Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 43

Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 43 MINNINGAR + Fanney Guð- mundsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 30. nóvember 1931. Hún lést á heimili sínu 31. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 4. september. í dag kveðjum við með söknuði góða vin- konu okkar, Fanneyju Guðmundsdóttur. Við kynntumst Fanneyju er við störfuðum með henni hjá Skýrr hf. um nokkurra ára skeið. Fanney var sérlega skemmtilegur vinnufélagi með ríka kímnigáfu og sá oft spaugilegu hliðarnar á hinu daglega amstri. Samtarf okkar þróaðist fljótlega út í góða og ein- læga vináttu og eigum við margar góðar minningar um hana. Sér- staklega eru okkur minnisstæðar þær stundir er við samstarfsstúlk- ur í eldhúsi Skýrr hf. gerðum okk- ur glaðan dag hver heima hjá annarri, þá var oft mikið hlegið og gert að gamni sínu. Skarð Fann- eyjar í þessum litla hópi verður ekki fyllt en hún mun verða með okkur á þessum fundum í minningunni. Fanney lét sér ekki nægja að vera sérlega góð vin- kona, hún lét sig einnig miklu varða vel- ferð fjölskyldna okkar. Hún var einstaklega gjafmild kona og ef einhver í fjölskyldunni stóð á tímamótum fékk viðkomandi ávallt sendingu frá Fanneyju væri hún ekki sjálf viðstödd. Kímnigáfa hennar kom einnig fram í þessari gjafmildi, jólagjafir frá Fanneyju vöktu ávallt fögnuð en einnig líka hlátur. Við viljum með þessum fáu orðum þakka Fanneyju góða vin- áttu og samstarf, við vitum að við tölum fyrir hönd alh-a starfsmanna Skýrr hf. þegar við segjum að minningin um góða konu mun lifa í hjarta okkar um alla framtíð. Eg krýp við krossinn þinn ó kom þú Jesú minn og blessa mig í dag. Mitt hjarta geri gott oggæskuberivott svo allt mér gangi í hag. Með söknuði kveð ég þig, elsku Fanney mín. Svo margs er að minnast á þessari stundu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér og þínu góða hjarta þegar mamma fór að vinna hjá Skýrr hf. Þið mamma urðuð strax góðar vinkonur. Þið höfðuð svo gaman af því að fara í búðir og skoða fallega hluti og þú, Fanney, hafðir svo gaman af því að gefa gjafír. Þegar ég var ófrísk af mínu fyrsta barni fylgdist þú vel með mér og barninu, mér fannst þú eiga svo mikið í okkur. Þegar Jóhanna María svo fæddist komst þú strax daginn eftir upp á spítala ásamt mömmu með fangið fullt af gjöfum bæði handa mér og barninu. Eins gerðir þú þegar ég eignaðist Vigdísi Fríðu og síðar Sigfús Andra. Núna í byrj- un sumars komst þú til mín í Mos- fellsbæinn til að sjá húsið okkar. Þá varstu orðin mjög veik og vissir vel í hvað stefndi en þú vildir koma í heimsókn áður. Þannig varst þú, Fanney mín, og þrátt fyrir veikind- in var alltaf stutt í hlátur og brosið þitt blíða. Þegar ég sagði Jóhönnu Maríu að þú værir farin til Guðs sagði hún þessi orð: „Er Fanney þá engill?“ og þegar ég svaraði játandi hélt hún áfram: „Já, mamma, ég veit að hún er fallegasti og besti engillinn því hún var alltaf svo góð við okkur og gaf okkur svo margt fallegt." Já, svaraði ég með kökk í hálsinum og hún sagði: „Mamma, ekki vera leið.“ FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrh- tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- mai'kast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. V V. í : ” ' 5 . ■ i&T0 -<P -míl. . ; Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Alian sólarhringinn Ég vil að verkin mín vitni um ást til þín þú aldrei gleymist mér. 0 haltu hendi minni hún aldrei sleppi þinni og þjóni aðeins þér. Ó láttu líf mitt allt þér launa þúsundfalt af allri gæsku þinni. Og til þín taktu mig til þess ég sjái þig er lýkur gðngu minni. (Steindór Ivarsson.) Elsku Friðjón, við vottum þér og fjölskyldu þinni samúð okkar af öllu hjarta. Hólmfríður, Ester og Lára. