Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 27

Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 27 lagt grundvöll lífræns jafnvægis af margvíslegum toga. Þetta kemur að hluta til fram í mun tíðari náttúruham- fórum sem tengjast veðri sem og meng- un, bæði vegna eiturefna og óvæginnar stjórnunar umhverfísins. Islendingar ein í þeirri einstöku aðstöðu að standa frammi fyrir valkostum sem hafa munu afdifarík áhrif á sjálfsvitund ykkar sem þjóðar. Þetta er val sem verður að end- urspegla þekkingu ykkar á menningu annarra og því hvernig aðrir hafa eyði- lagt umhverfí sitt, til að byrja með vegna vanþekkingar en síðar vegna kæruleysis. Stór meirihluti fólks í Bandaríkjunum stendur frammi íyrir þeirri hörmulegu staðreynd að heilsa þeirra er ekki lengur undir þeim sjálfum komin. Hún er smán- uð af eiturefnum sem þrátt fyrir að vera ósýnileg eru svo gegnsýrandi að það er ekki hægt að koma í veg fyrir að þau komist inn í líkama manns. Þetta eru valkostir sem verða að taka tillit til raun- verulegs gildis framþróunar ekki bara í hlutlægum og mælanlegum skilningi, heldur einnig í andlegum og sálfræðileg- um skilningi. Mörg iðnaðarsamfélög - og/eða lönd þar sem fólksfjölgun er mikil hafa mengað vötn sín, land sitt og and- rúmsloft sitt. A sumum stöðum allt að því marki sem gerir þá óbyggilega. Um er að ræða mengun sem er eitruð og í flestum tilfellum óafturkallanleg. Meng- un sem hefur gert alvarlega atlögu að gæðum lífsins. Þetta er jafnframt meng- un sem vegur að mannkyninu jafnvel á meðan mannkynið berst fyrir frelsi til að menga. Taumlaus uppbygging og ofnýt- ing náttúrulegra auðæva er val- kostur. Hún er ekki grundvöll- uð á nauðsyn. Uppbygging sem verður til þess að innleiða mengun í ís- lensku umhverfi getur ekki talist ákjós- anlegur kostur vegna þess að hún mun að lokum spilla því, þótt það gerist ekki strax. Nú á dögum hafið þið, með því að líta yfír hafið sem þið eruð svo heppin að umlykur ykkur, aflað þekkingar sem aðrir menningarheimar hafa kannski ekki búið yfir fyrr á tímum og kærðu sig ekki um að virða seinna. Þið eigið þess kost að koma endumýtanlegum auðlind- um í notkun til að viðhalda efnahags- kerfinu. Þið eigið þess kost að nota að- ferðir við framleiðslu sem eru ekki eins óvægnar, og þið eigið þess kost að fram- leiða hluti sem leiða ekki til óafturkall- anlegs skaða á umhverfí ykkar. að er fyrst og fremst ótti minn um eyðileggingu hálendisins sem er kveikjan að þessari grein. En á meðan ég skrifa verður mér ljóst að sá ótti á við um vist- fræði eyjunnar allrar. Áhyggjur mínar af þessum efnum aukast með hverri ferð til íslands. í gær, þegar ég var að keyi-a út úr Reykjavík, var mér brugðið við að standa sjálfa mig að því að bera útsýnið út um gluggann saman við New Jersey snemma á sjöunda áratugnum. Island hefur haft djúpstæð áhrif á mig sem listamann og á það hvemig vinna mín hefur þróast sem er jafnframt mjög per- sónulegt þegar listamaður á í hlut. Eftir því sem árin líða finn ég þörfina til að snúa hingað aftur færast meira í aukana. Og það leiðir mig að kjarna málsins - möguleikanum á því að glata hálendinu. Það mun ekki gerast strax - fyrst bygg- ið þið stíflu í einhverjum afskekktum kima. (I þeirri trú að þið getið beislað orku fyrir iðnað á borð við X, Y og Z, í þeirri trú að þið getið eflt efnahagslíf ykkar og auð. Þið munið ekki hafa áhyggjur af þeirri staðreynd að þessi iðnaður mun að öllum líkindum menga vatnið og andrúmsloftið. Þið munið ekki ræða þá staðreynd að þessi stífla er í rauninni aðeins sú fyrst af mörgum.) Svo sökkvið þið einum dal. (Burtséð frá því að þessi dalur á sér engan líkan í heiminum. Kannski munið þið sannfæra sjálf ykkur um að uppistöðulónið sem kom í staðinn búi yfir sinni eigin fegurð, kannski munið þið jafnvel sætta ykkur við það sem viðbót við náttúruna - jafn- vel þótt þið vitið að það hefur í rauninni orðið til af manna völdum.) Samhliða stíflunni koma vegir og ýmis önnur op- inber mannvirki. (Og þið munið aka eftir þessum vegum og ímynda ykkur að þið séuð á stað sem er virkilega ósnertur - kannski jafnvel á stað sem enginn hefur barið augum áður - en í rauninni munu þessir vegir breyta öllu hálendinu í skrumskælingu af sjálfu sér. Nú er það ekkert annað en enn meira numið land.) Samhliða þessum vegum verður aðgengi allra auðveldara. Og samhliða þessu auðvelda aðgengi og þessu notagildi verður hið villta og óþekkta fljótt tamið og yfirbugað. Þó