Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 46

Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 46
J 46 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVIININUAUGLYSINGA Lyst ehf. var stofnaó 1993. Fyrirtcekið er íslenskt en starfar samkvœmt sérleyfissamningi við McDonald’s Corp. íþví felst að fyrirtækið hefur aðgang að vörumerkjum, uppskriftum, þekkingu og þjónustu McDonald’s. Starfsmenn hjá Lyst ehf. eru um 100 talsins. Fyrirtækið rekur tvœr veitingastofur og hyggur á frekari stækkun sem gefur framsæknu fólki ný tœkifœri til starfsframa. snóffl - þjAifun Uahtauinna McDonald’s óskar eftir að ráða kraftmikla einstaklinga til starfa hjá fyrirtækinu með það að markmiði að verða framtíðar yfirmenn félagsins. Leitað er að þjónustulunduðu fólki sem hefur metnað og áhuga á að takast á við krefjandi störf sem ennfremur veita tækifæri til frekari frama innan fyrirtækisins. Nýir starfsmenn munu verða þess aðnjótandi að fá sérstaka starfsþjálfun hjá breskum ráðgjöfum okkar, sem hingað eru komnir sérstaklega til þeirra starfa. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Starfssvið að lokinni þjálfun • Kunnátta á öllum almennum störfum veitingastofunnar. • Vaktstjórn sem feiur m.a. í sér mannaforráð, skipulag, pantanir, gæðaeftirlit og margt fleira. • Þátttaka í stjórnun veitingastofunnar, m.a. kostnaðar- og nýtingareftirlit. • Samskipti við viðskiptavini. Menntunar- og hæfniskröfur • Heiðarleiki, dugnaður og metnaður. • Eingöngu kemur til greina fólk sem hefur ríka þjónustulund og stjórnunarhæfileika. • Menntun og starfsreynsla er kostur en ekki skilyrði. • Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir vilja til að takast á við starfið til langframa. • Skipulagshæfni og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Góð laun eru í boði. Nánari upplýsingar veitir Helga Jóhanna Oddsdóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 10. september nk. merktar: “McDonald’s -Stjóri - þjálfun” RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði 5 108 Reykjavík Sími 533 1800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: http://www.radgard.is M KÓPAVOGSBÆR Lausar stöður í félagslegri heimaþjónustu hjá Kópavogsbæ. Félagsmáiastofnun Kópavogs leitar að áreið- anlegu fólki, eidra en 18 ára, til starfa við félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða og skjólstæðinga, 66 ára og yngri. Um er að ræða heilsdags- eða hlutastörf á dagvinnutíma. Einnig er óskað eftir samviskusamri og traustri manneskju í nýja stöðu til að gegna kvöldinn- litum í heimaþjónustu frá kl. 17.00—21.00 (50% staða) Viðkomandi verður að hafa bíl til um- ráða. Laun samkvæmt kjarasamningum Sóknar við bæjarfélag Kópavogs. Upplýsingar veitir verkstjóri í heimaþjónustu milii kl. 10.00—12.00 í símum 554 5780 og 554 5700. Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. Vinnutími frá kl. 11.00—19.00. Má gjarnan hafa áhuga á föndri og skreytingum. Ekki yngri en 20 ára. Vínberið, Laugavegi 43, sími 551 2475. /Q áiíwQv l i ® ííi j; ;; ALÞINGI Starfsmaður hjá Alþingi Á skrifstofu Alþingis er laus til umsóknar staða fulltrúa á þingfundasviði. Starfið erfólgið í margvíslegri aðstoð við þingmenn í tengslum við þingfundi. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf og reynslu af tölvunotkun. Starfsmaðurinn þarf að vera lipur í samskiptum og geta unnið sveigjanlegan vinnutíma. Staðan er laus og æskilegt er að umsækjandi geti komið til starfa sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi félags starfsmanna Alþingis. Nánari upplýsingar veitir Vigdís Jónsdóttir í síma 563 0523 og Sigurður Jónsson í síma 563 0675 milli kl. 10.00 og 12.00 f.h. Umsóknir, sem tilgreini menntun, fyrri störf og meðmælendur, berist rekstrarskrifstofu Alþingis, Kirkjustræti 10, eigi síðar en miðviku- daginn 15. september 1998. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu liggur fyrir. Dagræstingar VIQSKIPTAHÁSKÓLINN ( REYKJAVlK Viðskiptaháskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða fólk í ræstingar á húsnæði skólans á dagvinnutíma. Um er að ræða bæði störf allan daginn og hlutastörf eftir hádegi. Starfsaðstaða er öll hin besta, nýtt húsnæði og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu af ræstingastörfum, snyrtileg framkoma og eigi gott með mannleg samskipti. Mikilvægt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. Einungis er tekið á móti umsóknum á skrifstofu Liðsauka sem opin er kl. 9-14. Umsóknarfrestur er til og með 4. september n.k. Fótk ogr þekkirng Lidsauki Skipholt 50c, 105 Reykjavík sími 562 1355, fax 562 3767 Netfang: www.lidsauki.is Tölvupóstúr: lidsauki@knowledge.is —im ............ ÍS| Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Laus störf í grunn- skólum Reykjavíkur Grandaskóli, sími 561 1400 Starfsmenn til að annast gangavörslu, bað- vörslu og fleira, 100% störf Starfsmaður til að annast kaffi og léttan hádegisverð fyrir starfsfólk, 100% starf Selásskóli, sími 567 2600 Sérkennari, 1 /2-1/1 staða. Upplýsingar gefa skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar skólanna. Umsóknir skal senda til skólanna. Þessar auglýsingar, sem og annan fróðleik, er að finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur: www.reykjavik.is/fmr • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Starfsmenn óskast Starfsmenn óskast strax við hlutastarf í heils- dagsskóla Ársels og Árbæjarskóla. Starfið felur í sér vinnu með börnum 6—9 ára við ýmis störf; fræðslu, tómstundir o.fi. Æskilegt að um- sækjandi hafi menntun á sviði uppeldis og/eða reynslu af vinnu með börnum. Frekari upplýsingar veita Sigurbjörg, umsjón- armaður heilsdagsskólans, eða Jóhannes, forstöðumaður Ársels, í símum 567 1320 eða 567 1740.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.