Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 29 Vegna tækniörðugleika reyndist ekki unnt að rannsaka sjúkdóminn í þaula í tengslum við doktorsverk- efni Karls á sínum tíma. Með örum tækninýjungum sköpuðust for- sendur til að taka rannsóknirnar upp að nýju fyrir níu áram. „Okk- ur hefur tekist að einangra sjúk- dómsgenið," segir Karl og rifjar upp að öll gen í líkamanum sendi frá sér eggjahvítuefni. „Nú hefur komið í ljós hvaða gen sendir frá sér ónýta eggjahvítuefnið. Eggja- hvítuefnið byggir upp sérstaka síu í nýrunum. Ef sían virkar ekki fara eggjahvítuefnin í blóðinu út í þvagið og sjúklingurinn veikist." Karl segir að rannsóknirnar hafi ekki aðeins skilað vitneskju um nýrnasjúkdóminn. ítarlegar upp- lýsingar um hvernig líkaminn starfi komi að góðu gagni í tengsl- um við lækningu á fleiri sjúkdóm- um. „Eg get nefnt því til stuðnings að rannsóknir okkar hafa skapað grann til að hefja vinnu við að þróa lyf til að koma í veg fyrir að eggja- hvítuefni fari úr blóðinu í þvagið. Ekki aðeins í tengslum við nýrna- sjúkdóminn heldur aðra sjúkdóma á borð við sykursýki og háan blóð- þrýsting," segir hann. Nú þegar hafa rannsóknirnar skilað því að að hægt er að sjúk- dómsgreina smitbera og fóstur í móðurkviði. „Fósturgreining fer fram þegar fóstur er aðeins nokk- uraa vikna gamalt. Ef fóstrið greinist með sjúkdóminn gefst for- eldrunum kostur á að láta fram- kvæma fóstureyðingu. Ekki er um reglubundna fósturgreiningu að ræða. Hins vegar er verið að vinna að aðferð til að gi-eina sjúkdóminn og nokkra aðra algenga finnska sjúkdóma með einu prófi. Mark- miðið er að öllum standi greiningin til boða.“ Aðalrannsóknaverkefnið hefur í gegnum árin beinst að svokallaðri bandvefsgrannhimnu. Grannhimn- an aðskilur alla vefi líkamans og fer uppbyggingin eftir líkamsvefj- um. „Ein tegund gi’unnhimnu myndar síuna í nýrunum, önnur er í húðinni, þriðja í vöðvum og áfram er hægt að telja,“ segir Karl og tekur fram að með því að rannsaka uppbyggingu grannhimnunnar hafi fundist ný eggjahvítuefni. I framhaldi af því hafi verið hægt að greina sjúkdómsgen ákveðinna sjúkdóma. „Fyiir utan nýrnasjúk- dóminn hefur rannsóknahópunum tekist að einangra sjúkdómsgen fjögurra annarra sjúkdóma. Einn er Alport-nýrnasjúkdómurinn, annar er ein tegund húðsjúkdóms, þriðji vöðvarýmunarsjúkdómur og fjórði vöðvaæxli." Genalækningar á dýrum Rannsóknir Alport-sjúkdómsins eru komnar einna lengst. „Vísinda- mennirnir hafa unnið að því að þróa aðferð- ir til að lækna sjúk- dóminn með gena- lækningum. Aðferðin felst í því að koma heilbrigðum genum fyrir í nýranum. Onýta genið veldur ekki skaða og er því skilið eftir í nýrunum. Rannsóknirnar hafa gengið vel og sýnt fram á að líklega er hægt að lækna sjúk- dóminn. Enn hefur hins vegar ekki fund- ist lausn á því hvernig hægt sé að lækna sjúkdóminn end- anlega. Rannsóknunum verður haldið áfram þar til því takmarki hefur verið náð. Nú standa yfir rannsóknir á dýram og hefur að- ferðin verið reynd með góðum ár- angri á svínum. Eini gallinn felst í því að svín fá ekki sjúkdóminn. Hins vegar fær hópur hunda sjúk- dóminn og er ætlunin að hefja prófanir á þeim næsta vetur,“ seg- ir Karl og viðurkennir að helsti Akkilesarhællinn sé að enn hafi ekki verið þróuð nægilega trygg genaferja til að koma heilbrigðu genunum íyrir í sjúklingunum. Eftir að hún hafi verið þróuð eigi fátt að koma í veg fyrir að hægt sé að þróa lækningu. Algengi Alport-sjúkdómsins er talin vera 1 á móti 5.000 á heims- vísu. A Islandi er því hægt að gera ráð fyrir að hátt í 500 manns þjáist af sjúkdómnum. „Stökkbreytingin í íslendingum hefur verið