Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mikil uppskera á grænmeti Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. NU STENDUR yfír aðalupp- skerutími garðyrkjubænda hér í uppsveitum Árnessýslu og er spretta á grænmeti með allra besta móti eftir hlýtt og sólríkt sumar og er enn að spretta í þeirri góðu tíð sem verið hefur að und- anfornu. Mikil vinna er við að skera kálið en ekki er hægt að koma véltækni við, einungis við niðursetningu á vorin. Flestir bændurnir sem útirækt stunda eru með grænmetisræktun í 3-5 hekt- urum Iands. Nokkrir garðyrkjubændur eru með erlent vinnuafl sér til hjálpar, einkum eru það stúlkur frá Norð- urlöndunum, einnig eru Pólverjar í vinnu hér á Flúðum við ýmis störf. Að sögn tveggja garðyrkju- bænda sem fréttaritari hafði sam- band við, þeir Helgi Jóhannesson- ar í Garði og Arnar Einarsson í Silfturtúni, telja þeir þetta eitt besta uppskeruár sem komið hef- ur, ef ekki það besta. Vorið var mjög gott en miklir þurrkar voru framan af sumri sem drógu sum- arstaðar úr sprettu en hægt var þó að senda grænmeti á markað með fyrsta móti. Metuppskera á gulrótum Gulrætur hafa t.d. sprottið eink- ar vel og er metuppskera á þeim víðast hvar, hægt er að taka þær upp með vélum. Þeir Helgi og Örn segja að uppskera í gróðurhúsum hafi verið í góðu meðallagi. Garðyrkjubændur segja neyslu á grænmeti hafi aukist en ekki eins mikið og vonast var eftir, hún þurfí að aukast enn. Mest hafí aukningin orðið f neyslu á blaðlauk og spergilkáli. Verðið á afurðunum sé viðunandi fyrir garðyrkjumenn. Þá er hér í sveit mjög mikil upp- skera á kartöflum, víða um tutt- ugu föld og eru dæmi um enn rneiri uppskeru. Kornakrar hafa gefíð meira af sér en endranær. 'gafhi® r lOG FYIGIHLUTIR leikfangaversli ból ritfangaversk stórmörkuði matvörubúðu DREJFJNGARAÐILI I.GUÐMUNDSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Ráðstefna um starfslok Hvatt hefur ver- ið til sveigjan- legra starfsloka Pétur A. Maack SAMEINUÐU þjóð- imai* hafa ákveðið að árið 1999 verði alþjóðlegt ár aldraðra. Þetta ár hefst formlega á morgun, 1. október. ASÍ, BSRB og Landssamband eldri borgara standa á morgun íyrir ráðstefnu af þessu tilefni sem ber yfir- skriftina Starfslok. Pétur A. Maack er ráð- stefnustjóri. „Meginþema ráðstefn- unnar er starfslokin í víðri merkingu. Allir sem verða með erindi á ráð- stefnunni fjalla frá ýms- um sjónarhomum um starfslokin en markmiðið með ráðstefnunni er að hefja almenna umræðu um málefni aldraðra á jákvæðan hátt.“ Pétur segir að vekja eigi at- hygli forystumanna verkalýðs- hreyfingarinnar á því að málefni aldraðra séu verðugt verkefni fyrir hreyfinguna. „Við þurfum að leita leiða til að koma í veg fyrir rof tengsla milli vinnandi manna og þeirra sem em hættir á vinnumarkaði. I dag era aðstæður og lífslíkur manna allt aðrar en þær vora þegar verkalýðishreyfingin var stofn- uð fyrir hundrað áram. Til þessa þarf að taka tillit þegar fjallað er um starfslok innan hreyfing- arinnar.“ - Er ekki mismunandi hvenær fólk er tilbúið að hætta störfum ? „Vissulega og það er ómögu- legt að skipta rosknu fólki í einn hóp. Þeir geta verið heilsugóðir eða fárveikir og fjárhagslega vel stæðir eða illa staddir." Hann bendir á að margir kvíði því að hætta að vinna á meðan aðrir hlakki til. Sumir hafi að mörgu að hverfa á meðan einhverjir era orðnir þreyttir og slitnir þegar að starfslokum kemur. „Það er því í mörg hom að líta.“ - Mun sveigjanleg starfslok bera á góma á þessari ráð- stefnu? „Örugglega. I stefnumiðum Sameinuðu þjóðanna um málefni aldraðra er því beint til aðildarríkja að stefnt skuli að því að aldraðir fái sjálfir að ákveða hversu hratt og hvenær þeir hætti á vinnu- markaðnum. Óskastaðan er auðvitað að fólk geti valið hvenær það læt- ur af störfum. Það væri æskilegt að þessu fólki væri sköpuð aðstaða til að fara í léttari störf innan fyrirtækjanna sem jafnframt myndu þá nýta þekkingu og reynslu þessa fólks áfram.“ Pétur segir að sum fyrirtæki leyfi sem betur fer þeim sem era vel hressir að vinna lengur en til sjötugs og þá fær fólk launagreiðslur auk eftirlauna. - Hverjum er þessi ráðstefna ætluð? „Hún er fyrir alla sem starfa að málefnum aldraðra og láta sig þessi mál varða. Við höfum fundið fyrir mjög miklum áhuga á ráðstefnunni og um 200 þátt- takendur hafa þegar látið skrá, sig. Það þýðir með öðrum orðum að hvert sæti verður setið og kominn er biðlisti." ► Pétur A. Maack er fæddur í Reykjavík árið 1949. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Réttar- holtsskóla árið 1966. Pétur starfaði hjá Flugfélagi fslands og síðar Flugleiðum frá 1966- 1982. Hann hefur verið í stjórn Verslunarmannafélags Reykja- víkur frá árinu 1974 og vara- formaður þess frá árinu 1991. Pétur hóf störf hjá Verslun- armannafélagi Reykjavíkur árið 1982 og sinnti fræðslu- og útbreiðslustörfum uns hann varð framkvæmdastjóri félags- ins árið 1987. Eiginkona hans er Kristjana Kristjánsdóttir og eiga þau íjögur börn. Pétur segir að Kópavogsbær sé gestgjafi ráðstefnunnar sem stendur heilan dag. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra flytur í upp- hafi ávarp og opnar formlega ár aldraðra á Islandi. Þá munu ýmsir flytja söng og tónlist og meðal þeirra sem flytja erindi eru Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri Kópavogs og Þórunn Sveinbjörnsdóttir for- maður starfsmannafélagsins Sóknar. Öldrunarsálfræðingurinn Berglind Magnúsdóttir mun skýra frá félagslegum hliðum starfsloka, María Ammendrap hjá Félagsvísindastofnun fjallar um vinnuviðhorf og Benedikt Davíðsson formaður Landssam- bands eldri borgara ræðir um viðhorf aldraðra til starfs- loka.“ Pétur bendir á að í lokin verði penelumræður sem Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri Reykjavíkur stjómi en þar verða forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni ásamt fulltrúum aldraðra í fyrirsvari. „Þar mun m.a. verða rætt hvernig verkalýðshreyfíngin og félög eldri borgara geti komið að bættum undirbúningi starfsloka og fjallað um þau atriði fram- kvæmdaáætlunar ASÍ og BSRB sem snerta starfslok. Alþýðu- samband Islands hefur tekið þátt í og átt fulltrúa í starfi sem snýr að málefnum aldraðra í þjóðfélaginu og síðustu tvö árin hefur verið reynt að koma skipulegu starfi í gang og stefn- umótun hefur farið fram.“ Aldraðir eru afar marg- breytilegur hópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.