Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristjana Ágústsdóttir FRÁ uppgreftrinum á Eiríksstöðum í Haukadal. Fornleifarannsóknir á Eiríksstöðum í Haukadal Flókið verk að ráða í fornminjamar Búðardal - Frumrannsókn á Eiríks- stöðum í Haukadal fór fram síðast- liðið sumar. Hún leiddi í ljós fornan skála frá 10. öld og sýndi að svo mik- ið var eftir af bænum að itarlegri rannsókn mundi sennilega geta gefið nokkuð góða mynd af gerð Eiríks- staða. I sumar hefur hópur fornleifa- fræðinga frá Þjóðminjasafni Islands haldið áfram rannsókn á skála frá 10. öld á Eiríksstöðum í Haukadal. Verkið er unnið í samvinnu við Ei- ríksstaðanefnd og er rannsóknin mikilvægur liður í fyrirhugaðri upp- byggingu nefndarinnar á staðnum. Markmið rannsóknanna að þessu sinni var fyrst og fremst að fínna út- línur skálans og aðra þætti sem varpað gætu ljósi á gerð hans og út- lit þar sem afráðið hefur verið að reisa tilgátuhús í námunda við bæinn sem byggist á grunnmynd skálans á Eiríksstöðum. Rannsóknin í sumar stóð frá 10. ágúst til 28. ágúst og var undir stjórn Guðmundar Olafssonar deild- arstjóra fornleifadeildar Þjóðminja- safns Islands. Ásamt honum hafa fomleifafræðingarnir Agnes Stef- ánsdóttir, Guðrún Sveinbjamardótt- ir, Lilja Árnadóttir og Ragnheiður Traustadóttir frá Þjóðminjasafni, Andrew West frá Englandi og Demik Watson frá Skotlandi unnið við rannsóknina um lengri eða skemmri tíma. Einnig hafa ungling- arnir Sesselja Bæringsdóttir frá Saurstöðum í Haukadal og Jón Egill Jónsson frá Sauðhúsum í Laxárdal unnið allan tímann sem aðstoðar- menn við rannsóknina. Tæplega 50 fermetra skáli Rannsóknin hefur gengið mjög vel, þótt nokkuð flóknara hafi reynst að ráða í minjamar en frumrann- sóknin hafði bent til. Skálinn virðist hafa verið reistur utan í skriðu á dálítilli flöt neðarlega í fjallshlíðinni. Hann er um 12 m langur og um 4 m breiður eða rétt tæplega 50 m2 að innanmáli. Veggirnir hafa að mestu verið hlaðn- ir úr torfí, bæði klömbruhnaus og streng, með undirstöðum úr stein- um, sem var raðað í einfalda röð við ytri og innri veggjarbrún. Norður- hlið og austurgafl eru hlaðin upp að skriðunni sem er notuð sem hluti af veggnum. Skálinn er breiðastur um miðju og mjórri til endanna. Hellulögn og grjóthleðsla fyrir miðri suðurhlíðinni benda til þess að inngangurinn í húsið hafi upphaflega verið þar. Annar inngangur virðist hafa verið gerður síðar á suðurhlíð- inni nálægt austurenda skálans. Þetta eru nokkuð óvæntar niðurstöð- ur þar sem fyrri rannsóknir höfðu sýnt inngang nálægt suðvesturhorn- inu. Meðfram veggjunum eru merki um set og á miðju gólfi er langeldur til eldunar og upphitunar. Annað minna eldstæði hefur einnig komið í Ijós í austurhluta skálans. Engir gripir hafa fundist Engir gripir hafa fundist við rann- sóknina. Þess var heldur ekki að vænta. Bæði vegna þess að þunn mannvistarlög utan við skálann benda til þess að búseta hafi ekki verið langvinn á staðnum og einnig vegna þess að tvisvar áður hefur ver- ið grafið innan úr henni. Það var Þor- steinn Eriingsson skáld sem fyrstur rannsakaði staðinn svo vitað sé árið 1895. Önnur rannsókn á staðnum var gerð árið 1938 af Matthíasi Þórðar- syni þjóðminjaverði. Þessar rann- sóknir voru ekki nægilega ítarlegar til að hægt væri að endurgera