greind og því getum við boðið sjúklingum upp á öragga sjúkdómsgreiningu og upplýsingar um sjúkdóminn. Mér finnst skrítið að hingað til hafi enginn snúið sér til okkar vegna sjúkdómsins frá Islandi. Vonandi felst ástæðan ekki í því að sjúk- lingarnir hafi ekki verið látnir vita að stökkbreytingin hafi fundist enda finnst mér alveg hreint sjálf- sagt að allir séu látnir vita. í Finn- landi þykir sjálfsagt að láta sjúk- lingana vita og langflestir era þakklátir því að fá að fýlgjast með því hvað er að gerast á rannsókna- sviðinu." Rannsóknirnar á bandvefs- grannhimnunni hljóta að tengjast vinnu annarra vísindamanna. „Jú, rétt, við hefðum aldrei komist jafn- langt í rannsóknunum án aðstoðar vfsindamanna úti um allan heim og alveg sérstaklega í tengslum við lífssýni. í stóram dráttum hófst leitin að Alport-sjúkdómsgeninu í því að okkur tókst að einangra gen eggjahvítuefnis í grunnhimnunni í nýranum. Kenningin fólst í því að stökkbreyting í geninu ylli nýrna- sjúkdómnum. Eftir nokkra leit fundum við sjúklinga í Utah með viðeigandi sjúkdómseinkenni og fengum þaðan lífssýni til að sýna fram á stökkbreytinguna. Ferlið var svipað í tengslum við sjúk- dómsgreiningu annarra sjúkdóma. Okkur tókst að einangra gen sér- staks eggjahvítuefnis í húðinni. Kenningin fólst í því að við stökk- breytingu myndi húðin detta af. Sjúklingahópur fannst í Banda- ríkjunum og með rannsóknum á lífssýnum reyndist unnt að sann- reyna kenninguna. Lífssýni vegna hinna sjúkdómanna bárast fyrir milligöngu vísindamanna frá París og Finnlandi.“ Frábærar aðstæður í Finnlandi Karl segir frábærar aðstæður til að vinna að genarannsóknum í Finnlandi. „Fyrir því era aðallega tvær samhangandi ástæður. Ann- ars vegar að Finnar hafa, jafnvel lengur en Islendingar, verið ein- angrað frá öðrum þjóðum. Hins vegar hefur kerfisbundið verið byggður upp gagnagrannur með sjúkdómsupplýsingum úr finnska heilbrigðiskerfinu á síðustu 15 til 20 árum. Þótti sjálfsagt að koma gagnagranninum upp á sínum tíma enda eru Finnar afar jákvæð- ir gagnvart vísindarannsóknum. Stór hluti finnsku þjóðarinnar hef- ur lagt rannsóknunum lið því að um leið og sjúklingar era útskrif- aðir af sjúkrahúsum era upplýs- ingar um einkenni sjúkdómsins sendar inn í gagnagrann í Helsinki. Vísindamenn verða að sækja um sérstakt leyfi til að nýta sér gagna- grunninn og eftir að leyfið hefur verið veitt er auðvelt að nálgast upplýsingar um alla Finna með ákveðinn sjúkdóm í gagnagrannin- um. Eg get nefnt að núna eram við að nota gagnagrunninn til að nálg- ast upplýsingar um alla sjúklinga með alvarlegustu tegund sykur- sýki, þ.e. sykursýki samhliða nýrnasjúkdómum. Ef ástæða þyk- ir til höfum við leyfi til að senda út spurningalista til sjúklinganna til að óska eftir ítarlegri upplýsingum og/eða blóðsýni vegna rannsóknar- innar. Rannsóknirnar miða að því að finna sjálft sjúkdómsgengið og greiða þar með fyrir því að hægt sé að finna lækningu eða koma í veg fyrir sjúkdóminn.“ Karl segir að því sé ekki að leyna að aðgangurinn að gagna- granninum hafi skilað sér í gena- rannsóknum í Finnlandi. „Þó era Islendingar að vissu leyti betur settir og hafa á að skipa alveg hreint frábæram vísindamönnum. Ef byggður verður upp gagna- grunnur með svipuðum hætti og verið hefur i umræðunni skapast möguleikar á því að íslenskir vís- indamenn geti staðið framarlega í genarannsóknum í nánustu fram- tíð. Nú er lag og nauðsynlegt að bregðast skjótt við til að missa ekki af lestinni. Rannsóknimar yrðu einfaldlega unnar í öðram löndum. Ég skil ekki hvaða efi hef- ur komið upp. Ef til vOl af því að ríkið myndi ekki standa að gagna- granninum eða af því að verðið er 12 ára einkaleyfi. Með reynslu Finna i huga myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um og ég held að ef al- menningur fengi hlutlausar upp- lýsingar um hverju svona gagna- grannur gæti skilað myndi fjótlega myndast almennur stuðningur við hugmyndina.