Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tiðindalausum fundi forseta Rússlands og Bandaríkjanna lokið í Moskvu Jeltsín virðist reiðu- búinn að hunsa dúmuna Moskvu. Reuters. Skipaði í gær ráðherra í „stjórn“ Tsjernomyrdíns þótt það brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, luku í gær tveggja daga fundi sínum í Moskvu með litlu öðru en yf- irlýsingum um gagnkvæman stuðn- ing og samstarf í afvopnunarmálum. Clinton hét þó að styðja frekari fjár- hagsaðstoð við Rússa en því aðeins, að ekki yrði hætt við efnahagsum- bætur í landinu. Jeltsín skipaði í gær fjóra ráðherra þótt neðri deild þingsins, dúman, hafi ekki staðfest skipan Víktors Tsjernomyrdíns sem forsætisráðherra og gengur það þvert gegn ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar. „Við erum vinir,“ sagði Jeltsín á fréttamannafundi með Clinton í Moskvu í gær en leiðtogarnir voru þó heldur þungbúnir á svip. Raun- verulegur árangur af fundinum var líka lítill sem enginn og staða forset- anna beggja þannig að mati flestra sérfræðinga, að segja má, að þar hafí haltur leitt blindan. Clinton kvaðst viss um, að Rússar myndu sigrast á erfiðleikunum og sagði, að þjóð, sem hefði rekið af höndum sér Napóleon og Hitler, myndi geta tekist á við sjálfa sig og heimsmarkaðinn. Hann lofaði þó engum stuðningi en sagðist viss um, að Bandaríkin og önnur ríki myndu veita frekari hjálp ef ekki yrði hvik- að frá umbótastefnunni. Rússneska stjórnin mætti alls ekki láta undan kröfum kommúnista um miðstýrðan ríkisbúskap. Jeltsín sagði, að Rússar þyrftu fyrst og fremst á vináttu Banda- ríkjamanna að halda, ekki fjárhags- legum stuðningi. Stuðningi þeirra við umbótastefnuna, sem myndi laða nýja fjárfesta til landsins. Að fundinum loknum ræddi Clint- on við leiðtoga rússnesku stjómar- andstöðunnar og hvatti þá til að grafa sundurlyndisfjandann og vinna saman að því að leysa vanda- málin. Sagði hann, að vissulega yrðu Rússar að nálgast þau með sínum hætti en hann kvaðst þó ekki vita um neina þjóð, sem gæti hunsað þær meginreglur, sem efnahagslífíð í heiminum byggðist á. Kommúnistum ögrað Jeltsín skipaði eða endurskipaði í gær fjóra ráðherra í væntanlega stjórn Tsjemomyrdíns þótt dúman hafi hafnað honum og flest bendi til, að hún muni gera það einnig við aðra og þriðju atkvæðagreiðslu. Var þar um að ræða núverandi utanrík- is-, varnar- og innanríkisráðherra og einnig umbótamanninn Borís Fjodorov aðstoðarforsætisráðherra, sem hefur með skattheimtuna að gera. Er þetta bein ögran við kommúnista, sem hafa krafíst 10 ráðherraembætta, afsagnar Jeltsíns og annars forsætisráðherra en Tsjernomyrdíns. Er skipan ráðherranna augljóslega brot á stjórnarskránni en þar segir, að þeir skuli skipaðir þegar þingið hafi staðfest skipan forsætisráð- herra. í tilkynningu forsetaembættr isins um skipan ráðherranna sagði einnig, að Tsjemomyrdín hefði verið skipað að mynda stjórn „án tafar“. Gengið fellur áfram Rússneska dúman samþykkti í gær að skora á Jeltsín að reka Sergei Dúbínín seðlabankastjóra og hefur raunar ki’afist afsagnar hans síðan hann leyfði gengi rúblunnar að fljóta fyrir hálfum mánuði. í gær var gengi hennar næstum 13 rúblur á móti dollara en 10,8 í fyrradag. Þá samþykkti dúman einnig að krefjast banns við „óréttmætum verðhækk- unum“, að áfengisframleiðsla yrði í höndum ríkisins og bönnuð yrði einkavæðing í mikilvægum fram- leiðslugreinum. Vestrænir efnahagssérfræðingar og embættismenn