Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 42
~!*42 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR THORODDSEN + Ólafur Ólafsson Thoroddsen fæddist hinn 29. jtílí 1918 í Vatnsdal við Patreksfjörð. Hann lést á Landspítalan- um 5. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson Thorodd- sen, títvegsbóndi og kennari í Vatnsdal, f. 4. jantíar 1873 í Skr Vatnsdal, og Ólína Andrésdóttir, f. 23. september 1883 í Dufansdal í Arnar- firði. Systkini Ólafs eru: Sigríð- ur, htísmóðir, f. 1908 (látin), Þorvaldur, hreppstjóri, f. 1909 (látinn), Svava, kennari, f. 1910 (látin), Birgir, skipstjóri, f. 1911 (látinn), Einar yfirhafnsögu- maður, f. 1913 (látinn), Una, hjúkrunarfræðingur, f. 1914, Amdís, htísmóðir, f. 1915, Bragi, vegavinnuverkstjóri, f. 1917, Eyjólfur, loftskeytamað- ur, f. 1919, Stefán, títibússtjóri, f. 1922 (látinn), Auður, verslun- armaður, f. 1924, Magdalena, blaðamaður, f. 1926, og Hall- dóra, framkvæmdastjóri, f. 1927. Hinn 15. ágtíst 1951 kvæntist Ólafur Aðalbjörgu Guðbrands- dóttur frá Heydalsá í Stranda- sýslu, f. 10. nóvember 1930, d. 17. apríl 1998. Stofnuðu þau heimili í Reykjavík og bjuggu lengst af í Álfheimum 15. Börn þeirra era: 1) Guð- mundur Björn, verktaki, f. 2. jtíní 1953. Sambýliskona hans er Kristín Ingvarsdóttir lyfja- fræðingur, Reykja- vík. Þau eiga saman eina dóttur, auk þess sem Kristín á aðra dóttur. 2) Ragnhildur, versl- unarmaður, f. 29. október 1954. Eig- inmaður hennar er Svanberg Árnason innkaupa- og lager- stjóri, Akureyri. Þau eiga tvo syni. 3) Ólafur, rafeindavirki, f. 11. ágtíst 1959. Eiginkona hans er Jónína Sigurgeirsdóttir hjtíkrunarfræðingur, Mosfells- bæ. Þau eiga þrjá syni auk þess sem Jónína á eina dóttur. 4) Ragnheiður, lyfjafræðingur, f. 24. september 1964. Eiginmað- ur hennar er Haukur Óskarsson véltæknifræðingur, Hafnar- firði. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. Ólafur stundaði nám við Sam- vinnuskólann 1940-1942, síðan í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík ásamt iðnnámi hjá Bræðrunum Ormsson hf. Lengst af starfaði hann sem rafvirki á skipum Eimskipafé- lagsins. _ Utfór Ólafs fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú hefur vinur minn og tengda- ú»faðir Ólafur Thoroddsen fengið hvíld eftir langa og erfiða baráttu. Við kynntumst þegar ég fór að venja komur mínar til yngstu dóttur þeirra á heimili þeirra hjóna Aðal- bjargar og Ólafs, eða Öllu og Óla eins og þau voru gjarnan kölluð. I íyrstu voru kynnin varfærnisleg en þegar á leið var maður tekinn inn í hópinn eins og einn af þeirra eigin börnum. Ólafur Thoroddsen var mjög yfirvegaður maður og prúður í fasi. Hann bar sig vel og það var eftir honum tekið þar sem hann fór. Almennt lagði hann ekki illt orð til nokkurs manns en stundum þeg- ar honum ofbauð óráðsía landsfeðr- v«anna gat hann haft mjög ákveðnar skoðanir. Óli var mikið fyrir börn og nutu barnabörnin góðs af því. Hann var óþreytandi við að segja þeim sögur af björnum, refum, minkum, kanínum, tröllum og hverju því sem nöfnum tjáir að nefna og virtist sem þar væri óþrjótandi sagnabrunnur á ferð. Þegar hann vai' að segja þess- ar sögur hafði hann ávallt athygli barnanna