Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 14

Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Aukin umsvif í fískvinnslu Dagmanns Ingvasonar á Dalvík Starfshópur um upp- byggingu matvælagarðs Starfsfólki Qölgað Morgunblaðið/Kristján DAGMANN Ingvason, t.v., og Stefán Steinsson fóru fimlega með hníf- ana en þeir voru að flaka blálöngu er ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð á Dalvík í gær. DAGMANN Ingvason, sem rekur fiskvinnslu á Dalvík undir eigin nafni, flytur starfsemi sína í nýtt húsnæði eftir helgina og í kjölfarið stefnir hann að því að bæta við 4-6 starfsmönnum. Dagmann sagði í samtali við Morgunblaðið að at- vinnuástand á Dalvík væri hins vegar það gott og mikil gróska í at- vinnulífínu að erfitt gæti orðið að fá fólk til starfa. Dagmann hefur tekið 500 fer- metra húsnæði hjá Stefáni Rögn- valdssyni hf. við Ránarbraut á leigu og er verið að ljúka við lag- færingar á því þessa dagana. Starf- semin er nú í um 100 fermetra plássi hjá fyrirtækinu Arnesi. „Eg hóf þessa vinnslu fyrir tveimur ár- um og þá með annarri vinnu. Eftir rúmlega hálft ár sneri ég mér al- farið að vinnslunni. Við höfum ver- ið tveir starfsmennirnir en ég reikna með að bæta við 4-6 starfs- mönnum nú þegar vinnslan verður komin í gang á nýjum stað.“ Starfsemin gengið vel Dagmann hefur sérhæft sig í vinnslu á sjófrystum afurðum og er uppistaðan sjófrystur karfi en einnig er hann að vinna grálúðu, steinbít, hlýra og blálöngu. „Þessi starfsemi hefur gengið mjög vel en fram að þessu hef ég verið nokkurs konar undirverktaki hjá Snæfelli og séð fyrirtækinu fyrir karfa og gi-álúðu upp í sína sölusamninga. Eg mun halda því áfram og til við- bótar mun ég selja afurðir sjálfur og þá í gegnum Islenskar sjávaraf- urðir.“ Hráefnisöflun hefur gengið vel og sagðist Dagmann hafa vilyi-ði fyrir hráefni frá ÍS. • Hann hefur rekið fyi’irtækið á sínu nafni og kennitölu en gerir ráð fyrir að breyta því í einkahlutfélag fyrir áramót. Grýtubakkahreppur Leitað að heitu vatni LEIT að heitu vatni í Grýtubakka- hreppi er nýlega hafin, en verið er að bora vítt um sveitina, alls níu rannsóknarholur. Jarðboranir ann- ast þetta verkefni. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps sagði að flest hús í hreppnum væru kynt með rafmagni og örfá með olíu. Undan- tekning fi’á því er sundlaugin á staðnum, en hún er kynt með um 20 gráða heitu vatni sem fannst undir Höfðanum. „Það er pottþétt að hér finnst heitt vatn, við þurfum bara að finna það,“ sagði Guðný. Gert er ráð fyrir að boranir standi yfir í um hálfan mánuð, en niðurstöður ættu að sögn Guðnýjar að liggja fyrir eftir um tvo mánuði. „Þegar niður- stöður liggja fyrir munum við skoða málið og hvaða kostir verða í stöðunni," sagði hún. Sjávarútvegsháskóli Sameinuðu þjóðanna Morgunblaðið/Kristján Eflir rann- sóknarstarf í matvæla- iðnaði ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur í samráði við Þor- stein Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, ákveðið að skipa starfs- hóp til að gera tillögur um uppbygg- ingu og rekstur matvælagarðs í tengslum við háskólann. Þorsteinn Gunnarsson rektor sagði að hugmyndin á bak við mat- vælagarðinn væri sú að háskólinn, rannsóknarstofnanir atvinnuveg- anna og fyrirtæki í matvælaiðnaði myndu vinna saman að því að efla rannsóknar- og þróunarstai'f í mat- vælaiðnaði. Matvælagarðurinn myndi tengjast starfsemi sjávarút- vegsdeildar háskólans. „Eg fagna mjög þessari ákvörðun sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þor- steinn. „Slíkt matvælasetur mun efla kennslu, rannsóknir og ráðgjöf á þessu sviði og þar með ýta fleiri stoðum