skái- ann í fullri stærð og þess vegna var ný rannsókn óhjákvæmileg. Vörður hlaðnar af hagleik Vaðbrekka, Jökuldal - Gamlir reiðvegir á Islandi voru að öllu jöfnu varðaðir sem kallað var. Þá voru hlaðnar vörður meðfram veginum til að auðvelda mönnum að rata veginn. Vörðurnar með- fram Bessastaðavegi, gamla hestaveginum milli Klaustursels á Jökuldal og Bessastaða í Fljóts- dal, eru hlaðnar af miklum hag- leik. Þær voru sennilega hlaðnar eða endurbyggðar um og fyrir 1930 og standa flestar hveijar uppi ennþá. Drangar standa útúr vörðunum og vísa þeir áttina að næstu vörðu. h Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson VÖRÐURNAR meðfram Bessa- staðavegi geta tekið á sig ýms- ar kynjamyndir. Morgunblaðið/Anna Ingólfs ASPARFRÆIN líta út eins og nýfallinn snjór. Loðnar aspir bera fræ á Héraði Egilsstöðum - í húsagörðum á Egilsstöðum þar sem eru gömul og stór aspartré, má sjá að sum trén eru þakin hvítri ló. Og þegar vind- urinn bærir trén þá þyrlast lóin eins og hvítar snjóflygsur niður á jörðina og það lítur út eins og fyrsti snjór vetrarins hafi fallið. Að sögn Þrastar Eysteinssonar hjá Skógrækt ríkisins eru þetta gamlar kvenkyns aspir sem eru að bera fræ. Þær eru orðnar kyn- þroska. Hann segir fræmyndun vera misjafna eftir árum. Það sé sumarið á undan sem segi til um það. Oftast er þetta fyrr á ferðinni en kalt vor sé ástæða þess að þetta er nú á þessum tíma. Þröstur segir einnig að vegna kulda almennt á ís- landi þá nái þessi fræ ekki að spíra og lifa af í jörðinni heldur drepist þau í fyrsta haustfrostinu. Það sé sárasjaldgæft að þau lifi af vetur- inn, þó eru tilfelli sem hægt er að telja á fingrum annarrar handar hér á landi, svö fá eru þau. Hins vegar er hægt að hlú að fræjum í gróður- húsi yfir vetrartímann og rækta plöntur þannig. Enska orðið yfir öspina er „cotton-wood“ en það er vegna þessara loðnu svifhára sem fræin hafa. Aspir era einkynja og það eru einungis kvenkyns aspir sem bera fræin, ef karlkynsklónn er notaður þá koma engin fræ. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Framhaldsskóli Vestfjarða Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson HEYSKAPUR, rúllað og pakkað. Mannúðlegri busavígslur fsafirði - Busavígslur í Fram- haldsskóla Vestfjarða virðast orðnar öllu mannúðlegri en fyrr- um. í fyrra náðist ekki samkomu- lag milli nemenda og skólastjórn- enda um tilhögun vígslunnar en að þessu sinni varð góð sátt um framkvæmdina. Busar voru fluttir eins og lömb á gripavagni í Ijárréttina í Engidal en þaðan lá leiðin í busaskóginn þar sem trjáplöntur eru gróðursettar. Heyskap loks lokið í Árneshreppi Árneshreppi - Hér í sveit hófst hey- skapurinn 12. júlí og stóð til 25. ágúst og gekk mjög illa. Oþurrkar vora og votviðrasamt. Samkvæmt upplýsingum frá veð- urathugunarstöðinni í Litlu Avík vora bara sjö heilir dagar alveg úr- komulausir 12. júlí til 25. ágúst. Mest var úrkoman um miðjan ágúst og ef það var þurrt var þokuloft og rakt og hægviðri en oftast norðlæg átt. Þetta er annað árið sem mest- allt hey er rúllað en það þarf að þurrka það í einn til tvo daga en núna var heyinu pakkað mjög blautu. Bændur eru sammála því að þetta hafi verið eitt mesta óþurrka- sumar sem komið hefur í mörg ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.