Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 25 ERLENT „Réttarhald aldarinnar“ hafíð yfír Willy Claes og ellefu öðrum sakborningum Sannleikans leitað í umfangsmesta spillingarmáli belgískra stjórnmála Brussel. Reuters. Reuters WILLI Claes, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO, nýtur hér aðstoð- ar lögreglumanns og lögmanns síns til að komast í gegnum þvögu fjölmiðlafólks inn í dómhúsið í Brussel í gær. WILLI Claes, fyn-verandi fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), kom í gær fyrir hæstarétt Belgíu ásamt ellefu öðr- um sakbomingum, sem ákærðir eru fyrir spillingu í tengslum við samninga um kaup belgíska ríkis- ins á hergögnum seint á níunda áratugnum. I Belgíu hafa réttar- höldin, sem talið er að geti varað fram í desember, verið kölluð „réttarhöld aldarinnar“. Claes var efnahagsmálaráðherra Belgíu þegar meintar „gjafír“ ítalska þyrluframleiðandans Agusta og franska flugvélatækni- fyrirtækisins Dassault Electron- ique bárust í sjóði belgíska sósí- alistaflokksins, flokks Claes, eða öllu heldur belgísku sósíalista- flokkanna tveggja, þar sem frönskumælandi Vallónar og hol- lenzkumælandi Flæmingjar hafa sitt hvort flokkakei-fið. „Tólf sannleikar" Réttarhaldið hófst í gær með ringulreið sem skapaðist er mikill fjöldi fjölmiðlamanna tókst á við öryggisverði við inngang dómhúss- ins í Brussel, þegar sakborning- arnir mættu þangað einn af öðrum. Aðeins einn hinna ákærðu, fyrr- verandi héraðsleiðtogi í frönsku- mælandi hluta landsins, Merry Hermanus að nafni, lét hafa eitt- hvað eftir sér. „Eg vona að sann- leikurinn komi í ljós,“ tjáði hann fréttamönnum. Le Soir, stærsta franska dag- blaðið sem gefið er út í Brussel, skrifaði í gær að hæstaréttardóm- ararnir fímmtán stæðu nú frammi fyrir því vandasama verkefni að sigta hinn raunverulega sannleika út úr vitnisburði tólf manna, sem allir héldu því fram að þeir segðu sannleikann, „tólf sannleika". Réttarhaldið sjálft fór af stað með grátbroslegum hætti. Claes, sem sat ásamt hinum sakborning- unum á bekk andspænis dómurun- um, var þrisvar beðinn að segja til nafns og hvar og hvenær hann væri fæddur. Hann gerði það, á móðurmáli sínu flæmsku, en túlk- unin yfir á frönsku brást. Þetta olli tíu mínútna hléi, sem þótti mjög vandræðalegt. Tveir aðrir fyrrverandi ráðherr- ar, fv. gjaldkeri sósíalistaflokksins og Serge Dassault, forstjóri Dassault-flugtæknifyrirtækisins, ásamt fyiTverandi aðstoðarmönn- um ráðherra og kaupsýslumönnum með náin tengsl við sósíalistaflokk- inn, eru á ákærubekknum í þessu umfangsmesta pólitíska spillingar- máli sem komið hefur fyrir rétt í Belgíu, en fleiri hneyksli hafa á undanförnum árum og misserum veikt mjög tiltrú belgísks almenn- ings til stjórnmála- og dómskerfís landsins. Stjórnmálaskýrendur telja þó ólíklegt, að belgísku sósíalista- flokkarnir tveir - sá vallónski og sá flæmski - verði fyrir varanlegum hnekki vegna réttarhaldsins þegar upp verður staðið. Báðir flokkar eru aðilar að fjöguiTa flokka sam- stjórn kristilegra demókrata og sósíalista, sem Jean-Luc Deheane forsætisráðherra fer fyrir, en þing- kosningar fara fram næsta sumar. „Willigate" hófst upp úr morðrannsókn Claes, sem einnig gegndi emb- ætti utanríkisráðherra og varafor- sætisráðherra um skeið, neyddist til að segja af sér sem fram- kvæmdastjóri NATO í október 1995, eftir að nafn hans heyrðist sí oftar nefnt í ásökunum belgískra fjölmiðla í tengslum við Agusta/Dassault-hneykslið, sem farið var að kalla „Willigate“. Sem efnahagsmálaráðherra á þeim tíma sem gengið var frá samningum við Agusta og Dassault var Claes ábyrgur fyrir saman- burði á tilboðum sem hinir ýmsu framleiðendur gerðu í útboð belgíska ríkisins. í réttarhaldinu verður farið ofan í saumana á meintum fjárgjöfum frá þessum tveimur fyrirtækjum í sjóði sósí- alistaflokksins í lok níunda áratug- arins eftir að þau náðu samningum um að sjá Belgum fyrir 46 nýjum herþyrlum og að endurnýja raf- eindabúnað í F-16-on’ustuþotum flughersins. Vitneskja um hinar meintu mút- ur kom ekki fram í dagsljósið fyiT en farið var að rannsaka morðið á André Cools, öðrum forystumanni sósíalistaflokksins og fyrrverandi varaforsætisráðherra, sem var sall- aður niður að hætti mafíunnar fyr- ir framan heimili ástkonu sinnar árið 1991. Við morðrannsóknina rákust menn á upplýsingar um mútugreiðslurnar, og er talið lík- legt að Cools hafí verið myrtur vegna þess að hann hafí hótað að skýra opinberlega frá þeim. Lykilmaður látinn Allir sakborningamir tólf, þar á meðal Guy Spitaels, fyi-rverandi flokksleiðtogi sósíalistaflokks Vallóníu og Guy Coeme, fyrrver- andi varnarmálaráðherra, hafa vís- að ásökununum á bug. Annar lyk- ilsakborningur, Raffaelo Teti, fyrr- verandi forstjóri Agusta, lést skyndilega úr hjartaáfalli fyrir tíu dögum. Það flækir málareksturinn nokk- uð að leynilegar greiðslur stórfyr- irtækja til stjórnmálaflokka voru ekki bannaðar samkvæmt belgísk- um lögum fyrr en árið 1993, nærri fímm árum eftir að hinar meintu mútugreiðslur voru inntar af hendi. Verði sakborningarnir dæmdir sekh’ geta þeir átt von á allt að fimm ára fangelsi, en stjórnmála- skýrendur búast við að flestir þeirra fái ekki meira en skilorðs- bundna dóma eða sektir. ★ ★★★ HÆSTA EINKUNN í ÖRYGGISPRÓFUNUM HJÁ NACP www.fia.com Loftpúðar, ABS bremsukerfi, öryggisbeltademparar og margt, margt fleira leggja grunninn að þessum góða árangri Mégane. Veldu öryggi - vddu Renault Mégane. Fólk treystir Renault Mégane. Hann eröruggasti bíllinn á markaðnum í sínum flokki, hann hlaut hæstu einkunn, fjórar stjörnur, í öryggisprófunum hjá NACP.* RENAULT Ármúli 13 • Sími 575 1200 • Söludeild 575 1220 ^Samevrópskt verkefni fjölda fýrirtækja og stofnana um árekstraprófanir bifreióa á Evrópumarkaði. RENAULT MEGANE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.