undir atvinnulífið hér um slóðh’. Það er einmitt sérstök ástæða til að byggja upp slíkt setur á Akur- eyi’i vegna þess hve matvælaiðnað- urinn á sér sterkar rætur hér. Fyi-irhugað er að matvælagarður- inn verði til húsa í rannsóknarhúsi Háskólans á Akureyri sem rísa mun við háskólann og sagði Þorsteinn að hann myndi eflaust draga að sér sér- fræðinga og visindamenn á þessu sviði. ---------------- Heilsugæsla og sambýli aldraðra IBÚAR í Grýtubakkahreppi munu ásamt fjölda gesta taka í notkun nýtt hús, þar sem er sambýli fyrir aldr- aða og heilsugæslustöð undir einu og sama þakinu næstkomandi laugar- dag, 3. október. Húsið er rúmlega 500 fermetrar að stærð. Ákvörðun um bygginguna var tek- in í janúar í fyi’ra, en á síðari árum hafa aldraðir íbúar hreppsins ekki haft aðgang að dvalarheimilum og fyrir kom að aldraðir þurftu að fara á dvalarheimili allfjarri sinni heima- byggð. Með sambýlinu sem nú verð- ur tekið í notkun verður sá vandi leystur. Alls er rými fyrir átta ein- staklinga í sambýlinu. Utboð á tryggingum Akureyrarbœr óskar eftir tilboðum í tryggingar Um er að rœða m.a. Tryggingar skilm. helstu stærðir Húseigendatrygging Lausafjártrygging Bifreiða/vinnuvélatryggingar Slysatrygging launþega skv. kjarasamningum Alm. slysa- og líftr. Slysatrygging skólabarna Frjáls ábyrgðartrygging Brunatryggingar alm. kr. 5,5 milljarðar alm. kr. 1,2 milljarður áb tr. fjöldi bifr. / lögb. og vinnuvéla um 100 alm. tr skyldar vinnuv. 61.500 alm. 67 manns alm. fjöldi barna 3.400 ábtr. útboðsskilm. lögb. kr. 7,6 milljarðar br bmat Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 2. hæð, gegn 5.000 kr. greiðslu, frá og með 5. október n k. Tilboðum skal skilað á skrifstofu bæjarlögmanns Geislagötu 9, 2. hæð, Akureyri, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 23. október 1998, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Akureyri 30. september 1998 Akureyrarbœr - bœiarlösmaður Nemendur heimsækja Eyjafjörð NEMENDUR í Sjávarútvegshá- skóla Sameinuðu þjóðanna f Reykjavík; sex að tölu, frá Gambiu, Uganda og Mósambík stunda nám sitt á Eyjafjarðar- svæðinu þessa dagana. Með þeim í för er Tumi Tómasson, skóla- stjóri Sjávarútvegsskólans. Hóp- urinn kom til Akureyrar sl. fimmtudag og heldur suður yfir heiðar nk. laugardag. Nemendur stunda bóklegt nám í Háskólan- um á Akureyri fyrir hádegi en hafa verið að skoða sjávarút- vegsfyrirtæki í Eyjafirði eftir hádegið. I gær var hópurinn að skoða fyrirtæki á Árskógssandi og Hauganesi og á myndinni eru nemendurnir að skoða væna þorska á bryggjunni á Hauga- nesi. Með þeim á myndinni eru Tumi Tómasson, Magnús Magn- ússon hjá VSO Ráðgjöf Akureyri og Elvar Reykjalín frá fískverk- un Trausta hf. á Hauganesi. Nemendurnir fengu að bragða á skötu og snafsi hjá fiskverkun Trausta og í kjölfarið fengu þeir félagsskírteini í „Rotten skate club“ en Elvar Reykjalín er titl- aður forseti klúbbsins. Morgunblaðið/Kristján Minnt á bilabænina JÓN Oddgeir Guðmundsson á Akureyri hefur komið upp stóru skilti við þjóðveg 1, í landi Mold- haugna í Glæsibæjarhreppi skammt norðan Akureyrar. Text- inn á skiltinu er hnitmiðaður: Munið bílabænina, en Jón Odd- geir hefur gefið umrædda bíla- bæn út undanfarin 26 ár. Ótalmargir ökumenn hafa fest bílabænina á mælaborð bifreiða sinna og segir útgefandinn að margir hafi sýnt þakklæti sitt fyrir hana og þá áminningu sem hún flytur. Þakkir bílstjóra fyrir bflabæn- ina sem minnir á ábyrgð þeirra í umferðinni, urðu hvatinn að því að Jón Oddgeir vildi vekja á henni athygli, en hann er mikill áhugamaður um betri umferðar- menningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.