Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 30

Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 30
30 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ég tók síðan að mér að koma því í sölu, en þau hjón hafa sennilega verið betri sölu- menn en ég, því á endanum vorum það við Helga sem keyptum hótelið Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson KYRRSTAÐA ER STÖÐNUN VIÐSKIFri AIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI ►Hótel Bláfell hefur verið við lýði á Breiðdalsvík í 16 ár. I gegn- um tíðina hafa verið einir eigendur, en fyrir einu ári urðu þó eig- endaskipti. Nýju eigendunum, hjónunum Helgu E. Jónsdóttur og Vilhjálmi Heiðdal Walterssyni, hefur fylgt mikil uppbygging og stóraukning í hótelnýtingu og veltu. Aukin umsvif Bláfells hefur og kallað fram átak í annarri ferðaþjónustu á Breiðdalsvík. eftir Guðmund Guðjónsson HELGA Elísabet er fædd 20. júlí 1964 og Vilhjálm- ur 11. desember 1958. Þau eru bæði Reykvík- ingar og eftir hefðbundna skóla- göngu gerðist Helga starfsmaður í Samvinnubankanum, auk þess að drýgja launin með barstöðu í skemmtistaðnum Hollywood sáluga. Vilhjálmur fór til búfræðináms eftir hefðbundnu skólagönguna og er út- skrifaður sem slíkur frá Bændaskól- anum á Hvanneyri. Hugurinn stefndi því út á landsbyggðina, bara ekki á þann hátt sem síðar varð. Vil- hjálmur hefur víða verið, m.a. sölu- maður hjá 0. Johnson og Kaaber og hjá Karnabæ vann hann í heilan ára- tug. Vilhjálmur á dótturina Þórey frá fyrra sambandi, hún er 18 ára. Helga á Sigurð Örn Aðalgeirsson frá fyn-a sambandi, hann er 14 ára, og saman eiga þau Elísabetu 12 ára og Viktor sem er fímm ára. „Við Helga kynntumst í Hollywood, hún var á bak við barinn og ég fyrir framan. Þar stóð ég upp úr og hún komst ekki hjá því að sjá hvern mann ég hafði að geyma!“ segir Vilhjálmur. Hann heldur því síðan fram, að þau Helga hafí verið svo samrýnd að ekki hafí annað komið til greina eftir að þau hófu búskap en að stofna til sameiginlegs reksturs, ásamt öðru pari. „Við stofnuðum fatahreinsun, „Allt á hreinu“. Þetta var árið 1988 og við rákum hana í eitt og hálft ár áður en við ákváðum að selja hana og breyta til. Fyrirtækið gekk vel og starfar enn,“ segir Helga og Vil- hjálmur tekur við og rifjar upp til- urð þess að þau ílentust á Breiðdals- vík. „Ég fór reglulega í söluferðir um Austurland og kynntist vel þeim Skafta og Guðnýju, hjónunum sem áttu hótelið. Þau voru hér lengi og voru alltaf að. Þau áttu lítið frí og voru orðin nokkuð lúin. Þau höfðu á orði að breyta til og selja hótelið. Ég tók síðan að mér að koma því í sölu, en þau hjón hafa sennilega verið betri sölumenn en ég, því á endanum vorum það við Helga sem keyptum hótelið. Ég man þegar þetta kom til tals milli okkar fyrir austan og Skafti og Guðný fóru að eggja mig. Allt í einu fannst mér þetta vel koma til greina. Þegar ég fór í búfræðinámið stóð alltaf til að kaupa jörð og hefja búskap, en af því varð aldrei. Þá vorum við Helga líka búin að ræða það um skeið að það væri kominn tími til að breyta rækilega til. Það kom mér því ekk- ert sérlega á óvart er Helga svaraði mér svo til strax með jái í símann þegar ég hringdi og reifaði hug- myndina. Þar með