Morgunblaðið - 13.08.1998, Page 51

Morgunblaðið - 13.08.1998, Page 51
I 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 51 BREF TIL BLAÐSINS Verðlaunaleikir — án verðlauna Frá Jóni Arnari Jónssyni: FYRIR skömmu, eða réttara sagt frekar löngu, varð mér litið inn á „glæsilegan" vef Dagblaðsins-Vísi, vísis-vefinn svokallaða. Þetta var stuttu eftir að vefurinn hafði verið opnaður, og það sem vakti helst at- hygli mína var fjöldi leikja sem boðið var uppá. Skyndilega fann ég alia löngun mína til að fræðast um málefni líðandi stundar og ástandið í Albaníu hverfa, og geysilega gróðafíkn grípa mig. Eg fann hvernig ég fór allur að skjálfa af æsingi og áður en ég vissi af hafði ég tekið þátt í öllum getraunum, nú skyldi ég vinna - og það stórt. Það var því mikil gleði sem greip mig Landið var , fagurt og frítt nokknim dögum síðar, er ég leit í tölvupóstinn minn og sá að ég hafði fengið tölvupóst frá Vísi. Hafði ég unnið glæstan vinning? Já, ég hafði unnið. Eg hafði unnið hvorki meira né minna en hamborgara-veislu fyrir fjóra frá McDonalds, vining- urinn yrði sendur heim eftir nokkra daga. Kjöt í frauði Nú er það ekki svo að ég sé sólg- inn í kjöt í frauð-brauði, með tómatsósu og laukbitum, en mér finnst það bara hálf dapurt að hafa ekki fengið vinninginn minn ennþá. Nú eru liðið næstum heilt sumar, heilt sumar þar sem ég hef beðið eftir bréfberanum á hverjum degi, en aldrei fengið bréfið sent frá McDonalds. Ég veit ekki hvorum er um að kenna, McDonalds eða Vísi, en eitt er víst að ég kem ekki til með að taka þátt í fleiri leikjum hjá Vísi. íslendingar og íbúar Vest- mannaeyja láta ekki bjóða sér svona aumingjaskap. Förum frek- ar á vef Morgunblaðsins! Þar eru engin fölsk gylliboð sem draga frá manni alla löngun í lestur frétta. JÓN ARNAR JÓNSSON Mávahrauni 4 220 Hafnarfirði. BOMRG Jarðvegsþjöppur og hopparar ^ Gæði á góðu verði! ' Skútuvogi 12A, s. 568 1044. Frá Jóni Ózuri Snorrasyni: FYRIR ekki svo löngu setti Guð- mundur P. Ólafsson, náttúrufræð- ingur og rithöfundur, niður þjóð- fána íslendinga dreginn í hálfa stöng á svæði því sem nú heyrir til svokallaðri Hágöngumiðlun á máli Landsvirkjunar. Það var hans síð- asta tilraun til að mótmæla því _að gríðarstóru landsvæði á hálendi Is- lands yrði sökkt. Mér sýndist sem á flaggstöngina væri skráð tilvitn- un í Island Jónasar Hallgi'ímsson- ar og var það vel til fundið hjá Guð- mundi. Yfirmenn laga og reglna þessa sama Islands kvöddu síðan fulltrúa sinn á vettvang til að taka niður þjóðfánann svo hann yrði ekki fyrir þeirri smán að hverfa í hið manngerða lón sem nota skyldi til raforkuframleiðslu fyrir stóriðj- ur erlendra auðhringa. I kjölfarið gæti svo farið að Guðmundur yrði lögsóttur fyrir verknað sinn því að mati þeirra sem með lögin fara hef- ur hann vanvirt íslenska þjóðfán- ann. Hér er um tvo verknaði að ræða. Annars vegar að sökkva fána sem er táknræn athöfn og hægt er að styðja siðferðisrökum en hins veg- ar að sökkva landi til að fóðra er- lenda auðhringa á rafmagni og stutt er með lögum og leyfum sem enginn virðist geta hróflað við. Spyrja má hvor þessara verknaða er meiri glæpur? I mínum huga er enginn vafi á svari en líklega verður það svar aldrei skilið af ráðamönnum sem starfa í þágu tímabundinnar valda- aðstöðu sinnar og virðast hafa það eitt að leiðarljósi að náttúi-uperlum Islands sé best borgið á botni manngerðra miðlunarlóna. Látum í okkur heyra! JÓN ÖZUR SNORRASON, Ártúni 3, 800 Selfoss. ALDA, JON, GRACE, VÖLUNDUR OG NÖKKVI, Þóristúni 11, 800 Selfoss. Gjafavörur, silfurskartgripir, kristalsglös og fleira Stórkostlegt úrval Allt að 50% afslúttur stgr. SILFURBUÐIN Knnglunni 8 -12 - Sími 568-9066 * * 4 -4 Hvílíkur pakki! Daihatsu Terios 4x4 Fjölhæfni og svakaseigla Terios sameinar kosti sem nýtast við fjölbreyttar aðstæður. Bíllinn er sprækur og lipur í daglegum borgarakstri. Næmt vökvastýri, lítill beygjuradíus og gott útsýni gera þrengstu svæði aðgengileg. Vondir vegir eru Terios heldur engin hindrun. Sítengt aldrif, læsanlegur millikassi og tregðu- læsing á afturöxli skila honum örugglega áfram í þungri færð. Hæð undir lægsta punkt er 185 mm. Sportpakki á engu verdi - bókstaflega Terios er vel búinn og að auki býður Brimborg takmarkaðan fjölda bíla með ókeypis sportpakka að verðmæti um 120.000 kr. I pakkanum eru toppgrind, dráttarkúla, vetrardekk, vindhlífar á glugga, Ijósahlífar, mottur og hlífðarmotta í farangursrými. Allir bílar frá Daihatsu eru með þriggja ára ábyrgð og sex ára ryðvarnarábyrgð. Beinskiptur frá kr. t.598.000.- Sjálfskiptur frá kr. 1.678.000.- BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar Trvggvabraut 5 • Akureyri Simi 462 2700 Bílasala Keflavlkur Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ I Sími 421 ' 1 Blley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bllasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sfmi 482 3100 Fjadurmýkt og hörkuöryggi Fjöðrunarbúnaðurinn í Terios sameinar mýkt í borgarakstri og frábæra aksturseiginleika á slæmum vegum. Terios er fáanlegur með öflugri fjögurra gíra sjálfskiptingu sem gerir aksturinn enn þægilegri. Daihatsu hefur einnig lagt mikla áherslu á að gera Terios öruggan. Farþegarýmið er sérstaklega styrkt og grindin dreifir vel höggi við árekstur. Tveir loftpúðareru staðalbúnaður. 3 ára ábyrgð Tvisturinn Faxastíg 36 • Vestmannaeyjum Sími 481 3141 DAIHATSU fínn í rekstri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.