segja, að Vestur- lönd standi í raun ráðþrota frammi fyrir ástandinu í Rússlandi. Enginn vilji ausa meira fé í þessa óseðjandi hít enda viti enginn fyrir víst við hverja sé að eiga. Vestrænir leiðtog- ar hafi að vísu lýst yfir stuðningi við Jeltsín og Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherraefni hans, en augljóst sé, að Jeltsín eigi ekki langan tíma eftir i embætti og enginn líklegur eftir- maður sjáanlegur. Byijaði IMF á röngum enda? Á Vesturlöndum er lögð mikil áhersla á, að efnahagsumbótunum verði haldið áfram en sá grunur hef- ur læðst að sumum, að IMF, Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, hafi gert allt of miklar kröfur til Rússa hvað varðar fjár- og peningamál. Skyn- samlegra hefði verið að krefjast þess, að Rússar kæmu á eðlilegu umhverfi í lagalegu og skattalegu tilliti því að það væri forsenda efna- hagslegrar viðreisnar. Haft er eftir háttsettum embætt- ismanni hjá NATO, að eftir á að hyggja hefði það verið ólíklegt, að stefna IMF gengi upp í Rússlandi. Nú væri það helsta vonin, að þeim Jeltsín og Tsjernomyrdín tækist að snúa á dúmuna til að þeir gætu hald- ið umbótunum áfram en í meiri ró- legheitum en áður. Til að byrja með myndi það vissulega leiða til meiri seðlaprentunar og meiri ríkisaf- skipta en framhjá því væra menn tilbúnir til að líta. Nú skipti mestu að koma á einhverjum stöðugleika. Kosninga- barátta í al- gleymingi Bonn. Reuters. BARÁTTA þýzku stjórnmála- flokkanna fyrir kosningar til Sambandsþingsins hinn 27. þessa mánaðar er nú í algleym- ingi. Stóra flokkarnir tveir, Jafnaðarmannaflokkurinn SPD og Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Helmuts Kohls kanzlara, rejma að vinna til sín kjósendur með öllum tiltækum ráðum. Nokkur áherzlumunur er þó á baráttuaðferðum þeirra, eins og nýhafnar sjónvarpsaug- lýsingaherferðir flokkanna sýna. Nú hefur CDU hrint af stað röð sjónvarpsauglýsinga, sem er viljandi yfirlætislítil og jarð- bundin. Með því er flokkur kanzlarans að reyna að sýnast ábyrgari en SPD og kanzlai’a- efni hans Gerhard Schröder, sem hefur beitt óvenju áber- andi og dýram sjónvarpsaug- lýsingum. Hafa baráttuaðferðir SPD minnt á þær aðferðir sem tíðkast fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Til að tala inn á auglýsingar sínar réð SPD sama leikarann og er vanur að Ijá Robert De Niro rödd sína í bíómyndum sem hann leikur í og sýndar era í Þýzkalandi með þýzku tali. „Við þurfum ekki á því að halda að ráða De Niro-raddar- leikara - við höfum okkar eigin mannskap," sagði Kohl er hann kynnti auglýsingar CDU. Sagði kanzlarinn auglýsingar SPD dæmigerðar fyrir þann flokk og kanzlaraefni hans - þær væra ekkert nema innihaldslaus sýndarmennska. Bill Clinton Bandarrkjaforseti tjáir sig í Moskvu um sambandið við Lewinsky Segist hafa látið næga iðrun í ljós Moskvu. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann teldi sig hafa látið í ljósi nægilega iðran vegna sambands síns við Monicu Lewin- sky, íyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, og kvaðst hann ekki hafa í hyggju að biðjast formlega af- sökunar. Á fréttamannafundi með Borís Jeltsín Rússlandsforseta í Kreml í gær sagði Clinton að Lewinsky- málið hefði ekki haft áhrif á hæfi- leika sína til að gegna forsetaemb- ættinu. Þótt efnahags- og stjórn- málaöngþveitið í Rússlandi hafi átt að vera efni fréttamannafundarins voru tvær af hverjum þrem spurn- ingum bandarískra fjölmiðlamanna