Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 198. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tíðindalitlum leiðtogafundi Clintons og Jeltsins í Moskvu lokið Clinton hvetur Rússa til að halda umbótum áfram Moskvu. Reuters. BILL Clinton Bandai-íkjaforseti hélt í gær frá Moskvu áleiðis til N- írlands eftir tveggja daga leiðtoga- fund með Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Lítill árangur er talinn hafa orðið af fundinum og ræddu ieiðtogarnir á mjög almennum nót- um um áframhaldandi vináttu og samstarf. Clinton bauð Jeltsín enga fjárhagsaðstoð vegna efnahag- skreppunnar í Rússlandi. Itrekaði Clinton að forsenda frekari aðstoðar vesturveldanna væri sú að Rússar héldu áfram umbótastarfi í efna- hagsmálum. A blaðamannafundi með Clinton strengdi Jeltsín þess heit að halda umbótastarfinu áfram og kvaðst staðráðinn í að hafa betur í viðureign sinni við dúmuna, neðri deild þings- ins, sem reynst hefur honum óþægur ljár í þúfu. Dúman hafnaði tilnefn- ingu Viktors Tsjernómyrdíns í emb- ætti forsætisráðherra á mánudag og kveða lög á um að ekki sé hægt að mynda ríkisstjórn fyrr en forsætis- ráðherra hefur verið tilnefndur. Jeltsín skipaði samt sem áður ráð- herra í ríkisstjórn í gær. Forsetarnir skrifuðu undir sameig- inlega yfu-lýsingu þar sem deiluaðilar í Kosovo eru hvattir til að hætta átök- um og setjast við sáttaborðið. Jeltsín lýsti þó vonbrigðum sínum með stefnu Bandaríkjanna í málefnum Kosovo og Iráks. Sagði hann hemað- aiihlutun ekki viðunandi lausn og kvaðst illa geta sætt sig við þá hug- mynd að Atlantshafsbandalagið (NATO) stæði fyiir öryggi í Evrópu. Clinton fundaði með rússnesku stjórnarandstöðunni í gær og hvatti Reuters BILL Clinton og Borís Jeltsín brostu hvor til annars í gær er þeir hófu blaðamannafund sinn. Lítill árangur varð hins vegar af fundi forsetanna þótt þeir segðust vera „hinir bestu vinir.“ fulltrúa hennar til að draga til baka kröfur um að Rússland hverfi af um- bótabraut og til miðstýringar í efna- hagsmálum. Reyndi hann að sann- færa Gennadí Sjúganov, leiðtoga kommúnista, Alexander Lebed, rík- isstjóra í Krasnojarsk og Grígorí Ja- vlinský, leiðtoga Jabloko-flokksins, sem allir era líklegir frambjóðendur í næsta forsetakjöri, um að mark- aðsþjóðfélag væri ekki boðskapur Bandai-íkjanna heldur einfaldlega nauðsyn hverju landi sem vildi vegna vel. Eftir fundinn voru full- trúar stjórnarandstöðunnarsam- mála um að Clinton hefði komið nokkuð vel fyrir. „Eg öfunda Mon- icu Lewinsky," sagði Dimitrí Ayat- skov, ríkisstjóri í Saratov, „Bill Clinton er frábær náungi.“ Bæði Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Bill Richardson, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sögðu Jeltsín hafa virst við bestu heilsu á leiðtogafund- inum. Fullyrðingum um að Jeltsín væri nú fjarstýrt, m.a. af dóttur sinni Tatjönu, var einnig vísað á bug af Nainu, eiginkonu Jeltsíns, sem sagði alla fjölskylduna skella upp úr þegar þessu væri haldið fram. „Bor- ís hlustar ekki á neinn. Hann hefur aldrei á ævinni tekið mark á eigin- konu sinni eða dætrum." ■ Jeltsín virðist/24 Tafír á flugi sjaldan meiri London. The Daily Telegraph. SEINKANIR á flugi í Evr- ópu eru nú meiri en verið hef- ur í níu ár og tafir verða á hátt í 30% áætlunarflugferða, samkvæmt skýrslu sem Sam- tök evrópskra flugfélaga (AEA) birti í vikunni. Er mik- il flugumferð sögð vera helsta orsökin. Samtökin segja í skýrslunni að tveir þriðju seinkananna stafi af umferðartöfum og eru ríkisstjórnir gagnrýndar fyrir að bæta ekki flugumferðar- stjórnkerfi. Flugumferð í Evrópu er þéttust yfir suðausturhluta Bretlands og á þessu ári hafa flugumferðarstjórar þar til- kynnt oftar en nokkru sinni fyrr um hættuástand vegna of mikillai’ umferðar. Bitnar á farþegum I skýrslu AEA segir að hlutfall þeirra ferða sem tefj- ist um meira en 15 mínútur hafi