Morgunblaðið - 30.09.1998, Page 19

Morgunblaðið - 30.09.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 19 The Mirror játar ósigur í blaðastríði London. Reuters BREZKA útgáfufyrirtækið Mirror Group Plc hefur viðurkennt ósigur í stríðinu við The Daily Mail með því að játa að keppinauturinn muni fara fram úr The Mh-ror í þessum mán- uði og verða söluhæsta dagblað Bretlands á eftir The Sun, sem News Corp gefur út. Viðurkenning The Mirror kemur fram hálfum mánuði áður en skrif- stofa, sem fylgist með útbreiðslu blaða í Bretlandi, Audit Bureau of Circulation (ABC) birtir næstu töl- ur sínar. Samkvæmt Mirror munu tölurnar sýna meiri sölu Daily Mail í september vegna sérstakrar kynn- ingarherferðar blaðsins. Fjölmiðlafræðingar og sum blöð höfðu spáð því að sala Maii mundi fara fram úr sölu Mirror í janúar eða febrúar sl. að sögn blaðsins. Mirror kvaðst hafa staðið sig mjög vel þrátt fyrir almenna hnign- un á blaðamarkaðnum og ætlar að efla „uppyngingaráætlun“, sem hleypt var af stokkunum í janúar 1997. Það hafi tekið 30 ár að gera Mail að því velheppnaða og arðsama blaði, sem það sé nú, og Mirror eigi í vændum að styrkja stöðu sína og Levi Strauss fækkar starfsfólki Brussel. Reuters. LEVI Strauss í Evrópu hefur hrundið í framkvæmd áætlun um endurskipulagningu, sem mun leiða til þess að fjórum verksmiðjum í Evrópu verður lokað og rúmlega 1.000 starfsmönnum í Belgíu og Frakklandi sagt upp störfum. Astæðan er sögð dræm eftirspum eftir gallabuxum. Um 100 skrifstofu- mönnum kann einnig að verða sagt upp í Evrópu á næstu tólf mánuðum. Þremur verksmiðjum Levi Strauss í Belgíu verður lokað og einni í Frakklandi vegna umfi-amgetu og það getur haft áhrif á 1.461 starf, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu - 931 í Belgíu og 530 í Frakklandi. Einnig vestanhafs Sólarhring áður tilkynnti móður- fyrirtækið Levi Strauss & Co í Bandaríkjunum að tveimur banda- rískum verksmiðjum yi’ði lokað og 991 verkamanni sagt upp störfum. Fyrir tæpum 11 mánuðum til- kynnti Levi Strauss að 11 banda- rískum verksmiðjum yrði lokað og 6.395 verkamönnum sagt upp, eða 34% starfsmanna. vafalaust ógna Mail þegar á næsta ári. 2,3 miiljónir tlntaka Samkvæmt tölum ABC í síðasta mánuði minnkaði nettóeintakafjöldi The Mirror um 0,55% í 2,34 milljón- ir á dag í marz-ágúst, en eintaka- fjöldi The Daily Mail jókst um 6,32% í 2,311 milljónir. A sama tíma minnkaði sala met- sölublaðs News Corp fyrirtækis Ruperts Murdochs, The Sun, um 4,29% í 3,70 milljónir miðað við sama tíma í fyrra. Ritstjóri Daily Mail, Paul Dacre, er almennt talinn eiga heiðurinn af því að blaðið hefur dregið á The Mirror og hefur hann byggt á vel- gengni fyrirrennara sína, Sir David English, og eiganda The Mail, Rothermere lávarðar, sem báðir lét- ust fyrr á þessu ári Fyrr í þessum mánuði skipaði Daily Mail son Rothemere lávarð- ar, Jonathan Hamsworth, stjóm- arformann fyrirtækisins. Dacre, sem er forstöðumaður Associated Newspaper-deildar fyrirtækisins, á sæti í stjórn þess. Finnar taka fyrstir upp evró-mynt Vín. Reuters. FINNAR verða fyrsta þjóð heims sem tekur upp evró, hinn