Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tímarit • ÍSLENSK bókaskrá fyrir ár- ið 1997 er á vegum Landsbóka- safns Islands - Háskólabóka- safns. Þar er skráð öll bókaút- gáfa þess árs. Henni fylgir tölu- legt yfirlit um bókaútgáfu árs- ins. Samkvæmt því komu 1.652 rit út á árinu 1997. Það er 140 rita aukning miðað við næsta ár á undan. Einnig er í ski'ánni ski'á um ný blöð og tímarit sem hófu útkomu 1997, og skrá um landakort. Bókaskránni fylgir ennfrem- ur Islensk hljóðritaskrá, 89 blaðsíðna rit, þar sem skráð er með nákvæmum hætti allt efni sem gefíð er út á hljómplötum, geislaplötum og snældum. Slík- um gögnum fækkaði lítið eitt milli áranna 1996 og 1997, en hafði fjölgað mjög næstu ár þar á undan. Efni beggja ritanna er í tölvukerfinu Gegni. Ritstjóri er Hildur G. Eyþórsdóttir. Hún er einnig höfundur greinar í árs- riti bókasafnsins, Ritmennt, 2. árg. 1997, þar sem fjallað er um íslenska bókaútgáfu í 30 ár, 1967-1996, og birtar um hana tölulegar upplýsingar eftir ár- umog efniviðum. Islensk bókaskrá fyrir árið 1997 er 230 bls. íið stærð. Hún er seld, ásamt Islenskri hljóð- ritaskrá, í áskrift og í lausasölu og er m.a. fáanleg í afgreiðslu safnsins í Þjóðarbókhlöðu. Hið sama gildir um ársrit safnsins, Ritmennt. Sýningum lýkur Listasafn íslands SUMARSÝNINGU Listasafns Islands lýkur nú á sunnudag, 6. september. Með sýningu þessari er stikl- að á stóru í íslenskri listasögu frá upphafi aldarinnar fram á síðustu ár, og fyllir sýningin alla sali safnsins. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni í allt sumar, og hefur hún einkum notið vinsælda á meðal erlendra ferðamanna. Með sýningu þess- ari gefst einstakt tækifæri til að kynnast fjölbreytileikanum í ís- lenskri myndlist á þessari öld, þótt hið sögulega yfírlit sé óhjá- kvæmilega ágripskennt vegna takmarkaðs rýmis í húsnæði Listasafnsins, segir í fréttatil- kynningu. Öll verkin á sýningunni eru í eigu Listasafns Islands. Næsta sýning í húsakynnum Lista- safns íslands verður „Draum- urinn um hreint form“, yfirlits- sýning um geometríska abstraktlist á Islandi á 6. ára- tug aldarinnar, og verður hún opnuð 11. september næstkom- andi. MYmiST Nýlislasafniö HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR, FINNUR ARNAR, DANÍEL Þ. MAGNÚSSON, JUAN GEUER Opið alla daga nema mánudaga milli 14-18. Til 6. september. Finnur Arnar I Nýlistasafninu standa nú yfir fjórar einka- sýningar (þegar Nýlistasafnið er annars vegar þá er „einkasýning" ansi teygjanlegt hugtak). Fyrstan skal nefna Finn Arnar sem sýnir í Gryfju. Sýning hans ber yfirskriftina „Eitt verk í þremur þáttum", sem setur mann strax í nokkurn vanda, því þættirnir þrír koma manni fyrir sjónir sem þrjú aðskilin verk. Fyrirferðarmest er myndröð af litlum styttum eða líkneskjum, af meðlimum poppsveitarinnar PPPönk, og við hverja styttu er stuttur texti, þar sem hver meðlim- ur lýsir viðhorfum sínum til lífs og starfs, vonum og þrám. Skammt frá er stöpull með listaverkabók með myndum af málverkum ítalska síðendurreisnarmálarans Titians. Inni í bókinni eru úrklippur af dönsurum og á for- síðu er mynd af bandaríska listamanninum Jeff Koons. Sá hluti verksins er eins og gáta, vísbending sem áhorfendum er ætlað að ráða í, án þess að það sé sýnileg ástæða fyrir því að vera svona dularfullur. Sérstaklega þegar haft er í huga að Finnur kemur sér venjulega beint að efninu. I þriðja lagi er ljósmynd af aldraðri konu, Helgu Stefánsdóttur, sem stendur í eldhúsinu hjá sér og fyrir neðan er texti, ekki ósvipaður þeim sem er að finna við myndir tónlistarfólksins. Viðfangsefni Finns er venjulegt fólk, líf þess og aðstæður. Hann leyfir staðreyndun- um að tala án þess að færa í stílinn eða reyna að lýsa eigin sýn á fólkið, heldur setur hann sig í hlutverk hins hlutlausa skrásetjara. Það má reyndar sjá sterka tilhneigingu hjá listafólki, sem hefur verið að koma fram á undanfómum árum, að beina athyglinni frá „vandamálum listarinnar" yfii' á „vandamál fólksins“, að fá listina til að fást við þá