varð ekki aftur snúið. Komu græn en eru að taka lit Þið hafið þó varla gert ykkur grein fyrir því hvað fólst í hótel- rekstri? Þau Helga og Vilhjálmur geta ekki annað en glott út í bæði yfir þessari spurningu og Vilhjálmur segir að þau hafí verið græn þegar þau birtust þarna 14. júní í fyrra. „En við erum að taka lit,“ bætti hann við. Helga segir að margt hafí komið þeim í opna skjöldu og spánskt fyrir sjónir. „Við gerðum okkur til dæmis ekki grein fyrir því að þetta er ekki bara hótel þar sem rekast inn ferða- langar. Þetta er líka þorpskráin, staðurinn þar sem allt gerist. Hafí maður haldið að að minnsta kosti annað okkar gæti dregið sig í hlé er líða tæki á fóstudags- eða laugar- dagskvöldin þá reyndist það rangt. Þá fyllist salurinn af heimamönnum. Það á ekki síst við um veturna. Yfir sumarmánuðina er síðan allt á hvolfi. Svo dæmi sé tekið, þá eru héma milli 70 og 300 manns í hádeg- ismat á hverjum einasta degi. Þá eru menn hér með stórafmæli, árs- hátíðir, t.d. uppskeruhátíð sláturtíð- arinnar svo eitthvað sé nefnt.“ Þetta er mikil umferð, hefur þetta alltaf veríð svona, eða er Breiðdals- vík að komast á kortið? „Það er nú ekkert eitt svar við þessu,“ segja þau bæði og Vilhjálm- ur heldur áfram: „Hótel Bláfell hef- ur verið við lýði í ein 16 ár og það hefur verið byggt við það oftar en einu sinni. Hingað hafa alltaf komið margir ferðamenn, en hótelið oftar en ekki liðið íýrir að vera með of fá gistirými. Hróður hótelsins hefur borist víða. Guðný, eiginkona Skafta, var t.d. svo annálaður kokk- ur, að til okkar hafa komið ferða- menn frá Frakklandi sem hafa kom- ið gagngert til að smakka mat Guð- nýjar. Við höfum orðið að segja þeim að Guðný sé á bak og burt og hvort þeir vilji ekki prófa elda- mennsku Helgu. Hún er nú svo magnaður kokkur að ég hef ekkert óttast samaburðinn og þessir Frans- menn hafa látið slag standa, snætt matinn og farið héðan hressir í bragði." Vilhjálmur tekur sér pásu og horfir á frú sína, en hún sinnir ekki hólinu og heldur áfram: „Fyrir tíu árum var byggt við hótelið og bætt við sal, eldhúsi og 7 herbergjum sem tóku 14 manns. Við vorum ekki búin að vera hér lengi þegar það varð ljóst að við gátum ekki sinnt þeim mikla fjölda sem hér kemur og hófust þá vangaveltur um að stækka aftur. Við réðumst því i byggingu á nýju húsi, áföstu hótelinu. Það er bjálkahús með tíu herbergjum og sérstökum matsal. Hugmyndin er að nýta það á tvennan hátt. I fyrsta lagi sem aukagistirými í hótelinu og í öðru lagi sem veiðihús. Við höfum tekið við leigusamningi um Breið- dalsá til næstu ára í samvinnu við Þröst Elliðason. Hann hefur mikla reynslu af því að glæða veiði í ám með sleppingu gönguseiða og svo- leiðis prógramm er komið í gang hér við Breiðdalsá. Þröstur hefur mikil sambönd, bæði við innlenda og er- lenda veiðimenn og m.a. í krafti þess samstarfs réðumst við í þessa fjár- festingu. Núna eru í hótelinu 24 her- bergi sem taka 48 manns. I nýja húsinu verða auk herbergjanna og matsalarins, gufubað, arinstofa og fleira. Við náðum að taka nýja húsið í gagnið í sumar, en höfum jafnt og þétt verið að hnýta lausa enda við fráganginn." Þetta hefur veríð dýrt? Vilhjálmur svarar: „Júj'ú, þetta var dýrt og eins og fólk