sameiginlega gjaldmiðil Evrópu, og Irar og Portúgalar verða síðastir. Samkvæmt samkomulagi, sem fjármálaráðhemar Efna- hagssambandsins gerðu með sér í Vín, munu ríki, sem ger- ast aðilar að myntbandalaginu 1. janúar 1999, taka upp evró- gjaldmiðilinn á miðnætti að staðartíma. Finnar verða fyrstir, því að klukkan hjá þeim er einum tíma á undan klukkunni í flest- um öðrum löndum ESB. „Við verðum fyrsta evró- land heimsins," sagði fjármála- ráðherra Finna, Sauli Niinisto. Irar og Portúgalar eru ein- um tíma á eftir klukkunni í flestum ríkjum á meginlandinu og verða síðustu þjóðirnar af 11 aðildarþjóðum efnahags- og myntbandalagsins sem taka evró í notkun. Fjármálaráðherrum ESB gekk ekki eins vel að semja um veizlu í tilefni af atburðinum. Skipuð var nefnd til að fjalla um málið eins og venja er. Banki í St. Louis lækkar lánsvexti Ncw York. Reuters. SOUTHWEST Bank í St. Louis lækkaði beztu lánsvexti sína í gær í 8% úr 8,50% og eru það fyrstu við- brögð banka við vísbendingum um að bandaríski seðlabankinn kunni að ákveða vaxtalækkun í næstu viku. Southwest Bank lækkar vexti sína oft fyrstur banka þegar breyt- ing verður á stefnu bandaríska seðlabankans í vaxtamálum. Linn Bealke, varastjórnarfor- maður Southwests kvað ástæðurnar fyrir ákvörðuninni lækkandi verð landbúnaðarafurða, ódýrari inn- flutning og lága markaðsvexti. Bealke kvað einkum verð á korni og stáli valda áhyggjum í St. Louis. Southwest greip til lækkunarinn- ar til að draga úr áhrifum tjár- málakreppu, sem breiðist út í heim- inum, sagði Bealke. „Við höfum áhyggjur af mörkuð- um í Asíu og erfiðleikum sem nú breiðast út til Rómönsku Ameríku," sagði hann. „Ahrifanna mun að lok- um gæta hér og við verðum að lækka vexti til að ráða við ástandið." ERLENT Reuters Barist um atkvæðin í Brasilíu GÖMUL kona gengur framhjá vegg í Brasilíuborg sem þakinn er auglýsingum vegna forsetakosning- anna sem fram fara í Brasilíu á sunnudag. Rúmlega hundrað milljónir manns er á kjörskrá en gert er ráð fyrir að Fernando Henrique Cardoso forseti nái auðveldlega endurkjöri. Fórnarlömbum Serba Qölgar enn í Kosovo Gomje Obrinje. Reuters. LIK sextán íbúa Gornji Obrinje í Kosovo fundust í gær í litlu gljúfri í nágrenni þorpsins og er talið að þau hafi legið þar síðan á laugardag þeg- ar serbneskir hermenn murkuðu líf- ið úr fólkinu. Eru að minnsta tíu af þessum sextán konur, börn eða gamalmenni. Voru þau öll í borgara- legum klæðum, að sögn Reuters- fréttastofunnar. A sama tíma og blaðamenn virtu fyrir sér hinstu hvflu fólksins, sem hafði ýmist verið skotið í höfuðið af stuttu færi eða skorið á háls, funduðu vestrænir stjórnarerindrekai- í Kosovo og ræddu hvemig hægt væri að gera stjórnvöldum í Belgrad ljóst að raunverulegar líkur eru á því að Atlantshafsbandalagið (NATO) gin'pi til loftárása til að fá Serba til að Majko verður forsætisráð- herra Albaníu Tírana. Reuters. SÓSÍALISTAFLOKKURINN í Al- baníu samþykkti í gær að tilnefna Pandeli Majko sem arftaka Fatos Na- no í embætti forsætisráðherra en Na- no sagði af sér í fyrrakvöld. Majko er aðeins þrítugur að aldri og verður yngsti þjóðarleið- togi