Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 38
JI 38 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ „Grunnskóla- skipið Dröfn44 „ÉG ER sjómaður í húð og hár“ segir í textanum. Mikill ljómi hefur verið yfir störf- um sjómanna allt fram á þennan dag, enda eru það þeir sem draga að landi þau verðmæti svo Islend- ingar teljast til allra ríkustu þjóða heims í dag. Margt hefur breyst í atvinnuháttum okkar síðustu tvo áratugina í kjölfar gríðarlegra fólksflutninga á höfuð- borgarsvæðið sem hef- ur leitt til þess að þjóð- in hefur fjarlægst sjóinn og þessa mikilvægu atvinnugrein. Til að brúa þetta bil milli þjóðarinnar og Þetta er tímabært verkefni, sefflr Kristján Pálsson, og ánægjulegt að það skuli hefjast á sj ávarútvegsráðuneyt- isins og Hafrann- sóknastofnunar um leigu hafrannsókna- skipsins Drafnar RE- 35 til verkefnisins. Að mati undirritaðs er Dröfnin mjög gott skip í þetta verkefni þar sem tengja má saman mikla reynslu áhafnar Drafnar af vinnu við margskonar veiðar- færi, reynslu af vís- indalegum vinnu- brögðum við grein- ingu aflans og tengsl við Hafrannsókna- stofnun. Skipið er stórt eða 150 tonn og býður upp á skoðun aflans undir þiljum og kennslu af myndböndum ef þurfa þykir. Einnig verður boðið uppá kynningu frá Hafrannsóknastofn- un en eins og alkunna er þá starfa þar einhverjir fremstu vísinda- menn í heiminum á sviði hafrann- sókna. Á ári hafsins Kristján Pálsson ári hafsins stærsta atvinnuvegarins, hefur Al- þingi og ríkisstjórn samþykkt fjár- veitingu til að starfrækja skólaskip sem getur boðið ungu grunnskóla- fólki að kynnast helstu þáttum við veiðar á íslandsmiðum. Hafró og grunnskólinn Til að koma þessu verkefni á flot > hefur samningur verið gerður milli Sjáðu heimasíðuna okkar KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Dröfnin mun fara í fyrstu ferðina frá Reykjavík með grunnskólaböm úr 9. og 10. bekk 7.-17. september nk. án sérstaks kostnaðar af hálfu skólanna. Fjöldi ferða fer eftir áhuga skólamanna á þessum nýja möguleika í skólastarfinu. Hug- myndin er sú að í hverri ferð geti verið um 20 börn og taki hver ferð um 3 klst. þar sem m.a. skipið og búnaður þess verður skoðaður, veiðarfæri notuð og afli rannsakað- ur með fagmönnum. Að mínu mati er þetta einstakt og tímabært verk- efni og ánægjulegt að það skuli hefjast á ári hafsins. Mikilvægt er að forsvarsmenn skóla og sveitarfé- laga noti þetta tækifærið og gefi æsku landsins kost á að kynnast því besta á þessu sviði sem völ er á. „Meitluðu svip og stældu kjark“ var ort um sjómannslífið, líf sem hefur stælt þessa þjóð til átaka við stórveldi um fiskimiðin og sigrað. Að gægjast inn í þetta líf er hverju ungmenni hollt. Góða ferð. Höfundur er alþingismaður og situr í verkefnisstjóm skólaskips. V * Amir-námskeið. Kennari Lasse. Street Jam Techno dance Jass Funk Byrjendur: Léttar Framhald: Erfitt Innritun daglega í síma 552 0345 kl. 14:00-20:00. DAMSSrOLJ ■■« ■ m ws ■ m ■ ■ ■ w ■ » »■ ■ m « ■ maa « jv m »■ ■ ■ ■ <• Hvalfjarðargöngin, veggjaldið og vaskurinn VART blandast nokkrum hugur um að tilkoma Hvalfjarðar- ganga skiptir mjög miklu máli íyrir alla þá sem þurfa einhverra hluta vegna að fara um Hvalfjörð. Tilkoma ganganna opnar einnig mjög marga möguíeika og sóknarfæri fyrir byggðirnar á Vestur- landi, sem og svæði ann- ars staðar á landinu. Einna helst hefur borið á neikvæðri umræðu um Hvalfjarðargöngin í tengslum við veggjaldið, sem almennt er