Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 8

Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SIGUR SCHRÖDERS GERHARD Schröder, kanslaraefni þýskra jafnaðar- manna, er óumdefldur sigurvegari þingkosninganna í Þýskalandi * aunnudag limn,L mffOfit iim '"Ss’ís' nimii/ ii. wiiii/i/iiiiitiin, /llllllll niiiiin '11111)1/ GÆTIRÐU ekki lánað mér uppskriftina þína hr. Schröder. Davíð lítur ekki við þessu þunnildadrasli mínu . . . Ljósmynd/Fróði Jóhannsson Horn frjálsra hvala geta skekkst HÁHYRNINGURINN á mynd- inni, sem tekin var út af Ond- verðarnesi íjúlí 1997, lfldst Keikó að því Ieytinu að horn hans er skakkt. Nú hendir það háhyrninga, sem er haldið í prísund, að hornið skekkist og því vakti það furðu hvalaskoð- ara að hornið á þessum villta og fijálsa hval væri líkt hval í haldi. Ekki er til nein einhh't skýr- ing á því hvers vegna horn karldýra skekkist, en af þeim 350 karldýrum, sem Haf- rannsóknastofnun hefur á skrá eru tveir með skakkt horn. Horninu er haldið uppi af trefjakerfi, en hvorki af brjóski né beini og getur því orðið háhyrningum í grunnum laug- um of þungur burður og lagst á hliðina. „Ástæðan fyrir skökku horni dýra í dýragörðum er talin sú að þau eru mun meira við yfir- borð vatnsins en dýr í náttúru- legu umhverfl og þá eru miklu meiri þyngsli af horninu þegar það stendur upp úr vatninu," segir Gísli A. Víkingsson líf- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun. Við Nýja Sjáland eru skökk og skæld horn háhyrn- inga mun algengari en við Is- land og nefnir Gísli að sam- kvæmt grein sem hann las ný- lega séu 20-30% karldýra með óeðlileg horn, en engin skýring sé til á því hvers vegna þau skekkist. Lucky Charms Head & Shoulders, 4 gerðir Eftirlætisblanda, 300g Marineri síld, :250 ml NI HEIN • UM LAND ALLT Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands Nýtt hús- næði vígt Kristín Jónsdóttir NÝTT húsnæði End- urmenntunarstofn: unar Háskóla ís- lands á Dunahaga 7 við Tæknigarð verður vígt í dag. Með húsnæðinu sér fyrir endann á hús- næðisþröng stofnunarinnar frá upphafi. Nú hefur stofn- unin yfír að ráða þremur rúmgóðum kennslustofum, stórum fyrirlestrarsal og fullkomnu tölvuveri. Kristín Jónsdóttir ný- ráðin forstöðumaður End- urmenntunarstofnunar seg- ir að stofnunin sé í örum vexti enda fari aðsókn að námskeiðum á vegum henn- ar sívaxandi. Nemenda- fjöldi hafi t.a.m. farið úr 7.000 í 10.000 á síðustu þremur skólaárum. Miðað við skráningu stefni í að metið verði enn slegið í ár. Kristín segir að auk Háskólans standi að Endurmenntunarstofn- un Tækniskóli Islands, Arki- tektafélag íslands, HÍK, BHM, Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræðingafélag íslands og eigi allir áðilar fulltrúa í stjórn. „Hlutverk Endurmenntunar- stofnunar er fyrst og fremst að bjóða upp á endurmenntun- arnámskeið á háskólastigi. Námsframboðið er þríþætt og er fyrst að telja að stofnunin stend- ur fyrir kvöldnámskeiðum fyrir almenning. Námskeiðin eru hald- in í samvinnu við heimspekideild og eru flest á menningarlegum nótum. Námskeið samhliða starfi eru annars eðlis, t.d. rekstrar- og viðskiptanám, stjórn og rekstur heilbrigðisþjónustu, nám í opin- berri stjórnsýslu og stjórnun, og framhaldsnám í hjúkrunarfræði. Hvert námskeið stendur yfir í 2 til 3 misseri og er oftast kennt eftir kl. 16 á daginn og á kvöldin. Nú