Morgunblaðið - 02.10.1998, Side 4

Morgunblaðið - 02.10.1998, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þögul mótmælastaða átakshóps öryrkja fyrir framan Alþingishúsið • • „Ororka ávísun á hreina fátækt“ ÁTAKSHÓPUR öryrkja stóð fyrir þögulli mótmælastöðu á Austurvelli fyiir framan Aiþingishúsið við upphaf um- ræðunnar um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkveldi. Garðar Sverrisson, talsmaður hópsins og varaformaður Öryrkja- bandalags fslands, sagði að með mótmælastöðunni vildi hópurinn vekja at- hygli á því að almanna- tryggingar á íslandi risu ekki lengur undir nafni og stæðust ekki samanburð við almannatryggingar í þeim löndum sem væru sambærilegust okkur í þjóðartekjum. Veikir og fatlaðir helmingur skjóistæðinga „Við erum líka að vekja athygli á þeirri bláköldu staðreynd að hér í einu ríkasta landi veraldar er örorka ávísun á hreina fátækt, enda er svo komið að um helmingur skjól- stæðinga Rauða kross Islands og Hjálparstofn- unar kirkjunnar er fólk sem vegna alvarlegra veikinda og fótlunar hef- ur ekki til hnífs og skeið- ar; fólk sem líður fyrir lé- legar almannatrygging- ar,“ sagði Garðar Sverrisson. Hann sagði að allir sem hefðu eitthvað komið N esj avallavirkjun SrIb, al raforku hafín SALA á raforku frá fyrri véla- samstæðu Nesjavallavirkjunar hófst í gær og verður seinni vélin tekin í notkun eftir mán- uð. Hvor vélasamstæða er 30 MW. Að sögn Jóhanns Krist- jánssonar, veitustjóra á Nesja- völlum, gekk tengingin vel og var rafmagni hleypt á um miðnætti aðfaranótt fímmtu- dags. Bygging orkuversins tók 20 mánuði. Samhliða byggingu rafstöðvar hefur heitavatns- framleiðslunni verið breytt verulega og gufuveitan tvöfóld- uð. Rafmagnsveita Reykjavík- ur sá um byggingu há- spennulínunnar frá virkjun- inni. Endurskoðuð kostnað- aráætlun íyrir allar fram- kvæmdimar er 4,2 milljarðar króna eða um 800 milljónum undir upprunalegri áætlun. Verkinu hefur verið skipt niður í fjölmarga misstóra áfanga. Um 20 mismunandi verk hafa verið í gangi samtímis. Stærsti einstaki verkþátturinn hefur verið vélbúnaður og uppsetn- ing hans. Aðalverktaki er Mitsubishi Heavy Industries í Japan. Raforkuverið verður vígt sunnudaginn 8. nóvember. Heilbrigðisráðherra um hjúkrunarrými Þörf fullnægt næstu tvö ár INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagði í ræðu á ráðstefnu um málefni aldraðra í gær að brýnni þörf aldraðra fyrir hjúkrunarrúm verði fullnægt á næstu tveimur ár- um. „í fyrsta lagi verður nýtt hjúkrunarheimili með 60 rúm- um boðið út í byrjun næsta árs,“ sagði ráðherra. „I öðru lagi verður gengið frá samn- ingum við Garðbæinga um rekstur hjúkrunarheimilis í fyrrverandi klaustri í Garða- bæ. í þriðja lagi verður nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða og geðsjúka tekið í notkun í Ási í Hveragerði 1. desember næstkomandi. í fjórða lagi verður ný hjúkrunardeild á Víðinesi tekin í notkun fyrir áramót. í fímmta lagi verður dvalarrýmum breytt í hjúkrun- arrými og fjölgað," sagði Ingi- björg Pálmadóttir. nálægt þessum málum þekktu þetta ástand. Endurspeglar gamaldags viðhorf „Vandinn er hins vegar sá að fólk hefur fram til þessa forðast um of að op- inbera neyð sína og í því skjólinu hafa stjórnmála- menn skákað. Meirihluti þingmanna hefur talið það til vinsælda fallið að halda tryggingabótum í algjöru lágmarki. En nú kemur á daginn, samkvæmt viða- mestu könnun sem gerð hefur verið á viðhorfúm okkar til þessara mála, að meginþorri þjóðarinnar er búinn að fá nóg af því hvemig farið er með ör- yrkja og þó að forsætis- ráðherrann tali um ábyrgð þá endurspegla þau kjör sem hann og ríkisstjóm hans búa ör- yrkjum hvorki ábyrgð né mikla virðingu fyrir því fólki sem fyrir þremur ár- um var lofað hátíðlega að það yrði haft í fyrirrúmi," sagði Garðar. „Stefna þessara manna endurspeglar fyrst og fremst gamaldags viðhorf sem búið er að uppræta víðast hvar í nágranna- löndum okkar, að minnsta kosti meðal ráðamanna," sagði Garðar ennfremur. Morgunblaðið/Kristínn FÉLAGAR í átakshópi öryrkja söfnuðust saman með logandi kyndla fyrir utan Alþingishúsið í gærkvöld þegar umræður fóru fram um fjárlagafrumvarp ríkissijórnarinnar. Atkvæðagreiðsla