Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Læknaskort- ur í N-Þing- eyjarsýslu STJÓRN heilsugæslunnar í N- Þingeyjarsýslu hefur ritað land- lækni og heilbrigðisráðuneytinu bréf vegna alvarlegs skorts á lækn- um og hjúkrunarfræðingum í hér- aðinu. Aðeins einn læknir er starf- andi á svæðinu og hjúkrunarfræð- ingur í hálfri stöðu: Að sögn Gunn- laugs Júlíussonar, sveitarstjóra á Raufarhöfn, hafa engin viðbrögð orðið við ítrekuðum auglýsingum eftir læknum og hjúkrunarfræð- ingum. Þrjár stöður lækna eru í hérað- inu, ein á Kópaskeri, önnur á Rauf- arhöfti og sú þriðja á Þórshöfn. Læknirinn sem verið hefur á Rauf- arhöfn sl. eitt ár er að fara og er þá einungis einn læknir eftir, sem er á Kópaskeri. Hjúkrunarfræðingur er í hálfu starfí á Þórshófn, en hjúkr- unarfræðinga skortir á hina staðina. Itrekaðar auglýsingar en engar fyrirspurnir Gunnlaugur sagði að búið væri ítrekað að auglýsa eftir læknum, en engar fyrirspurnir hefðu borist. Ljóst væri orðið að það væri ekki á valdi heimamanna einna að leysa þennan vanda og þess vegna hefði stjórn heilsu- gæslunnar í sýslunni ritað bréf þar sem gerð er grein fyrir stöðu mála og óskað eftir aðstoð. Bréfið hefur verið sent landlækni, heil- brigðisráðuneytinu, héraðslæknin- um á Norðurlandi eystra og þing- mönnum kjördæmisins. Gunnlaugur sagði að læknamál hefðu verið í þokkalega góðu lagi undanfarin ár í N-Þingeyjarsýslu, en af ýmsum ástæðum hefðu lækn- ar og hjúkrunarfræðingar flutt sig um set og svo virtist sem afar erfitt væri að fá fólk í staðinn. Ekki viðunandi öryggisþj ónusta Sigurður Halldórsson, læknir á Kópaskeri, sagði að hann væri bú- inn að reyna mikið til að fá lækna í héraðið en án árangurs. Hann sagði að nú væru tveir læknar á Vopnafirði og samkomulag hefði KEA opnar matvöru- verslun í Reykjavík Á HÁDEGI í dag verður opnuð í Mjóddinni í Reykjavík ný matvöru- verslun í eigu Kaupfélags Eyfirð- inga á Akureyri. Ber hún nafnið Nettó og er svokölluð lágvöruverðs- verslun og verður rekin undir sama hatti og Nettó á Akureyri og með sama verslunarstjóra. Er þetta í fyrsta sinn sem KE A haslar sér völl í verslunarrekstri utan Eyjafjarðar. Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, segir að með þessari nýju verslun séu þáttaskil hjá fyrirtækinu sem nú haldi innreið sína inn á höfuðborgar- svæðið. Hann segir fleiri verslanir hugsanlega sigla í kjölfarið og Hannes Karlsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri verslunarsviðsins, benti á að KEA ræki bæði bygg- ingavöruverslanir og lyfjaverslanir og gæti næsta verslun á höfuðborg- arsvæðinu allt eins verið á þeim sviðum. En hver er ástæða þess að KEA opnar verslun í Reykjavík? „Ibúum á sölusvæði okkar, sem er Eyjafjörður, fer fækkandi en þeir eru núna 21 þúsund. Viðbrögð okkar eru að reyna að ná til stærri markaðar og við ætlum okkur að ná fótfestu á höfuðborgarsvæðinu með- al annars fyrir framleiðsluvörur kaupfélagsins," segir Sigmundur. Verslunarstjóri Nettó verður Júlíus Guðmundsson, sem einnig er versl- unarstjóri Nettó á Akureyri. Forráðamenn KEA og Nettó sögðu fjarri því að tilkoma Nettó væri stríðsyfirlýsing við aðila á mat- vörumarkaði í höfuðborginni, Nettó myndi kappkosta að bjóða vöruverð og gæði eins og hagstæðast væri hverju sinni en ekki væri stefnt í verðstríð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri opnar verslunina formlega fyrir hönd KEA á hádegi í dag. Af- greiðslutími verður 12 til 19 nema 10 til 19 á föstudögum og 10 til 17 laug- ardaga. Fjölmargar vörakynningar verða í Nettó í Mjóddinni næstu daga, m.a. á framleiðsluvörum KEA og innlendu og erlendu sælgæti og ýmis tilboð íyrstu dagana. Samband sveitarfélaga Skuldirnar jukust um 500 milljdnir SAMKVÆMT útreikningum Sambands íslenskra sveitarfélaga jukust skuldir sveitarfélaganna í landinu á síðasta ári um hálfan milljarð króna, en samkvæmt töl- um sem birtar eru í Hagtölum mánaðarins jukust skuldirnar um 2,4 milljarða. Meginskýringin á þessum mismun er að í Hagtölum mánaðarins er ekki tekið tillit til þeirrar skuldaminnkunar sem varð hjá Reykjavíkurborg við sölu á félagslegum íbúðum til Félags- bústaða hf. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, sagði í ræðu á landsþingi BISKUP íslands, herra Karl Sig- urbjömsson, hefur nýverið skipað tvo nýja prófasta og eru það konur í báðum tilvikum. Tvær konur sitja því í tveimur af 16 prófastsemb- ættum þjóðkirkjunnar. Þetta era þær séra Halldóra Þorvarðardóttir í Fellsmúla sem tók við af séra Sváfni Sveinbjarn- arsyni sem prófastur i Rangár- vallaprófastsdæmi og séra Dalla Þórðardóttir á Miklabæ sem skip- sveitarfélaganna að skuldir sveit- arfélaganna á árinu 1997 hefðu aukist um 500 milljónir og horfur væra á að skuldimar myndu aukast á þessu ári um einn millj- arð. Samkvæmt þessu var skulda- söfnun sveitarfélaganna heldur minni á árinu 1996 en í fyrra. Garðar Jónsson, forstöðumaður fjármáladeildar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sagði að mismunur á tölum sambandsins og Hagtalna mánaðarins lægju í því að í Hagtölunum væri ekki tekið tillit til tekjufærslu vegna hluta- fjárvæðingar á fyrirtækjum í eigu sveitarfélaganna. uð hefur verið prófastur í Skaga- fjarðarprófastsdæmi. Hún tók við af séra Hjálmari Jónssyni sem lét nýverið af embætti sóknarprests á Sauðárkróki en séra Dalla hafði gegnt prófastsembætti fyrir hann um hríð. Könnun vegna kjörs prófasta fer fram meðal presta og nokkurra leikmanna í viðkomandi prófasts- dæmi og skipar biskup prófast á grundvelli hennar. N esjavallavirkjun Ágreiningur um álag og endingu ALFREÐ Þorsteinsson, for- maður stjórnar veitustofnana, segir að skiptar skoðanir séu meðal fræðimanna um álag og endingartíma jarðhitasvæða en Jóhannes Zoéga, fyi-rverandi hitaveitustjóri, segir í grein í Morgunblaðinu í gær að sam- kvæmt rannsóknum lengist endingartími hratt með minnk- andi meðalálagi. „Sérfræðingahópur á vegum Hitaveitu Reykjavíkur er að skoða möguleika á stækkun raf- orkuversins á Nesjavöllum og á að skila áliti fyrir 15. september nk.,“ sagði Alfreð. „í raun er lít- ið hægt að tjá sig fyrr, en ástæða þess að vinnuhópurinn tók til starfa er sú að vísbending barst um að Nesjavallasvæðið þyldi stæiTÍ virkjun." Sagði hann að stjórn veitu- stofnana hefði fylgt ráðum fær- ustu sérfæðinga við allar ákvarðanir vegna Nesjavalla- virkjunar. „Grein fyrrverandi hitaveitustjóra ber með sér að hann hefur áhyggjur af orku- skorti í framtíðinni," sagði Al- freð. „Til viðbótar því að nýta Nesjavelli skynsamlega hafa borgaryfirvöld nú tryggt Reykvíkingum hitaréttindi á stórum hluta Hengilssvæðisins. Áhyggjur af orkuskorti ættu því að vera ástæðulausar. Annars er lofsvert þegar fyrrverandi embættismenn sýna áhuga á málefnum fyrirtækja sem þeir hafa veitt forstöðu. Reynsla slíkra manna er oft ómetanleg." Tvær konur skip- aðar prdfastar tekist um að annar þeirra sæi um Þórshöfn út þennan mánuð. Eftir 1. október yrði aðeins einn læknir á Vopnafirði og þá gengi þessi bráða- birgðalausn ekki lengur. Hann sagðist ekki vita hvað tæki við þá. Sigurður sagði að vegalengdir í þessu læknishéraði væru það mikl- ar að það væri ekki hægt að halda uppi viðunandi öryggisþjónustu við íbúana með einum lækni hvað þá eðlilegi’i læknisþjónustu. Álag á sér ykist við þessar aðstæður og sjálfsagt myndi hann hrökklast í burtu ef ekki tækist að ráða fleiri lækna. Hann sagði það enn auka á erfiðleikana