óskipta. Einnig var hann duglegur að finna kraftmiklum strákum verk- efni með því að láta þá reyna sig við smíðar og var óspar á góð ráð ef með þurfti. Þegar ég var við nám í Vélskólanum var ég það heppinn að fá að búa í Álfheimunum í eitt og hálft ár á heimili þeirra hjóna. Þá kynntumst við Óli vel og urðum meira en tengdasonur og tengdapabbi heldur urðum við vinir og sú vinátta entist þar til yfir lauk. Við gátum alltaf rætt um sjó- mennskuna, æskuárin fyrir vestan, tækniframfarir, þróun í skipum og svo mætti lengi telja. Óli var alltaf áhugasamur um skip og útgerð, hvort heldur var farskipa- eða fiski- skipaútgerð, enda hafði stærsti hluti starfsævinnar verið í kringum skip og útgerð. Þegar við hjónin dvöldum í Dan- mörku ásamt sonum okkar þar sem ég var við nám kom Óli til okkar í heimsókn og var það mjög skemmtilegur tími. Ömmu og afa var umhugað um velferð afkomend- anna og það var þeim hjónum léttir að sjá með eigin augum þær góðu aðstæður sem við bjuggum við. Árið 1994 fóru Alla og Oli með flesta úr fjölskyldunni á æskustöðvar Óla í Vatnsdal við Patreksfjörð og var það öilum ógleymanlegt þegar hann var að sýna okkur æskustöðvarnar. Það er ekki hægt að tala um Óla án þess að minnast hans góðu konu Aðalbjargar Guðbrandsdóttur Thoroddsen, sem lést 17. apríl síð- astliðinn. Alla var hjartahlý og at- orkusöm kona og ótrúlega sterk þegar á reyndi. Hún var smekk- manneskja og vildi að allt í kringum sig væri smekklegt og vel borið. Aila og Óli voru samstillt og glæsileg hjón sem akkur var í að kynnast. Ég vil þakka þeim báðum samfylgdina og umhyggjuna í gegn- um árin. Þegar maður horfír til baka eru það minningarnar um samverustundirnar sem eru dýr- mætastar. Hvort sem þær eru um sorg, gleði eða hversdagslega hluti sem ekki virðast skipta máli í dags- ins önn verða þær dýrmætar þegar litið er til baka. Við minnumst góðs vinar, tengdaföður og afa sem sár- lega er saknað. Haukur Óskarsson. Ólafur Thoroddsen föðurbróðir minn er látinn. Það varð stutt á milli þeirra hjóna. Aðalbjörg dó í aprfl sem leið, eftir stutt veikindi sem engu eirðu. Ólafur var búinn að berjast við krabbameinið í nokkur ár. Síðustu vikurnar vora erfiðar fyrir hann og börnin, svo að gott var að fá hvíldina. Nú eru þau saman aftur, Alla og Óli. Ólafur ólst upp í foreldrahúsum í Vatnsdal í Patreksfirði, níundi í röð- inni af fjórtán systkinum. Innan við tvítugt stundaði hann sjóróðra frá Látrum hjá þeim mikla sjósóknara Erlendi Kristjánssyni, föður Ás- geirs vitavarðar. Síðar gerðist hann formaður á trillu föður síns. Þeir bræðumir rera frá Vatnsdal. Það var sam- dóma álit bræðra hans að hann skyldi vera formaðurinn, þótt ekki væri hann elstur, vegna yfirburða hæfni hans sem sjómanns. Hann var í senn áræðinn og aðgætinn. Hann var einnig góður vélamaður og þótti sérlega hagur og hugvits- samur við allt sem hann fékkst við. Ólafur stundaði einnig sjómennsku á togara og á snm-voðarbát um tíma. Ólafur fluttist til Reykjavíkur ár- ið 1940 og stundaði nám I Sam- vinnuskólanum, en þrjú önnur systkini hans stunduðu nám við skólann á þeim áram. Að loknu námi þar, árið 1942, hóf Ólafur nám hjá Eiríki Ormssyni raf- virkjameistara og