Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Húsaleigubætur og vaxtabætur Frá Margréti Ólafsdóttur: ÉG VIL vekja athygli á óréttlæt- inu varðandi skattbyrði fólks sem leigir á móti fólki sem fær vaxta- bætur. Hvaða réttlæti felst í því að full- skattleggja húsaleigubætur en ekki vaxtabætur? Það fólk sem leigir húsnæði er fátækasta fólkið 9g á í mörgum tilfellum ekki neitt. I mínu tilfelli átti ég húsnæði með húsnæðislánum áhvflandi og fékk vaxtabætur sem komu sér mjög vel og voru þónokkrar upphæðir. Af þessu greiddi ég náttúrlega engan tekjuskatt og þessar bætur rýrðu ekki barnabætur mínar. Hins vegar er ég núna eignalaus vegna óprúttinna manna sem höfðu af mér aleiguna. Þetta skýi’i ég ekki nánar því margir Islendingar hafa skrifað upp á fyrir fólk og misst allt. En núna bregður svo við að ég greiði 40.000 krónur á mán- uði í leigu fyrir Búsetaíbúð og þurfti að taka lán hjá Búnaðar- bankanum til að borga fyrir bú- seturétt. Þetta var skynsamlegt af mér því íbúð í Búsetakerfínu er ör- ugg og meðan ég borga leiguna og afborgun af lánum er mér ekki sagt upp íbúðinni. Ég er í fullri vinnu og þarf að gi-eiða fyrir gæslu 2ja bama. Ég vinn á kvöldin og um helgar og legg mikið á mig til að borga skuld- irnar. Þær húsaleigubætur sem ég hef fengið þar til í júlí á þessu ári hafa hjálpað mikið til að standa straum af skuldunum. En frá og með júlí hafa bæturnar verið tekn- ar af mér í nokkra mánuði, sem á að endurskoða í nóvember, því ég auðvitað vann of mikið og hafði svo „gríðarlegar tekjur“ á síðustu mán- uðum. Ég hef fengið ca 105-110.000 útborgað síðastliðna mánuði. En það sem ég vildi vekja at- hygli á er það að húsaleigubætur mínar (fullskattlagðar) leggjast saman við tekjur mínar og lækka þar af leiðandi bamabætur. En þeir sem fá vaxtabætur (óskatt- lagðar) lækka ekkert í bamabótum við það að fá hundrað þúsunda frá ríkinu. Þetta er hróplegt óréttlæti og ég vildi gjarnan að einhver kæmi með haldbær rök fyrir því hves vegna þetta kerfí er svona. Ég vil hér með leggja það til að húsaleigubætur verði lækkaðar um t.d. 20% en verði ekki skattlagðar sem tekjur. Þetta myndi jafna að- stöðumun þeirra sem kaupa íbúð og þeima sem neyðast til að leigja sér húsnæði. Það er engum blöðum um það að fletta að þetta er óréttlátt að þeir sem minnst hafa þurfí að greiða meiri skatta en þeir sem eiga eign- ir. Ég legg til að þetta mál verði skoðað af ráðamönnum sem allra fyrst. Við leigjendur höfum rétt á að fá skýringar á því hvers vegna húsaleigubætur era skattlagðar en ekki vaxtabætur til öflunar þaks yfir höfuðið. MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, íbúi í Búseta. Barist gegn spillingunni Frá Karli Ormssyni: ÞAÐ barst á heimili mitt bréf skrifað af einni af þeim alþingiskonum sem segjast berjast af öllu afli gegn spill- ingu og allri misnotkun á almannafé. Bréfið er venjulegt áróðursbréf frá vinstri mönnum, í þessu tilfelli þing- konu Þjóðvaka. Hún vogar sér að skrifa þetta á bréfsefni Alþingis, með haus og mynd af Alþingi. Þetta er á kostnað okkar skattborgaranna, þetta sýnir þá gi’ímulausu ■ aðferð þeirra sem nota hvert tækifæri til að koma málstað sínum að hvernig sem það er gert. Það er ekki bæði hægt að berjast gegn spillingu og hlaupa svona á sig með þessu áróðursbréfi. Umrædd kona sem bréfíð var skrifað til er búin að vera áratugi í fulltrúa- ráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík. KARL ORMSSON, fv. deildarfufltrúi. www.mbl.is i Langar þig aá læra á píanó? Býð upp á einkatíma í píanónámi fyrir börn og fullorána, byrjendur og lengra komna. Uppfysingar í símum 566 8908 og 566 8143 (símsvari). Geyniuí auíjlýóinquna Arnhildur Valgarðsdóttir BA, CPGS. Drengjakór Laugarneskirkju Gctum bætt við okkur nokkrum drengjum, frá 9 ára aldri, í kórinn. Inntökupróf verða á morgun, föstud. 4. sept., kl. 17:00-18:00 í Laugameskirkju. Nánari upplýsingar í símum 567 3061 og 552 8386. HBggHBBBBnBBBBBBBBMBHnHBBBHRBnBOBBBnBHBBBBHBBMBni Amerísk kmbbabelcji Dagana 4. - 6. september verður boðið upp á ljúffenga og spennandi krabbarétti á veitingahúsinu CARPE DIEM, framreidda á Ameríska vísu. Taekifæri sem sælkerar geta ekki látið framhjá sér fara. Á CARPE DIEM er einnig kominn nýr og fjölbreyttur matseðill. Borðapantanir oý upplýsincjar t síma 552 4555 wmmmmmmmmmmmamBaammmmmmmmmmmmmmommmma B I S T R O Rauðarárstíg 18 • Sími 552 4555 Tilboðs- og teiknivinna án skuldbindinga VERSLUN FYRIR ALLA ! ILDSÖLU Fjölbreytt úrval af vönduðum innréttingum. Láttu huamvndir - tryggi ViS Feilsmúla Sími 588 7332 verði! hugmvndir ið veruleika þínar verða að veruleika EINN. TVEIROG ÞRÍR/157.001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.