Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 27 LISTIR Ferðir Guðríðar á íslensku ÍSLENSK útgáfa einleiksins Ferð- ir Guðríðar verður sýnd í fyrsta sinn hér á landi í kvöld, fimmtu- dagskvöld, í Skemmtihúsinu við Laufásveg. Leikandi er Ragnhildur Rúriksdóttir en höfundur og leik- stjóri Brynja Benediktsdóttir. Fyrr á þessu ári var ensk útgáfa frum- sýnd, þar sem Tristan Gribbin fer með hlutverk Guðríðar, en íslenska útgáfan var frumsýnd í Færeyjum síðastliðinn sunnudag. Sýningar í Skemmtihúsinu verða einungis fjór- ar í þessum mánuði en Ferðir Guð- ríðar er farandsýning. Einleikurinn byggist á Græn- lendingasögu og Eiríks sögu rauða en samkvæmt þeim var Guðríður Þorbjarnardóttir í hópi landkönn- uða sem á öndverðri elleftu öld leit- uðu gagngert til Vínlands hins góða til að setjast þar að. Eftir nokkrar hrakfarir komst hún á leiðarenda ásamt þriðja eiginmanni sínum, Þorfinni karlsefni. Námu þau land sunnar en Leifur heppni eða á stað sem hópurinn kallaði Hóp, sem mun vera New York, samkvæmt nýjustu athugunum Páls Bergþórssonar. í Vínlandi ól Guðríður soninn Snorra, fyrsta Evrópubúann sem fæddist í Ameríku, en sneri heim til íslands að þremur árum liðnum. Þegar Snorri var kominn til manns lagði Guðríður af stað í suðurgöngu til Róms. Heim komin reisti hún kirkju í Glaumbæ í Skagafirði og tók nunnuvígslu. Sviðsmynd í Ferðum Guðríðar er eftir Rabekku Rán Samper, hljóð- mynd og tónlist eru eftir Margréti Ömólfsdóttur og Filippía Elísdóttir teiknaði búninginn. silico Kaffíleikhúsið Lög úr Disneymyndum og Svikamyllan SÖNGKONURNAR Berglind Björk Jónasdóttir og Guðrún Gunnarsdótt- ir, flytja lög úr Disney-kvikmyndum, nýjum sem gömlum, í tónleikaröð Kaffileikhússins, sem er að venju á fimmtudagskvöldum kl. 21. Flutt verða m.a. lögin Bare neces- seties“ úr Jungle book, Feed the birds úr Mary Poppins og He’s a tramp úr Aristocats. Um hljóðfæra- leik og annan söng annast Pálmi Sig- urhjartarson á píanó, Þórður Högna- son á kontrabassa, Björgvin Ploder á trommur og Karl Olgeirsson á hai-m- onikku og hljómborð. Leikritið Svikamylla sýnt áfram Sýningar á spennuleikritinu Svika- myllu, „Sleuth“, eftir Anthony Shaf- fer hefjast á ný að loknu sumarleyfi í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, fóstudagskvöldið 4. september. Leik- ritið var frumsýnt í febrúar á þessu áriog gekk íyrir fullu húsi til loka maí. í fréttatilkynningu segir að verkið fjalli um valdatafl tveggja manna. Ungi maðurinn er ástmaður eigin- konu þess eldri og hefur í hyggju að kvænast henni. Þeir mætast á heim- ili hjónanna þar sem þeir bjóða hvor öðrum birginn á útsmoginn og til- þrifamikinn hátt. í aðalhlutverkum eru Arnar Jóns- son og Sigurþór A. Heimisson en leikstjóri er Sigi-íður Margrét Guð- mundsdóttir. ÞEIR ERU A ALLRA VÖRUM! varalit- blýantarnir Talkers 12 girnilegir varalitblýantar sem teikna línu og iita varirnar. Varalitur sem varir. Þu talar þessa ekki af þér. Sýning Ríkeyj- ar í Perlunni framlengd í PERLUNNI hefur staðið yfir sýning Ríkeyjar Ingi- mundardóttur á skúlptúrum, málverkum og messingmynd- um. Myndlistarkonan hefur framlengt sýningu sína um eina viku og lýkur henni nú um helgina. Sýningin er opin alla daga frá hádegi og fram eftir kvöldi og er aðgangur ókeypis. Fæst í apótekum Kynningarafsláttur í dag í Lyfjabúð Hagkaups, Skeifunni. Tónlist í öllum regnbogans litum BLÁA i Föstudagstónleikar meö íslenskum kórum 3 TÓNLEIKAR c T3 Q Ox >' X X rD —+> 'ö'- g’ D to* 3 tn On c/> < <' A fD_ Sx rrí- CD ín =J on fD —1 FB C . r-b c 3 O' 32. c X pj 3) XI zr < a> A 0 & iyt' 7T VI i—t- Ov m e> o_ 5 (D_ —i' &> 7T D3 n n 3 CD o* OJ < ro —i o N =r O" CD n 3- On 3 i/> X O < oo rD_ r—b A 0_N 5* CD CD o cr lO 'Ön On n p. t n N m o pi o 3" rD, to í 7T > 3 fc) 32, N> tn H rD &> TD 3 r? &> VI 3 cr m O) a. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg Sími: 562 2255 - Fax: 562 4475 - Netfang: sinfonia@sinfonia.is Nánari upplýsingar á sinfóníuvefnum: www.sinfonia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.