oft sé vísað til hálendisins, sem víðáttumikils auðs svæðis, þá er það hvorki víðáttumikið né autt. Bandaríska ljóðskáldið Wallace Stevens nefnir ná- kvæmlega það sem hálendið er svo óum- ræðanlega þrungið af. I ljóðinu „The Snowman" segir hann: For the listener who listens in the snow and nothing himself, Beholds the nothing that is not there And the nothing that is. (Fyrir hlustandann, sem hlustar í snjónum, og, ekkert sjálfur, skynjar ekkert sem er ekki þar og þetta ekkert sem er.) Samkvæmt minni reynslu er hálendið ein skilgi'eining á the nothing that is, eða því sem kalla mætti þetta ekkert sem er. Og þetta ekkert sem er, er sömu merkingar og raunveruleikinn. Það er ekki hægt að draga úr hinu raun- verulega án þess að eyðileggja það. álendið er ekki fyrir alla. Með því að auðvelda aðgengi að því er verið að afneita eðli þess. Einstaklingur sem ósk- ar að ferðast um hálendið verður sjálfur að vera hæfur til þess, bæði andlega og líkamlega. Það getur ekki verið á hinn veginn. Hálendið er auðn, það mun taka sinn toll. Það er ekki hægt að sníða það að þörfum hins venjulega ferðamanns. Þó hálendi ykkar sé lofað sem stærsta óspjallaða landspilda í Evrópu, þá er það hlutfallslega séð lítið. (Ekki einu sinni eins stórt og Irland.) Þegar búið er að vega að því, mun það ekki taka nema eina eða í mesta lagi tvær kynslóðir að breyta sjálfsvitund ykkar sem þjóðar. Island verður staður sem mannkindin er búin að leggja undir sig. Það mun halla á jafnvægið í sjálfsvitundinni - halla á mikilúðlega einsemd hins innra - halla á þann stað sem er að mestu leyti ónum- inn, óbyggður og óbreyttur - halla á möguleikann á stað sem er tærari og hreinni og flekklausari en ekki - halla á þann stað sem geislar af víðáttu og tak- markaleysi, og öllu því sem er okkur æðra - halla á þann stað sem er undur- samlega tignai'legur einfaldlega með því að vera það sem hann er - halla á alla þá mörgu hluti sem ég kom til þessarar eyju til að upplifa. Þetta eru þeir hlutir sem Islendingar hafa verið nærðir á, kannski að þeim óvitandi, og ljá þessari menningu þennan eftirtektarverða mun og þessa algjörlega einstöku skynjun á tilverunni. Samfara þessari breytingu mun Is- land einfaldlega verða líkara restinni af þessum sorglega heimi - sem er undir- okaður af mannkyni sem kann einungis að meta náttúruna sem eitthvað sem hægt er að arðræna. Island hefur valkosti. Eyðilegging há- lendisins er ekki nauðsyn með tilliti til menningarlegrar og efnahagslegrar þróunar. Þið þurfið ekki á auðæfum þess að halda til að búa við þægindi. Með því að seilast inn á viðkvæmt vist- svæði þess, jafnvel í því sem er ranglega kallað í litlu mæli, munið þið eyðileggja það. í því felst ekki endilega augljós breyting, en hún mun vera róttæk og óafturkallanleg. Hún mun veikja sjálfs- vitund ykkar sem þjóðar með því að taka frá komandi kynslóðum hið óbreytta og ónumda land sem til er í dag í þeim mæli sem felur í sér og við- heldur krafti og viðurvist hins ómennska. • Pýðing: Fiíða Björk Ingvarsdóttir Niœtrttemrmj%úyf hendmrnmr tuúoM vatmm* Við stöndum meðþér Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem (er sett rör sem inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlað til að auðvelda fólki að | hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag í a.m.k. 3 mánuði og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuðverkur, brjóstsviði, ógleði, hiksti, uppköst, óþægindi | í hálsi, nefstífla og blöörur í munni geta einnig komið fram. Viö samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og við reykingar, veriö aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdiö bráðum eitrunum hjá | börnum og er efnið því alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráöi við lækni. Gæta skal varúöar hjá þeim sem hafa hjarta- og I æðasjúkdóma. Þungaðar konur og konur með barn á bgósti ættu ekki aðl nota lyfið nema (samráði við lækni. Lesið vandlega ieiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. Markaðsleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær. VsB bjóðum upp í <&> DAXSSKOI.I Jóns Péturs og Köru Systkinaafsláttur / fjölskylduafsláttur Stutt námskeið fyrir sérhópa. Hefjum kennslu í Grafarvogi, Akranesi og Hveragerði. Innritun og upplýsingar í símum 553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19. Opið hús sunnudaginn 6. september 1,1 -i a -ic

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.