Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 19 The Mirror játar ósigur í blaðastríði London. Reuters BREZKA útgáfufyrirtækið Mirror Group Plc hefur viðurkennt ósigur í stríðinu við The Daily Mail með því að játa að keppinauturinn muni fara fram úr The Mh-ror í þessum mán- uði og verða söluhæsta dagblað Bretlands á eftir The Sun, sem News Corp gefur út. Viðurkenning The Mirror kemur fram hálfum mánuði áður en skrif- stofa, sem fylgist með útbreiðslu blaða í Bretlandi, Audit Bureau of Circulation (ABC) birtir næstu töl- ur sínar. Samkvæmt Mirror munu tölurnar sýna meiri sölu Daily Mail í september vegna sérstakrar kynn- ingarherferðar blaðsins. Fjölmiðlafræðingar og sum blöð höfðu spáð því að sala Maii mundi fara fram úr sölu Mirror í janúar eða febrúar sl. að sögn blaðsins. Mirror kvaðst hafa staðið sig mjög vel þrátt fyrir almenna hnign- un á blaðamarkaðnum og ætlar að efla „uppyngingaráætlun“, sem hleypt var af stokkunum í janúar 1997. Það hafi tekið 30 ár að gera Mail að því velheppnaða og arðsama blaði, sem það sé nú, og Mirror eigi í vændum að styrkja stöðu sína og Levi Strauss fækkar starfsfólki Brussel. Reuters. LEVI Strauss í Evrópu hefur hrundið í framkvæmd áætlun um endurskipulagningu, sem mun leiða til þess að fjórum verksmiðjum í Evrópu verður lokað og rúmlega 1.000 starfsmönnum í Belgíu og Frakklandi sagt upp störfum. Astæðan er sögð dræm eftirspum eftir gallabuxum. Um 100 skrifstofu- mönnum kann einnig að verða sagt upp í Evrópu á næstu tólf mánuðum. Þremur verksmiðjum Levi Strauss í Belgíu verður lokað og einni í Frakklandi vegna umfi-amgetu og það getur haft áhrif á 1.461 starf, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu - 931 í Belgíu og 530 í Frakklandi. Einnig vestanhafs Sólarhring áður tilkynnti móður- fyrirtækið Levi Strauss & Co í Bandaríkjunum að tveimur banda- rískum verksmiðjum yi’ði lokað og 991 verkamanni sagt upp störfum. Fyrir tæpum 11 mánuðum til- kynnti Levi Strauss að 11 banda- rískum verksmiðjum yrði lokað og 6.395 verkamönnum sagt upp, eða 34% starfsmanna. vafalaust ógna Mail þegar á næsta ári. 2,3 miiljónir tlntaka Samkvæmt tölum ABC í síðasta mánuði minnkaði nettóeintakafjöldi The Mirror um 0,55% í 2,34 milljón- ir á dag í marz-ágúst, en eintaka- fjöldi The Daily Mail jókst um 6,32% í 2,311 milljónir. A sama tíma minnkaði sala met- sölublaðs News Corp fyrirtækis Ruperts Murdochs, The Sun, um 4,29% í 3,70 milljónir miðað við sama tíma í fyrra. Ritstjóri Daily Mail, Paul Dacre, er almennt talinn eiga heiðurinn af því að blaðið hefur dregið á The Mirror og hefur hann byggt á vel- gengni fyrirrennara sína, Sir David English, og eiganda The Mail, Rothermere lávarðar, sem báðir lét- ust fyrr á þessu ári Fyrr í þessum mánuði skipaði Daily Mail son Rothemere lávarð- ar, Jonathan Hamsworth, stjóm- arformann fyrirtækisins. Dacre, sem er forstöðumaður Associated Newspaper-deildar fyrirtækisins, á sæti í stjórn þess. Finnar taka fyrstir upp evró-mynt Vín. Reuters. FINNAR verða fyrsta þjóð heims sem tekur upp evró, hinn sameiginlega gjaldmiðil Evrópu, og Irar og