Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 59

Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 59
~60 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO Hagatorgi, sími 552 2140 9^ovtL.4LU8i” MYND EFTIR HU.MAR ODDSSON FRUMSÝND 28. ÁQÚST a A-MÉbln ■ja&iiiiilfa síílíluBj aMUiHi j&¥glijft)t, www.samfilm.is Ein með öllu handa öllum Éh £25% eilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Vinsælasti skólabakpokinn á Norðurlöndum L E I G A N UTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina Símiar 551 9800 og 551 3072 Woodstock ‘98 Hippar og hipphopparar á hátíðinni SÓLIN skein á gesti Woodstock hátíðarinnar á sunnudag en hátíðin stóð yfir í þrjá daga í Bethel í New York. Gömlu hippamir sem höfðu fjölmennt fyrstu tvo dagana voru leystir af af hipphoppurum með buxumar hangandi á mjöðmunum og nef-, augnbrúna- og naflahringi. Lokadagurinn var því talsvert frá- brugðinn hinum tveimur fyrri með flytjendum á borð við Dishwalla, Marcy Playground, Goo Goo Dolls og Third Eye Blind ásamt söngkon- unni Joan Osbome sem spiluðu fyr- ir um 30 þúsund manna áhorfenda- hóp. Hávaðinn jókst með hækkandi hitastigi og yngra fólkið fór í svo- kallað „crowd-surfing“ sem felst í því að kasta sér út í áhorfendaþvög- una og treysta á að áhorfendur beri mann á hendur sér. Skipuleggjend- ur hátíðarinnar ákváðu að leyfa ekki sölu bjórs á svæðinu og lagðist það illa í marga. „Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að bjórinn hjálpi til við að skapa andrúmsloft hátíð- arinnar. Við mættum fólki sem var að yfirgefa svæðið út af þessu,“ sagði hinn þrítugi Don Murphy. Söngkonan Joan Osbome fékk heldur óblíðar móttökur þegar hún kom fram á hátíðinni og byrjaði hópur fólks að kyrja á meðan flutn- ingi hennar stóð auk þess sem ein- hverjir hentu vantsflöskum í átt að henni. Þrátt fyrir að friður og ást svifu ekki yfir vötnum Woodstock ‘98 var greinilegt að ný kynslóð áhorfenda var mætt á svæðið. „Þetta er greinilega ekki Wood- stock,“ sagði hin 16 ára gamla Alicia Nackley. „Það er einhver að reyna að græða á þessu og hátíðin er alltof skipulögð.“ Johnny Rzeeznik, söngvari hljómsveitarinnar Goo Goo Dolls, biðlaði til unga fólksins þegar hann sagði: „Ég vona að eftir 30 ár eigið þið ekki eftir að þjást af heimsku- legri nostalgíu og koma aftur hing- að í BMW-bílunum ykkar og reyna STEPHEN Marley, sonur „reggae“-kóngsins Bobs Marley, kom fram ásamt The Melody Makers. að endurlifa stemmninguna.“ Hin 52 ára Flor- ence Fontana var hins vegar ánægð að kynslóðimar gætu minnst Woodstock and- ans saman og að unga fólkið fengi nasaþef af því sem foreldrarnir hafa talað um síð- ustu 29 árin. ISHEBA Myton var með dóttur sína Leah á öxl- unum og dönsuðu þær mæðgur í takt við tónlistina. RICHIE Havens, þjóðlaga- söngvari sem kom í fyrsta sinn fram á Woodstock árið 1969, skoðaði nafn sitt á minningar- steini hátíðarinnar. HEIMAMENN Bethel tóku vel á móti hátíðargestum og spiluðu á gítar til að ná upp stemmningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.