að sami skortur væri á hjúkrunarfræðingum og læknum. Sigurður sagði að stundum hefði tekist að ráða unga lækna til starfa þegar skorti lækna í minni læknis- héruð. Nú væri það mikill skortur á læknum á sjúkrahúsunum í Reykjavík að þeim væri hreinlega ekki sleppt út fyrir höfuðborgar- svæðið. Hann sagðist treysta á að landlæknir og stjórnvöld kæmu að þessu máli með þeim hætti að lausn fyndist. Lögreglan fær fjóra Passatbíla LÖGREGLAN í Reykjavík tók í gær formlega við fjórum nýjum lögreglubflum af gerðinni Volkswagen Passat. Tveir bflar til viðbótar af þeirri gerð voru ný- lega aflientir lögreglu í Hafnar- firði og í Stykkishólmi. Bflarnir eru með 150 hestafla vél og svonefndri tvívirkri sjálf- skiptingu. Sagði Finnbogi Eyjólfs- son, blaðafulltrúi Heklu sem hef- ur umboð fyrir bflana, þegar bíl- arnir voru afhentir að með þessu væri hægt að ná hámarksafli út úr bflunum. Georg Kr. Lárusson, settur lög- reglustjóri í Reykjavík, sagði að nauðsyniegt væri að lögreglan hefði örugga og fallega bfla í þjónustu sinni og tók undir að út- lit hefði einnig ákveðin áhrif. I bflaflota lögreglunnar í Reykjavík eru alls 59 bflar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson VIÐ stýrið er Georg Kr. Lárusson, settur lögreglustjóri í Reykjavík, sem í gær tók formlega við fjórum Passat lögreglubflum af Sigfúsi Sigfússyni, forsljóra Heklu. Engin vínveitingaleyfí verið afgreidd Yfír 20 vínveitinga- hús sóttu um lengd- an afgreiðslutíma LIÐLEGA 20 vínveitingahús í Reykjavík hafa sótt um heimild fyr- ir lengri afgreiðslutíma en umsókn- arfrestur rann út 1. sept. sl. Að sögn Gunnars Eydal, skrifstofu- stjóra borgarstjóra, tóku ný áfeng- islög gildi 1. júlí sl. og hefur ekki verið hægt að afgreiða á þriðja tug eldri umsókna um vínveitingaleyfi auk nýrra umsókna að undanfórnu, þar sem dómsmálaráðuneytið hefur enn ekki sent frá sér reglugerð með lögunum. Að sögn Gunnars hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær nýi af- greiðslutíminn tekur gildi eða hversu mörgum veitingahúsum verður veitt heimild til lengri af- greiðslutíma á áfengi. Leyfin verða veitt til eins árs í tilraunaskyni og verður haft til hliðsjónar hvað margir íbúar búa í grendinni, um- sögn lögreglu um reksturinn, hvernig veitingahús á í hlut og hvort um er að ræða miðborgar- iðnaða- eða íbúðarhverfi. „Það er ekkert búið að ákveða,“ sagði Gunn- ar. „Það var auglýst eftir vilja manna og áhuga til þessa en síðan er öll úrvinnsla eftir. Það á eftir að setja allar viðmiðanir, nálægð við íbúðarhverfí og annað en þar verða menn að setja sér góðar mælistikur, sem hægt er að miða við þegar um- sækjendur eru metnir." Sagðist Gunnar eiga von á að borgarskipu- lagi yrði falið að skoða umsóknir með tilliti til þess hvar vínveitinga- húsin eru. Gunnar benti á að vegna nýrra áfengislaga, sem tóku gildi 1. júlí varðandi vínveitingaleyfi og sam- kvæmt ákvörðun dómsmálaráðu- neytisins um að nýju lögin næðu einnig til eldri umsókna sem lágu fyrir, hafí engin vínveitingaleyfi verið afgreidd síðustu mánuði. „Það hefur ekkert gerst síðan nýju lögin tóku gildi,“ sagði hann en á þriðja tug eldri umsókna liggur enn óaf- greiddur auk þess sem nýjar um- sóknfr hafa ekki verið afgreiddar á meðan beðið er reglugerðar um hvernig útfæra skal nýju lögin. „Það mun því ekkert gerast með lengingu afgreiðslutíma fyrr en þetta vandamál er leyst,“ sagði Gunnar. ------♦♦♦------ Lést í Grímsnesi MAÐURINN, sem fannst látinn í bifreið sinni í Grímsnesi í fyrradag hét Arnþór Guðnason, bifvélavirki, til heimilis að Lyngheiði 4, Selfossi. Hann var 70 ára að aldri og lætur eftir sig eiginkonu og tvær upp- komnar dætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.