ne&t vegtollur, flestum þykir það of hátt. Eins og fram hefur komið innheimtir ríldssjóður virðisaukaskatt (VSK) af vegtollinum sem vegfarend- ur þurfa að greiða fyrir að fara um göngin. Sveitarfélögin á Vesturlandi, ásamt fleiri aðilum hafa ályktað um þetta mál þar sem hvatt er til þess að ríkissjóður hætti þessari skattheimtu. Greinarhöfundur tekm- undir þetta og telur að skoða beri af fullri alvöru hvort ekki er eðlilegt og rétt að hætta innheimtu VSK af þessum vegtollum. Skulu hér nefndar nokkrar af þeim röksemdum sem færa má íyrir því. Skattur ofan á skatt Nú er það svo að veggjaldið sem vegfarendur þurfa að greiða fyrir að fara um göngin er í eðli sínu skattur enda er almennt talað um þetta sem vegtoll. Þó ekki væri nema þess vegna hlýtur það að vera óeðlilegt að inn- heimta VSK af þessum vegtolli, en þar með er í reynd verið að leggja skatt ofan á skatt. Því til viðbótar má benda á að ekki er innheimtur VSK af fargjöldum sem fólk þarf að greiða íyrir að ferðast um hvort heldur sem er með flugvélum, fólksflutningabifreiðum eða farþegafeijum. Með skírskotun til þessa má færa rök fyrir því að eðlilegt sé að innheimta ekki VSK af veggjaldinu í Hvalfjarðargöngum. Ríkissjóður eignast göngin Veggjöldin sem innheimt eru vegna umferðarinnar um Hvalfjarð- argöngin renna meðal annars til þess að greiða stofnkostnað ganganna og mun ríkið fá göngin afhent skuldlaus eftir um 20 ár. Vegna þessa má færa rök fyrir því að óeðlilegt sé að rílris- sjóður innheimti VSK af veggjald- inu, því það er innheimt af umferð- inni til að greiða niður fjárfestingu sem verður eign ríkisins. Því til við- bótar hlýtur það almennt að vera svo að óeðlilegt sé að innheimta VSK af gjöldum sem fólk þarf að greiða vegna umferðar um vegi, jafnvel þótt um einkaveag sé að ræða sem í of- análag verður eign ríkisins. Rökrétt og eðlilegt að hætta skattheimtu Eins og fyrr segir þykir flestum of há upphhæð að greiða 1000 kr. veg- Hvalfjarðargöng auka sóknarfæri byggða á Vesturlandi, segir Magnús Stefánsson, en fella á niður vaskinn í veggjaldinu. gjald fyrir venjulega fólksbifreið sem fer um Hvalfarðargöngin. Vegna innheimtu VSk rennur hluti af gjaldinu í ríkissjóð. Ef innheimtu VSK verður hætt verður veggjaldið þar með mun lægra og myndi því nálgast þá upphæð sem lengi vel var rætt um að yrði upphæð veggjalds- ins. Það eru mikilvægir byggðahags- munir sem tengjast tilkomu Hval- fjarðarganga og því er það mikið hagsmunamál að veggjaldið sé sem lægst. Það hefur bein og óbein áhrif á kostnaðarútgjöld fólksins sem býr í landinu, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Það er því fullkomlega eðlilegt að líta já- kvæðum augum á erindi sveitarfé- laga á Vesturlandi og fleiri aðila sem hafa farið fram á að ríkissjóður felli niður innheimtu VSK af veggjöldum af umferðinni sem fer um göngin. FJölmörg rök hníga að því að þær kröfur séu rökréttar og eðlilegar. Höfundur er alþingismaöur Framsóknarflokks í Vesturlandskjördæmi. Magnús Stefánsson Bréf til ritstjóra Morgunblaðsins Matthías Johannessen skáld og rithöfundur Ritstjórn Morgunblaðs- ins Kæri Matthías. „Vísindamenn tapa trúnni“ er fyrirsögn í blaði þínu í dag. Neðar má m.a. lesa „vísinda- menn sem standa fram- arlega á sínu sviði eru gjamari en áður á að hafna trúnni á Guð“. Er þetta ekki svolítið leið- andi frétt? Gefur hún ekki í skyn að trú og vís- indi eigi í útistöðum? Undanfaiáð hef ég gluggað í bók sem geymir svör margra