Portúgalar verða síðastir. Samkvæmt samkomulagi, sem fjármálaráðhemar Efna- hagssambandsins gerðu með sér í Vín, munu ríki, sem ger- ast aðilar að myntbandalaginu 1. janúar 1999, taka upp evró- gjaldmiðilinn á miðnætti að staðartíma. Finnar verða fyrstir, því að klukkan hjá þeim er einum tíma á undan klukkunni í flest- um öðrum löndum ESB. „Við verðum fyrsta evró- land heimsins," sagði fjármála- ráðherra Finna, Sauli Niinisto. Irar og Portúgalar eru ein- um tíma á eftir klukkunni í flestum ríkjum á meginlandinu og verða síðustu þjóðirnar af 11 aðildarþjóðum efnahags- og myntbandalagsins sem taka evró í notkun. Fjármálaráðherrum ESB gekk ekki eins vel að semja um veizlu í tilefni af atburðinum. Skipuð var nefnd til að fjalla um málið eins og venja er. Banki í St. Louis lækkar lánsvexti Ncw York. Reuters. SOUTHWEST Bank í St. Louis lækkaði beztu lánsvexti sína í gær í 8% úr 8,50% og eru það fyrstu við- brögð banka við vísbendingum um að bandaríski seðlabankinn kunni að ákveða vaxtalækkun í næstu viku. Southwest Bank lækkar vexti sína oft fyrstur banka þegar breyt- ing verður á stefnu bandaríska seðlabankans í vaxtamálum. Linn Bealke, varastjórnarfor- maður Southwests kvað ástæðurnar fyrir ákvörðuninni lækkandi verð landbúnaðarafurða, ódýrari inn- flutning og lága markaðsvexti. Bealke kvað einkum verð á korni og stáli valda áhyggjum í St. Louis. Southwest greip til lækkunarinn- ar til að draga úr áhrifum tjár- málakreppu, sem breiðist út í heim- inum, sagði Bealke. „Við höfum áhyggjur af mörkuð- um í Asíu og erfiðleikum sem nú breiðast út til Rómönsku Ameríku," sagði hann. „Ahrifanna mun að lok- um gæta hér og við verðum að lækka vexti til að ráða við ástandið." ERLENT Reuters Barist um atkvæðin í Brasilíu GÖMUL kona gengur framhjá vegg í Brasilíuborg sem þakinn er auglýsingum vegna forsetakosning- anna sem fram fara í Brasilíu á sunnudag. Rúmlega hundrað milljónir manns er á kjörskrá en gert er ráð fyrir að Fernando Henrique Cardoso forseti nái auðveldlega endurkjöri. Fórnarlömbum Serba Qölgar enn í Kosovo Gomje Obrinje. Reuters. LIK sextán íbúa Gornji Obrinje í Kosovo fundust í gær í litlu gljúfri í nágrenni þorpsins og er talið að þau hafi legið þar síðan á laugardag þeg- ar serbneskir hermenn murkuðu líf- ið úr fólkinu. Eru að minnsta tíu af þessum sextán konur, börn eða gamalmenni. Voru þau öll í borgara- legum klæðum, að sögn Reuters- fréttastofunnar. A sama tíma og blaðamenn virtu fyrir sér hinstu hvflu fólksins, sem hafði ýmist verið skotið í höfuðið af stuttu færi eða skorið á háls, funduðu vestrænir stjórnarerindrekai- í Kosovo og ræddu hvemig hægt væri að gera stjórnvöldum í Belgrad ljóst að raunverulegar líkur eru á því að Atlantshafsbandalagið (NATO) gin'pi til loftárása til að fá Serba til að Majko verður forsætisráð- herra Albaníu Tírana. Reuters. SÓSÍALISTAFLOKKURINN í Al- baníu samþykkti í gær að tilnefna Pandeli Majko sem arftaka Fatos Na- no í embætti forsætisráðherra en Na- no sagði af sér í fyrrakvöld. Majko er aðeins þrítugur að aldri og verður yngsti þjóðarleið- togi í Evrópu eftir