Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 223. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fundur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna Fjöldamorð Serba í Kosovo fordæmd Washington. Reuters. BANDARÍKJAMENN lýstu yfir því í gærkvöldi að Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, bæri að kalla her- lið Serba á brott frá Kosovo-héraði hið fyrsta. Aðeins með því móti fengi hann afstýrt því að herafli Atlants- hafsbandalagsins (NATO) gerði loft- árásir á sveitii’ Serba í héraðinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SP) kom saman til fundar í gær- kvöldi og var í lok fundarins birt yfir- lýsing þar sem fjöldamorð Serba í nokkrum þorpum Albana í Kosovo- héraði voru fordæmd. Mike McCurry, talsmaður Bill Clintons Bandaríkjaforseta, sagði að Milosevic yrði að bregðast við kröf- um Vesturlanda um að kalla her- sveitir sínar á brott úr Kosovo, sem tilheyrir Júgóslavíu en þar eru Al- banar í miklum meirihluta. Umþótt- unartími forsetans væri senn á þrot- um. Talsmaðurinn tók þó fram að enn væri ekki öll von úti um að unnt reyndist að leysa deiluna um Kosovo með friðsamlegum hætti. Til þess yrði Milosevic hins vegar að verða Verð hríðfellur á mörk- uðum New York. Reuters. DOW Jones-vísitalan í New York lækkaði um 210 stig, eða 2,5%, í gær, og var í 7.632,53 stigum við lokun. Vísitalan féll samtals um 12,4% frá byrjun júlí til septemberloka, og er það versta ársfjórðungsút- koman í átta ár. Dow Jones hefur aðeins þrisvar fallið um meira en 10% á einum degi, og í öll skiptin var það í októbermánuði. I ljósi verðfallsins undanfarna daga búa kaupahéðnar á Wall Street sig því undir það versta. Nikkei-vísitalan ekki lægri í 12 ár Verð hélt einnig áfram að falla á mörkuðum í Asíu og Evrópu. I Tókýó lækkaði Nikkei-vísitalan um 1,6% og hefur ekki verið lægri í tólf ár. Pýska DAX-vísitalan lækkaði um 7,59%, FTSE-vísitalan í London lækkaði um 3% og í París lækkaði CAC-vísitalan um 5%. Sérfræðingar sögðu í gær að sú staðreynd að vaxtalækkun- in, sem ákveðin var í Banda- ríkjunum á þriðjudag, hefði verið minni en búist hafði verið við, hefði haft áhrif á mörkuð- um. Otta gætti um að í vænd- um kynni að vera efnahags- samdráttur um heim allan. þegar í stað við kröfum Sameinuðu þjóðanna og kalla herliðið til baka. „Fram til þessa hefur hann jafnan gefið eftir þegar hann stendur frammi fyrh’ diplómatískum þrýst- ingi sem aukinn er með hótun um hernaðaraðgerðir,“ sagði McCurry. Madeleine Albright, utanrikisráð- heira Bandaríkjanna, tók í sama streng en bætti við að Bandaríkja- menn væru tilbúnir að beita hervaldi. Ódæðismenn verði sóttir til saka Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman i gærkvöldi og var birt í lok fundarins fréttatilkynning þar sem fjöldamorð Serba í héraðinu voru fordæmd. Serbar halda því fram að ásakanir um fjöldamorð eigi ekki við rök að styðjast en frétta- mönnum í Kosovo hafa verið sýndar fjöldagrafir sem hafa að geyma lík óbreyttra borgara sem vh’ðast hafa verið teknir af lifi. Vitað er að 36 menn hið minnsta hafa verið myrtir í þremur albönskum þorpum í Kosovo. í samþykkt öryggisráðsins sagði að enn væru þúsundir manna á flótta vegna átakanna í Kosovo. Var þess krafist að stjórnvöld í Belgrad nafn- greindu þá sem ábyrgð bæru á óhæfuverkunum í Kosovo og sæktu þá til saka. Þá var þess farið á leit við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag að hann rannsakaði einnig fjöldamorðin í héraðinu. Athygli vakti að í þeim hiuta ályktunarinnar var ekki vísað bein- línis til ábyrgðar Serba. Að auki var vísað til ályktunar öryggisráðsins frá því í síðustu viku þess efnis að Serbum beri tafarlaust að hætta hernaðaraðgerðum í Kosovo. Var þess krafist að þeir virtu ályktun þessa. Fréttatilkynning á borð við þá sem samþykkt var hefur ekkert lagagildi og telst ekki opinbert skjal. Hún er hins vegar talin nauðsynleg- ur pólitískur undanfari ákveði NATÖ að láta til skarar skríða gegn hersveitum Serba í Bosníu í sam- ræmi við fyrri hótanir. Reuters Stúdentar mótmæla í Moskvu NÝ „framkvæmdanefnd" valda- mestu ráðherra stjórnarinnar í Rússlandi fundaði í gær um að- gerðir til að binda enda á efna- hagskreppuna í landinu. Jevgení Prímakov forsætisráðherra vís- aði því alfarið á bug