Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 55
FOLK I FRETTUM
MYNPBÖND_____________
Hættulegur höfundur
Nálægt hættunni
(Close to Danger)__________
Sannsöguleg spenna
★
Framleiðsla: Bruce Frankiin. Leik-
stjórn: Neema Barnette. Handrit:
Philip Rosenberg. Aðalhlutverk: Rob
Estes og Lisa Rinna. 90 mín. Banda-
rísk. Sam-myndbönd, ágúst 1998.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
ÞAÐ segir í upphafi myndar að
raunverulegir atburðir hafi blásið
höfundi hennar anda í brjóst og
séu til grundvallar sögunni. Það er
erfitt að ímynda sér hvað átti sér
stað í raun og veru, en kvikmyndin
segir frá Jennifer Cole (Lisa
Rinna) sem vinnur á ljósritunar-
stofu til að fjái-magna nám sitt í
sálfræði. Hún er fengin til að vél-
rita handrit að skáldsögu og heill-
ast af ofbeldisfullri frásögninni.
Höfundurinn,
Adam Harris
(Rob Estes),
heillar hana ekki
síður og fyrr en
varir er hún bú-
in að grýta
kærastanum út
og farin að þeys-
ast með Adam á
kraftmiklum
mótorfák. Fljót-
lega kemur í ljós að Adam er snar-
klikkaður og lætur sér ekki nægja
að lýsa ofbeldi í texta, heldur virð-
ist hann vilja draga Jennifer inn í
heim raunverulegs ofbeldis og
morða.
Hér er á ferð algjörlega dæmi-
gerð sjónvarpsmynd sem reynt er
að gera áhugaverðari með því að
tengja söguna raunveruleikanum.
Formúlan er augljós og afar kunn-
ugleg hverjum þeim sem séð hefur
nokkrar bandarískar sjónvarps-
myndir. Ung og saklaus stúdína
lendir í hættulegum kynnum við
heillandi en ofbeldishneigðan ung-
an karimann sem dregur hana inn í
sinn sjúka heim. Sagan hefur þó at-
hyglisverða hlið. Jennifer kærir
Adam til lögreglunnar, sem hvetur
hana til að halda sambandinu
áfram undir þeirra eftirliti svo
hægt sé að koma höndum yfir
óþokkann. Því er svo látið ósvarað
hvort Jennifer, og þá um leið lög-
reglan, eigi í rauninni sök á því
sem svo gerist með því að hvetja
Adam til ofbeldisverka frekar en
að stöðva hann. Þessi flötur er þó
aukaatriði sem nægir engan veginn
til að draga myndina upp úr svaði
bandarískrar sjónvarpsmeðal-
mennsku þar sem hún situr föst.
Guðmundur Ásgeirsson
Slapp við fangelsisvist
►CHARLIE Sheen slapp fyrir horn
þegar dómari í Kaliforníu hundsaði
kröfu um að skilorðsbundnum dóm
hans yrði breytt í óskilorðsbundinn
dóm sem þýddi eitt ár á bak við lás
og slá fyrir leikarann. Það var
Gloria Állred, lögfræðingur fyrr-
verandi kærustu Sheens, sem hafði
lagt fram kröfuna en Sheen var
fyrr á árinu dæmdur fyrir leggja á
liana hendur.
Sheen var lagður inn á sjúkra-
hús í maí síðastiiðnum vegna of
stórs eiturlyfjaskammts og f kjöl-
farið skrifaði faðir hans, leikarinn
Martin Sheen, undir handtöku-
beiðni til að reyna að bjai'ga lífi
sonarins. Krafa lögfræðingsins
kom í kjölfarið því eiturlyfjaneysla
telst brot á skilorði. Dómarinn
sagðist hins vegar telja að Sheen
væri best borgið í eiturlyijameð-
ferðinni sem hann hefur verið í
undanfarna mánuði og minnti á að
leikarinn hefði að fyrra bragði
veitt upplýsingar um eiturlyfja-
notkun sfna og ekki hefði þurft að
handtaka hann.
frábæra stuð-
hljómsveit
ÁTTAVILLT
skemmtir
Reykjavik
fimmtudags-.
föstudags-
og laugardags-
cKKl af stuðdansleikjum ár«sins HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM
€■■ «■■■■«■•
Bacharach í
samstarf
við Costello
BURT Bacharach og Elvis
Costello eru að vinna saman að
breiðskífu sem kemur út 29. sept-
ember og vonast foiTáðamenn
Mercury Records að þeir nái til
unga fólksins á sama hátt og Tony
Bennett gerði á sínum tíma í gegn-
um MTV-sjónvarpsstöðina.
Costello og Bacharach hafa unn-
ið saman að plötunni í rúmlega ár.
Þar áður unnu þeir saman að lag-
inu „God Give Me Strength" sem
var spilað í myndinni „Grace Of My
Heart“. Lagið verður á nýju plöt-
unni sem hefur vinnuheitið Málað
eftir minni eða „Painted from
Memory".
Bacharach mun leika á píanó og
einnig stjórna 24 hljóðfæra hljóm-
sveit í lögunum tólf. Hann samdi
og útsetti lögin sjálfur. Bacharach
hafði mikil áhrif á dægurtónlist
sjöunda áratugarins og er einna
best þekktur fyrir lög á borð við
„Raindrops Keep Fallin’ on My
Head“, Do You Know the Way to
San Jose“ og „That’s What Fri-
ends Are For“.
Laugavegi 44, Kringlunni
Opnum í dag eftir
breytingar með
frábærum haustvörum frá
London, Amsterdam og París