á fundi LÍ um gagnagrunnsfrumvarp Gert að greina frá tengslum við IE Á FJÖLMENNUM fundi Lækna- félags íslands um gagnagrunns- frumvarpið í fyrrakvöld flutti Vil- hjálmur Rafnsson yfirlæknir dag- skrártillögu á þá leið að þeir lækn- ar sem hefðu tengsl við Islenska erfðagreiningu skyldu gera grein fyrir því þegar þeir tækju til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með mjög naum- um meirihluta. I kjölfar þessarar samþykktar greindi svo nokkur hópur þeirra lækna sem þátt tóku í umræðunum frá tengslum sínum við ÍE. „Við læknar erum beðnir um að greina frá slíkum tengslum þegar við förum á vísindaþing í tengslum við það efni sem við ætlum að ræða um. Petta er viðtekin venja. Við eigum að greina frá því hvaðan rannsóknarstyrkir koma,“ segir Vilhjálmur. „Eg bar fram þessa tillögu til þess að þeir sem hlusta á þá sem til máls taka geti myndað sér eigin skoðun, meðal annars út frá því hvort menn eru tengdir því efni sem verið er að ræða,“ sagðiVil- hjálmur Rafnsson. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness Fjárhagsáætlun borgarinnar hækkar um rúmar 90 millj. MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt tillögu Eggerts Jónsson- ar borgarhagfræðings, um breyt- ingu á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1998 í kjölfar sameiningar Reykjavíkur og Kjalarness. í tillög- unni kemur fram að áætlaðar skatt- tekjur muni hækka um 77,1 millj., áætluð rekstrargjöld hækka um 114,6 millj. og áætluð eignabreyt- ingagjöld hækka um 53,3 millj. Ut- gjaldaaukning borgarsjóðs er því samtals 90,8 millj. Að sögn borgarhagfræðings, lagði Kjalarneshreppur fram eigin fjárhagsáætlun fyrir árið 1998 en vitað var að þegar sameining sveit- arfélaganna tæki gildi þá þyrfti að sameina bókhaldið og að sú sam- eining kæmi til með að hafa breyt- ingar í för með sér á fjárhagsáætl- un borgarinnar fyrir árið 1998. Sagði hann að 53,3 millj. eigna- breytingagjöld og hluti rekstrar- gjalda hefði ekki verið inní fjár- hagsáætlun hreppsins, þar sem þau byggðust á loforðum sem gef- in voru í kynningarriti sem dreift var til Reykvíkinga og ibúa Kjalar- ness fyrir kosningu um samein- ingu sveitarfélaganna. í ritinu er yfirlit sem sýnir áætlanir borgar: innar ef kæmi til sameiningar. I yfirlitinu er gert ráð fyrir 37,1 millj. í nettó útgjöld á árinu 1997 og 24,1 millj. árið 1998. „Borgin gerði því ráð íyrir að út- gjaldaaukinn vegna sameiningar á þessum tíma yrðu 60 millj.,“ sagði hann. „í þessu er ekkert óvænt en þar sem Kjalameshreppur var mjög skuldsettur þá sáum við okk- ur hag í að greiða upp óhagstæð lán og þar af leiðandi hækkuðu útgjöld- in miðað við fyrri áætlanir. Auk þess hliðruðust framkvæmdir til og þar sem hreppurinn hafði verið í fjársvelti þá urðum við að gera ráð fyrir að útgjöld okkar yrðu meiri en ráð var fyrir gert í áætlun Kjalar- neshrepps." Island tapaði fyrir Eist- landi ÍSLENSKA skáksveitin tapaði illa, 1-3, fyrir eistnesku sveitinni í þriðju umferð á ólympíuskákmót- inu í Elista í Kalmykíu. Hannes Hlífar Stefánsson tapaði fyrir Ehlvest á fyrsta borði, Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli við öðm borði við Rytsagov, Jón Viktor Gunnarsson gerði jafntefli við Veingold á því þriðja, en á fjórða borði tapaði Björgvin Jónsson íýrir Kulaots. Hannes tefldi með hvítu gegn Sikileyjarvöm andstæðingsins og lenti í erfiðleikum og tapaði. Þröst- ur tefldi Franska vöm og var skák- in allan tímann í jafnvægi. Jón Viktor og andstæðingur hans þráléku í jafnri stöðu, eftir 25 leiki. Björgvin beitti Pirc-vöm og stóð höllum fæti framan af skákinni, en lék illa af sér, þegar hann var á góðri leið með að jafna taflið, rétt fyrh- 40 leikja tímamörkin. Segja má, að sagan hafí endur- tekið sig í gær, því það var einmitt eistneska sveitin, sem veitti Islend- ingum fyrsta tapið á síðasta ólympíuskákmóti, fyrir tveimur ár- um, 11/2- 21/2. Ehlvest er okkar mönnum jafnan erfíður, en á síðasta móti réði sigur hans á Mar- geiri Péturssyni á fyrsta borði úr- slitum. íslenska sveitin hefur 7 vinn- inga, eftir þrjár umferðir, hefur unnið Jersey 4-0 og gert jafntefli við Bosníu Herzegovinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.