hluti sem við að öllu jöfnu erum að fást við í okkar daglega lífi. Kannski er hér á ferðinni eitthvert afbrigði af raunsæi, í þeim skilningi, að nota listina til að komast í jarðsamband við jámkaldan raunvem- leikann, bak við þá fegruðu ímynd sem okkur birtist af samfélaginu í fjölmiðlum og auglýsing- um. En það er erfitt að átta sig á því hvað rekur Finn áfram, bak við grímu hlutleysisins. Er þetta gert í siðferðilegu skyni, listin í þjónustu góðs málstaðar, opna augu okkar fyrir hlutskipti samborgara, eða er hann að gera þetta sem and- spyrnu við það sem mætti lýsa sem fagurkera- hætti og draumlyndi rómantískra listamanna, sem em úr tengslum við vemleikann utan listar- innar? Þrátt fyrir að verk Finns fjalli um líf fólks með þeirra eigin orðum, þá er ekki að finna mikla persónulega nánd, þau era ekki líkleg til að vekja samkennd. Enda er ekkert í verkunum sem bendir til slíkrar samkenndar af hálfu lista- mannsins. Hrafnhildur Arnardóttir I forsal á neðstu hæð sýnir ung listakona sem útskrifaðist úr framhaldsnámi úr School of Visual Arts í New York fyrir tveimur ái-um. Þetta er fyrsta einkasýning hennar síðan þá, en auk þess hefur hún sýnt allnokkuð á samsýningum í New Islenskir draumar, ættir og htísgögn HUSGAGNASKULPTUR eftir Daníel Þ. Magnússon í SÚM sal. York og Reykjavík. Ég þekki því lítið til hennar verka. A langvegg er fjöldinn allur af andlitsteikn- ingum og á stalli í salnum er ættfi'æðibók, niðjatal hjónanna Böðvars Magnússonar og Ingunnar Eyjólfsdóttur á Laugarvatni. Enda kallar Hrafti- hildur sýninguna „Laugarvatnsættin“, sem hún sjálf tilheyrir, og em andlitsmyndimar sjálfsagt af skyldfólki hennar. Teikningamar- era gerðar af viðvaningslegu og allt að því bamalegu hand- bragði, í samræmi við sannan nýlistastíl, enda er það algert tabú að sýna að maður getur verið flinkur teiknari, vegna þess að - ja, hvers vegna? Sýning Hrafnhildar er einnig dæmi um það hvernig listafólk hefur verið að finna snertiflöt milli listarinnar og hugðarefna hversdagsins. Og það er fátt sem íslendingar hugsa meira um en fjölskylduna, ættingjana, ættfræði og vina- tengsl. Hvað hina listrænu útfærslu varðar þá átta ég mig ekki á hvort sýningin er sprottin af áhuga á teikningu, eða hvort teikningarnar em sá miðill sem hún brúkar í þetta sinn til að fjalla um hið íslenska menningarlandslag. Það verður áhugavert að fylgjast með hvaða leið Hrafnhild- ur velur, í samhengi við aðrar hræringar sem eiga sér stað meðal ungra myndlistarmanna. Daníel Þ. Magnússon Sýning Daníels í SÚM salnum er jafnframt nokkurs konar innsetning, eða réttara sagt inn- rétting, því einna líkast er að hann hafi útbúið þar vistarvem með húsgögnum: rúmstæði, borð með tveimur stólum, trébekk og myndir á veggj- um. Kalla má verk Daníels húsgagnaskúlptúra, þrívíð verk í líki húsgagna. Ekki er óþekkt að listamenn geri húsgögn að viðfangsefni í skúlp- túr. Þetta byrjaði líklega fyrir alvöm með popp- listinni, þegar listamenn fengu áhuga á öllum hliðum neyslumenningar. Bandaríski listamaður- inn Richard Ai'tschwager gerði húsgagnaskúlpt- úra á sjöunda ái'atugnum, þar sem hann notaði gjaman gerviefni, sem farið var að nota í fjölda- framleidd húsgögn, eins og plasteftirlíkingai' af spónlögðum við. A níunda áratugnum vora nokkrir áhugaverðir listamenn sem fengust við húsgagna- og innréttingaskúlptúra. Siah Ar- majani gerði verk sem sóttu innblástur í hefð- bundinn amerískan arkitektúr og trésmíði, og Scott Burton gerði mjög sérstæð verk sem vora á mörkum húsgagna og skúlptúrs. Það sem hefur verið sérstætt við verk Dan- íels er andi hins íslenska heimilis sem gegn- sýrir spýturnar, án þess að hann sé með ein- hverjar beinar stílstælingar. Skemmtilegt dæmi um þetta era landslagsmyndirnar fjór- ar á sýningunni. Ekki nóg með að hann geri landslagsmyndina að mublu-skúlptúr, heldur er landslagið í myndunum nokkurs konar mubla líka. Allar myndirnai' bei'a vott um hagleik Dan- íels og hvað hann leggur mikið upp úr fag- mennsku í smíðinni, og því að skila góðum smíðisgrip úr vönduðum efnivið. Að þessu sinni er Daníel upp á sitt besta með heildstæða og jafna sýningu. Juan Geuer í Bjarta og Svarta sal sýnir kanadískur listamaður að nafni Juan Geuer. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt hans getið, en hann mun vera kominn yfir áttrætt og á að baki lit- ríka fortíð. Hann er hér staddur sem leiðbein- andi á alþjóðlegu sumarnámskeiði og var boð- ið að sýna í Nýlistasafninu af því tilefni. Það er engin ellimerki að finna á list Geuers og þessi verk gætu hæglega verið eftir mun yngri mann. Mér skilst að hann hafi einkum verið að leita að sköran milli vísinda og lista. Það sést m.a. á því að verkin era sett saman úr ýmiss konar búnaði, statífum og speglum, sem minna óbeint á vísindalegar mælingar. Það er sérstaklega verkið í Svarta sal, „Mannvirkur jarðskjálftamælir“, sem vekur athygli, en þar hefur hann komið fyrir tækjabúnaði sem nemur minnstu hreyfingu. Tækið sendir frá sér rauðan leysigeisla sem endurvarpast af speglum á vegg- inn og myndar þar mjóa rák. Rákin breytist og hreyfist eftir því sem áhorfandinn hreyfir sig um herbergið. Einfalt og fallegt verk sem verður dulúðlegt vegna myrkursins. Af sýningunni að dæma er Geuer býsna at- hyglisverður listamaður, en því miður fer þetta tækifæri til að kynna íslenskum sýningargestum verk hans fyrir ofan garð og neðan. Verkin era ekki merkt, fyrir utan að við innganginn að Svarta sal stendur aðeins titill verksins „Mann- virkur jarðskjálftamælir". Við hin tvö stendur ekkert, hvorki nafn höfundar, titill verks né ár - þau gætu þess vegna verið eitt og sama verkið. Engar upplýsingar er að hafa á íslensku um Geuer og list hans. f dreifibréfi Nýlistasafnsins (sem sent er út sem boðskort) er stutt æviágrip (á ensku) og í setustofunni var mér bent á nokk- ur ljósrit á ensku. Þetta nægir engan veginn og svona vinnubrögð era Nýlistasafninu ekki til sóma, og óvirðing við listamanninn og safngesti. En þetta er því miður ekkert einsdæmi og fistandið virðist síst fara batnandi. Gunnar J. Arnason Léttir meðfærilegir viðhaldslitlir. Avallt fyrirliggjandi. Góð varahlutaþjónusta. Þ. ÞQRGRÍMSSON & C0 Stou) A undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Ármúla 29, sími 553 8640 FYRIRU6GJMDI. GÖLFSLÍPIVÉLIR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR - STEYPUSI6IR - NRERIVÉLIR - SI6IRBLÖB - Vönriui framleiisla. Brúðhjón Allur borðbúnaður - Glæsileg gjaíavara - Briiðhjónalistar VERSLUNIN Laugeivegi 52, s. 562 4244. Sungið í minningu móður Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ERLA Þórólfsdóttir, Hulda Björg Garðarsdóttir og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, á tónleikum í Stykkishólmskirkju ásamt undirleikara sín- um William Hancox frá London. Stykkishólmi. Morgunblaðið. ÞRJÁR ungar sópransönkonur, Erla Þórólfsdóttir, Guðrún Jó- hanna Jónsdóttir og Hulda Björg Garðarsdóttir, héldu tónleika í Stykkishólmskirkju 29. ágúst sl. ásamt undirleikaranum William Hancox frá Englandi. Tónleikarnir áttu sína forsögu. Erla Þórólfsdóttir er fædd í Stykk- ishólmi og ólst hér upp fyrstu árin. Hún er dóttir hjónanna Huldu Þórðardóttur og Þórólfs Ágústs- sonar. Hún hefur lengi haft áhuga á að koma hingað og halda tón- leika og Ieyfa Hólmurum að heyra hvað hún hefur verið að læra á undanförnum árum. I vor ákvað hún að slá til og fékk tvær vinkon- ur sínar til liðs við sig. Hulda, móðir Erlu, dó í fyrra og tileinkaði hún móður sinni þessa tónleika. Stúlkurnar þrjár hafa allar lært söng á Islandi og lokið prófum, en undanfarin ár verið í framhalds- námi í söng í London. Hafa þær Erla og Guðrún stundað m.a. nám við Trinity College of Music og Hulda Björg við Royal Academy of Music. Undirleikari þeirra kemur frá London, en hann starfar sem undirleikari við nokkra söngskóla og hefur leikið undir hjá þeim í náminu. Þær sungu íslensk lög og er- lendar aríur. Dagskráin var fjöl- breytt og skemmtileg og söngur þeirra hljómaði fallega í Stykkis- hólmskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.