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafn síns. Jafn- vel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga míg. Þú býrð mér borð ffammi fyrir fjendum minum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Daviðssálmur.) Ég kveð þig, elsku Fanney mín, með söknuð í huga. Elsku Friðjón, ég sendi þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Guðrún fvarsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, HULDU SOFFÍU ARNBERGSDÓTTUR, Grundarlandi 24, Reykjavík. Þorvaldur Þorvaldsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Ragnheiður Júlíusdóttir, Þorgerður Þorvaldsdóttir, Jón Helgason, Arnbergur Þorvaldsson, Hanna Margrét Geirsdóttir, Gróa María Þorvaldsdóttir, Ingólfur Garðarsson, barnabörn, Elsa Fríða Arnbergsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁSGRÍMS P. LÚÐVÍKSSONAR húsgagnabólstrara, vistheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, áður til heimilis í Úthlíð 10. Þórunn Egilsdóttir, Egill Ásgrímsson, Sigríður Lúthersdóttir, Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir, Guðbjartur K. Sigfússon, Ásgrímur Þ. Ásgrímsson, Marta K. Sigmarsdóttir, Jóhann G. Ásgrímsson, Herdís Alfreðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. INGIBJÖRG GUÐLAUG ÞÓRÐARDÓTTIR + Ingibjörg Guðlaug Þórðar- dóttir fæddist í Kolbeins- staðahreppi 31. janúar 1920. Hún lést hinn 28. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Árnason, f. 28.9. 1884, d. 27.3. 1961 og Sigurveig Da- víðsdóttir, f. 4.12. 1886, d. 28.3. 1951, bændur á Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi. Ingibjörg hóf sambúð með Guðmanni Sig- urðssyni 1950. Guðmann var fæddur 2.9. 1914, d. 17.10. 1983. Börn Ingibjargar 1) Kristín Þóra Jóhannesdóttir verka- kona, f. 28.6. 1944, d. 14.9. 1987. 2) Þórður Guðmannsson sjó- maður, f. 1.2. 1951. 3) Kristján Guðmannsson húsasmiður, f. 26.3. 1953. títför Ingibjargar fór fram frá títskálakirkju í Garði 5. september. Imba frænka mín var sjöunda í röð tólf barna afa míns og ömmu. Hún var alin upp vestur í Hnappadalssýslu og hélt tryggð við uppeldisstöðvarnar svo lengi sem hugur hennar var heill. Imba var alltaf í nálægð fjöl- skyldu minnar, jafnvel eftir að hún var flutt í annað hérað voru tengslin mikil. Imba kom vestur á vorin með litlu stelpuna sína, kom svo aftur á haustin til að sækja hana. Seinna eignaðist Imba strákana sína tvo og okkur börn- unum þótti þetta góðir tímar. En æskan líður og börnin uxu upp. En Imba kom eftir sem áður ár- lega og dvaldi eina til tvær vikur, alltaf söm við sig, trygg og um- hyggjusöm frændfólki sínu. Þegar heilsan bilaði fyrir nokkrum árum tók fyrir ferðalög og heimsóknir en lengi gat hún þó látið hugann reika vestur þótt allt annað væri gleymt. Imba fór ung að vinna fyrir sér, fyrst heima við en síðan hjá öðr- um m.a. starfaði hún um tíma í mötuneyti Háskólans. Eftir að hún eignaðist telpuna sína var hún víða í vistum, bæði hjá skyld- um og vandalausum. Atvinnulífið var fábreytt á yngri árum Imbu, ekki síst fyrir konur. Um annað var ekki að ræða en matseld, þrif og þvotta fyrir aðra. Imba stofnaði síðan heimili með Guðmanni Sigurðssyni og sinnti húsmóðurstörfum á eigin heimili þar til heilsan brast. Síðustu ár dvaldi hún á Garðvangi, dvalar- heimili aldraðra í Garði. Imba missti mann sinn 17.10. 1983 og einkadóttur sína 1987. Dóttur sína annaðist Imba í banalegu hennar og sýndi þá mikið þrek. En þrátt fyrir að hún bæri sorg sína vel þá vissu allir að söknuður hennar var mikill. Harm sinn bar hún í hljóði en heilsu hennar hrakaði þó smámsaman upp frá því. Þegar maður er kominn á miðj- an aldur reikar hugurinn æ oftar til bernskuáranna og til þess fólks sem hafði áhrif á umhverfi barns- ins. Þetta fólk er nú óðum að hverfa úr jarðnesku lífi en í minn- ingunni er það hér enn, orð þess og athafnir. Og þannig á það líka j*. að vera. Imba og hennar kynslóð hafði áhrif á lífsviðhorf okkar sem nú erum á miðjum aldri og við munum ósjálfrátt móta næstu kynslóð með líkum viðhorfum. Blessaðar séu minningarnar. Sigurveig Sigurðardóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru \ nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLAFAR ÞÓRUNNAR SVEINSDÓTTUR, Lágabergi 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Haraldur Lýðsson, Haraldur D. Haraldsson, Hanne Fisker, Friðgeir S. Haraldson, Ragna Rut Garðarsdóttir, Inga Þóra Haraldsdóttir og barnabörn. * + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma og tengdadóttir, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Kveldúlfsgötu 9, Borgarnesi, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 2. seþtember. Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 14.00. Guðmundur Lind Egilsson, Halldór Klemenzson, Áslaug Lind Guðmundsdóttir, Arnar Kristinsson, Halldór Lind Guðmundsson, Anna María Malmquist, Jóhanna Lind Guðmundsdóttir, Kristinn Lind Guðmundsson, Stefán Orri, Kolbrún Lind, Snædís og Gunnar Logi, Jóhanna Lind Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.