í Evrópu eftir að Rexhep Meid- ani, forseti Alban- íu, samþykkti til- nefhingu hans. Majko var í hópi námsmanna sem árið 1990 komu stalínistastjórn- inni í landinu á kné og hefur síðan í júní í fyrra verið leiðtogi sósíalista á albanska þinginu, auk þess sem hann er framkvæmdastjóri flokksins. Hann hefur hins vegar aldrei setið í rflds- stjórn en fréttaskýrendur telja hon- um það reyndar til tekna að vera ekki tengdur stjórnartíð stalínista. Majko sagði í gær að þingkosningar væru ekki á dagskrá heldur yrði myndun nýrrar rfldsstjómar rædd við leiðtoga samstarfsflokka sósíalista. Sali Berisha, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, sagðist í gær ætla að styðja Majko í tilraunum hans til að koma á ró í landinu. Hann fór jafn- framt fram á það við Meidani forseta að hann boðaði leiðtoga allra flokka í hringborðsviðræður um stjórnmála- ástandið í Albaníu. hætta stríðsrekstri sínum í Kosovo. Níu þeirra sextán sem myrt vom á laugardag af serbneskum hermönn- um tilheyrðu sömu fjölskyldunni. Sögðu íbúar Gomji Obrinje að líklegt væri að hermennimir hefðu gripið Ali Delija, gamlan mann úr fjölskyld- unni, og neytt hann til að vísa sér að gljúfrinu þar sem fólkið hafði leitað skjóls, skelfinguv lostið eftir að serbneskir her- og lögreglumenn höfðu umkringt heimaþorp þess. „Eg heyrði öskur og skothríð úr gljúfrinu," sagði Sadri Delija, einn meðlima fjölskyldunnai'. „Þegar her- mennimir vora á bak og burt fund- um við lík þeirra." Sagði hann að morðingjarnir hefðu verið íklæddir búningum serbnesku lögi'eglunnar eða hersins. Albanskir heimildar- menn sögðu að hér hefði verið um sérsveit hersins að ræða. Fréttamaður Reuters sagði ekk- ert fórnarlambanna hafa verið klætt þess konar fötum eða verið útbúið á þann hátt að hermennirnir hefðu getað talið það þátttakanda í blóð- ugu stríðinu sem geisað hefur und- anfarna mánuði í Kosovo, þar sem hersveitir Serba hafa nú nánast þurrkað út liðsveitir Frelsishers Kosovo (KLA) sem um sinn höfðu náð yfirráðum í mörgum afskekkt- um svæðum héraðsins. „Enginn í okkar fjölskyldu var í nokkrum tengslum við KLA,“ sagði Hamid Delija, einn ættingja fórnar- lambanna. „Þau vora Albanir á röngum stað á röngum tíma og þess vegna voru þau drepin." Hjá Heimsferðum finnur bú sérfræðinga í sérhópum Hjá Heimsferðum starfar starfsfólk með áralanga reynslu af skipulagn- ingu hópferða um allan heim. Hvort sem um er að ræða ráðstefnu, árs- hátíðarhóp, skólahóp eða fyrirtækjaferð, þá getur þú treyst því að hjá okkur finnur þú hagkvæmustu leiðina. Við nefnuin hér nokkra af þeim áfangastöðum sem við höfum skipulagt ferðir til, fyrir hópa, á síðustu árum. Hafðu samband og við gerum þér tilboð í ferðina. • Acapulco • Costa del Sol • Malasía • Austurríki • Hawaii • Mallorca • Bahamas • Jamaica • MexicoCity • Barbados • Japan • NewYork • Barcelona • Kanari • Paris • Benídorm • Kuba • Prag • Boston • London • San Francisco • Brasilía • Los Angeles • Singapore • Cancun • Madríd • Thailand Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is Reuters Majko.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.