Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 44

Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNHILDUR - ÞOR VALDSDÓTTIR Ragnhildur ísleif Þoi-valds- dóttir fæddist á Akranesi 17. júní 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 26. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þor- valdur Oskar Sig- urðsson frá Innra- Hólmi, f. 7.3. 1903, d. 31.7. 1939, og Júlía Sigurðardóttir frá Sýruparti, f. 30.7. 1906, d. 3.4. 1978. Ragnhildur var einkabarn. Hinn 17. júní 1946 giftist Ragnhildur Baldri Guðjónssyni, f. á Eyrarbakka 23.1. 1924. For- eldrar hans voru Guðjón Jóns- son, f. 18.6. 1893, d. 5.7. 1972, og Jóhanna Benediktsdóttir, f. 19.5. 1890, d. 7.2. 1924. Fóstur- foreldrar hans voru Ólafur Helgason, f. 21.7. 1888, d. 12.9. 1980, og Lovísa Jóhannsdóttir, f. 30.10. 1893, d. 18.7. 1980. Dætur Ragnhild- ar og Baldurs eru: 1) Júlía, f. 2.3. 1946, gift Ólafi Theódórs- syni, börn þeirra eru Baldur Ragnar, sambýliskona hans er Auður Líndal Sigmarsdóttir _ og sonur hans er Ólaf- ur Dór; Guðrún El- len, gift Guðjóni Theódórssyni, synir þeirra eru Jökull og Birkir; Ragnhildur ísleifs. 2) Jóhanna, f. 17.6. 1952, gift Kjartani Arnórssyni, börn þeirra eru Agnar, Arna María, sambýlismaður hennar er Sig- urður Tómasson og dóttir þeirra er Bryndís; María Sigríð- ur, Baldur Olafur, Jóhann Hers- ir ojg Melkorka Jara. Utför Ragnhildar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er þjáningum þínum lokið, ‘amma mín, eftir langa og stranga baráttu við kvalafullan sjúkdóm. Barátta þín var hetjuleg og þú gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Og allan tímann krafðist þú einskis heldur gafst af þér til okkar hinna. Eg vitna til Múhameðs þar sem hann segir: „Hin sönnu auðævi mannsins í öðru lífi eru góðverkin sem hann gerði náunganum í þessu lífí. Þegar menn deyja er sagt: „Hvað lét hann mikið eftir sig?“ En englar munu spyrja: „Hvað hefur <vhann sent mörg góðverk á undan sér?“„ Mörg góðverk gerðir þú, amma mín, og gjafmildari manneskju hef ég ekki kynnst. Þú vildir alltaf vera að gefa. Alltaf varstu að rétta eitt- hvað að okkur og alltaf að spá í af- mælis- og jólagjafir sem skiptu tug- um þó að fjölskyldan sé ekki stór. Þú vildir alltaf gefa eitthvað nyt- samlegt og alltaf að spyrja hvað þennan eða hinn vantaði. En fleiri nutu gjafmildi þinnar en fjölskylda þín. Ef þú vissir um einhvern sem átti um sárt að binda eða hafði orðið undir á einhvern hátt sýndir þú samúð þína í verki. Þú sendir mat, fatnað eða peninga og oft vildirðu ekki láta þess getið hvaðan sending- in kæmi. í þínum augum voru allir jafnir, hvaðan sem þeir komu og hvar svo sem þeir voru staddir í líf- inu. Þú komst eins fram við alla. Allt frá því að ég var bam hef ég haft mikið af þér að segja og margt hefur þú kennt mér. Frá því að ég fór að búa hef ég alltaf hringt í þig til að fá leiðbeiningar í matargerð, bakstri og öðm sem viðkemur heimilinu. Þú varst svo viljug að leiðbeina og ósjaldan stóðstu á eld- húsgólfinu hjá mér rétt eftir að ég hafði lagt á og vildir hjálpa mér. Þú varst alveg ótrúleg. Líf þitt helgaðir þú fjölskyldu þinni. Eg veit að þú munt eftir sem áður taka þátt í gleði okkar og sorgum í lífinu. Eg veit að þú ert nærri. Ég á svo ótal margar minningar tengdar þér sem munu geymast mér ævilangt. Margs á ég eftir að sakna en vafalaust verður margt af því sem þú sagðir og gerðir rifjað LEGSTEINAR t Marmari íslenskframleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIGDÍS EINBJARNARDÓTTIR frá Ytri-Rauðamel, sem lést mánudaginn 31. ágúst, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 5. september kl. 13.00. Hulda Bára Jóhannesdóttir, Þorsteinn H, Jóhannesson, Svanlaug Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Skarphéðinn Gissurarson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS EIRÍKSDÓTTIR, Lambastekk 4, Reykjavfk, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 2. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. upp í framtíðinni. Ég kveð þig að sinni, kæra vina, og þakka þér samfylgdina. Eg man hvert orð, hvert atvik amma mín, já allt það sem þú gjörðir fyrir mig. Mér þótti falleg ljúfu lögin þín sem lítið bam ég hlustaði á þig. Nú vil ég þakka, elsku amma mín okkar samleið sem var björt og heið. í lííi mínu lifir minning þín sem lýsir mér á ævi minnar leið. (Theódór Einarsson.) Elsku afi, missir þinn er mikill. Megi Guð og góðar vættir vaka yfir þér. Ellen. Betra er að gefa en að þiggja vora að sönnu einkunnarorð hennar Röggu frænku okkar sem nú er lát- in, eftir langa og erííða sjúkdóms- legu. Þau hjónin Ragga og Baldur (oft kenndur við Skagaver) voru sí- fellt að gefa öðrum hvort sem um var að ræða veraldlegar gjafir eða eitthvað af sjálfum sér. Það voru ekki bara þeir nánustu sem nutu góðs af velgjörðum þeirra, heldur teygðu þau sig langt út í ættbogann og ófáir vandalausir fengu sinn skerf. Við systkinin fórum ekki var- hluta af gjafmildinni og í minning- unni eru myndir af mörgum góðum hlutum, eins og t.d. fallegum hand- klæðum með ísaumuðum fanga- mörkum sem fylgdu okkur mest öll uppvaxtarárin og segja má að not- uð hafi verið upp til agna. Þegar börnin okkar komu til sögunnar fengu þau alltaf jólagjafir frá Röggu frænku og erum við efíps um að nokkur einstaklingur á ís- landi hafi gengið frá jafnmörgum jólagjöfum fyrir hver jól og hún Ragga. Nær allan sinn búskap bjuggu Ragga og Baldur í Bakkatúni 6 á Aki'anesi. Asamt dætrunum tveim- ur bjuggu móðir Röggu og móður- bróðir hennar, þau Júlía og Agnar, hjá þeim á meðan þau lifðu. Það þætti ekki öllum sjálfsagt í dag og segir mikið um hvem mann Ragga og Baldur höfðu að geyma. Heimil- ið var alla tíð mjög gestkvæmt. Þar var engum í kot vísað og þar var oft glatt á hjalla. Ragga var mjög orð- heppin og skemmtileg. Hún var hreinskiptin og sagði alltaf mein- ingu sína umbúðalaust og gat jafn- vel stuðað sumt fólk með hrein- skilni sinni. Sjöfn móðir okkar og Ragga vom systkinadætur í báðar ættir. Þær 3lómabúðin öa^ðskom v/ Possvogski»*kjMga»*3 Sími: 554 0500 H H H H H H H H H H Erfidrykkjur S ^ Sími 562 0200 ^ LXIXXXXXXYYin tvær og Alda systir mömmu voru fæddar hver á sínu árinu og því mjög samrýndar. Við fráfall Röggu er eins og ein af systram mömmu og Öldu sé gengin, söknuður þeirra verður mikill. Heilsubrestur hefur undanfarið hrjáð Baldur og skert þrek hans, missir hans er mestur. Við biðjum Guð að styrkja hann og vottum honum og öllum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Hrefna, Muggur og Jóhannes. í hjartanu grípur um sig tóm- leikatilfmning, nú þegar Ragga frænka er horfin á braut. Söknuður og eftirsjá er að svo góðri konu en í sömu andrá léttir yfir því að hún skuli nú hafa hlotið lausn frá þraut- um sínum. Gjafmildin sem einkenndi Röggu teygði sig víða. Eflaust myndi fylla margar síður ef rekja ætti hverjir fengu að njóta hennar en það væri ekki að Röggu skapi að auglýsa slíkt. Ég má þó vonandi minnast á jóla- og afmælisgjafirnar sem í gegnum árin bárast mér og dætr- um mínum, oftast heimagerðar og notalegar gjafir. Aldrei héldum við veislu nema Ragga og Baldur væru með okkur. Samgangur var alltaf mikill enda skyldleiki í báðar ættir svo okkur hefur eiginlega alltaf fundist sem Ragga væri ein af Auðnasystrum. Það var löngum vinsælt að skreppa á Bakkatúnið, jafnt í seinni tíð til þess að spjalla og þiggja heima- bakstur sem og í gamla daga þegar við Júlla voram á ballárunum. Þá var renniríið mikið á loftið þegar vinkonurnar kepptust við að láta Júllu klippa sig og greiða þegar ball- eða bíóferðir voru framundan. Jafnan sýndu Ragga og Baldur mikla þolinmæði í garð ungling- anna og þangað var alltaf gott að koma. Afmæliskaffið hjá Röggu var líka fastur punktur í gegnum árin, hinn margfalda hátíðisdag 17. júní. Þar var alltaf margt um manninn og mikið fjör, gantast á góðlátlegum nótum enda var stutt í húmorinn hjá Röggu. Þessum kosti brá jafn- vel fyrir hjá henni á sjúkrahúsinu þar sem hún háði hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Að leiðarlokum vil ég þakka Röggu frænku af innileik fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og fjölskylduna í gegnum tíðina. Ljúf- menninu Baldri sendi ég samúðar- kveðjur og bið Guð að styrkja hann og aðra aðstandendur. Guðmunda (Búbba). Elsku Ragga, mig langar til að minnast þín með nokkram línum og þakka þér það sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Þegar börnin mín fimm vora lítil og fram yfir ferm- ingu fengu þau alltaf jólapakka frá Röggu frænku á Akranesi. Þá var ekki verið að hugsa um hvort pakk- inn væri mjúkur eða harður því ull- arsokkar, vettlingar eða nærföt voru svo kærkomin að krakkarnir, egsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 L c %m í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 sem voru allir á líkum aldri, fóldu gjafirnar frá þér hver í sínu horni til að enginn kæmist í þær, enda undirrituð afleit prjónakona. Síðan komu fermingargjafir og brúðar- gjafir frá þér og þá oft með systr- um mínum, Öldu og Sjöfn, en ég leit ávallt á ykkur sem tríó. Þær eiga því um sárt að binda þar sem þú ert horfin til æðri tilvera. En mestur er þó söknuður eiginmanns þíns Baldurs, þessa ljúfmennis sem studdi þig í öllu, svo sem hinni ótakmörkuðu gjafmildi þinni sem svo margir nutu góðs af. Einnig dætranna, Júllu og Hönnu, og þeirra fjölskyldna. Blessuð sé minning þín, elsku frænka. Selma Jóhannesdóttir. í mínum huga er Bakkatúnið, sem stendur við Lambhúsasund, staður staðanna á Akranesi og kemur þar margt til. Við Bakkatún- ið hefur búið fólk sem er mér bæði tengt og kært, allt frá því ég fyrst man eftir mér. Auk þess er Lamb- húsasundið einn fegursti staður á landinu, þegar Snæfellsjökull speglar sig á góðviðrisdegi og sólin rís og gengur til viðar á hinn tign- arlegasta hátt. Aldrei fyrr hefur fegurðin við Lambhúsasundið verið meiri en á liðnu sumri, en þó hefur skuggi hvflt yfir Bakkatúni. Ragga vinkona mín á Bakkatúninu hefur barist við illkynja mein og hefur baráttan aldrei verið harðari en á liðnu sumri þannig að ljóst var um langt skeið að hverju stefndi. Ragn- hildur Þorvaldsdóttir var borinn og barnfæddur Skagamaður, rætur hennar vora sterkar þar og frænd- garður stór. Ragga var einstaklega hreinskiptin og hispurslaus kona, allir vissu nákvæmlega hvar þeir höfðu hana og hún var ekki mikið fyrir að skafa utan af hlutunum. Hún hafði næmt auga fyrir því skoplega í tilveranni og það nýttist henni vel í löngu veikindastríði. Ung gekk hún að eiga Baldur Guð- jónsson frá Eyrarbakka, en hann rak um áratuga skeið umsvifamikla verslun, Skagaver, á Aki-anesi í fé- lagi við aðra. Glæsilegt heimili Röggu og Bald- urs var um margt ólíkt því sem nú- tíminn á að venjast, því hjá þeim bjuggu þrjár kynslóðir, móðir Röggu Júlía Sigurðardóttir og Agn- ar móðurbróðir Röggu, en þau áttu heimili þar meðan bæði lifðu, auk Röggu og Baldurs og dætra þeirra hjóna, Júlíu og Jóhönnu. Heimilið var einkar gestkvæmt, þar komu saman vinir og vandamenn við hin ýmsu tækifæri. Húsmóðirin rak rausnarlegt heimili þar sem ávallt var lagt á borð fyrir marga munna. Þangað átti ég mörg sporin og reyndar öll mín fjölskylda. Mér fannst það tilheyra á aðfangadag að heimsækja Röggu og Baldur rétt áður en jólin urðu helg. • Systkinin Júlía og Agnar, sem ávallt fylgdust að, drógu að sér mikinn fjölda fólks vegna glaðværð- ar og. tryggðar sem svo margir nutu. Það er í dag erfitt að hugsa sér ung hjón eins og Röggu og Baldur búa með slíkum hætti, nú til dags þætti það ekki mikið einkalíf, en fyrir þeim var þetta sjálfsagður hlutur. Baldur studdi Röggu í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og sama gilti um hana, hún studdi hann í hans atvinnurekstri. Þau áttu bamaláni að fagna, dæturnar hafa erft dugnað og tryggð foreldr- anna. Langt veikindastríð hefur reynt mikið á fjölskylduna, en dæt- urnar hafa staðið fast við bakið á foreldram sínum. Við höfum fylgst með aðdáun með því hve natnar þær hafa verið við foreldra sína og stutt þau með ráðum og dáð. Með þeirra stuðningi hefur Ragga kom- ist oft heim af sjúkrahúsi daglangt þar sem hún naut þess að geta ver- ið heima. Nú hefur hún kvatt og lagt út á hið fagra sund sem allra bíður. Ég votta öllum aðstandendum djúpa samúð fyrir hönd fjölskyldu minnar. Blessuð sé minning Röggu á Bakkatúninu. Haraldur Sturlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.