Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 25

Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 25 Takmarkað bolmagn til meistaranáms -Við höfum þá sérstöðu að marg- ir Islendingar stunda nám við er- lenda háskóla, þetta er fátítt meðal flestra grannþjóðanna. Par læra menn í eigin landi. Væri rétt að hætta að kenna hér dýra grein með fáum stúdentum eins og tannlækn- ingar og láta fólk einfaldlega fara út til aðlæra hana? „Tannlæknadeild gegnir ekki ein- ungis því hlutverki að mennta kenn- ara heldur á hún jafnframt að sjá til þess að þekkingu á þessu sviði læknisfræðinnar sé viðhaldið í land- inu, hér séu stundaðar rannsóknir og mikilsverð fyrirbyggjandi þjón- usta. Við þurfum því að líta á málið í þessu samhengi. Það mætti hugsa sér að spara í kennslunni en ég held að við ættum ekki að fara inn á þá braut að af- nema rannsóknir á þessu sviði. Síð- an má ekki gleyma því að kennsla er iðulega hvatning til rannsókna. Ætli fræðimenn sér að vera lif- andi í starfi þurfa þeir oft á hvatn- ingu nemenda að halda. Rökin fyrir því að styrkja hjá okkur framhalds- námið og þá einkum nám til meist- araprófs eru m. a. að í því felist svo mikil hvatning fyrir kennarana. I sjálfu sér væri hægt að ljúka meist- araprófi í fleiri greinum en nú er gert en skólinn hefur takmarkað bolmagn til að kosta það, veita nauðsynlega kennslu til þessa náms. Nú er á þriðja hundrað nemenda í meistaranámi. Vonandi verður hægt að efna bráðlega til meistara- náms í umhverfisfræði, hana verð- um við að geta kennt hér og miðað við íslenskar aðstæður." -Eru rannsóknastörf kennar- anna stundum háð því hve mikla að- stoð þeir geta fengið hjá nemendum í m eis taraprófsnámi ? „í sumum tilvikum, ekki síst í náttúruvísindum, eru rannsóknirn- ar beinlínis háðar því, það er alveg rétt. Eiginlega er þetta þungamiðj- an í háskólastarfi, samvinna kenn- ara og nemenda í þekkingarleitinni. Menn hafa þá stuðning hver af öðr- um, leiðbeina og hvetja til dáða.“ -Ef við víkjum að stjómunar- störfum þínum og nýjum háskóla- lögum. Er fullmótuð stefna í starfs- mannamálum í gildi hér í háskólan- um? „Ég skipaði starfshóp í fyrra til þess að vinna að nútímalegri og framsækinni stefnu í málefnum starfsmanna Háskólans og búið er að gera frumdrög. Næsta skrefið er að virkja starfsmennina til að móta sjálfir stefnuna með okkur í stjórn skólans. Skipulögð verða viðtöl við starfsmenn og óskað eftir athuga- semdum og ábendingum, einnig verður gerð áætlun um fræðslu og þjálfun. Sannleikurinn er sá að það hefur skort nokkuð á að Háskólinn, sem er stærsti vinnustaður landsins, markaði sér með skipulögðum hætti starfsmannastefnu sem miðaði að því að skapa starfsfólki góða að- stöðu. Búið er að gera drög að nýjum lögum um Háskólann og er þar gert ráð fyrir verulegri breytingu á æðstu stjórn, m.a. að fækkað verði í háskólaráði og það fari með fram- kvæmdavald en fjölmennur há- skólafundur móti stefnuna. Mark- miðið er að tryggja lýðræðislega samstöðu um helstu mál en jafn- framt að framkvæmdir verði skil- virkari en verið hefur.