lauk prófi í raf- virkjun frá Iðnskólanum í Reykja- vík árið 1946. Ólafur starfaði hjá Bræðrunum Ormsson til ársins 1949, en þá réðst hann til Eimskipa- félags Islands, þar sem hann starf- aði þar til hann komst á eftirlaun. Eftir að Ólafur fluttist til Reykja- víkur var hann tíður gestur hjá for- eldrum mínum og hafði um skeið herbergi á leigu hjá þeim. Ég, strákurinn, dáðist mjög að þessum glæsilega og skemmtilega frænda mínum, sem alltaf var í góðu skapi og spilaði á gítar. Svo söng hann svo vel. Hápunkturinn í samkvæmum fjölskyldunnar var þegar þeir sungu tvíraddað bræðurnir, Óli og Eyjólf- ur, en öll fjölskyldan var einkar söngelsk. I huga mínum voru ms. Dettifoss og Ólafur frændi minn eitt. Ólafur réðst rafvirki á Dettifoss þegar hann kom nýr til landsins árið 1949. Þríburarnir svokölluðu, Goðafoss, Dettifoss og Lagarfoss, voru ævin- týraskip, falleg, sterkbyggð og hraðskreið. Sagt var að fossarnir þrír gætu haldið tíu mílna ferð í gegnum tveggja. feta ís á Eystra- salti og haldið opinni leið fyrir önn- ur skip veikbyggðari. Þarna fóru vel saman maður og fley. Ég íylgdist vandlega með því í skipafréttum hvenær Dettifoss væri væntanlegur til Reykjavíkur og heimsótti Óla um borð. Ég tók gjarnan félaga mína með til að geta sýnt þeim þennan frænda minn sem ég var svo stoltur af. Okkur fannst hann svo líkur Roy Rogers. Það varð stutt á milli þeirra líka. Við Adda þökkum Ólafi frænda mínum allar ánægjustundirnar sem hann veitti okkur þegar hann heim- sótti okkur á Danmerkurárum okk- ar, en þá var hann rafvirki á ms. Gullfossi. Okkur er það svo minnis- stætt þegar hann tók gítarinn og söng ,Ást sem aldrei dvín“ við lag eftir Handel. Við Adda vottum börnum, tengdabörnum og barnabörnum + Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, INGÓLFUR Þ. FALSSON, sem lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 8. ágúst, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 14.00. Margeir Ingólfsson, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Guðrún Helga Ingólfsdóttir, Kristinn Ágúst Ingólfsson, Helga Þorsteinsdóttir, Hörður Falsson, Jóhanna B. Falsdóttir og barnabörn. + Móðir mín, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Múlastöðum, er lést á Dvalarheimilinu í Borgarnesi föstudaginn 7. ágúst, verður jarðsett í Bæjarkirkju í Bæjarsveit laugardaginn 15. ágúst kl. 14.00. Magnús Sigurjónsson, Ingibjörg Viggósdóttir, Jón Bergvinsson, Viggó Arnar Jónsson, Bergvin Jónsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI GUÐMUNDSSON, fyrrv. lögreglumaður, Skúlagötu 40, Reykjavík. verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 14. ágúst kl. 13.30. Elín Helga Þórarinsdóttir, Þórarinn Gíslason, Bryndís Benediktsdóttir, Guðný Gísladóttir, Sigurgeir Guðmundsson, Guðmundur Ingi Gíslason, Vigdís A. Gunnlaugsdóttir, Hrafnkell V. Gíslason Björg Eysteinsdóttir, Brynhildur Ósk Gísladóttir og barnabörn. t Okkar elskulegi, OLGEIR MAGNÚS BÁRÐARSON, lést miðvikudaginn 29. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. Ólafs okkar innilegustu samúð. Síð- ustu mánuðii' hafa verið þeim erfið- ir. Einnig vottum við systkinum Ólafs samúð okkar. Sérstaklega Eyjólfi, en þeir bræður vora ein- staklega samrýndir. Börkur Thoroddsen. Nú blæðir degi og döggin grætur við gengin sporin á gæfuvegi. Því veginn þrýtur þeim vammlaus lifir og hvorki æðrast né aftur lítur. Hjá Ólafs vegi þau vaxa blómin sem anda huggun á Hvítadegi. Ólafur Thóroddsen. Ekki þarf neinn að undra þó mannbaldurinn Ólafur Thoroddsen kveðji jarðvistina nú, aðeins nokkr- um mánuðum eftir að Aðalbjörg kona hans féll frá. Bæði var að van- heilsa hafði hrjáð hann um iangt skeið og ekki síður að þau hjón voru svo samhent að vart mátti annars minnast án þess að hitt kæmi upp í hugann. Samtvinnun af því tagi er blessun hvers hjónabands - enda virtist mér ávallt heimili þeiraa Ólafs og Öllu mótað lífsgleði og léttu sinni, eins þótt bústrit og upp- eldi barnanna fjögurra hljóti að hafa hnýtt þeim byrðar ekki síður en hjá öðrum fjölskyldum. Raunar dvaldist húsbóndinn langdvölum fjarri konu, börnum og búi því hann hafði farmennskuna að lifibrauði og útivistiiTiar urðu oft langar. Það var því ekki fyrr en Ólafur hætti siglingunum sem kynni okkar hófust að ráði. Marga stundina spjölluðum við saman - og sungum saman, enda báðir sannfærðir um ágæti eigin hljóða. Þá sagði hann sögur úr uppvext- inum vestur á fjörðum og hvers kyns hnyttni og kerskni frá fjöl- breytilegum ferli á sjónum. Árin mörg starfaði hann sem rafvirki á flaggskipinu Gullfossi, þessu glæsta tákni hins unga lýðveldis, og jafnan er mynd skips og manns samtvinn- uð í huga mér, eins þótt hann hafi átt mörg handtökin í landi undir merkjum Eimskips, eftir að Gull- foss endaði sína Islandsdaga. Jafn- an var hann kátur í tali, eins þótt ég fengi ekki varist þeirri hugsun að hann væri oft þreytulegur. Og nær er mér að halda að heilsa hans hafi löngum verið honum akkilesarhæll, eins þótt hann fjölyrti aldrei um þau mál í mín eyra. Þvert á móti var allt hans tal, skoðanir og mótað eðli þess manns sem er sáttur við guð og menn, kjör sín og hlutskipti og kýs að horfa á sólskin lífsins fremur en sudda. Enda mátti hann vel við lífslán sitt una; eignaðist góða konu, mannvænleg börn og traust heimili; átti gifturíki og grandvarleika. Dagar og ár liðu og fundir fyi'nt- ust í erli barnings og bústrits. Síð- ast hitti ég Ólaf við jarðarför konu hans nú í vor. Ekki þurfti glögg- skyggni til að sjá hversu honum var heilsubrugðið en þó var hann samur sem fyi-r í viðræðu; hlýr og einlæg- ur, og bar sig svo vel að furðu sætti á þessum sorgardegi. Ég hvatti hann þá til að sækja mig heim við fyrstu hentugleika er heilsa og fjör leyfði. Hann tók því vel - en af end- urfundunum varð aldrei því þrek hans þvari' og slokknaði. Nær hefði mér verið að sækja hann heim sjálf- ur, meðan heilsa hans leyfði, en af því varð ekki og er það mitt tap. Nú hljóma þær ekki lengur um stofurnar í Álfheimunum, glaðar raddir þeirra Ólafs og Öllu - né heldur söngurinn sem þar ómaði á góðum stundum. Ég kveð þau bæði með trega, þessi heiðurshjón upp- vaxtarára minna, og get ekki annað en vonað að handan móðunnar miklu fáum við Ólafur einhvem tíma að syngja saman Sólsetursljóð- ið á ný. Þegar göfugs manns er minnst skal ég muna nafn hans. Jón B. Guðlaugsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.