Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ EIN fyrsta tillaga Halldórs J. Krist- jánssonar til banka- ráðs Landsbanka íslands hf., eftir að hann gerðist aðal- bankastjóri Landsbankans 14. apr- íl sl, var að hafínn yrði vandaður undirbúningur að hlutafjárátboði. Málið var Halldóri ekki ókunnugt. Aður en hann gerðist bankastjóri var hann ráðuneytisstjóri við- skiptai-áðuneytisins og jafnframt formaður undirbúningsnefnda að hlutafélagavæðingu Búnaðarbanka og Landsbanka. Halldór segir að tillögunni hafí verið vel tekið og markvisst unnið að málinu í sumar, útboðið var síðan kynnt sl. fímmtu- dag. „Það er einkar ánægjulegt að fá að taka þessi mikilvægu skref hér í Landsbankanum," sagði Halldór, í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi. Hann sagði það hafa verið gott að finna hve mikil samstaða var um málið, jafnt á meðal starfs- manna og í bankaráði Landsbank- ans. Þá hafí verið haft náið samráð við viðskiptaráðuneytið og við- skiptaráðherra. Hann sagði einnig að samstarfið við Verðbréfaþing um skráningu hlutabréfa bankans hafí gengið mjög vel. Að verðleggja banka Meðal þess sem gera þurfti var að leggja mat á verðmæti bankans. Sem kunnugt er var JP Morgan- fyrirtækið fengið til að meta bank- ann til fjár. Aðspurður sagðist Halldór ekki geta tjáð sig um nið- urstöðu JP Morgan eða um verð- matið yfirleitt meðan á áskrift hlutaíjár stendur. Reglur Verð- bréfaþings bönnuðu það. „í útboðslýsingu höfum við sett fram allar þær upplýsingar sem fjárfestar þurfa að hafa til að geta gert upp hug sinn og myndað sér skoðun á verðmati og hvort þeir vilja nýta sér útboðið," sagði Hall- dór. „Það er hins vegar ljóst að ákvörðun um útboðsgengið er al- farið á ábyrgð Landsbankans. Það er tillaga sem aðalbankastjóri og bankaráð gera til hluthafans og viðskiptaráðherra, sem hluthafi, hefur fallist á.“ ívilnandi kjör til starfsmanna Á hluthafafundi sl. fímmtudag var samþykkt að auka hlutafé Landsbankans um 15%, úr 5,5 milljörðum í 6,5, og að bjóða hluta- fjáraukninguna til sölu. Útboðið sem nú er að hefjast er þríþætt. St- arfsmönnum bankans og lífeyris- sjóði þeirra býðst að kaupa hlutafé að nafnvirði 325 milljónir á íviln- andi gengi 1,285. 625 milljónir verða boðnar almenningi til kaups á genginu 1,9 og 50 milljónir með tilboðsfyrirkomulagi. „Við teljum að þessi verðlagning á félaginu sé skynsamleg," sagði Halldór. „Við höfum að sjálfsögðu stuðst þar bæði við óháð verðmat, en einnig tekið mið af kennitölum úr rekstri banka á Norðurlöndum og í Norður-Evrópu samkvæmt þeirri aðferðafræði sem viðgengst í þeim efnum.“ Það hefur vakið sérstaka athygli hve tilboðið til starfsmanna er hag- stætt og þykir sumum það óeðli- lega gott. Nýti starfsmaður rétt sinn til að kaupa bréf að nafnvirði 250 þúsund greiðir hann um 150 þúsund krónum minna en ef sömu bréf eru seld á almennu gengi. Að sögn Halldórs er þetta sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjómarinn-' ar og þáttur í heildarsamkomulagi sem gert var við starfsfólkið vegna formbreytingarinnar á bankanum í hlutafélag. Gengið til starfsmanna sé miðað við innra virði bankans þegar samið var við starfsmenn á gamlársdag 1997. Halldór segist binda vonir við að kaup starfsmanna á hlutabréfum í bankanum treysti böndin á milli þeirra og hlutafélagsins. Starfs- menn verði betur meðvitaðir um reksturinn og telur Halldór að það stuðli að því að starfsmenn og stjómendur muni enn frekar en Halldór J. Kristjánsson, aðalbankastjóri, hefur haft hönd í bagga með hlutafjárvæð- inffli Landsbankans frá upphafi. Hann var formaður undirbúningsnefndarinnar og hefur stýrt atburðarásinni í bankanum frá því hann tók við bankastjórn. Guðni Ein- arsson ræddi við Halldór um hlutafjárút- boðið, framtíðaráform og nýjungar í rekstri Landsbankans. ella snúa bökum saman og keppa að því að ná þeim rekstrarmark- miðum sem sett hafa verið. Hann segist því vera þeirrar skoðunar að almennir hluthafar, aðrir en starfsmenn, sem nú kaupa 10% í bankanum ættu því að styðja þessa aðgerð varðandi starfsmenn- ina. Hlutafjárátboðið mun skila bankanum um 1.700 milljónum króna og styrkja eiginfjárstöðuna sem því nemur. Halldór segir að þannig náist markmið bankaráðs- ins um að eigið fé verði um 10%, sem er 2% umfram það lágmark sem lög krefjast í bankastarfsemi. Afkomuhorfur og eignir Nafnvirði hlutafjár Landsbanka íslands hf. verður 6,5 milljarðar króna. Miðað við almenna gengið verður verðmæti Landsbankans því 12.350 milljónir eftir útboðið. Halldór var að því spurður hvort þetta væri ekki óeðlilega lítið, í ljósi langi-ar sögu og mikilla um- svifa Landsbankans í íslensku fjár- málalífi? „Afkoma bankans hefur farið batnandi, en það vita allir að af- koma Landsbankans var ekki nægilega góð á liðnum árum, sagði Halldór. Hann benti enn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.