Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 50
' 50 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÉSÆTLA UPPA t>AKTIL AB> LASA LOFTNETIP Hvað gat ég gert? Ég þurfti að fá vatn að drekka ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Enn um málefni Kosovo Frá Rúnari Kristjánssyni: I NÝLEGRI umfjöllun minni um málefni Kosovo og Metohija féll niður málsgrein þar sem tekið var fram að Serbía hefði endanlega unnið sjálf- stæði sitt frá Tyrkjum 1878. Þau mis- tök voru mín en ekki blaðsins. Ég vildi með umfjöllun minni freista þess að kynna fólki forsögu þessara mála því eðlilega fræðslu um þau hefur stórlega vantað. Hins vegar hefur verið nóg um einhliða áróður sem oft hefur átt litla samleið með staðreynd- um. í þeim áróðri hefur nánast verið klifað á því að Serbar beri alla sök á því hvemig mál hafa farið í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Ég hef mjög orðið var við það, að almennt séð skilja menn ekki hvað er og hefur verið að gerast á Balkanskaga og það er víða svo. I Bandaríkjunum er al- menningur t.d. mjög neikvæður gagnvart Serbum, en þar eru kannski flestir líka að reyna að átta sig á því í hvaða Afríkuríki Bosnía er! Menn taka sem sagt afstöðu áður en þeir kynna sér málin. Þar eiga fjölmiðlar oft stóran þátt í skoðanamyndun og ef umfjöllun þeirra er einhliða og sanngimi lítil geta vandamálin orðið stærri fyrir vikið. Eftirleikur mála í Júgóslavíu er auðvitað eins og til var sáð. Tító marskálkur leysti ekki vandamálin sem sköpuðust í stríðinu eða vora áður fyrir í landinu. Hann græddi engin sár, hann leyfði ekki að mál væra rannsökuð og réttlætið fengi framgang. Böðlar ústasha vora ekki handteknir nema þá til að sýn- ast. Margir þeirra vora aldrei sak- sóttir og þeir vora ófáir sem urðu embættismenn Tótó-stjómarinnar. Draza Mihailovic var hins vegar sak- sóttur og tekinn af lífi! Og iyrir hvað? Landráð átti það víst að heita. En það er hins vegar ljóst að einvaldurinn, Josip Broz Tító, vildi hann feigan. I Mihailovic sá hann hugsanlegan keppinaut um völd og áhrif. Þarflaust er að taka það fram að Mihaiiovic var Serbi. Sagnfræðingar era nú að end- urmeta Tító-tímabilið og ný gögn era sífellt að koma í leitimar sem sýna að margir era þeir skuggamir sem fallið geta á þá glansmynd sem löngum var sýnd af Titó. Tító var Króati og kommúnisti, hann reyndi stöðugt að draga úr áhrifum Serba í sambandsríkinu þar seam þeir vora langfjölmennastir. Hann leit á þá sem hugsanlega ógn við sig og þá valdablokk sem hann stóð fyrir og vildi tryggja í sessi. Af þeim ástæðum hélt hann á málefnum Kosovo og Metohija eftir stríð á býsna líkan hátt og fasistai- höfðu gert. Hann lét landsvæðið heyra beint undir miðstjómina í Belgrad og sömu sögu var að segja um Vojvod- ina. Hagfellt þótti að hluta Serbíu þannig í sundui- svo vægi Serba yrði minna í ríkinu. Stjórn Títós deildi og drottnaði í nafni kommúnismans og jafnvel serbneskir kommúnistar fylgdu henni í blindni og sáu ekki hvað verið var að gera þjóð þeirra. A Vesturlöndum vai' Tító lofsung- inn því hann hafði þorað að bjóða Sta- lín birginn. Það eitt gerði hann góðan í augum flestra ráðamanna þar. Árið 1948 var Stalín slíkur ógnvaldur í augum Vesturlanda að sá sem stóð uppi í hárinu á honum var umsvifa- laust málaður upp sem hetja. En hver var í hlutverki einvaldsins í Jú- góslavíu? Hver vildi di-ottna þar sem sjálfráður einvaldsherra og hafnaði því að lúta öðram einvaldi? Hið sanna er að Tító frysti vanda- málin í stríðslok, sat á þeim allan valdatíma sinn og jók forsendur íýrir ægilegt uppgjör. Eftir dauða hans blossuðu þau svo upp og brátt stóð allt í ljósum logum í sambandsríkinu. Gamlar misgerðir vora ekki gleymd- ar, sárin eftir ústashana blæddu enn, menn hrópuðu á að fá að jarða sína dauðu. Og svo bættist við enn ein plágan og ekki sú minnsta, íhlutim er- lendis frá sem jókst stöðugt á bak við tjöldin. Þau voru mörg veldin sem gátu hugsað sér að fá bita úr dánarbúi Jú- góslavíu. Niðurstaðan gat varla orðið nema ein - Tító-veldið hrandi saman á skömmum tíma! En meðan ríkið stóð, meðan vald þess var til staðar, sátu í æðstu stöðum menn af al- banska minnihlutanum. Þeir vora ekki síðri kommúnistar en aðrir. Þar má nefna t.d. Sinan Hasani sem vár forseti forsætisráðsins frá maí 1986 til maí 1987. Þá vora Albanir í Kosovo ánægðir því ríkisvaldið hélt vemdar- hendi yfir þeim á kostnað Serba. Allir Ieiðtogar Álbana í Kosovo og Metohi- ja era í dag með sama markmið í huga, að losa landsvæðið frá Serbíu og stofna sjálfstætt ríki Albana þar. Síðar á það ríki að sameinast Albaníu eða vera sambandsríki þess ríkis sem í augum Kosovo-Albana er þeirra raunverulega föðurland. Þetta gildir um Ibrahim Rugova, N. Bakalli, A. Vllasi og alla aðra leiðtoga Albana á svæðinu. En það sem stendur í vegi er að Kosovo og Metohija hafa ætíð verið serbneskt land! Hugsum okkur afleiðingarnar af þvi, um allan heim, ef minnihlutar sem era fyrir í fjöl- mörgum þjóðlöndum veraldar, fengju að stofna sjálfstæð ríki í þeim lands- hlutum þar sem þeir væra í meiri- hluta! Slíkt myndi leiða til allsherjar stjórnleysis þar sem enginn réði við neitt. Það er þetta sem gerir það að verkum að stórveldin neita að styðja sjálfstæðiskröfur Albana á svæðinu en vilja styðja þá nánast í öllu öðru. Stórveldunum er sama um Serba og þeirra hag, það fer eklri leynt. Aðeins Rússar hafa stutt þá og standa þó sjálfir hallt um þessar mundfr. Én vandinn er sá að í fjölmörgum þjóð- löndum era minnihlutar sem þó era í meirihluta í ákveðnum landshlutum. Það er ekki hægt að gefa fordæmi um sjálfstæði í slíkum tilfellum. Það myndi hitta menn sjálfa fyrir víðast hvar! í Kosovo og Metohija er landsrétt- urinn lagalega og sögulega í höndum Serba. Því verður ekki neitað með neinum rökum. En inn á þetta land hafa verið flutt hundrað þúsunda Al- bana sem nú líta á það sem sitt land. Það era afleiðingar af stefnu Tyrkja, ústashastjórnar Króata, Hitlers, Mussolinis og síðar Títós. Albanir í Kosovo era sama vandamálið og ráss- neski minnihlutinn í Eystrasaltslönd- unum, innflutt vandamál og vandleyst svo vel fari. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.