Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 49
Bertolt Brecht
Bertolt
Brecht í
október
SPENNULEIKRIT, djass, sígild
tónlist, skemmtiþættir, snörp dæg-
urmálaumræða, heimildaþættir og
þemamánuðir verða á vetrardag-
skrá Rásar 1 og Rásar 2 í vetur og
verður reynt að miðla til lesenda
fróðleik, spennu, afþreyingu og tón-
list við allra hæfí.
Þemamánuðir verða á Rás 2 í vet-
ur og í október verður fjallað um
þýska leikritasmiðinn Bertolt
Brecht í tilefni af aldarafmæli hans.
Ýmsar hliðar á skáldinu verða skoð-
aðar, birtar verða nýjar þýðingar á
smásögum, ljóðum og kenningum
hans og heyra má fjölbreytta tónlist
eftir tónskáldin Kurt Weil, Hans
Eisler og Paul Dessau, sem áttu
samstarf við Brecht. Túskild-
ingsóperan eftir Brecht og Weil
verður ílutt í lok mánaðarins.
Brecht-mánuðurinn hefst sunnudag-
inn 4. október með kennsluleikritinu
Undantekningunni og reglunni.
Utvarpsleikrit verða í fyrsta
skipti send út á báðum stöðvum.
Einnig verða vandaðir heimilda-
þættir á laugardags- og sunnudags-
morgnum, að sögn Margrétar Odds-
dóttur deildarstjóra menningar-
deildar Rásar 2. Má þar nefna þátta-
röð um utanríkissögu Bandaríkj-
anna. Fimmtudagsþátturinn Vinkill
verður vettvangur nýsköpunar í út-
varpsþáttagerð. Tilraunir verða
gerðar með upptökur, tal og hljóð,
óvenjulegar samsetningar og efnis-
tök. Markmiðið er að koma áheyr-
endum skemmtilega á óvart.
Sinfónían á sunnudögum
Fitjað verður upp á þeirri ný-
breytni á Rás 1 að útvarpa tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitar íslands
fyrsta sunnudag eftir hverja tón-
leika, að sögn Oskars Ingólfssonar,
deildarstjóra tónlistar. Á þriðju-
dagskvöldum í vetur verður útvarp-
að tónleikaröðum. Sú fyrsta er
byggð á upptökum tónleika frá nýaf-
staðinni djasshátíð í Reykjavík og er
önnur röðin samvinnuverkefni evr-
ópskra útarpsstöðva undir heitinu
Goðsagnir í tónlist.
Á Rás 2 kveður við annan tón. Þar
eru flutt nýjustu lögin í Rokklandi
Olafs Páls Gunnarssonar alla virka
morgna og þekktar og óþekktar
hljómsveitir koma í hljóðver og láta í
sér heyra. Annars staðar í dag-
skránni verður útvarpað frá tónleik-
um hér heima og erlendis auk þess
sem eldri tónlistarliðir halda áfram.
Umslög gestaumsjónarmanna
Til viðbótar verður framleitt fram-
leitt fjölbreytt efni fyrir báðar rásir.
I vetur verður hinn gamalkunni út-
varpsmaður Leifur Hauksson aðal-
umsjónarmaður Dægurmálaút-
varpsins og af annarri nýbreytni
nefnir hún að sérstök umslög verða
opnuð síðasta hálftíma þáttarins þar
sem gestaumsjónarmenn verða með
stutt innlegg.
Á mánudögum fá hlustendur að
heyra inúítasögur sem Sigfús Bjart-
marsson þýðir og les, Magga Stína.
fyllir umslagið á miðvikudögum með
samtalsbrotum og á fímmtudögum
verður fjallað um kvikmyndir og
dægurlög.
FÓLK í FRÉTTUM
Hugh Grant sammála
Bill Clinton
► BRESKI leikarinn Hugh
Grant og Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti eiga það sameigin-
legt að hafa komist í sviðsljósið
eftir að hafa verið staðnir að
framhjáhaldi. Og báðir eru
þeirrar skoðunar að framhjáhald
eigi að vera þeirra einkamál.
I samtali við tímaritið GQ
gagnrýnir Grant umfjöllun fjöl-
miðla um það þegar hann var
staðinn að verki með vændis-
konu og fangelsaður. „I einkalíf-
inu voru skammir réttlætanleg-
ar,“ segir hann um atvikið.
„En opinberlega var það gjör-
samlega óréttlætanlegt. Að mínu
mati var það helber hræsni og
ég hræki í andlitið á fjölmiðlum
sem gerðu svona mikið úr
þessu.“
ELIZABETH Hurley og Hugh
Grant á frumsýningu
„Permanent Midnight" í sept-
ember. Hún fer með aðalhlut-
verk í myndinni ásamt Ben
Stiller og Mariu Bello.
Ekki að sparka
heldur veifa
► HASARHETJAN knáa Jackie
Chan sést hér veifa til aðdáenda
sinna sem þyrptust í bókabúðina
Barnes and Noble í Seattle til að
fá áritaða ævisögu kappans á
dögunum, „I am Jackie Chan: My
Life in Action". Nýjasta mynd
Jackie Chan, „Rush Hour“ halaði
inn 31 milljón dollara á frumsýn-
ingarhelginni síðustu, en í mynd-
inni leikur Chan Iöggu frá Hong
Kong sem kemur til Bandaríkj-
anna til að taka á glæpastarfsem-
inni ásamt bandarískum kollega
sem leikinn er af gamanleikaran-
um Chris Tucker.
Aðsókn að myndinni fyrstu
sýningarhelgina slær met þar
vestra fyrir myndir sem frum-
sýndar eru á haustmánuðum. Að
vonum er því Jackie Chan í vina-
legri stellingum en menn eiga að
venjast og veifar bara ljúflega og
lætur spörkin eiga sig.
Flug og hótel til
London
12. og 19. október
frá kr. 26.900
Við höfum nú tryggt okkur viðbótar- I Aðeins 10 I
gistingu á Ambassador-hótelinu ,,í herbergi í boðí I
Kensington a frabærum kjorum. Öll
herbergi með baði, sjónvarpi og síma,
herbergin eru lítil en hótelið snyrtilegt og vel staðsett. Bókaðu
meðan enn er laust og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða á meðan á dvölinni stendur.
Verð kr. 26.900
Flug og gisting í London, 12. og
19. okt. m. v. 2 í herbergi, Ambassa-
dor-hótelið, 3 nætur.
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ síi
Beint flug
alla
fimmtudaga
og mánudaga
í október
og nóvember.
ii 562 4600. www.heimsferdir.is
TvöFaldur
ímmmtakak
í kvöld er dregið
í Víkingalottóinu um
tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag.
( ATH! AðeinsESflkr. röðin)
y í K 1
T
N G
til «i^|LS
að V
N N A