til forsetans um Lewinsky-málið, en þetta var í fyrsta sinn sem Clinton svaraði spumingum fréttamanna síðan hann játaði í sjónvarpsávarpi að hafa átt í „óviðeigandi" sambandi við Lewinsky. Hillary Rodham Clinton sagði í gær að hún væri enn félagi og ráð- gjafi eiginmanns síns, Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sem fyrir hálf- um mánuði viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við Monicu Lewin- sky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Hillary nefndi ekki beinlínis Lewinsky-málið er hún talaði á fundi kvenna í Rússlandi þar sem bandarísku forsetahjónin era í heimsókn. Kvaðst hún enn ræða mikilvæg stefnumál við forsetann. „Á mörgum sviðum vinnum við mik- ið saman og við eram sífellt að ræða um málefni sem okkur þykja mikils- verð,“ sagði Hillary á fundi með nokkur hundrað konum og fáeinum karlmönnum. „Við hjónin höfum starfað saman í um það bil 27 ár, allar götur síðan við kynntumst í lagadeildinni." Sagði Hillary að engin breyting hefði orðið á þessu eftir að eigin- maður hennar hefði orðið forseti. Þau hefðu haldið áfram að sinna málefnum sem þeim væru kær. Hillary var spurð hvemig henni hefði liðið síðan eiginmaður hennar viðurkenndi í sjónvarpsávarpi til bandarísku þjóðarinnar að hafa haldið framhjá, og sagði Hillary: „Ég hef haft það ágætt.“ Frétta- skýrendur segja þó að glögglega hafi mátt sjá að reynt hafi á hjóna- bandið er forsetahjónin komu fram saman í fyrsta sinn frá því Clinton flutti ávarpið. Hefðu þau setið hlið við hlið með stíft bros á vörum. Hughreystandi viðbrögð „Ég get sagt ykkur eitt. Að horfa á þau fær mann til að hugsa sig tvisvar um áður en maður heldur framhjá,“ sagði ónefndur embættis- maður í Hvíta húsinu. Á frétta- mannafundinum í gær sagði Clinton að viðbrögð bandarísku þjóðarinnar og erlendra leiðtoga við játningunni Reuters DRYKKJARKÖNNUR og trédúkkur með myndum af Bill Clinton og Monicu Lewinsky voru meðal þess sem var á boðstólum hjá minjagripasölum í Moskvu í gær. hefðu verið ákaflega hughreystandi. „Ég hef viðurkennt að mér urðu á mistök, sagt að ég iðrist þess inni- lega og beðist fyrirgefningar,“ sagði Clinton. „Ég ætla enn að gera mitt besta til að komast í gegnum þetta persónulega mál.“ Clinton hefur áður rætt játningu sína opinberlega, en líkt og í gær nefndi hann Lewinsky ekki á nafn er hann ávarpaði kirkjugesti í Oak Bluffs í Massachusetts um síðustu helgi í tilefni af því að 35 ár vora lið- in frá því að mannréttindaleiðtoginn Martin Luther King flutti frægustu ræðu sína þar sem hann byggði á því þema að hann ætti sér draum. Yfirbdtin torsótt Þá rifjaði Clinton upp þann boð- skap Kings að manni beri að elska óvin sinn og kvaðst forsetinn hafa reynt að fylgja því boðorði. „Þið vit- ið öll að ég er að verða sérfræðingur í að biðjast fyrirgefningar. Það kemur með æfingunni." Sagði Clint- on að sér hefði orðið Ijóst að til þess að vera fyrirgefið þyrfti maður sjálfur að fyrirgefa. Forsetinn ræddi ennfremur um þann sársauka sem „það sem maður gerir sjálfum sér“ getur valdið og hve yfirbótin geti reynst torsótt. Bandaríska blaðið Washington Post hefur eftir Henry Louis Gates, félagsfræðingi við Harvard-háskóla, að þessi orð forsetans hafi nægt. „Ég held að Bandaríkjamenn vilji ekki að hann gangi lengra. Þetta var haganlegt og fágað. Það býr eitthvað undir hjá þeim sem vilja að hann geri meira opinberlega.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.