að aftur yrði horfið til miðstýringar og hafta- stefnu sovéttímans. Meðan ráða- mennirnir ræddu efnahagsvand- ann efndu námsmenn til mót- mæla í stærstu borgum Rúss- lands til að krefjast hærri náms- styrkja. ■ Afturhvarf/25 Reuters GERHARD Schröder, verðandi kanzlari Þýzkalands (t.h.), og Joschka Fischer, forystumaður græningja, umkringdir frétta- mönnum eftir óformlegar viðræður þeirra um myndun nýrrar rík- isstjórnar í Bonn í gær. Viðræður hefjast í Þýskalandi Bonn. Reuters. GERHARD Schröder, verðandi kanzlari Þýzkalands, hóf í gær óformlegar viðræður við fulltrúa græningja um myndun nýrrar rík- isstjórnar. Schröder og fleiri for- ystumenn Jafnaðarmannaflokks- ins SPD áttu langan hádegisverð- arfund með leiðtogum græningja í því skyni að leggja línumar fyiir formlegar stjórnarmyndunarvið- ræður sem hefjast í dag, fóstudag. Eftir fundinn greindi Schröder frá því að báðir flokkar myndu kalla saman flokksþing í lok þessa mán- aðar til að fjalla um væntanlegan stjómarsáttmála. Búizt er við því að helzta for- gangsverkefnið sem samninga- menn beggja flokka ætla sér að ná saman um í viðræðunum framundan, sé framkvæmdaáætl- un um svokallað „vinnubandalag", þ.e. eins konai’ þjóðarsáttarsamn- inga sem miða eiga að því að fjölga störfum svo að draga megi úr atvinnuleysinu sem ríkir í land- inu á fljótan og skilvirkan hátt. Þessi áform voru eitt af lykilatrið- um í kosningabaráttu SPD. Önn- ur mikilvæg verkefni munu snú- ast um umbætur á skattakerfinu sem og orkustefnu hinnar nýju stjórnar. Kanzlarakjör fer fram 27. október Að hinum óformlegu viðræðum loknum tjáði Schröder blaða- mönnum að hann gerði ráð fyrir að hljóta staðfestingu í embætti kanzlara hinn 27. þessa mánaðar. Hann gaf hins vegar ekkert upp um væntanlega úthlutun ráð- herrastóla. Hann sagði að græn- ingjar hygðust halda flokksþing um væntanlegan stjórnarsáttmála hinn 23. október, og SPD myndi þinga um hann hinn 25. Sam- bandsþingið, neðri deild þýzka þingsins, mun svo koma saman í fyrsta sinn eftir kosningarnar hinn 26. október og kanzlarakjör mun fara fram degi síðar. Fráfarandi ríkisstjórn Helmuts Kohls mun sitja unz ný stjórn hef- ur verið mynduð. Hrap flutningavélar á íbúðarhverfi í Amsterdam árið 1992 Jcrúsalem. Reuters. ÍSRAELSK stjórnvöld staðfestu í gær að flutningaþota E1 A1 flugfé- lagsins, er hrapaði á íbúðarhverfi í Amsterdam árið 1992, hefði verið með efnið DMMP innanborðs, en það er meðal annars notað til fram- leiðslu taugagassins saríns. Málið komst í hámæli eftir að hol- lenska dagblaðið NRC Handelsblad birti farmskrá vélarinnar, þar sem fram kom að hún hefði haft 190 lítra af DMMP innanborðs. Vélin var á leið frá New York til Tel Aviv, og samkvæmt farmski’ám var efnið pantað frá Bandaríkjunum af Líf- fræðirannsóknastofnun Israels, en hermt er að þar hafi verið framleidd efnavopn. í yfirlýsingu sem Benjamín Net- Eiturefni voru innanborðs anyahu, forsætisráðherra Israels, sendi frá sér í gær segir að efnið sem um ræðir sé skaðlaust og notað „í ýmsum tilgangi í almennum iðnaði“. Fram kemur að efnið hafi verið ætl- að til varna gegn efnavopnum, en ekki til framleiðslu taugagass, og að bandaríska viðskiptaráðuneytið hafí heimilað sölu þess til rannsókna- stofnunarinnar. Talsmaður hollenska samgöngu- ráðuneytisins vísaði á bug ásökunum um að stjórnvöld hefðu reynt að hylma yfir málið, enda hefði farm- skrá flutningavélarinnar verið lögð fyiúr hollenska þingið árið 1996. Nokkrir þingmenn hafa þó lýst yfir reiði sinni vegna þess að hvergi hafi komið fram að efnið sé notað til framleiðslu taugagass, og hafa þeir krafist þess að opinber rannsókn fari fram. Um langt skeið hefur verið uppi orðrómur um að einhvers konar eit- urefni hafi verið í farmi flugvélarinn- ar. Hollenska heilbrigðisráðuneytið hóf í apríl sl. rannsókn á staðhæfing- um um að ýmsa sjúkdóma, sem hrjáð hafa íbúa hverfisins og björgunar- menn á slysstað, megi rekja til snertingar við notað úraníum, sem notað var sem ballest í vængjum vél- arinnar. Ráðuneytið hefur nú ákveð- ið að hugsanleg áhrif DMMP verði jafnframt könnuð. Um fimmtiu manns létu lífið þegar flutningavélin, sem var af gerðinni Boeing 747, hrapaði á tvö fjölbýlishús í úthverfi Amsterdam í október 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.