að Rexhep Meid- ani, forseti Alban- íu, samþykkti til- nefhingu hans. Majko var í hópi námsmanna sem árið 1990 komu stalínistastjórn- inni í landinu á kné og hefur síðan í júní í fyrra verið leiðtogi sósíalista á albanska þinginu, auk þess sem hann er framkvæmdastjóri flokksins. Hann hefur hins vegar aldrei setið í rflds- stjórn en fréttaskýrendur telja hon- um það reyndar til tekna að vera ekki tengdur stjórnartíð stalínista. Majko sagði í gær að þingkosningar væru ekki á dagskrá heldur yrði myndun nýrrar rfldsstjómar rædd við leiðtoga samstarfsflokka sósíalista. Sali Berisha, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, sagðist í gær ætla að styðja Majko í tilraunum hans til að koma á ró í landinu. Hann fór jafn- framt fram á það við Meidani forseta að hann boðaði leiðtoga allra flokka í hringborðsviðræður um stjórnmála- ástandið í Albaníu. hætta stríðsrekstri sínum í Kosovo. Níu þeirra sextán sem myrt vom á laugardag af serbneskum hermönn- um tilheyrðu sömu fjölskyldunni. Sögðu íbúar Gomji Obrinje að líklegt væri að hermennimir hefðu gripið Ali Delija, gamlan mann úr fjölskyld- unni, og neytt hann til að vísa sér að gljúfrinu þar sem fólkið hafði leitað skjóls, skelfinguv lostið eftir að serbneskir her- og lögreglumenn höfðu umkringt heimaþorp þess. „Eg heyrði öskur og skothríð úr gljúfrinu," sagði Sadri Delija, einn meðlima fjölskyldunnai'. „Þegar her- mennimir vora á bak og burt fund- um við lík þeirra." Sagði hann að morðingjarnir hefðu verið íklæddir búningum serbnesku lögi'eglunnar eða hersins. Albanskir heimildar- menn sögðu að hér hefði verið um sérsveit hersins að ræða. Fréttamaður Reuters sagði ekk- ert fórnarlambanna hafa verið klætt þess konar fötum eða verið útbúið á þann hátt að hermennirnir hefðu getað talið það þátttakanda í blóð- ugu stríðinu sem geisað hefur und- anfarna mánuði í Kosovo, þar sem hersveitir Serba hafa nú nánast þurrkað út liðsveitir Frelsishers Kosovo (KLA) sem um sinn höfðu náð yfirráðum í mörgum afskekkt- um svæðum héraðsins. „Enginn í okkar fjölskyldu var í nokkrum tengslum við KLA,“ sagði Hamid Delija, einn ættingja fórnar- lambanna. „Þau vora Albanir á röngum stað á röngum tíma og þess vegna voru þau drepin." Hjá Heimsferðum finnur bú sérfræðinga í sérhópum Hjá Heimsferðum starfar starfsfólk með áralanga reynslu af skipulagn- ingu hópferða um allan heim. Hvort sem um er að ræða ráðstefnu, árs- hátíðarhóp, skólahóp eða fyrirtækjaferð, þá getur þú treyst því að hjá okkur finnur þú hagkvæmustu leiðina. Við nefnuin hér nokkra af þeim áfangastöðum sem við höfum skipulagt ferðir til, fyrir hópa, á síðustu árum. Hafðu samband og við gerum þér tilboð í ferðina. • Acapulco • Costa del Sol • Malasía • Austurríki • Hawaii • Mallorca • Bahamas • Jamaica • MexicoCity • Barbados • Japan • NewYork • Barcelona • Kanari • Paris • Benídorm • Kuba • Prag • Boston • London • San Francisco • Brasilía • Los Angeles • Singapore • Cancun • Madríd • Thailand Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is Reuters Majko.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.