Morgunblaðið - 06.09.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.09.1998, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ F JALLAMENN SKA Á ÍSLANDI FJALLAMENNSKA á íslandi stendur í miklum blóma um þessar mundir. Skemmst er að minnast stórra afreka á Everest-fjalli og suðurpólnum. Þótt þessar ferðir hafi skiljanlega hlotið hvað mesta ' athygli almennings þá hafa íslensk- ir fjallamenn einnig farið fjöldann allan af öðrum athygliverðum ferð- um undanfarin misseri, bæði hér- lendis sem erlendis. Mjög vinsælt hefur verið að fara í Alpana en einnig mætti nefna viðfangsefni í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Alaska, Himalaya og síðast en ekki síst Grænlandi. Hér er þó ekki ætl- unin að tíunda einstök afrek heldur skyggnast aðeins dýpra og skoða stöðu fjallamennskunnar á Islandi. Fjallamennska eða útivist Aður en lengra er haldið er rétt að velta aðeins fyrir sér muninum á ^ fjallamennsku og hefðbundinni úti- vist. Bilið er oft óljóst og stundum er aðeins áherslumunur á milli. Kannski er það sú kunnátta sem fjallamenn leggja sig eftir, sem helst einkennir muninn. Þar ber að nefna kunnáttu við meðferð ísaxa og mannbrodda, notkun á öryggis- línu, uppsetningu á berg- og ís- tryggingum, mat á snjóflóðahættu og að sjálfsögðu kunnáttu við val á fatnaði og búnaði fyrir allar að- stæður. Listinn er mun lengri, en þetta gefur dæmi um það sem hæf- ur fjallamaður leggur sig eftir að kunna. Það sem máli skiptir er að þessi kunnátta gefur fjalíamannin- um tækifæri til að láta reyna á sjálfan sig við þær aðstæður og erf- iðleika sem hann sjálfur kýs - að reyna við erfiðar eða auðveldar leiðir, langar eða stuttar, tæknileg- ar eða einfaldar - í stuttu máli að stunda fjallamennsku á eigin for- sendum. Fjallamennskan um þessar mundir Islenski Alpaklúbburinn (ISALP) og hjálparsveitirnar eiga heiðurinn að styrkri stöðu fjalla- mennskunnar á Islandi (hjálpar- 3 sveit er hér notað sem samnefnari yfir sveitir Landsbjargar og Slysa- varnafélagsins). Islenski AJpa- klúbburinn hefur í þau tuttugu ár sem hann hefur verið starfræktur gegnt veigamiklu hlutverki við miðlun þekkingar á öllum sviðum fjallamennskunnar. Flestir fremstu fjallamenn landsins hafa í gegnum tíðina verið virkir félagar klúbbs- ins. Þótt klúbburinn hafi aldrei ver- ið fjölmennur er enginn vafi á að áhrifa hans hefur gætt langt út fyr- ir raðir meðlima hans. Þar hefur út- gáfustarfsemi hans skipt sköpum. Klúbburinn gefur út veglegt ársrit og hefur gefið út leiðai-vísa yfir mörg helstu klifursvæði landsins. Einnig eru reglulega haldin nám- skeið í hinum ýmsu þáttum fjalla- mennskunnar. Þegar Alpaklúbburinn var stofn- aður var starf innan hjálparsveit- anna, sem á beinan hátt kom að fjallamennsku, mjög takmarkað. Með auknu samstarfi hjálparsveita og með tilkomu Björgunarskóla Landsbjargar og Slysavarnafélags Islands hefur orðið veruleg breyt- ing hér á. Námskeið í meginþáttum fjallamennskunnar eru nú einn af grunnþáttum nýliðastarfsins. - Þannig öðlast félagar sveitanna nú undirstöðuþekkingu í fjalla- mennsku strax í upphafi sjálfboða- starfsins. Seinna í starfinu býðst fé- lögum síðan að sækja ýmis fram- haldsnámskeið í fjallamennsku. Þetta íyrirkomulag á verulegan þátt í uppgangi fjallamennskunnar á Islandi. 3 Stærsti hluti þeirra sem virkir Fjallamennska stendur með talsverðum blóma á Islandi um þessar mundir. Gerður er greinarmunur á fjalla- mennsku og hefðbund- inni útivist. Bilið er oft óljóst og stundum er aðeins áherslumunur á milli, en Helgi Borg Jó- hannsson segir að þessi munur sé kannski helst fólginn í þeirri kunn- áttu sem fjallamenn leggja sig eftir. Ljósmynd/Helgi Borg AÐ KLIFRA Ianga klettaleið í góðu veðri er frábær upplifun. Ljósmynd/Helgi Borg I ERFIÐU blönduðu klifri. Hér þarf ísklifrarinn að klifra íslitla kletta til að komast út á frí- hangandi ískertið. eru í fjallamennsku er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og starfa þeir í einhverri