Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 47
Helgi Ass annar
í Gausdal
Helgi Áss Jonny Guðfríður Lilja
Grétarsson Hector Grétarsdóttir
SKAK
Gausdal, Noregi
MINNINGARMÓT UM
ARNOLD J. EIKREM
Þriðja mótið í norrænu VISA
bikarkeppninni 1998-99 var haldið
í Gausdal. Svúnn Jonny Hector
sigraði, en Helgi Áss Grétarsson
varð í öðru sæti. 1.-9. ágúst
_ STÓRMEISTARINN Helgi
Áss Grétarsson náði öðru sæti á
alþjóðlega skákmótinu í Gausdal
í Noregi sem lauk á sunnudag-
inn. Mótið hafði töluverða þýð-
ingu þar sem það var þriðja
skákmótið í stórbikarkeppni
VISA á Norðurlöndum. Með
frammistöðu sinni hefur Helga
Áss tekist að blanda sér í barátt-
una um sæti í lokamóti stórbik-
arkeppninnar. Mótið í Gausdal
var haldið til minningar um
norska skákfrömuðinn Arnold J.
Eikrem, sem íslenskir skákmenn
eiga mikið að þakka.
_ Athyglisverðasti sigur Helga
Áss á mótinu var gegn sterkasta
skákmanni Norðmanna, Simen
Agdestein. Skákin var bráð-
skemmtileg og vel tefld af Helga
hálfu, en hún birtist hér í skák-
þættinum í síðustu viku.
Annar íslendingur, Áskell
Öm Kárason, tók einnig þátt í
mótinu. Hann fór vel af stað og
var kominn með fjóra vinninga
eftir 6 umferðir. í síðustu þrem-
ur umferðunum gekk honum
hins vegar flest í óhag og hann
endaði með 4'Æ vinning og lenti í
19.-22. sæti.
Sænski stórmeistarinn Jonny
Hector sigraði á mótinu, hlaut
7'á vinning í níu umferðum. Eins
og áður segir varð Helgi Áss í
öðru sæti. Hann hlaut 6'Æ vinn-
ing. Torbjörn R. Hansen (Sví-
þjóð) og stórmeistarinn Heikki
Westerinen (Finnlandi) urðu
jafnir Helga að vinningum, en
lægri á stigum. Röð efstu
manna:
1. Jonny Hector (Svíþj.) SM 2510 7'Æ v.
2. Helgi Áss Grétarsson SM 2480 (>'Æ v.
3. Torbjöm R. Hansen (Noregi) 2060
6V4 v.
4. Heikki Westerinen (Finnl.) SM 2435
6V4 v.
5. -8. Ralf Akesson (Svíþj.) SM 2510,
Simen Agdestein (Noregi) SM 2545,
Einar Gausel (Npregi) SM 2540,
Yair Kraidman (ísrael) SM 2335 6 v.
Frábær árangur Lilju
Það er af ýmsu að taka þegar
fjalla á um góðan árangur ís-
lenskra skákmanna á alþjóðleg-
um skákmótum um þessar
mundir, eins og fram hefur kom-
ið í skákþáttum Morgunblaðsins
að undanförnu. Eitt af því sem
gleður skákáhugamenn er að sjá
að það eru ekki einungis karl-
mennirnir sem standa sig vel.
Þannig náði Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir einhverjum besta
árangri á skákferli sínum á al-
þjóðlegu kvennamóti sem lauk í
Stokkhólmi á sunnudag. Lilja
fékk 5 vinninga í 9 umferðum og
lenti í 5.-7. sæti. Hún var ein
tveggja þátttakenda sem ekki
voru með alþjóðleg skákstig fyi’-
h- mótið og því er óhætt að segja
að þetta sé mun betri árangur en
vænta mátti fyrirfram.
Lilja tefldi við 8 andstæðinga
með skákstig og árangur hennar
svarar til u.þ.b. 2.170 skákstiga.
Þess er því væntanlega ekki
langt að bíða að hún birtist á
stigalista Alþjóðlega skáksam-
bandsins, FIDE, en til þess þarf
að tefla 9 skákir gegn andstæð-
ingum með alþjóðleg skákstig.
