Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 48
~*48 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens l i Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk YOU DID IT A6AIN! YOl/ TOOK m COMIC 0OOK5 UUITWOUT ASKIN6 ME! TC~ THE5EAKEMY COMIC 30ÖK5, ANDI DON'TWANT Y0UT0UCHIN6THEM! IF YOU DO IT A6AINJ M 60IN6 TO HIT YOU RI6HT OVER THE HEAD' I M 6LAD LUE HAD THI5 DI5CU55ION.. ^zr mw, Í'Um Þú gerðir það aftur! Þú tókst myndarsögubókina mi'na án þess að spyrja mig! Þetta eru mínar myndasögubækur, og ég vil ekki að þú snertir þær! Ef þú gerir það aftur þá slæ ég þig á hausinn! Ég er feginn að við töluðum saman. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Svar til Eysteins Jónassonar Frá Grétari Einarssyni: EYSTEINN Jónasson, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju, tók áskorun minni frá 22. ágúst og útskyrði afstöðu Selfosskirkju varðandi tónlistarflutning í kirkj- unni í Morgunblaðinu 28. ágúst. Kann ég honum þakkir fyrir. Það eru þó örfá atriði sem ég vil koma hér á framfæri: 1. Eysteinn saknar þess að vita ekki hver þáttur minn var í þessu brúðkaupi. Ég var beðinn um að gegna hlutverki organista og að sjá um að flutningur tónlistar af geisladiski gengi svo sem áætlað var. Ég taldi við ritun greinar minnar að hlutverk mitt í þessu brúðkaupi kæmi málinu ekki við. Leiðrétti ég það hér með. 2. Eysteinn segir í grein sinni: „Þó gátu þau ekki látið það ógert að hóta mér því að þetta færi sko í fjölmiðlana ef það leystist ekki samkvæmt þeirra (brúðhjónanna) höfði. Og það tókst þeim svo sann- arlega með aðstoð Stöðvar 2 og Grétars." (innskot undirritaðs) Ég hef engan áhuga á að gera þetta mál að meira fjölmiðlaefni en orðið er. Hins vegar var grein Smára í Morgunblaðinu þess eðlis að ég taldi að henni yrði að svara. þar sem málið snyst um tónlistar- flutning í Selfosskirkju og reglur kirkjunnar þar um taldi ég eðli- legt að óska eftir útskýringum á þeim reglum frá forsvarsmönnum hennar. Lít ég svo á að Smári Óla- son hafi ekki síður og raunar mun fremur átt þátt í því að gera þetta mál að því sem það nú er orðið en ég- 3. Það skal tekið fram að við jarðarför þá er ég nefni í grein minni að hafa verið viðstaddur í Selfosskirkju var ekki verið að jarða skyldmenni mitt heldur góð- an vin og mann sem ég met mik- ils. Lít ég á hann og hans fjöl- skyldu sem eitt mitt nánasta og besta vinafólk. 4. Ég trúi því að við jarðarfarir sé hinn látni viðstaddur og því sé tónlist sem við slíka athöfn er flutt ekki síður fyrir hinn látna en aðstandendur hans. Auk þess held ég að tónlist við slíkar athafnir sé oftar en ekki valin samkvæmt ósk hins látna eða sem næst því sem aðstandendur telja að hinn látni hafi orðið sáttur við. Þarna erum við Eysteinn ekki sammála. 5. Eysteinn vitnar í erlendan söngteksta í grein sinni og vil ég benda á að þessar ágætu línur koma ekki fyrir í þeim lögum sem flutt voru í brúðkaupinu. Get ég verið honum sammála um að þær tilfinningar sem þar koma fram séu umdeilanlegar við giftingar- athöfn. (Til frekari útskýringar skal taka fram að lögin sem flutt voru í umræddu brúðkaupi voru útsett fyrir hljóðfæraleik án söngs.) 6. Eysteinn vitnar í erlenda handbók um helgisiði. Samkvæmt upplýsingum mínum hefur þjóð- kirkjan ekki sett neinar lögfastar reglur um helgihald í kirkjunni enda segir Eysteinn að hann hafi bent brúðhjónunum á það það væri algerlega í höndum þess prests sem sæi um athöfnina hvað honum fyndist tilhlýðilegt við sína athöfn ...“ Hins vegar mun vera til helgisiðabók frá því um 1980 sem þjóðkirkjan notar. Hún mun frek- ar vera leiðbeinandi en lögskip- andi. I henni er ekki að finna neinar ákveðnar reglur um tón- listarflutning við brúðkaup. það kann hins vegar að vera að Sel- fosskirkja noti hina erlendu bók sem sína helgisiðabók í stað rits þjóðkirkjunnar og kannski er það ástæðan fyrir því að Eysteinn vitnar í hana en ekki bók þjóð- kirkjunnar. Að lokum þetta: Það var ekki ætlun mín að valda neins konar fjaðrafoki. Eftir stendur að Ey- steini hefur ekki tekist að sann- færa mig um að rétt sé að banna flutning tónlistar af geisladiski í Selfosskirkju og því stendur skoð- un mín á því máli óbreytt. Ég sé ekki nein rök sem styðja slíkt bann í grein hans og tilvitnun í hina erlendu helgisiðabók er ekki nægur rökstuðningur þar sem sú bók er ekki almennt notuð í kirkj- um hér á landi svo sem áður greinir. Umræða um tónlistariðkun inn- an kirkjunnar og því hvernig helgihaldi hennar er háttað er þörf og góð umræða og slík mál hljóta alltaf að vera í endurskoðun og fylgja breyttum tímum og áherslum. Skoðanaskipti og um- ræða um kirkjuna og hennar mál er líka af hinu góða. Sú umræða hefur of oft verið á neikvæðum nótum og stundum að gefnu til- efni, því miður. Um þetta held ég að við Eysteinn séum sammála. Ég þakka Eysteini fyrir skjót við- brögð og ítarlega grein og óska honum velfarnaðar í starfi sínu sem formaður sóknarnefndar Sel- fosskirkju sem og í öðrum störf- um. Læt ég þessa grein verða mín síðustu orð um þetta mál. Með vinsemd og virðingu. GRÉTAR EINARSSON, Heiðarbrún 20, Hveragerði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.