Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 8
8 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Framkvæmdir við Borgartún
ENN viðrar vel til framkvæmda og var þessi maður við Borgartúnið í liðinni viku. Gaf hann sér ekki
niðursokkinn í starf sitt við logsuðu á hitaveituröri einu sinni tíma til að líta upp fyi ir ljósmyndara.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur gerir samninga um fískkaup
Samið við Grundfirð-
inga og trillukarla
FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur
hefur á síðustu dögum gert tvo
rammasamnmga um kaup á fiski í
beinum viðskiptum. Gerður var
samningur til eins kvótaárs um
kaup á físki af Guðmundi Runólfs-
syni hf. á Grundarfirði en það fyr-
irtæki gerir út togarann Hring SH.
FH og G. Run hafa áður átt
ánægjuleg viðskipti m.a. hefur G.
Run framleitt gi’álúðu á Grundar-
firði sem pakkað hefur verið á
Húsavík fyrir smásölukeðjuna
Covee í Belgíu. Einnig var gerður
samningur til eins kvótaárs við Fé-
lag bátaeigenda á Húsavík. Fisk-
gengd á hefðbundnum miðum
Húsavíkurbáta er að aukast og hef-
ur fiskurinn jafnframt stækkað.
Rammasanmingur dregur
ekki úr fiskvinnslu
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun þessi samningur ekki
hafa þau áhrif að minna af fiski
komi til vinnslu hjá Guðmundi
Runólfssyni á Grundarfirði. Stjórn-
endur beggja fyrirtækjanna vilja
hins vegar ekki tjá sig um innihald
þessa rammasamnings, hvorki um
magn né eðli samningsins.
Betri rekstrar-
grundvöllur
Rekstrargrundvöllur hjá bolfisk-
deild Fiskiðjusamlags Húsavíkur
hf. hefur breyst til batnaðar á
þessu ári að sögn Einars Svansson-
ar, framkvæmdastjóra FH. Ný
tækni var tekin í notkun í byrjun
árs sem er flæðilína og skurðarvél
frá Marel ásamt nýjum lausfrysti
og flokkunarkerfi. Afköst hafa auk-
ist mikið vegna þessa. Þessa dag-
ana er í undirbúningi að taka upp
nýtt bónuskerfi sem byggir á ein-
staklingspremíu á flæðilínunni.
Þetta er sambærilegt kerfi við það
sem frystihúsin í Eyjafirði hafa
tekið í notkun. Talið er að afköst
geti enn aukist við þessa breytingu
og laun starfsfólks hækkað jafn-
framt.
„Ytri skilyrði hafa batnað á síð-
ustu mánuðum. Verðlag hvítfiskaf-
urða hefur hækkað verulega á
þessu ári sem kemur FH til góða.
Fisktegundum í vinnslu hjá FH
hefur fækkað með tilkomu nýrrar
flæðilínu og stefnt er að því að
framleiða eingöngu þorsk, ýsu og
ufsa en á síðustu misserum hefur
FH framleitt á milli 10 og 15 fisk-
tegundir. Þessi einföldun og sér-
hæfing eykur afköst og nýtingu
starfsfólks," segir í frétt frá fyrir-
tækinu.
Nýr bæklingur um aukefni í matvælum
Nú geta allir lesib
á matvælaumbúbir!
í þessum handhæga bæklingi er listi yfir E-númer
og heiti aukefna ásamt gagnlegum fróðleik.
Þeir sem framleiða eða dreifa matvælum
verða að afla frekari upplýsinga í reglum
um notkun aukefna og í aukefnalista.
Matvælafyrirtæki og neytendur geta nálgast eintak hjá
heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga eða Hollustuvernd.
Neytendur geta einnig nálgast ókeypis eintak í næsta
apóteki eða heilsugæslustöð.
Hollustuvernd ríkisins
Ármúla la, 108 Rvík, sími 568 8848, heimasíða www.hollver.is
Norrænu lögreglusamtökin
Allir lögreglu-
menn geta
fengið áfall
SÍÐUSTU tíu árin
hefur geðheilsu
þeirra sem vinna
við störf í neyðarþjónustu
verið sýnd æ meiri athygli
og aukinn skilningur. Þeir
sem vinna við lögreglu-
störf, slökkvistörf, sjúkra-
flutninga, heilsugæslu og
fleira mega dag hvern bú-
ast við því að horfa upp á
aðstæður, sem venjulegu
fólki þætti um megn. Þótt
fólk í þessum starfsstétt-
um sé sérþjálfað til að
veita ósjálfbjarga fórnar-
lömbum slysa hjálp eða
vinna við mjög ógnvekj-
andi aðstæður geta komið
upp tilvik þar sem óvenju-
hratt gengur á sálarþrek-
ið.
Roderick Jan Örner
- Hvers konar atburðir
geta gengið mjög nærrí lög-
reglumönnum þannig að þörf er
á sérst akrí áfallahjálp?