Góður árangur Lilju á alþjóð-
legum vettvangi þarf kannski
ekki að koma á óvart, en hún
hefur náð bestum árangri ís-
lenskra skákkvenna undanfarin
ár. M.a. hefur hún náð þeim
ótrúlega árangri að verða níu
sinnum íslandsmeistari kvenna,
síðast í iyrra.
Arnar og Bragi ofarlega
í Badalona
Alþjóðlega skákmótinu í Ba-
dalona á Spáni er nú lokið.
Fimm íslenskir skákmenn tóku
þátt í mótinu. Tefldar voru 9 um-
ferðir. Árangur Islendinganna
var með ágætum. Þegar síðast
fréttist átti eftir að reikna út
stig, en útlit var fyrir að þeir
Arnar E. Gunnarsson og Bragi
Þorfinnsson hefðu náð verð-
launasæti. Þeir fengu báðir 6'Æ
vinning. Arnar gerði jafntefli í
síðustu umferð, en Bragi sýndi
mikla keppnishörku og sigraði
eftir að hafa fengið heldur verra
tafl. Hinir þrír Islendingarnir
voru ekki langt undan. Þeir
Bergsteinn Einarsson Jóhann
H. Ragnarsson og Jón Viktor
Gunnarsson fengu aliir 6 vinn-
inga.
Aiexander Panchenko, Úkra-
ínu, sigraði á mótinu, fékk 8
vinninga.
Þeir Arnar, Bergsteinn og Jó-
hann eru væntanlegir til lands-
ins 15. ágúst, en Bragi og Jón
Viktor ætla að taka þátt í öðru
skákmóti á Spáni.
Magnús Orn sigrar á
fjölmennu atkvöldi
Magnús Örn Úlfarsson sigraði
örugglega á fjölmennu atkvöldi
Hellis sem haldið var á mánu-
dag. Hann lagði alla sex and-
stæðinga sína að velli. I 2.-5.
sæti urðu Þór Stefánsson, Gunn-
ar Björnsson, Stefán Kristjáns-
son og Guðjón Heiðar Valgarðs-
son með 4lÆ vinning. Alls voru
keppendur 31. Efstir urðu:
1 Magnús Öm Úlfarsson 6 v. af 6
2.-5. Þór Stefánsson, Gunnar Bjöms-
son, Stefán Kristjánsson og Guðjón
Heiðar Valgarðsson 4'Æ v.
6.-7. Sigurður Páll Steindórsson og
Pétur Atli Lárusson 4 v.
8.-15. Þorvarður F. Ólafsson, Grímur
Grímsson, Valdimar Leifsson, Vigfús
Óðinn Vigfússon, Þröstur Þráinsson,
Bjami Magnússon, Ómar Þór Ómars-
son og Gunnar Nikulásson 3'Æ v.
o.s.frv.
Skákstjórar voru Gunnar
Björnsson og Vigfús Óðinn Vig-
fússon. Næsta atkvöld verður
haldið 7. september n.k.
Ný heimasíða
Hellis
Taflfélagið Hellir hefur nú
hleypt nýrri heimasíðu af stokk-
unum á alnetinu. Þar er að finna
margvíslegar hagnýtar upplýs-
ingar um félagið, auk þess sem
daglega er fylgst með þeim al-
þjóðlegu og innlendu skákmót-
um sem félagsmenn taka þátt í.
Slóðin er www.simnet.is/heliir.
Borgarskákmótið
á þriðjudag
Borgarskákmótið 1998 verður
haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur á
afmælisdegi borgarinnar þriðju-
daginn 18. ágúst. Mótið hefst kl.
16 eða klukkustund seinna en
tíðkast hefur fram að þessu.
Fyrsta Borgarskákmótið var
haldið á 200 ára afmæli Reykja-
víkurborgar árið 1986 og hefur
verið haldið á hverju ári síðan og
er þetta því í 13. skipti sem mót-
ið fer fram. í fyrra tóku 75 skák-
menn þátt í mótinu, þar á meðal
flestir sterkustu skákmenn
landsins.
Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi og umhugsunar-
tími er 7 mínútur á skák. Þátt-
taka í mótinu er ókeypis. Áhorf-
endur eru velkomnir.
