Morgunblaðið - 30.09.1998, Page 21

Morgunblaðið - 30.09.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 21 Fylgi Kohls dreifðist á alla flokka Bonn. Reuters. KRISTILEGI demókrataflokk- urinn (CDU), flokkur Helmuts Kohls fráfarandi kanslara, tapaði fylgi í allar áttir ef marka má útreikninga stjórn- málaskýrenda sem rýnt hafa í niðurstöður þýsku sam- bandsþingkosninganna síðast- liðinn sunnudag. Jafnvel þeir tveir hópar kjósenda sem Kohl lagði sérstaka áherslu á að höfða til síðustu daga kosn- ingabaráttunnar, óákveðnir og íbúar austurhluta Þýskalands, virðast hafa yfirgefið kanslar- ann þaulsetna á ögurstundu. Segja fréttaskýrendur að Gerhard Schröder og Jafnaðar- mannaflokkur hans (SPD) hafí í raun ekki unnið kosningarnar heldur hafi Kohl og CDU tapað þeim. Virðast atkvæði sem áð- ur fóru til CDU nú hafa dreifst á jafn ólíka flokka og SPD, arf- takaflokk austur-þýska kommúnistaflokksins (PDS) og öfgahægri flokkinn DVU. Er það skoðun dagblaðsins Siiddeutsche Zeitung í Miinchen að kosningaúrslitin nú séu þau verstu sem CDU hefur þurft að þola síðan í ágúst 1949. Jafnvel breytingar á kosningalögunum, sem í þingkosningunum árið 1994 tryggðu Kohl enn öruggari þingmeirihluta en ella, virðast nú miklu fremur hafa komið andstæðingum hans til góða. Fékk SPD 13 svokölluð aukaþingsæti en CDU ekkert. Hafði CDU hins vegar fengið 12 slík árið 1994 og þannig tryggt stöðu sína þá. CDU tapaði alls staðar fylgi CDU tapaði fylgi í öllum sextán sambandslöndum Þýska- lands, frá 0,6% í Hesse í vestur- hluta Þýskalands til svo mikils sem 15,3% í Saxlandi í austur- hlutanum. Er útkoma CDU í austurhlutanum áfall fyrir flokkinn enda vann Kohl, „kanslari sameiningariimar", þar yfirburðasigur í sam- bandsþingkosningunum árið 1990 eftir að Þýskaland var sameinað og hlaut einnig mjög góða kosningu árið 1994. Þegar á heildina er litið féll fylgi CDU í austur-Þýskalandi um 11,2%. „Árið 1990 sögðu menn að austrið væri „rautt“ en CDU vami þar,“ sagði Willy Koch, stjórnmálaskýrandi frá Leipzig. „Núna getum við séð að austrið er sannarlega rautt og að niður- stöðurnar 1990 og 1994 voru fremur undantekning frá regl- uimi heldur en hitt.“ Segir Koch að í austurhluta Þýskalands sé að finna mun fleira fólk sem teljist til eðlilegs kjósendahóps SPD, verkamenn og opinberir starfsmenn, heldur en í vestur- hlutanum þar sem CDU sæki fylgi sitt til fólks úr atvinnulíf- inu og landbúnaði. Talið er að 1,1 milljón kjó- senda, eða 1,9% þeirra 60,5 milljóna manna sem voru á kjörskrá, hafi nú greitt SPD at- kvæði sitt en ekki CDU eins og árið 1994. En fylgi CDU dreifðist víðar, um 103.000 manns munu nú hafa kosið fyrrverandi kommúnista í PDS og yfir 200.000 marnis, sem áð- ur studdu CDU, munu liafa kosið öfgaflokkinn DVU. 330.000 manns, eða 0,5% kjó- senda, greiddu nú Frjálslynda demókrataflokknum (FDP) at- kvæði sitt. SDP tókst einnig að virkja 1,3 milljónir kjós- enda, eða um 2,2% atkvæða- bærra manna, sem venjulega mæta ekki á kjörstað á meðan um 224.000 kjósenda CDU ákváðu nú að neyta ekki at- kvæðisréttar síns. ERLENT Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasfu birtar ákærur Anwar segist saklaus Kuala Lumpur. Reuters. ANWAR Ibrahim, fyrrverandi aðstoðaiforsætis- ráðherra Malasíu, var í gær leiddur fyi-ir rétt í Kuala Lumpur þar sem honum var birt ákæra fyrir fimm spillingarbrot og fjögur kynferðisbrot. Anwar lýsti sig saklausan af öllum ákæruatrið- um. Hann hefur fullyrt að ásakanirnar séu liður í pólitískiú herferð gegn sér og til þess ætlaðar að koma í veg fyrir að hann fletti ofan af spillingu í stjórnkerfinu. Verði Anwar fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsisdóm fyrir spillingu og 20 ára fangelsi og hýðingu fyrir að hafa átt kynmök við karlmenn, en samkyn- hneigð er ólögleg í Malasíu. Ættleiddur bróðir Anwars og fyrrverandi ræðuritari hans voru fyrr í mánuðinum dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa átt kynmök við Anwar. Þeir drógu játningar sínar til baka í gær og áfrýjuðu dómnum til hæstaréttar. Að sögn lögmanna voru þeir pyntaðir af lögreglu og þvingaðir til játninga, í því skyni að klekkja á Anwar. Beittur ofbeldi af lögreglu Anwar bar fyrir dómara í gær að kvöldið sem hann var handtekinn hefði hann verið barinn þar til hann missti meðvitund og að honum hefði