein af tólf börnum
Gunnars og Elínar, hófum búskap,
að ég kynntist þeim hjónum per-
sónulega svo og hinni stóru fjöl-
skyldu þeirra. Þau kynni hafa öll
verið ánægjuleg og aldrei minnist
ég þess að skugga hafí borið á í
samskiptum okkar Gunnars.
Það var einkar ánægjulegt að
eiga við Gunnar samræður, hlýða á
þennan fróða og minnuga mann
segja frá liðinni tíð, en ekki síður að
veita því athygli hversu vel hann
fylgdist með atburðum líðandi
stundar. Hann spurði um útgerðar-
hætti og aflabrögð og afkomu í
landbúnaði og alltaf vissi hann góð
deili á því sem var að gerast hjá
þeim börnum hans sem í dag
stunda þær atvinnugreinar. Það
hefur ekki alltaf verið auðvelt að
sjá stórum hópi farborða hjá heið-
urshjónunum í Marahúsi, en enginn
leið skort, tólf börn komust upp og
eiga nú myndarlegar fjölskyldur.
Eg veit að þau Gunnar og Elín voru
stolt af stórum hópi afkomenda og
ég tel að þau hafi mátt vera það.
Þessi fátæklegu orð eru sett á
blað til að þakka tengdaföður mín-
um, Gunnari Maríussyni, fyrir sam-
fylgdina. Við hjónin, dætur okkar,
Jakobína, Arna og Silja Rún,
tengdasonur Thor og litli Erling
vottum öðrum aðstandendum
dýpstu samúð.
Guðmundur Bjarnason.
Þrátt fyrir stóra fjölskyldu á nú-
tíma mælikvarða hefur alltaf verið
nóg pláss í Marahúsi fyrir stóra
sem smáa, því húsi sem alla tíð hef-
ur verið eins konar kjölfesta í lífi
Gunna afa. Þar fæddist hann, þar
bjó hann alla sína tíð og þar vildi
gamli maðurinn helst fá að dvelja á
sumrin síðustu æviárin þótt annars
MINNINGAR
hafi hann verið á sjúkrahúsi síðast-
liðin tvö ár. Það skipti hann hins
vegar engu máli á vorin þegar
hann lét þau boð út ganga til dætr-
anna átta að nú yrði tekið á móti
ráðskonuumsóknum í Marahúsi.
Þeim systrum veitti örugglega ekki
af smá „upplyftingu". Og auðvitað
réð karlinn hann afi því sem hann
vildi ráða. Hann var nefnilega
húmoristi og hafði einstakt lag á
því að fá vilja sínum framgengt án
hávaða og láta.
Hann var blíður og góður maður,
sem skipti sjaldan skapi, elskaði
börn, ýtti frekar undir darraðar-
dansinn en að sussa liðið niður og
gerði fyrst og fremst kröfur til
sjálfs sín. Það er í raun erfitt fyrir
okkur barnabörnin að ímynda okk-
ur þá útsjónarsemi, sem afi Gunni
og Ella amma hafa þurft að út-
hugsa í daglega lífinu og amstri
dagsins, eigandi tólf börn á sextán
árum.
Minningar okkar barnabarnanna
um Gunna afa eru í einu orði góðar
og þrátt fyrir annir við búskap á
Bakka á Tjörnesi, þangað sem
hann fór fótgangandi hvern einasta
dag þar sem hann lærði aldrei á bíl,
þreyttist hann aldrei á því að segja
okkur sögurnar af Búkollu, Loðin-
barða, Grámanni í Garðshorni og
Grímseyjarævintýri. Hann hafði
einstaka frásagnargáfu með til-
heyrandi látbragðsleik og náði svo
sannarlega að halda athygli yngstu
kynslóðarinnar þar til ævintýrin
voru úti.
Það var ekki síður gaman að fara
í hjólatúr út í Bakka til að kíkja á
lömbin, taka þátt í heyskap, busla í
læknum, búa og fá kannski eins og
einn nýfæddan hvolp undan henni
Týru lánaðan í bæinn. Honum var
þá gjarnan stungið innan undir
úlpufald áður en lagt var í’ann með
þeim afleiðingum að viðkomandi
varð fljótt hlandblautur eftir fer-
fætlinginn. En það skipti engu máli
í þá daga.