Keppt er um farandbikar, sem
Reykjavíkurborg gaf til keppn-
innar. Auk þess eru peninga-
verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Fyrstu verðlaun eru kr. 12.000,
önnur verðlaun kr. 7.000 og
þriðju verðlaun kr. 5.000. í fyrra
sigruðu Gras-Efnavörur, en
Arnar E. Gunnarsson tefldi fyrir
þeirra hönd.
Rétt er að vekja athygli á því
að fjöldi þátttakenda er tak-
markaður og þeir sem skrá sig
fyrst ganga fyrir með þátttöku.
Gunnar Björnsson (sími
581 2552) og Ríkharður Sveins-
son (sími 568 2990) taka við
skráningum í síma. Einnig er
hægt að skrá sig með tölvupósti
í gegnum heimasíðu Hellis:
www.simnet.is/hellir.
Eins og undanfarin ár halda
Taflfélag Reykjavíkur og Taflfé-
lagið Hellir mótið í sameiningu.
Svæðismót í Danmörku
í haust
Svæðismót Norðurlanda í
skák verður að þessu sinni hald-
ið í Munkebo í Danmörku dag-
ana 10.-19. september. Þátttak-
endur á mótinu verða 24 og
skiptast þannig á milli landa:
Danmörk 5 þáttt.
Finnland 3 þáttt.
Færeyjar 1 þáttt.
ísland 5 þáttt.
Noregur 4 þáttt.
Svíþjóð 6 þáttt.
Mótið verður með útsláttar-
fyrirkomulagi og fá 3 keppendur
rétt til þátttöku í heimsmeist-
arakeppni FIDE sem væntan-
lega verður haldin í Las Vegas
fyrir lok ársins. Dagskrá svæðis-
mótsins er þannig:
1. umf. 10.-12.9 24 þáttt. (12 einvígi)
2. umf. 13.-15.9 12 þáttt. (6 einvígi)
3. umf. 16.-18.9 6 þáttt. (3 einvígi)
4. umf. 19.9 Lokaúrslit
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
FRÉTTIR
Dagur
dráttarvél-
anna á
Hvanneyri
I ÁR eru 80 ár síðan dráttarvélarn-
ar námu land hérlendis. Sú fyrsta
kom til landsins hinn 12. ágúst 1918.
Af þessu tilefni er efnt til dags
dráttarvélanna á Hvanneyri laug-
ardaginn 15. ágúst. Þar á að halda
upp á tímamótin en minna um leið á
sögu dréttarvélanna og hlutverk
þeirra í nútíma landbúnaði. Boðið
er upp á ýmis dagskráratriði á
tímabilinu kl. 11-18.
Ökusýning forndráttarvéla verð-
ur kl. 13.30, 15 og kl. 16.30. Öku-
maður í broddi fylkingar kl. 13.30
verður Guðmundur Bjarnason,
landbúnaðan-áðherra. Islandsmót í
dráttarvélaakstri fer fram, búvéla-
innflytjendur sýna flestar nýjustu
dráttarvælarnar, sögusýningin
verður í sumarhótelinu - Dráttar-
vélar á íslandi í 80 ár, búvélasafnið
verður opið og vörubílar Fornbíla-
klúbbsins koma í heimsókn.
Ullarselið verður að venju opið.
Boðið verður upp á kerruferðir og
fleira verður til dægrastyttingar.
Veitingasala veður í sumarhótelinu.
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir
fullorðna en aðgangur er ókeypis
fyrir gesti yngri en 15 ára.
Að degi dráttarvélanna standa
Bændaskólinn á Hvanneyri og Bú-
vélasafnið með samstarfi við Bú-
tæknideild RALA.
Skotleikar ‘98
í Reykjavík
SKOTLEIKAR Hins íslenska
byssuvinafélags verða haldnir í
samvinnu við Skotfélag Reykjavík-
ur á skotsvæði SR í Leirdal laugar-
daginn 15. ágúst nk. og hefjast
klukkan 10 árdegis.
Skotleikarnir eru orðnir árviss
viðburður í dagskrá Hins íslenska
byssuvinafélags og nú haldnir í sjö-
unda sinn. í leikunum reynh- á al-
hliða skotfimi og á meðal keppenda
eru jafnt skotíþróttamenn og skot-
veiðimenn. Eins og nafnið bendir til
er ekki síður um leik en keppni að
ræða.