“ Fióðgátt að bresta Eiginkona Karls er finnsk, sænskukennari að mennt, og heitir Marja Tryggvason. Tveir af þrem- ur sonum hjónanna stunda nám á sviði líftækni. Kristján er að ljúka námi í lífefnafræði og Sam Henrik stundar nám í líftækniverkfræði. Yngsti sonurinn Jan Erik er 13 ára og á enn eftir að gera upp hug sinn. Karl segist sjálfur ekki hafa reynt að hafa áhrif á starfsval son- anna. „Elsti sonurinn stóð lengi á því fastar en fótunum að hann ætl- aði ekki að feta í fótspor mín. Ekki að vinna eins og þræll, 6 til 7 daga vikunnar á skítakaupi. Eftir að hann stálpaðist skipti hann um skoðun. Strákarnir hafa náttúru- lega kynnst samstarfsfólki mínu í vinnunni og heima hjá okkur og gert sér grein fyrir því hversu líf- tæknisviðið er heillandi heimur. Núna er sérstaklega spennandi tími að renna upp í líftækninni því að sífellt era að koma fram nýjar upplýsingar um starfsemi líkam- ans og hvernig sjúkdómar þróast. Flóðgátt á svo eftir að bresta eftir um 10 ár. Fram eiga eftir að koma, nánast á færibandi, hver lækn- ingaaðferðin á fætur annarri í tengslum við illviga sjúkdóma.“ Hvað með flókna og erfiða sjúk- dóma eins og krabbamein? „Krabbamein er flókinn sjúk- dómur að því leyti að til era ótal tegundir af krabbameini. En ekki eru allar tegundir af krabbameini flóknar. Ég get nefnt að Islending- ar hafa tekið þátt í að finna út hvaða stökkbreytingar í genum or- saka brjóstakrabbamein. Stundum eru auðvitað að verki mörg gen og flóknar stökkbreytingar en engin ástæða er til svartsýni." Vísindamennirnir ekki einangraðir Karl segir að því fari fjarri að vísindamennirnir séu einangraðir í vinnu sinni á vísindastofunni. „Okkur berst fjöldinn allur af bréf- um. Fólk hefur fengið upplýsingar um hvað við erum að gera á netinu og er að biðja um aðstoð vegna eigin veikinda eða náinna ættingja. Við getum því miður enn ekki svarað öðra til en að við séum að vinna að rannsóknum á sjúkdómn- um og enn hafi lækning ekki fund- ist,“ segir Karl og minnir á að önn- ur hlið á starfinu snúi að viðskipt- um. „Auðvitað verður að afla fjár til rannsóknanna og því er sam- vinnan við lyfjafyiirtæki alltaf að verða meiri og meiri. Vísinda- mennirnir verða að gæta að því að binda ekki hendur sínar í samning- um við lyfjafyrirtækin enda er ekki endilega víst að báðir aðilar hafi áhuga á nákvæmlega þvf sama. A vissan hátt er samvinnan afar gagnleg því að lyfjafyrirtækin hafa fyrst og fremst í huga mark- mið í tengslum við beina lækn- ingu.“ „Ef byggður verður upp gagnagrunnur með svip- uðum hætti og verið hef- ur í umræðunni skapast möguleikar á því að ís- lenskir vísindamenn geti staðið framarlega í gena- rannsóknum í nánustu framtíð.“ ENSKA ER OKKAR MAL NÁMSKEIÐIN HEFJAST 14. SEPTEMBER INNRITUN STENDUR YFIR FYRIR - FULLORÐNA Almenn enskunámskeið Umræðuhópar Rituð enska og málfræði Viðskiptaenska FYRIR BÖRN Leikskóli 5—6 ára Enskunámskeið 7—12 ára Unglinganámskeið 13—14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk SER NÁMSKEIÐ Sérnámskeið, einka- og umræðutímar TOEFL/GMAT (undirbúningsnámskeið) FYRIRTÆKI: Bjóðum upp á sérhæfð námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja ENSKUSKOLINN FAXAFENI 10* FRAMTÍÐIN HRINGDU í SÍMA 588 0303 / 588 0305 OG KANNAÐU MÁLIÐ Sandra Eaton

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.