Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 56
-i 56 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga myndina The Apostle með Robert Duvall, Farrah Fawcett, Miranda Richardson í aðalhlutverkum. Robert Duvall leikstýrir einnig myndinni, skrifar handrit og framleiðir. Bænheitur og syndugur Frumsýning EULISS „Sonny“ Dewey (Robert Duvall) er vinsæll og litríkur hvítasunnu- kirkjupredikari í Texas og nýtur velgengni allt þar til hann kemst að því að konan hans, Jessie (Farrah Fawcett) er orðin ást- fangin af öðrum predikara, Horace (Todd Allen). Þegar Sonny sér fram á að vera að missa fjölskylduna og söfnuð- inn út úr höndunum á sér drekkur hann sig fullan og mætir á horna- boltaleik sonar þeirra til þess að gera út um málin við Jessie. Áður en hann veit nær áfengið og af- brýðisemin tökum á honum; það rennur á hann æði og hann lemur eljara sinn, Horace, í höfuðið með hornaboltakylfu. Sonny sér að hann hefur gengið of langt og flýr úr heimabæ sínum, tekur sér nýtt nafn og sest að í fenjasvæðum Louisiana, þar sem hann tekur sér nýtt nafn og kallar sig Postulann. Hann kemst í vin- fengi við hvítasunnumenn og fer að beina öllum kröftum sínum að því að byggja upp nýjan söfnuð og nýja kirkju. Hann kynnist nýrri konu, Toosie, (Miranda Richardson) og hlutirnir virðast brosa við honum á ný þegar hann hringir í gamlan vin sinn og kemst að því að Horace, sem lá lengi meðvitundar- laus eftir árásina, er dáinn. Sektarkenndin og sorgin leita á Sonny og hann verður að gera upp við sig hvernig hann geti bjargað sálu sinni og hlotið fyrirgefningu syndanna. Áður hafa verið gerðar myndir um bænheita predikara í Suður- ríkjunum en þessi sker sig úr flestum þeirra að því leyti að þótt Sonny reynist vera breyskur er Robert Duvall ekki að segja sögu af hræsnara sem þykist vera dýr- lingur en er í raun bersyndugur. Duvall segir að til þessa hafa flest- ar Holllywood-myndir um predik- ara verið þeirrar gerðar að gefa sér að predikarar séu ekki sann- trúaðir menn heldur spilltir hræsnarar. „Hjá Sonny er í raun einn dag- urinn góður, annar slæmur. Eg reyni ekki annað en að sýna fram á hlutföllin í lífi hans. Margir af þessum náungum verða spilltir um leið og þeir komast í sjónvarpið eða fá aðgang að almenningi. En hinir eru líka til sem ekki láta spillast. Sumir eru yndislegar manneskjur," segir Duval. „Sonny gerir mistök en hann er ekki slæmur náungi. Hann hefur sitt lifíbrauð af þessu og það hefur sína kosti og galla. Hann gerir slæma hluti en kannski er hann betri manneskja í lok sögunnar." Duvall segir að sagan um Sonny hafí blundað með honum síðan hann var viðstaddur guðsþjónustu í hvítasunnu- kirkju í Predikarinn (Ro- bert Duvall) á erf- TODD Allen leikur Horace, predikarann sem eiginkona Sonn- ys, Jessie, verður ástfangin af. iðast með að bjarga eigin sálu. Astúðleg umhyggja og lifandi litir í litalínunni frá MARBERT Þú getur valið um 6 tegundir af andlitsfarða frá MARBERT, allt eftir því hvemig húð þín er. Andlitsfarðinn inniheldur vítamín og UV filter sem vemdar húðina gegn skaðlegum áhrifum í umhverfinu. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, snyrtifræðingur, veitir ráðgjöf á morgun, föstudag. 15% kynningarafsláttur af MARBERT snyrtivörum. HOLTS APÓTEK Glæsibæ, sími 553 5212. Arkansas fyrir 14 ár- um. En sag- an frá hand- riti að kvik- mynd var þyrnum stráð. Árum saman reyndi Duvall að afla fjár til kvikmyndagerðarinnar en loks ákvað hann að taka sjálfur áhættuna og taka ábyrgð á kvik- myndagerðinni fyrir eigin reikn- ing. Hinn 67 ára gamli Robert Du- vall er einn af stórleikurum síð- ustu ára í Bandaríkjunum, ógleymanlegur úr myndum á borð við Guðföðurinn að ógleymdri myndinni Tender Mercies, sem færði honum óskarsverðlaun. Til liðs við sig fékk hann Farrah Fawcett, kynbombu átt- unda áratugarins, sem hefur sýnt fram á leikhæfileika sína í mynd- um á borð við Small Sacrifices og Burning Bed, bresku leikkonuna Miranda Richardson úr Crying cett, Miranda Richardson og June Carter Cash eru flest kvenhllutverkin í The Apostle í hönduni kirkjurækinna áhugaleikkvenna úr Suðurríkjunum. Game og Damage og einnig leika t.d. Billy Bob Thornton úr Sling Blade og June Carter Cash, smærri hlutverk. Thornton end- urgeldur Duvall greiðann sem hann gerði honum með því að leika lítið hlutverk í Sling Blade. CLARINS P A R I S Soin Correcteur Teíntú Gel Nettoyant Purifíant Masque Absorbant pcaux grasses oity skin Oil Control Absorbent Mask Uppgötvaðu hreina, matta og geislandi áferð. Glansar húð þín og finnst þér hún vera fitumettuð? Þá viljum við kynna fyrir þér áhrifaríkar vörur fyrir feita og óhreina húð. Við viljum bjóða þér að koma og ráðfæra þig við sérfræðing fráCLARINS í dag, morgun og laugardag. meðferð gegn feitri húð: margsannaður árangur: Laugavegi 80 sími 561 1330 Nr. var Lag j Flytjandi 1. (1) Enjoy The Silence ; Failure 2. (3) If You Tolerote This... j Manic Street Preachers 3. (4) Stripped j Rommstein 4. (2) Wolking After You j Foo Fighters 5. (8) Got The Life j Korn 6. (9) Lenny's Song ; Possum Dixon 7. 03) Flagpole Sitta i HarveyDanger 8. (5) We Still Need More i Supergrass 9. 02) Whats It Like ; Everlast 10. (-) Lonely Soul j Unkle&Ashcroft 11. (7) My Own Prison j Creed 12. 00) Saint Joe on The School Bus j Marcy Playground 13. 07) One More murder j Better Than Ezra 14. (21) Punk Named Josh ; ChopperOne 15. 06) Father Of Mine ; Everdear 16. 08) Vern i Vínill 17. 01) Take On Me ! Reel Big Fish 18. (25) Bad Girl : DJ Rap 19. 04) Everything For Free j K’schoice 20. (6) Perfect j Smashing Pumpkins 21. 05) Pure Morning j Placebo 22. (-) Hvítt ; 200.000 Naglbítar 23. 09) Love Unlimited i Fun Lovin Criminals 24. (28) 38 45 i Thievery Corporation 25. (-) Why Are You So Meon To ME ; Nada Surf 26. (24) Save Yourself 1 Stabbing Westvard 27. (23) Shimmer j Fuel 28. (-) Lipstick j Rocket From The Crypt 29. (22) Golden Years j Marilyn Manson 30. (20) Closing Time i Semisonic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.