Keppt er í þremur greinum.
Skotið er með 22. cal. LR-rifflum
með sjónauka úr standandi stöðu á
málmmyndir á 40 og 60 metra færi,
10 skot á hvoru færi. Þá er skotið
með stórum rifflum (centerfire) í
standandi stöðu á sérútbúna skot-
skífu á 100 metra færi Loks eru
skotnar 50 leirdúfur með hagla-
byssu með veiðiþrengingu (lág-
mark 'Æ, MOD). Ekki þarf að taka
þátt í öllum gi-einum.
Skráning verður á staðnum og
eru keppendur beðnir að mæta
ekki seinna en klukkan 9.30. Öllum
skotmönnum er heimil þátttaka,
þátttökugjald er 2.500 kr. Verðlaun
verða veitt í öllum greinum. Einnig
verður veittur farandbikar, Veiði-
hússbikarinn, fyrir bestan saman-
lagðan árangur.
YOGAKENNARARNIR Guðjón
Bergmann, Ilallgrímur Óskars-
son og Birgir Jóakimsson.
Yogakennslan
hefur störf
YOGAKENNSLAN verður með
kynningarkvöld í félagsmiðstöðinni
Árseli í Árbæ 14. ágúst kl. 20. Að-
gangur er ókeypis. Meðal þess sem
þar verður kynnt er grunnnám-
skeið í hatha yoga, sem er dagana
15. og 16. ágúst í Árseli milli kl. 9
og 13.
I Árseli verða opnir tímar í hatha
yoga sem hér segir: mán., þri., mið.,
fim., fós. kl. 18.25-19.25 og þri. og
fim. kl. 7.30-8.30.
Til þess að stunda hatha yoga í
opnum tímum er mælt með því að
fólk taki grunnnámskeið eða hafi
grunnþekkingu á líkamsstöðum
hatha yoga. Áhugasamir geta feng-
ið einn frían kynningartíma ef þeir
komast ekki á kynningarfundinn,
segir í fréttatilkynningu.
Á næstunni mun Yogankennslan
opna aðstöðu í IR húsinu á móti
Landakotsspítala fjórum sinnum í
viku.
www.mbl.is
SMAAUGLVSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Laugardagur 15. ágúst
kl. 8.00:
Yfir Eyjafjöll. Ný gönguferð yfir
vestanverð Eyjafjöll. Verð 2.500 kr.
Ný helgarferð 14. —16. ágúst:
Álftavatn — Öldufellsleið.
Ökuferð með styttri- og lengri
gönguferðum. Pantið strax.
Fullbókað í Skagfjörðsskála
um helgina en næg tjald-
stæði í Þórsmörkinni. Kynnið
ykkur sumarleyfisferðirnar,
m.a. „Laugavegur" trússferð
(með kjötsúpuveislu) 14,—
19. ágúst og öku- og skoðun-
arferð um Mið-Austurland og
óbyggðir 15.—21. ágúst.
Sunnudagur 16. ágúst kl. 13:
Ketilstígur — Seltún — Krísu-
vík, gömul þjóðleið.
ATViNNA
Heimilishald úti á landi
Óska eftir manneskju (með elli-
laun/ellistyrk), sem vill halda
heimili með bónda úti á landi.
Hringið í síma 478 8981.
Einkatímar í yoga!
Viltu læra grunnlíkamsstöður
hatha yoga eða bæta við þær?
Læra um slökun, öndun og mat-
aræði? Eða bara stunda yoga
undir handleiðslu einkakennara?
Guðjón Bergmann, yogakennari,
býður upp á einkatíma sniðna að
þínum þörfum.
Nánari upplýsingar og tímapant-
anir í síma 544 8070.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Lofgjörðarsamkoma
kl. 20.30. Kafteinn Miriam
Óskarsdóttir talar.
ÝMISLEGT
|| Stjörnukort
m Persónulysing,
framtíðarkort,
samskiptakort,
einkatímar.
Gunnlaugur
Gudmundsson.
Uppl. í síma 553 7075.
Sendum í póstkröfu.