Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 27

Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 27 LISTIR Ferðir Guðríðar á íslensku ÍSLENSK útgáfa einleiksins Ferð- ir Guðríðar verður sýnd í fyrsta sinn hér á landi í kvöld, fimmtu- dagskvöld, í Skemmtihúsinu við Laufásveg. Leikandi er Ragnhildur Rúriksdóttir en höfundur og leik- stjóri Brynja Benediktsdóttir. Fyrr á þessu ári var ensk útgáfa frum- sýnd, þar sem Tristan Gribbin fer með hlutverk Guðríðar, en íslenska útgáfan var frumsýnd í Færeyjum síðastliðinn sunnudag. Sýningar í Skemmtihúsinu verða einungis fjór- ar í þessum mánuði en Ferðir Guð- ríðar er farandsýning. Einleikurinn byggist á Græn- lendingasögu og Eiríks sögu rauða en samkvæmt þeim var Guðríður Þorbjarnardóttir í hópi landkönn- uða sem á öndverðri elleftu öld leit- uðu gagngert til Vínlands hins góða til að setjast þar að. Eftir nokkrar hrakfarir komst hún á leiðarenda ásamt þriðja eiginmanni sínum, Þorfinni karlsefni. Námu þau land sunnar en Leifur heppni eða á stað sem hópurinn kallaði Hóp, sem mun vera New York, samkvæmt nýjustu athugunum Páls Bergþórssonar. í Vínlandi ól Guðríður soninn Snorra, fyrsta Evrópubúann sem fæddist í Ameríku, en sneri heim til íslands að þremur árum liðnum. Þegar Snorri var kominn til manns lagði Guðríður af stað í suðurgöngu til Róms. Heim komin reisti hún kirkju í Glaumbæ í Skagafirði og tók nunnuvígslu. Sviðsmynd í Ferðum Guðríðar er eftir Rabekku Rán Samper, hljóð- mynd og tónlist eru eftir Margréti Ömólfsdóttur og Filippía Elísdóttir teiknaði búninginn. silico Kaffíleikhúsið Lög úr Disneymyndum og Svikamyllan SÖNGKONURNAR Berglind Björk Jónasdóttir og Guðrún Gunnarsdótt- ir, flytja lög úr Disney-kvikmyndum, nýjum sem gömlum, í tónleikaröð Kaffileikhússins, sem er að venju á fimmtudagskvöldum kl. 21. Flutt verða m.a. lögin Bare neces- seties“ úr Jungle book, Feed the birds úr Mary Poppins og He’s a tramp úr Aristocats. Um hljóðfæra- leik og annan söng annast Pálmi Sig- urhjartarson á píanó, Þórður Högna- son á kontrabassa, Björgvin Ploder á trommur og Karl Olgeirsson á hai-m- onikku og hljómborð. Leikritið Svikamylla sýnt áfram Sýningar á spennuleikritinu Svika- myllu, „Sleuth“, eftir Anthony Shaf- fer hefjast á ný að loknu sumarleyfi í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, fóstudagskvöldið 4. september. Leik- ritið var frumsýnt í febrúar á þessu áriog gekk íyrir fullu húsi til loka maí. í fréttatilkynningu segir að verkið fjalli um valdatafl tveggja manna. Ungi maðurinn er ástmaður eigin- konu þess eldri og hefur í hyggju að kvænast henni. Þeir mætast á heim- ili hjónanna þar sem þeir bjóða hvor öðrum birginn á útsmoginn og til- þrifamikinn hátt. í aðalhlutverkum eru Arnar Jóns- son og Sigurþór A. Heimisson en leikstjóri er Sigi-íður Margrét Guð- mundsdóttir. ÞEIR ERU A ALLRA VÖRUM! varalit- blýantarnir Talkers 12 girnilegir varalitblýantar sem teikna línu og iita varirnar. Varalitur sem varir. Þu talar þessa ekki af þér. Sýning Ríkeyj- ar í Perlunni framlengd í PERLUNNI hefur staðið yfir sýning Ríkeyjar Ingi- mundardóttur á skúlptúrum, málverkum og messingmynd- um. Myndlistarkonan hefur framlengt sýningu sína um eina viku og lýkur henni nú um helgina. Sýningin er opin alla daga frá hádegi og fram eftir kvöldi og er aðgangur ókeypis. Fæst í apótekum Kynningarafsláttur í dag í Lyfjabúð Hagkaups, Skeifunni. Tónlist í öllum regnbogans litum BLÁA i Föstudagstónleikar meö íslenskum kórum 3 TÓNLEIKAR c T3 Q Ox >' X X rD —+> 'ö'- g’ D to* 3 tn On c/> < <' A fD_ Sx rrí- CD ín =J on fD —1 FB C . r-b c 3 O' 32. c X pj 3) XI zr < a> A 0 & iyt' 7T VI i—t- Ov m e> o_ 5 (D_ —i' &> 7T D3 n n 3 CD o* OJ < ro —i o N =r O" CD n 3- On 3 i/> X O < oo rD_ r—b A 0_N 5* CD CD o cr lO 'Ön On n p. t n N m o pi o 3" rD, to í 7T > 3 fc) 32, N> tn H rD &> TD 3 r? &> VI 3 cr m O) a. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg Sími: 562 2255 - Fax: 562 4475 - Netfang: sinfonia@sinfonia.is Nánari upplýsingar á sinfóníuvefnum: www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.