mætra vísindamanna við spumingum sem varða samband trúar og vísinda, upprana alheims, upprana lífsins, guðshugtakið, tilvist guðs og sitthvað fleira. Um samband trúar og vísinda hefur Max Planck einn af framkvöðl- um skammtafræðinnar þetta að segja „raunverulegar mótsetningar milli trúar og vísinda era óhugsandi því saman mynda þau heild“. Planck hlaut verðlaun Nóbels árið 1918 fyrir framlag sitt til nýrrar heimsmyndar. B.D. Josephson hlaut Nóbelsverð- laun í eðlisfræði árið 1973. Aðspurður hvort hann komi auga á einhverja baráttu eða árekstur milli vísinda og trúar- bragða svarar hann neit> andi. Hann segir vís- indamenn greina á um trúarbrögð en telur ekki að um grundvallar ágreining milli trúar og vísinda sé að ræða. Hann trúir á Skaparann. Manfred Eigen fékk Nóbelsverðlaun 1967 fyrir framlag sitt til skilnings okkar á ofur- hröðum efnahvörfum. Hann er gagnorður. „Ég tel að trú og vísindi úti- loki hvorki né sanni hvort annað.“ Ekkert hefur rekið á mínar ijör- ur sem stangast á við orð þessara heiðursmanna. Árið 1988 skrifar Stephen Hawk- ing: „Fram til þessa hafa vísinda- menn verið svo önnum kafnir við smíði kenninga sem lýsa því hvað heimurinn er að þeir hafa gleymt að spyrja hvers vegna... Takist að finna svar við þeirri spurningu yrði það lokasigur mannlegrar skynsemi, þá þekktum við hugskot Guðs.“ Þetta eru niðurlagsorðin í Sögu Tímans í þýðingu Guðmundar heitins Am- laugssonar. Sama sinnis er Nóbelsverðlauna- Jóhann Axelsson Fyrir árið 2000 KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Yfir 1.200 notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun hafínn Arthur L. Schawlaw. Hann hlaut verðlaunin 1981 fyrir framlag sitt til litrófsfræða leysigeisla. Hann spyr líka hvers vegna? „Einu mögu- legu svörin era trúarlegs eðlis“ segir hann. „Ég þarfnast Guðs í alheimi og í eigin lífi.“ Nokkrir lífeðlisfræðingar sem allir hafa hlotið Nóbelsverðlaun, Sir John Eccles 1963, Ragnar Granit 1967, Ro- bert W. Holley 1968 og Wemer Ar- ber 1978, hafa þetta að segja um Guð í þeirri röð sem þeir era nefndir. „Ég skynja mig sem einstaka sjálfsmeðvitaða veru sem ég trúi að sé sköpuð af Guði.“ „Með takmarkanir vísinda í huga hef ég trúarlega afstöðu til hins óþekkta.11 „Ég held að tilvera Guðs verði ekki þekkt með vissu og sé því hluti af trú- arlegum viðhorfum okkar.“ „Guðshugtakið hefur hjálpað mér.“ Christian B. Anfinsen prófessor í líffræði við John Hopkins háskóla sem fékk Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1972 er ekki að skafa utan af hlutunum. „Ég held að það þurfi mikla heimsku til að vera guðleys- ingi.“ Það er ekki mín reynsla. Hér lagðist ég í ferðalög - en lýk þessu bréfi á bökkum Cam. Raunvísindamenn era ekki sérfróð- ir um trúmál. Ég er sammála Vla- dimir Prelog sem telur Nóbelsverð- launahafa „ekki hæfari en annað fólk til þess að fjalla um Guð, trúarbrögð og framhaldslíf'. Sjálfur fékk hann Nóbelsverðlaun í efnafræði 1975. Hitt veit ég að allir þeii’ vísinda- menn sem ég hefi vitnað til standa svo „framarlega á sínu sviði“ að það færi trúlega ekki fram hjá þeim ef eitthvað í þeirra greinum væri ósam- rýmanlegt tilvera guðs. Án þess að gera lítið úr trúverðugleika fréttar- innar um vaxandi guðleysi vísinda- manna „sem standa framarlega" hlýt- ur sú spuming að vakna hvort þeir hafi nú staðið nógu framarlega? Þinn einlægur Jóhann Axelsson. Höfundur er prófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.