Við höldum að afí Gunni hafi ver-
ið hamingjusamur maður í lifanda
lífi þótt í þessu tilviki verði ham-
ingjan kannski ekki mæld í verald-
legum auðæfum. Afkomendur
Gunnars Maríussonar og konu hans
Elínar Jónsdóttur, sem lést hinn
15. desember 1990, eru nú 131 tals-
ins, þar af eru börnin 12 talsins,
bamabörnin 40 og barnabarna-
börnin 79.
Eitt er það áhugamál afa Gunna
sem fylgt hefur honum alla tíð og er
það ættfræðin. Segja má að hann
hafi kunnað skil á flestum frænd-
görðum þessa lands og fór gjaman
á mikið flug ef hann komst í slíkar
samræður við menn. Það var því
alltaf viðkvæðið hjá honum afa þeg-
ar við barnabömin fómm að fá
hvolpavitið og fómm eitt af öðru að
kynna fyrir honum nýja kærasta
eða kærustur: „Hverra manna ert
þú, vinur/vina?“
Elsku afi, við þökkum þér sam-
leiðina og allar góðu stundirnar,
sem við höfum átt saman. Megir þú
hvfla í friði eftir erfíðan vinnudag.
Barnabömin.
Maramenn vom þeir jafnan
nefndir feðgar, Maríus Benedikts-
son, útvegsbóndi á Húsavík, og
synir hans fimm. Móðir þeirra
bræðra og kona Maríusar hét
Helga Þorgrímsdóttir af Hraunkot-
sætt, kunn baráttukona í verka-
lýðsmálum á Húsavík fyrr á tíð.
Héðinn, Þorgrímur, Þráinn, Gunn-
ar og Hákon hétu synimir en Bene-
dikt, þann elsta, höfðu hjónin misst
ungan að aldri.
Nöfn bræðranna fimm leiða hug-
ann óneitanlega að kunnum nöfnum
úr fornsögum svo og heiti hússins
sem hjónin byggðu 1904 og nefndu
Hlaðir, þótt jafnan gengi það undir
nafninu Marahús. Allir vora bræð-
urnir garpai’, dugnaðarforkar, vel á
sig komnir, vanir margs konar
störfum í uppvexti og lærðist
snemma að ekki dygði að slóra.
Harðsnúið lið til sóknar og varnar
þótt með nokkuð öðrum hætti væri
en hjá nöfnum þeirra fornköppum
forðum daga.
Þorgrímur hleypti heimdragan-
GUNNAR
MARÍUSSON
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 41*
um og veiddi með Norðmönnum
hvali í norðurhöfum og gerðist
heim kominn mikill veiðimaður um
sína daga. Héðinn var aflakló hin
mesta og skaut sel sem Þorgrímur
og hæfðu þeii’ bræður betur en
margur sem slíkt lagði fyrir sig.
Þráinn var glíminn og iðkaði ýmsar
íþrótth', sótti sjó, Hákon fengsæll
sjómaður og gat valið um skipsrúm
fyrir vaskleika sakir og svo fjár-
glöggur að eigi þurfti að líta í
markaskrár fremur en Gunnar
bróðir hans sem nú kveður síðastur
þeirra Marabræðra á 92. ári.
Gunnar fæddist í Hlöðum og átti
þar heima til dánardægurs. Ungur
að ámm vandist hann á að taka til
hendinni á sjó og landi líkt og
bræður hans, undir stjórn föður
síns, Maríusar.
Um 1930 festi Gunnar ásamt
bræðrum sínum, Þráni og Þor-
grími, kaup á mótorbátnum Agli
sem þeir gerðu út á Húsavík til
hausts 1934 þegar báturinn sökk á
legunni í aftakaveðri og fannst
aldrei. Ekki lögðu þeir bræður þó
árar í bát heldur keyptu trillu sem
Geysir hét og gerðu út um árabil.
Jafnframt sjósókn höfðu þeir þó
jafnan einhvern búskap, einkum
Gunnar sem löngum var hneigður
til búskaparstarfa og oft látinn
gegna þeim störfum þegar hinh’
vom á sjó.