hjálparsveit, stór hluti þeirra er einnig félagar í íslenska Alpaklúbbnum. Þótt að Alpaklúbb- urinn og hjálparsveitirnar séu aðal áhrifavaldar í íslenskri fjalla- mennsku þá er fjölbreytnin sem betur fer hægt og rólega að aukast. Mikilvægt skref í þessa átt var stig- ið þegar nokkrir félagar innan Is- lenska Alpaklúbbsins stofnuðu Sportklifurfélag Reykjavíkur íyrir tveimur árum. Sömu félagar stofn- uðu einnig Klettaklifurmiðstöðina Vektor í Reykjavík þar sem þeir hafa reist innanhússklifurvegg. Vektor er öllum opið og er kær- komin nýjung þar sem veðráttan setur stórt strik í reikninginn varð- andi iðkun klettaklifurs hérlendis. Einna mesta gróskan í fjalla- mennskunni er einmitt í klettaklifri sem er að þakka þeirri vinnu sem stofnendur Vektors hafa lagt af mörkum. Þótt fjallamenn á höfuðborgar- svæðinu séu hvað virkastir í fjalla- mennskunni, þá skjóta annað slagið upp kollinum öflugir einstaklingar í hjálparsveitum á landsbyggðinni. Oft á tíðum sýna þeir mikinn dugn- að við uppbyggingu á fjalla- mennsku innan sinnar heimabyggð- ar. Því er ekki að leyna að konur eru í minnihluta innan fjalla- mennskugeirans. Þær konur sem eru virkar í sportinu hafa þó sýnt það og sannað að kvenfólk á engu síðra erindi í fjallamennsku en karlmenn. Nýjasta dæmið um röggsemi kvenna er skíðagangan yfir Grænlandsjökul. Fjalla- mennska er einstaklingsíþrótt þar sem hver einstaklingur tekst á við sjálfan sig. Þótt styrkur geti skipt máli þá hefur reynsla, þekking og skynsemi mun meira að segja - konur eru því jafningar karla hér sem annars staðar. I klifri hefur styrkur miðað við þyngd mikið að segja. Grannar og nettar stelpur geta verið fullkomnir jafnokar þrekvaxinna stráka. Frá upphafsárum Islenska Alpaklúbbsins hefur orðið veruleg aukning á fjölda þeirra sem stunda fjallamennsku. Þá mátti telja fjöld- ann í örfáum tugum en nú er hann talinn í hundruðum. A upphafsár- unum þótti tilhlýðilegt að leggja jafnt stund á klettaklifur, ísklifur og skíðamennsku. Núorðið er sér- hæfingin orðin meiri. Þótt flestir kynnist á ferli sínum þessum þremur aðalgreinum fjallamennsk- unnar sérhæfa margir sig í einni grein og ná fyrir vikið betri ár- angri en ella. Til að gefa sem rétt- ustu myndina af því sem einstak- lingar í fjallamennskugeiranum eru að fást við er nauðsynlegt að fjalla sérstaklega um hverja grein fyrir sig. Isklifur Tímabil ísklifursins hér á landi er- frá miðjum október til aprílloka. Sökum veðurfarsins eru ísaðstæður ótryggar, langir þíðukaflar á miðju tímabili orsaka oft ísleysi til fjalla. Aldrei er hægt að bóka góðar að- stæður á ákveðnum stað á ákveðn- um tíma. Vegna breyttra áherslna í ísklifri og auðveldari ferða milli landshluta er þetta þó minna vandamál en fyrir fáeinum árum. Einnig er víða hægt að æfa ísklifur í skriðjöklum allan ársins hring. Það eru ekki margir sem stunda ísklifur hér á landi. A að giska 10- 20 manns fara 10 ferðir eða fleiri á hverjum vetri og 20-40 manns til viðbótar fara færri ferðir. Ahuginn hefur hægt og rólega verið að aukast á síðustu árum og nú virðist vera komið að ákveðnum vendi- punkti í sportinu. Langmest hefur verið klifrað hérna í nágrenni Reykjavíkur. Vin- sælir staðir eru suðurhlíðar Esj- unnar, Eilifsdalur í norðurhlíðum Esjunnar, Múlafjall við Hvalfjörð, Glymsgil í Botnsdal og norðurhlíð- ar Skarðsheiðar. Það verður þó sí- fellt algengara að ferðast lengra til að klifra á áður lítt könnuðum stöð- um. Tilkoma Hvalfjarðaganganna mun vafalaust valda stóraukningu í klifri á Snæfellsnesi og nágrenni á næsta vetri. Leiðirnar sem eru klifraðar eru af öllum stærðum og gerðum. Þeir sem skemmra eru komnir í sportinu klifra gjarnan auðveldar einnar spanna leiðir, þ.e. GREINARHÖFUNDUR á góðum degi. leiðir sem eru styttri en ein línu- lengd (línulengd er 40-60 metrar). Þeir sem lengra eru komnir klifra jafnt stuttar, erfiðar leiðir sem og lengri fjölspanna leiðir. Lengsta ís- leiðin sem klifruð hefur verið hér- lendis er um eða yfir 700 