“ Frumkvæði og skilvirkni -Háskólinn er að mörgu leyti óvenjulegur vinnustaður. Er mikið um smákónga í deildunum og erfítt að samræma vinnubrögðin? Vald- dreifing er vinsæl en getur verið að hér þurfí fremur miðstýringu og er verið að stefna í þá átt með því að fækka í háskólaráði og fela því meira framkvæmdavald? „Ég held að nauðsynlegt sé að gera greinarmun á annars vegar verkefnum sem tengjast skrifstofu- haldi og almennri stjórnsýslu og hins vegar málum sem lúta að rann- sóknum og kennslu. í háskóla á að ríkja rannsókna- og kennslufrelsi. Kennararnir hafa sjálfir frumkvæði, stýra sjálfir rannsóknum sínum og kennslu og eru í þeim skilningi kóngar í sínu ríki en vinna í reynd náið saman. Yfirleitt er um hópa að ræða og stúdentar eru virkir í skipulagningu kennslunnar, þeir starfa í náms- nefndum og skorum. Það getur því vel farið saman að hafa styrka stjómsýslu og skrif- stofuhald en jafnframt mikið frelsi í skipulagningu hinnar raunverulegu, innri starfsemi hverrar deildar. Há- skólinn er í reynd með mjög mið- stýrða stjómsýslu sem er af hinu góða og heldur honum saman. Hér er stjórnsýslunni skipt í svið, fjár- mál, kennslu, rannsóknir og sam- skipti, sem öll miða að því að veita kennuram og nemendum og öðram margvíslega, sameiginlega þjónustu. Þannig er stjórnkeifið hér byggt upp, annars vegar er frelsi, hins vegar miðstýring. Breytingamar sem verið er að stefna að í væntan- legu framvarpi um ný háskólalög miða að því að styrkja sjálfan rammann um starfið og samhæfa það. Markmiðið er að tryggja sem best að menn hvetji hverjir aðra til dáða, að frumkvæði, skilvirkni og ábyrgð verði efld. Stefna stjómvalda er sú að auka sjálfstæði skólans verulega. Hann á að fá miklu meira frumkvæði í eigin málum en ekki þurfa að bera allar breytingar á reglum undir ríkis- valdið. Þetta er að mínum dómi nauðsyn- leg breyting, skólinn þarf að verða eins sjálfstæður og unnt er, þá era mestar líkur á að hann gegni hlut- verki sínu vel. Háskóli Islands hefur í reynd alltaf verið mjög sjálfstæð- ur, við eram því vön og þetta er auk þess arfur frá fyrstu háskólunum á miðöldum. í háskóla hvílir starfið á fram- kvæði einstaklinga og hópa kennara og nemenda sem skipuleggja starfið að mestu leyti sjálfir. Hlutverk rektors og yfirstjórnar skólans er að sjá til þess að nemendur og kennarar hafi skilyrði til þess að vera virkilega lifandi og skapandi í sínum fræðum." Einkunnaskil og eftirlit -Nú er stundum gagnrýnt að sumir kennarar háskólans standi ekki í stykMnu, séu hysknir. Ég tal- aði nýlega við nemanda sem sagðist ekki hafa fengið einkunn fyrir rit- gerð sem skilað var í vor fyrr en í byrjun ágúst og þá reyndar vitlausa einkunn sem var að vísu leiðrétt. Er mikið um svona vinnubrögð? „Þetta á ekki að geta gerst og ég fullyrði að það sé alger undantekn- ing.; Stúdentar hafa mjög strangt eftirlit með því að einkunnum sé skilað ekki síðar en þrem vikum eft- ir próf. Þeir kennarar sem ekki standa sig lenda á svörtum lista hjá stúdentum." -í vetur leit út fyrir að kennsla í tölvufræði yrði lítil hér vegna þess að fastir kennarar voiv á förum, þeim buðust betur borguð störf hjá einkafyrirtækjum og við erlenda háskóla. Verður að hlíta mark- aðslögmálum, taka upp yfírborganir í vissum greinum til að laða að hæfa kennara og veldur það ekki öfund hjá kennurum í öðrum deildum? „Fólk starfar yfirleitt ekki í há- skólum vegna launakjara. Menn sækjast eftir háskólastörfum vegna þess að þeir vilja vinna að rann- sóknum og kennslu. Launin þurfa að vera viðunandi en fólk sættir sig við nokkra lægri laun en í einka- geiranum vegna þess að það fær meira frelsi hér, frelsi sem tilheyrir háskólastai-fi. í vissum tilvikum get- ur háskólinn þurft á að halda starfs- manni á tilteknu sviði og þurft að laða hann til sín með meiri pening- um, ég útiloka ekki þann möguleika. Ég óttast ekki að það veki öfund hjá öðrum, ég