hækkað verulega síðan í febrúar, og nam 29,1% í júní, sem er hæsta hlutfall á einum mánuði síðan 1989 og næst- hæsta hlutfall síðan farið var að halda skrá með núverandi hætti í byrjun níunda áratug- ai’ins. Samtökin segja ástandið slæmt og bitna á farþegum. Staðan geti versnað ef stjórn- málamenn haldi áfram að virða það að vettugi. Alþjóðleg lögregluaðgerð gegn dreifíngu barnakláms á Netinu Yfír 100 barnaníð- ingar handteknir Fj ármálamarkaðir Nokkur lækkun rétt fyrir lokun New York. Reuters. GENGI hlutabréfa féll nokkuð síð- asta hálftímann fyrir lokun mai’kaða á Wall Street í Bandaríkjunum í gær og fór því fyrir lítið sú hækkun sem átt hafði sér stað fyrr um daginn. Leit allt út fyrir að fjárfestar hefðu ekki sannfærst nægjanlega um að erfiðleikum á fjármálamörkuðum heimsins væri lokið. Dow Jones-vísi- talan var 7,782.37 punktar við lokun í gær, 45.06 punktum lægri en við upphaf dags. Fyrr um daginn hafði hún hins vegar verið komin í 7,952.56, 125.13 punktum hærri en við upphaf viðskipta. Nokkur hækkun átti sér hins veg- ar stað á mörkuðum í Evrópu, þrátt fyrir lækkun alls staðar rétt fyrh’ lokun. FTSE-100 vísitalan í London var við lokun 5.235 punktar, hafði hækkað um 66 punkta, eða 1,3%. Þýska DAX-vísitalan hækkaði um 178 punkta, eða 3,7%, og franska CAC 40-vísitalan hafði hækkað um 2,3% við lokun. I Japan var Nikkei- vísitalan við lokun 14,376.62 punktar, eða 6,99 punktum hærri, og 0,05%, en við opnun markaða. Reuters För loft- belgsins á enda KANADÍSKI veðurathugunar- belgurinn, sem raskaði flugum- ferð yfir Atlantshafi fyrir og um síðastliðna helgi, féll til jarðar í Finnlandi í gær. Missti loftbelgurinn loks flugið og seig til jarðar á akri í Ahvenan- maa-skerjagarðinum skammt frá borginni Turku. Loftbelgnum var skotið á loft í Kanada fyrir tíu dögum en taug í hann slitnaði með þeim afleiðingum að hann steig hátt til lofts og rak austur yfir Norður-Ameríku og út á Atl- antshaf. Langt suður af íslandi tók hann stefnu norður á bóginn og kom inn á íslenska flugstjórn- arsvæðið sl. laugardag. Rak hann norður fyrir land og inn í norska og síðar rússneska lög- sögu yfir Barentshafi á mánu- dag. Þaðan sveif hann um uns hann í gær rak inn yfir Finn- land þar sem hann endaði loks for sína. Lundúnuin. Reuters. UM EITT hundrað manns var handtekið í tólf löndum í gær í stærstu samræmdu alþjóðlegu lög- regluaðgerð sem gerð hefur verið gegn starfsemi barnaníðinga sem dreifa barnaklámi á Netinu. Brezka lögreglan hafði yfirum- sjón með samræmingu aðgerð- anna, sem báru leyniyfirskriftina „Dómkirkjuaðgerðin“. Látið var til skarar skríða gegn meintum barnaníðingum í samtals fjórtán löndum, í Evrópu, N-Ameríku og Astralíu. Lagt var hald á yfir 100.000 myndir ósæmilegs eðlis, sem sýna kynferðislega misnotkun barna allt niður í tveggja ára ald- ur. Flestar þessar myndir fundust hjá mönnum sem tengdust félagi barnaníðinga upprunnu í Banda- ríkjunum og kallast „Wonder- land“. „Þetta efni myndi snúa við mag- anum á hvaða rétt þenkjandi manni sem væri; þetta er viðbjóðs- legt,“ sagði John Stewardson, yfir- lögreglufulltrúi hjá Scotland Yard, sem stýrði aðgerðum í Bretlandi. Norðmenn, Svíar og Finnar meðal handtekinna Lögregla réðst í dögun inn í hús úti um allt Bretland, 32 í Banda- ríkjunum, 18 í Þýzkalandi, 16 á Ítalíu, 8 í Noregi og eitt eða tvö í Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Austur- ríki, Frakklandi og Portúgal. Full- trúar lögreglunnar frá öllum þess- um löndum höfðu hitzt nokkrum sinnum í sumar í bækistöðvum Interpol í París til að undirbúa að- gerðimar. Talsmenn brezku lögreglunnar sögðu að meirihluti hinna hand- teknu væri karlmenn, en konur væra einnig þar á meðal. Sum barnanna sem sjást á níðings- myndunum eru, að sögn lögregl- unnar, úr fjölskyldum nokkurra hinna handteknu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.