m. Fram að þessu hefur einungis verið klifrað þar sem nægur ís er til stað- ar. Nú er svokallað „blandað klifur“ (einnig nefnt „mixað klifur") að ryðja sér til rúms meðal þeirra sem lengra eru komnir. Þá eru klettar með litlum ís klifraðir með öxum og broddum. Þetta er mun meira krefjandi en hefðbundið ísklifur í nægum ís. Fyrir þá sem stunda blandað klifur er ísleysi í fjöllum ekki eins mikið vandamál og fyrir aðra. Undanfarið hefur ísklifur á Is- landi fengið mikla athygli erlendis frá. Tímaritið Rock & Ice, sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar, sendi menn út af örkinni í fyrravet- ur til að kanna aðstæður hér. I jan- úarhefti blaðsins á þessu ári birtist síðan vegleg grein um ísklifur á Is- landi þar sem farið var fögrum orð- um um möguleikana hér. í febrúar bauð Islenski Alpaklúbburinn Jeff Lowe til landsins. Jeff Lowe er mjög virtur fjallamaður og hefur átt ríkan þátt í þróun nútímaklif- urs, sérílagi nútímaísklifurs. Hann var afar hrifinn af ísklifuraðstæð- um hérlendis. I mars kom Will Gadd til landsins, hann er af mörg- um talinn einn besti ísklifrari heims um þessar mundir. Gadd var líkt og aðrir mjög hrifinn af möguleikun- um hér. Aðspurður gekk hann svo langt að segja að Island gæti orðið ísklifri jafn mikilvægt og Suður- Frakkland klettaklifri. Þessi mikla athygli sem íslandi er veitt mun án efa verða mikil hvatning fyrir íslenska ísklifrara á næstu misserum. Klettaklifur Klettaklifurtímabilið er stutt á íslandi. Það nær frá fyrri hluta maímánaðar fram í miðjan septem- ber. Það er ekkert launungarmál að veðurfarið á klakanum er ekki hið ákjósanlegasta til klettaklifurs. Oft- ar en ekki má þó finna heppilegt veður til klifurs einhvers staðar á landinu, svo fremi að menn séu reiðubúnir að leggja á sig svolítinn bíltúr. Það er algengt viðkvæði hjá fólki að klettar á íslandi séu óhæfir til klifurs sökum þess hversu lausir þeir eru í sér. Að hluta til er þetta rétt, mjög víða á landinu er stór- varasamt að stunda klifur sökum grjóthruns. Sem betur fer er þó á allnokkrum stöðum að finna berg sem er gott til klifurs. Dæmi um heppilega staði eru Stardalshnjúk- ar í Mosfellssveit, Valshamrar í Kjós, Gerðuberg á Snæfellsnesi, Skinnhúfuklettar í Vatnsdal, Munkaþverárgil í Eyjafirði og Hnappavallahamrar í Oræfasveit. Vinsælast er að stunda svokallað „sportklettaklifur". Þá eru stuttar en mjög erfiðar leiðir klifnar. Leið- irnai- eru oft einnar spanna, gjarn- an 20-30 metra háar. I þessum leið- um er tilgangurinn ekki einungis að ná toppnum heldur einnig að ná valdi á þeim erfiðu hreyfingum sem þær krefjast. Leiðirnar liggja oft þétt í klettunum, gjarnan eru ekki nema örfáir metrar á milli mismun- andi leiða. Hefðbundnar lengri leið- ir eru einnig klifnar en í minna mæli. Astæðan er líklega sú að lítið er um góðar fjölspanna klettaleiðir héma á íslandi. Sum klifursvæðin eru inni á einkalandi. Bændur og aðrir land- eigendur sýna flestir hverjir fjalla- mennskunni ríkan skilning með því að leyfa umgengni klifrara um landið sitt. Fyrir þetta eru fjalla- menn mjög þakklátir. Hérlendis eru klettaklifrarar án vafa sá hópur fjallamanna sem stundar sportið sitt af hve mestri ákveðni. Um 10 manns æfa kletta- klifur reglulega allt árið, bæði inn- an húss og utan eftir því sem að- stæður leyfa. Þessi hópur vílir ekki fyrir sér að keyra helgi eftir helgi austur í Öræfasveit eða norður í Eyjafjörð til þess að klifra. Fleiri, kannski 20-40 manns, æfa stöku sinnum yfir veturinn en klifra reglulega á sumrin. Mun fleiri, segjum 100-200 manns, klifra ein- staka sinnum hvert sumar sér til skemmtunar. Langflestir þeirra sem stunda ísklifur á veturna, stunda einnig klettaklifur á sumrin, en einungis hluti þeirra sem stunda klettaklifur er einnig í ísklifri. Skiðamennska Skíðamennsku sem hluta af fjallamennskunni er skipt upp í ut- anslóða skíðaferðir í brattlendi og lengri gönguskíðaferðir á hálendi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.