held að menn skilji að- stæðumar og það geti jafnvel verið hvetjandi." Tekjur af þjónustu- verkefnum -Getur háskólinn aukið tekjur sínar með því að selja í auknum mæli á markaði afraksturinn af því sem gert er í rannsóknastofum og undirstofnunum? „Stofnanir eins og hagfræðistofn- un og félagsvísindastofnun fá þær tekjur sem þær vinna sér inn með sjálfstæðum hætti til eigin reksturs, þær fara ekki nema að litlu leyti til sameiginlegra þarfa alls skólans. Fast starfslið þeirra er mjög lítið, þama era nemendur í framhalds- námi að vinna að lokaverkefnum sem stundum tengjast þjónustuverkefn- unum er gefa af sér þessar tekjur. Þetta er eðlileg tekjuöflun að vissu marki en ég tel eðlilegra að þessi starfsemi sé yfirleitt rekin af einkaaðilum í þjóðfélaginu, fólki sem hefur jafnvel menntast hér. Ef um er að ræða þjónustuverkefni sem tengjast náminu í háskólanum er þetta gott en háskólinn má ekki lifa á slíkum fjármunum. Rekstur háskólans kostar um þrjá milljarða á ári, ríkið borgar tvo þriðju af því fé. Háskólinn rekur happdrætti og ýmsa þjónustu og „Þetta er ekki svo stórt að firringin verði of mikil, hér vita allir af öll- um ef svo má segja, fólk þekkist þótt það séu ekki alltaf náin kynni.“ „í vissum tilvik- um getur há- skólinn þurft á að halda starfs- manni á til- teknu sviði og þurft að laða hann til sín með meiri pen- ingum, ég úti- loka ekki þann möguleika.“ aflar sér styrkja með ýmsum hætti. Þannig fjármagnar iiann um þriðj- unginn af útgjöldum sínum sjálfur. Það er því ekkert nýtt að stofnunin afli sér íjár. I Bandaríkjunum era margir háskólar hins vegar bókstaf- lega kostaðir af fyrirtækjum sem leggja þeim til fé en ég veit ekki um neinn háskóla sem stendur undir sér sjálfur fjárhagslega með rekstri. Langflestir háskólar í heiminum eru kostaðir af opinbera fé og fjöl- margir einkaskólar era í reynd kostaðir af ríkisfé þótt þeir séu sjálfseignarstofnanir. Þannig er t.d. háttað um bresku háskólana. Sjálfstæði Háskóla íslands eykst núna, stjóm hans mun framvegis koma beint að launasamningum. Ég held að menn muni ekki átta sig á því hve afdrifarík breyting þetta er íyrr en á reynir á næstu árum og það verður mjög spennandi." Þjóðarhagsmunir fræðilegt viðfangsefni -Víkjum að tengslum háskólans við aðra hluta samfélagsins. Purfa háskólakennarar að gæta sín á því að verða ekki of miklir þátttakend- ur í hvers kyns togstreitu í samfé- laginu, geta fræðin liðið fýrir þannig tómstundastörf? „Fræðimaðurinn leitar alltaf að hinu sanna og rétta og úti í þjóðfé- laginu er alls konar sérhyggja og hagsmuna- og valdabarátta í gangi. Það segir sig sjálft að það fer ekki saman að standa í alls konar hags- munabaráttu og stunda fræðin. Það má ekki ragla þessu tvennu saman en allir einstaklingar í lýðræðis- þjóðfélagi þurfa að geta rökrætt og tekið afstöðu til stjómmála. Hverjir eru hagsmunir þjóðarinn- ar? Það er fræðilegt viðfangsefni að skilgreina þá, við vitum það ekki alltaf sem þjóð og þá getur verið gagnlegt að fá fræðilegar rökræður um það eftii. Fræðimenn eiga alltaf að vera gagnrýnir á þann veruleika sem við búum við í því skyni að stuðla að því að við geram betur í lífinu. Háskólinn þarf auk þess að vera aðgengilegri fyrir fólk á lands- byggðinni, ef vel ætti að vera þyrfti hann að vera með útibú í hinum fjórðungunum. Fjarkennslan, sem nú er að hefjast, getur orðið mikil- væg í þessum efnum.