rekur sig svo oft á, þá var þetta dýrara heldur en reiknað hafði verið með og fór að- eins fram úr kostnaðaráætlun. En við fengum hagstæð nýbyggingalán til tuttugu ára og þetta fyrirtæki er með góða veltu þannig að með mik- illi vinnu gengur þetta allt upp mið- að við óbreytt ástand. Það er svona tíu prósent aukning á milli ára hjá okkur og við erum ánægð með það. Mig langar líka til að bæta við orð konu minnar um smíðina alla, að við ásettum okkur að ljúka smíðinni fyi'- ir 8.júlí í sumar, þ.e.a.s. að búa svo um hnútana að við gætum opnað. Þrátt fyrir ýmsi vandræði, m.a. að hráefni tefðist í Danmörku vegna verkfalla, þá tókst það. Verkið tókst að klára á 6 vikum og það var unnið myrkranna á milli. Mér fínnst það, eftir á að hyggja ótrúlegt afrek, og ég er mjög stoltur af því.“ Vantar bjartsýni... Það kemur ft-am í máli hinna ungu hjóna að þau hafi fest sig í sessi sem hótelhaldarar og þau séu ekkert á leiðinni að leggja upp laupana og breyta aftur til. Vilhjálmur segist trúa mjög á það orðatiltæki að „kyrrstaða sé það sama og stöðnun" og það hafi ráðið mjög lífsstíl þeirra Helgu og barna þeirra. Þess vegna m.a. hafi verið gott að koma á stað eins og Breiðdalsvík. „Ég vona að Breiðdælingar mis- virði það ekki við mig þótt ég segi að mér finnist þeir dálítið værukærir. Mér finnst vanta meiri bjartsýni í plássið. Það er eins og menn sitji bara og bíði eftir því sem verða vill. Þess vegna m.a. hefur stækkun hót- elsins verið nokkur lyftistöng í plássinu. Þetta er bara lítið þorp og hér era reglulega 6 manns á launa- skrá á sumrin auk þess sem við Helga stöndum alltaf vaktina, ann- aðhvort okkar eða bæði. Það má bæta við, að við höfum verið einstak- lega heppin með starfsfólk. Stækk- un hótelsins hefur það einnig í för með sér að nú á að gera átak í ferða- þjónustu á Breiðdalsvík. Það á að fara að merkja gönguleiðir um fjöll- in, gera út bát til sjóstangaveiða auk þess sem hingað eru farnir að koma auðugir erlendir veiðimenn til lax- veiða svo eitthvað sé nefnt. Það er því engin kyrrstaða í kring um okk- ur, þannig erum við og það er gam- an að leggja eitthvað með sér á stað sem Breiðdalsvík. Okkur Helgu þykir orðið mjög vænt um staðinn," segir Vilhjálmur. Hvernig lífsstíl sneruð þið baki við? „Það var mjög skemmtilegur lífs- stíll. Við erum lífsglatt fólk og mikið fyrir útiveru. Við komum okkur t.d. upp sérbúnum ferða- og fjallabíl og fórum á fjöll og veiddum silung, t.d. í Friðmundarvötnum. Við erum mik- ið fyrir útilegur og á haustin veidd- um við gæsir dögum saman, seldum aflann og skruppum til Dyflinar íyr- ir ágóðann. Þetta segir kannski eitt- hvað um lífsstílinn," svara þau hjón. Þið hafið orðið að sleppa þessu al- veg, var það ekki erfitt? „Við þurfum að takast á við lífið og það er ekki bara dans á rósum. Við erum að byggja hér upp fyrir- tæki sem á framtíð íyrir sér og er- um alveg sátt við það,“ segir Helga og Vilhjálmur bætir því við að hann hafi látið það eftir sér að skreppa tvisvar í Breiðdalsá til veiða í fyira og hann ætli að reyna aftur í sumar. „Ég fékk tvo laxa, þannig að ég er ekki alveg búinn að snúa baki við þessu. Aðalmálið er að við erum ánægð.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.