„Það geta verið stórslys sem
fela í sér mörg dauðsföll eða
slys þar sem einkum börn eru
fórnarlömb eða slys á þeim sem
eru lögreglumönnum nákomnir.
Einnig geta slys á starfsfélögum
gengið mjög nærri lögreglu-
mönnum. Flestir lögreglumenn
mega búast við því að lenda í
einhverju af þessu einhverntíma
á ferli sínum. Það sem við vitum
núna er að þegar slíkt gerist er
þörf á sérstakri áfallahjálp um-
fram venjulega áfallahjálp.
Framlag mitt á ráðstefnunni nú
felst í að greina frá því sem okk-
ur hefur lærst í þeim efnum síð-
asta áratuginn og hvað hefur
reynst síður gagnlegt.“
Ömer varpar lofi á það starf
sem unnið hefur verið hérlendis
af fagmönnum og segir að unn-
inn hafi verið bugur á almenn-
um viðhorfum sem ríktu vegna
meðferðar lögreglumanna sem
fengið höfðu sálrænt áfall í
starfi.
„Áður var talið að það væri
hægt að bjarga sálarheill lög-
reglumanna með einföldum
hætti, með nokkrum viðtölum
við sérfræðing, en núna liggur
það ljóst fyrir að meðferðin þarf
að felast í mjög sveigjanlegum
stuðningi og hjálp í alllangan
tíma. Reyndar getur hitt gagn-
ast sumum, en aðrir eru líklegir
til að þurfa á meiri hjálp að
halda. Það má fullyrða að ís-
lenskir lögreglumenn og jafn-
framt lögreglumenn á Norður-
löndum séu mjög sjóaðir og þeir
fara sínar eigin leiðir í því að
taka á vandamálum tengdum
geðheilsu sinni. Þeir fá góðan
stuðning irá starfs-
félögum sínum, en
stundum er þörf á
faglegri aðstoð. Eitt
aðalverkefnið sem
bíður okkar í fram-
tíðinni er að finna út hverjir það
eru sem þyrftu að fá faglega að-
stoð og greina meinið áður en
áhrifin fara að verða alvarleg."
- Er ekki mikilvægt að lög-
reglumenn tali um slæma
reynslu sem þeir hafa lent í?
„Það var talið mjög mikilvægt
að tala um hlutina og það gildir
vissulega enn í dag, en nú er
sjónum einnig beint að því
hvenær talað er um hlutina.
Segjum að eitthvað skelfilegt
► Roderick Jan Örner sál-
fræðingur var meðal fyrirles-
ara á ráðstefnu Landssam-
bands lögreglumanna sem lýk-
ur í dag. Hann er fæddur í
Noregi en er búsettur 1 Bret-
landi þar sem hann veitir
rannsóknum evrópsku samtak-
anna i sálrænum áfölluni for-
stöðu. Örner hefur einbeitt sér
að rannsóknum á þeim sem
verða fyrir áföllum í starfi og
upplifa skelfilega atburði eins
og slys og stríð. Hann hefur
m.a gert rannsóknir á bresk- ^
um hermönnum sem börðust í
Falklandseyjastríðinu og fann
sameiginleg einkenni með
þeim og bandarískum her-
mönnum, sem börðust í
Víetnam.
Ekki lausn að
tala endalaust
við sérfræðinga
hafi hent lögreglumann í starfi
og næsta dag er strax tekið á
málinu og honum gefið orðið
frjálst með sérfræðingi. Það er
hætt við að hann upplifi atburð-
inn aftur og fái áfallaeinkenni á
nýjan leik. Betra þykir að bíða
með slíkar upprifjanir en þá er
líka mjög mikilvægt að hann
finni fyrir stuðningi fjölskylclu,
vina og starfsfélaga á meðan.
- Hvernig gæti hið opinbera
tekið á þessu vandamáli?
„Ég held að það sé óþarfi að
hafa fjölda fólks á stöðugri vakt
vegna þessa. Betra er að hafa
miðstöðvar í hverju landi þar
sem prestur, sálfræðingur, geð-
hjúkrunarfæðingur, geðlæknir
og reyndir lögreglumenn eða
aðrir starfsmenn neyðarþjón-
ustu geta svarað kalli um að-
stoð. Ef um meiriháttar stór-
slys er að ræða geta miðstöðv-
arnar komið saman þar sem at-
burðurinn á sér stað og unnið
saman. Starfsmenn
slíkra miðstöðva
ættu líka að hafa
það að markmiði að
_________ viðhalda jafnvægi í
samfélagi sem riðl-
ast vegna t.d. náttúruhamfara,
sem mest þær mega. Aialla-
hjálpin nær því lengra en til
björgunarmannanna emn
Kostnaður við slíkar miðstöðvar
þyrfti ekki að vera svo mikill
þegar þess er gætt hversu mik-
ill kostnaður hlýst af vinnutapi
þeirra sem verða fyrir alvarleg-
um áföllum. Það er því dýrara
að horfa framhjá vandanum
heldur en að takast almennilega
á við hann.“