“ -Nýlega urðu miklar deilur vegna veitingar í embætti prófessors í læknisfræði, vinnubrögð dómnefhd- ar voru átalin. Hverjir eiga að gagn- rýna háskólann, vega hann og meta? „Dæmið sem þú nefnir sýnir beit- ingu á umdeilanlegri reglu sem er við lýði hér og í mörgum öðram há- skólum. Samkvæmt þessari reglu á að dæma umsækjendur hæfa eða óhæfa, síðari niðurstaðan getur komið út eins og neikvæður stimpill. Dómnefnd á að úrskurða um þetta og þetta var hennar niðurstaða. I þessu tilviki lenti umsækj- andi í því að vera dæmdur óhæf- ur. Forsendurnar fyrir því mati kunna að hafa verið umdeilan- legar en dómnefndin er hæsti- réttur í þessu máli. Henni var falið þetta verkefni og hún komst að ákveðinni niðurstöðu. Við í stjórn háskólans getum verið sammála eða ósammála en við getum ekki breytt dóminum, hann er endanlegur. Mér finnst að þessu ætti að breyta. Nefndin ætti að láta nægja að úr- skurða að einn umsækjandi sé hæf- astur en láta annað liggja milli hluta. Hver metur háskólann? Það gera aðrir háskólar. Annars vegar eru fræðimenn okkar sífellt metnir af erlendum starfssystkinum, þaðan kemur aðhaldið. Við beitum hér al- þjóðlegum viðmiðunum og mæli- kvörðum á gæði. Hins vegar era það nemendur okkar og frammistaða þeirra í er- lendum háskólum. A hverju ári fara héðan frá okkur margir nemendur í framhaldsnám og við fylgjumst vandlega með því hvernig þeim vegnar. Við vitum að háskólinn kemur í heildina mjög vel út í þess- um samanburði.“ fþróttir, popptónlist og vísindi -Er til samantekt um frammi- stöðu nemenda frá Háskólanum undanfarin ár í erlendum háskól- um? „Þetta hefur verið tekið saman á vissum sviðum en mér vitanlega hefur ekki verið gerð heildarúttekt á þessu. Ætli ég reyni ekki að sjá til þess að svo verði. En ég veit að kennarar í mörgum greinum hafa fylgst skipulega með þessu og hald- ið því saman hvemig fólk hefur staðið sig.“ -Háskóli Islands nýtur meira álits hjá aImenningi en aðrar stofn- anir okkar ef marka má skoðana- kannanir. Telurðu að hann sé góður háskóli? „Tvímælalaust. En góður háskóli verður ekki góður áfram nema hann reyni sífellt að gera betur, ef honum fer ekki fram þá fer honum aftur. Viðleitnin til að bæta sig er það sem gerir skólann góðan, hann þarf á gagnrýni annarra að halda en hann þarf einnig sjálfsgagnrýni og hvatn- ingu. Háskólinn finnur hvatningu frá þjóðfélaginu sem er mjög jákvætt en hún mætti samt vera enn meiri. Hér er verið að gera margt sem al- menningur veit ekki af. Að sumu leyti er þetta eðlilegt en rriér finnst að fjölmiðlar ættu að leggja háskól- anum meira lið með því að ræða við kennara og kynna rannsóknimar fyrir almenningi. En visindastarfsemi er ekki íþróttir eða popptónlist og það er mikilvægt að allir viðurkenni að vís- indi og fræði verði einnig að fá að dafna á sínum eigin forsendum. Það er oft talað um að háskólinn þurfi að verða sýnilegri og ég er sammála því. Ég sé fyrir mér að stofnunin opni sig meira fyrir fólki sem hefur áhuga á fræðastarfi og þá um leið lífinu og tilveranni." -Purfa þá háskólamenn ekki að forðast að fjarlægjast almenning með lítt skiljanlegu fagmáli? „Það er rétt. Þeir verða að gæta þess að dulúðin verði ekki of mikil enda óþarft, lífið sjálft er nógu dul- arfullt." Broyhill ^OSSSOADS borðin frá •BroyhiH' eru r gegnheilum við. Fallega hönnuð með rennaum fótum og úlskornum hliðum. Einstaklega falleg borð sem pass margar gerðir húsgagna. CE) Raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöfðl 20 -112 Rvfk - S:510 8000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.