ver- ið neitað um læknisaðstoð í fimm daga. Frétta- menn tóku eftir því að hann var með glóðarauga er hann var leiddur fyrir réttinn í gær og virtist af honum dregið. Eiginkona Anwars, sem er augnlæknir að mennt, sagði að hann hefði skerta sjón og að hann kvartaði yfir jafnvægistruflunum eftir barsmíðar lögreglunnar. Lim Kit Siang, leiðtogi stærsta stjórnarand- stöðuflokks Malasíu, mótmælti meðferð lögregl- unnar á Anwar á malasíska þinginu í gær. Hann sagði í ræðu sinni að allir Malasíubúar spyrðu sig nú þeirrar spurningar hvort þeir væru óhultir, fýrst svona væri farið með fyrrverandi aðstoðar- forsætisráðherra landsins. Anwar var handtekinn 20. september síðast- liðinn eftir að hann hafði leitt 30 þúsund manna mótmælagöngu gegn stjórnvöldum um götur Ku- ala Lumpur. Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur sakað hann um að æsa til uppþota með það fyrir augum að steypa stjórninni, líkt og átti sér stað í Indónesíu síðastliðið vor. Anwar var tekinn höndum á grundvelli öryggislaga sem gera stjórnvöldum kleift að halda mönnum í fangelsi án réttarhalda. Reuters ANWAR Ibrahim, til vinstri, kemur til dómhússins í Kuala Lumpur í gær. Hann er með glóðarauga eftir barsmíðar lögreglu. Fj ár lagafrumvarp veldur deilum í Noregi Ösló. Reuters. SAMSTEYPUSTJÓRN miðflokk- anna í Noregi var gagnrýnd harð- lega í gær eftir að viðkvæmum upp- lýsingum um innihald væntanlegi’a fjárlaga hafði verið lekið í Dagblad- et. Hugnast hvorki vinstri né hægri flokkunum áætlanir ríkisstjórnar Kjells Magne Bondeviks um skatta- hækkanir og niðurskurð í ríkisfjár- málum. Sagði í frétt Dagbladet að ríkis- stjórnin, sem er minnihlutastjórn og nýtur einungis stuðnings fjörutíu og tveggja af hundrað sextíu og fimm fulltrúum á norska Stórþing- inu, hygðist minnka ríkisútgjöld um næstum eitt hundrað milljarða ísl. króna í fjárlögum sem lögð verða fyrir Stórþingið 5. október næst- komandi. Lýst hægri flokkunum lítið á þá fyrirætlun stjórnvalda að hækka skatta og tolla um 42 milljarða ísl. króna til að vega upp á móti lækk- andi olíuverðs á heimsmarkaði. Vinstri flokkamir eru fyrir sitt leyti fremur ósáttir við þá fyrirætlun stjórnarinnar að greiða foreldrum barna yngri en tveggja ára þrjátíu þúsund ísl. krónur á mánuði fyrir að annast börn sín sjálfir heima við. Segist Verkamannaflokkurinn alls ekki hafa hugsað sér að styðja fjár- lög sem ganga í þessa átt. Segja fréttaskýrendur að hætta sé á margra mánaða karpi um fjár- lögin, reynist upplýsingar um inni- hald þeirra réttar, og jafnvel falli ríkisstjórnar Kjells Magne Bondeviks eftir fjórtán mánaða valdatímabil. Stjórnvöld tilkynntu hins vegar að þau hygðust biðja norsku rannsóknarlögregluna að kanna gaumgæfilega hvernig lekinn um innihald fjárlaganna væri til kominn. Fyllingar í tönnum ollu æðiskasti London. The Daily Telegraph. BRESK kona sem réðst á móð- ur sína og var í kjölfarið talin geðveik af læknum fékk á dög- unum uppreisn æru þegar kom í ljós að hún hafði orðið fyrir eitrun af völdum fyllinga í tönnum. Theresa Walker dró 59 ára gamla móður sína út úr rúminu í apríl síðastliðnum og elti út um allt hús á meðan hún barði hana í höfuð og handleggi með bílstýrislás. Var Walker lokuð inni á geðdeild eftir árásina en þegar betur var að gáð reyndist æðiskast hennar hafa komið til af því að kvikasilfur hafði tekið að leka úr fyllingum í tönnum hennar. Reyndist hún hafa tífalt það magn kvikasilfurs í líkamanum sem talið er hollt. Hafði ungfrú Walker, sem er 36 ára gömul, ekki gengið heil til skógar um nokkurn tíma vegna kvikasilfurseitrunar. Andlitið hafði bólgnað en lækn- ar talið að um vírus væri að ræða og jafnvel að Walker væri með rauðu hundana. Er leið fram í apríl var hún orðin sann- færð um að móðir hennar væri að reyna að eitra fyrir henni. Betur fór en á horfðist og komst móðirin undan er Walk- er gerði atlögu að henni. Algengt mun hafa verið á áttunda áratugnum að tann- læknar notuðu kvikasilfur í tannfyllingar. Þú ferð einfaldlega fyrr í rúmio! KINGSDOWN Eðlileg hryggjarstaða Minni byltur i svefni Ofnæmisprófuð Flexatron® fóðring i Frábær þyngdardreifing S> Stuðlar að betri hvíld, auknum þægindum og heilbrigðum nætursvefni SOFÐUÁ ÍGORHUR fGORM DÝNUM Einstakar amerískar dýnur frá Kingsdown

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.