erum við með marga nem- endur utan af landi á námskeiði í opinberri stjórnsýslu og kemur hópurinn hingað í þriggja daga lærdómslotu á þriggja vikna fresti. Yfirleitt höfum við ekki getað annað eftirspurn á nám- skeiðin og því hefur verið valið sérstaklega inn á þau. Við ætlum að bjóða upp á tvö ný námskeið samhliða starfi í vetur. Annað heitir Námskrár- fræði og skólanámskrárgerð og er haldið fyrir framhaldsskóla- kennara í samvinnu við menntamálaráðu- neytið. Hitt er rekstur og stjórnun í matvæla- iðnaði. Síðast en ekki síst stendur Endurmennt- unarstofnun fyrir stuttum fagnámskeiðum fyrir háskólafólk í samvinnu við fagaðila í at- vinnulífinu." - Getur þú nefnt mér einhver áhugaverð kvöldnámskeið? „Þarna kemur þú mér í klípu því að við bjóðum upp á 9 nám- skeið hvert öðru áhugaverðara. Tvö af námskeiðunum eru raun- greinatengd. Annað er grunn- námskeið í erfðafræði og er heimsókn í íslenska erfðagrein- ingu einn liður í námskeiðinu. Á hinu verður fjallað um jarðfræði Reykjaness og verða ferðir um Reykjanesið hluti af nám- skeiðinu. Af menningarlegum toga er hægt að nefna að haldið verður námskeið í tengslum við jólasýn- ingu Þjóðleikhússins á Brúðu- heimili Ibsens. Nemendum gefst kostur á að fylgjast með undir- ► Kristín Jónsdóttir er fædd 15. janúar árið 1961 í Reykja- vík. Kristín varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1981 og kennari frá Kenn- araháskóla íslands árið 1985. Eftir kennaranámið lá leiðin til Bandaríkjanna og lauk Kristín námi í kennslufræði við Uni- versity of Washington árið 1988. Að loknu námi og starfi í Bandaríkjunum og Englandi starfaði hún lengst af sem fræðslustjóri hjá Eimskip eða frá árinu 1992 til ársloka 1997. Hún lét af starfi starfsmanna- stjóra íslenskrar erfðagreining- ar til að gegna starfi forstöðu- manns Endurmenntunarstofn- unar Háskóla Islands 1. ágúst sl. Kristín á einn son. Hann heit- ir Halldór Arnþórsson og er 7 ára. búningi sýningarinnar og koma á lokaæfinguna fyrir jólin. Fyrir utan Stefán Baídursson, þjóð- leikhússtjóra, og Melkorku Teklu Ólafsdóttur, leiklist- arráðunaut Þjóðleikhússins, hef- ur okkur tekist að fá hingað til lands einn fremsta Ibsen- fræðing Breta, Michael Meyer, til að flytja fyrirlestur á nám- skeiðinu. Hann hefur svo dæmi sé tekið skrifað merka ævisögu skáldsins og þýtt sjálft Brúðu- heimilið. Af öðrum námskeiðum má nefna Gullöldina í grískri heim- speki, Landslagsmyndir og þjóð- arvitund, Hlut Ira og Skota í uppruna og menningu Islendinga og námskeið um trú- arlíf í sögu og samtíð. Ótalið er svo vinsælasta nám- - Já, hafa námskeið Jóns Böðvarssonar um íslendinga sögurnar alltaf vinninginn? „Námskeið hans halda vinsældum sínum. Nú erum við búin að troðfylla tvo hópa og er- um langt komin með þann þriðja. Efnið er líka alltaf jafn spenn- andi og verða teknar fyrir sögur af Snæfellsnesi að þessu sinni, Eyrbyggja og Víglundarsaga.“ - Hvað með annars konar nýbreytni? „Núna erum við í fyrsta sinn að gera tilraun með fjarkennslu íyrir íbúa utan af landsbyggðinni. Námskeiðin eru „Síðasta hetjan - sagan af Gretti sterka", spænska fyrir byrjendur og ExceI/97 íyi-ir fjármálafólk. Aðsóknin hefur ver- ið mjög góð og nauðsynlegt hefur verið að sldpta upp hópnum í spænskunni.“ Námskeið Jóns Böðvarssonar vinsælust skeiðið!"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.