Maríus átti stórt tún sunnan
Hlaða og skammt frá húsinu var
fjárhús, fjós og hlaða Maríusar. I
nánd vom hjallar þar sem héngu
spyrðubönd á rám, hertur fiskur og
siginn, á haustin rjúpnakippur svo
og kjötskrokkar í gálga í sláturtíð.
Þótti mörgum þá matarlegt um að
litast í hjöllum þein’a Maramanna
sem iðnir vom að draga björg í bú
og fengsælir mjög.
Árið 1935 keypti Gunnar hluta úr
Bakkalandi og hafði eignast stóran
hluta ræktaðs lands í Bakka laust
fyrir 1960. Um svipað leyti lauk af-
skiptum hans af bátaútgerð og
stundaði hann eftir það eingöngu
búskap allt fram á áttræðisaldur.
Gunnar keypti á sínum tíma
dráttarvél til nota við búskap sinn
en aldrei settist hann upp á slíkt
tæki, lét syni sína og síðan barna-
börn, er þau komu til sögunnar,
stýra tækjunum en sjálfur stjórnaði
hann verki og notaði einatt orf sitt
og ljá. Hann festi og kaup á jeppa,
r 3lómabw3in >
öa^ðsKom
l v/ T-ossvogskiríUjugaríð y
Símú 554 0500
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
u Sími 562 0200 u
riiiixixiixi:
tók þó aldrei bflpróf og snerti ekki
gripinn. Fékk þó tvívegis viður-
kenningu fyrir tjónlausan akstur
um árabil. Af því hafði Gunnar
gaman. Árið 1932, 23. mars, gekk"
Gunnar að eiga Elínu Málfríði
Jónsdóttur Gunnarssonar frá Mó-
bergi á Húsavík. Elín var atorku-
mikil kona og lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna enda kom það sér
vel því að 12 börn eignaðist hún
með Gunnari. Má rétt geta sér til
um hvað á henni hvfldi er hún varð
að stjórna hinu stóra heimili og
Gunnar tímunum saman daglangt
fjam heimilinu sökum starfa sinna.
Það var út af fyrir sig afrek að
koma upp þessum stóra barnahópi.
Öil era þau enn á lífi, Sigurhanna^
Jón Bergmann, Helga, Hlaðgerður,
Björg, Maríus, Matthildur, Sigur-
laug, Vigdís, Inga Kristín, Benedikt
og Hákon, allt hið mesta dugnaðar-
fólk. Elín, kona Gunnars lést 15.
desember 1990. Barnabörn þeirra
hjóna eru 40 og barnabamabörn
79. Afkomendur alls 131.
Gunnar Maríusson var heilsu-
hraustur mestan hluta ævi sinnar.
Hélt sér vel lengi, léttur í spori og
kvikur í hreyfingum, beinn í baki
enda líkaminn þrautþjálfaður eftir
að Gunnar hafði árum saman geng-
ið tvisvar á dag, um þriggja km leið
út að Bakka til að hirða um skepn-
ur sínar. Gunnar var einstaklega
geðgóður, léttlyndur og skrafhrei@*»
inn, langminnugur og sögufróður.
Síðustu misseri hefir hann dvalið
á sjúki’ahúsinu á Húsavík en verið
heima við og við í umsjá dætra
sinna sem skipst hafa á um að ann-
ast föður sinn á þvi heimili sem
honum var kærast alls og stundum
hefir hann skotist til dóttur sinnar í
sveitinni um sauðburð og farið í
réttir á haustin.
Minni hans hefir verið furðu
trútt til skamms tíma og hann hefir
haft frá mörgu að segja og verid*.
létt um mál.
Oft hefi ég leitað til Gunnars og
forvitnast hjá honum um sitt hvað
frá fyrri tið og aldrei komið að tóm-
um kofunum. Það skal hér þakkað
þegar vinur er kvaddur.
Blessuð sé minning Gunnars
Maríussonar.
Sigurjón Jóhannesson.
egsfeinar
Lundi
. v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararsljóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Síxni 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
LEGSTEINAR
í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. IB S.HELGASON HF I 11SIEINSMIÐJA 1
SKEMMUVEGI 48 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410