Morgunblaðið - 02.10.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.10.1998, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SIGUR SCHRÖDERS GERHARD Schröder, kanslaraefni þýskra jafnaðar- manna, er óumdefldur sigurvegari þingkosninganna í Þýskalandi * aunnudag limn,L mffOfit iim '"Ss’ís' nimii/ ii. wiiii/i/iiiiitiin, /llllllll niiiiin '11111)1/ GÆTIRÐU ekki lánað mér uppskriftina þína hr. Schröder. Davíð lítur ekki við þessu þunnildadrasli mínu . . . Ljósmynd/Fróði Jóhannsson Horn frjálsra hvala geta skekkst HÁHYRNINGURINN á mynd- inni, sem tekin var út af Ond- verðarnesi íjúlí 1997, lfldst Keikó að því Ieytinu að horn hans er skakkt. Nú hendir það háhyrninga, sem er haldið í prísund, að hornið skekkist og því vakti það furðu hvalaskoð- ara að hornið á þessum villta og fijálsa hval væri líkt hval í haldi. Ekki er til nein einhh't skýr- ing á því hvers vegna horn karldýra skekkist, en af þeim 350 karldýrum, sem Haf- rannsóknastofnun hefur á skrá eru tveir með skakkt horn. Horninu er haldið uppi af trefjakerfi, en hvorki af brjóski né beini og getur því orðið háhyrningum í grunnum laug- um of þungur burður og lagst á hliðina. „Ástæðan fyrir skökku horni dýra í dýragörðum er talin sú að þau eru mun meira við yfir- borð vatnsins en dýr í náttúru- legu umhverfl og þá eru miklu meiri þyngsli af horninu þegar það stendur upp úr vatninu," segir Gísli A. Víkingsson líf- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun. Við Nýja Sjáland eru skökk og skæld horn háhyrn- inga mun algengari en við Is- land og nefnir Gísli að sam- kvæmt grein sem hann las ný- lega séu 20-30% karldýra með óeðlileg horn, en engin skýring sé til á því hvers vegna þau skekkist. Lucky Charms Head & Shoulders, 4 gerðir Eftirlætisblanda, 300g Marineri síld, :250 ml NI HEIN • UM LAND ALLT Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands Nýtt hús- næði vígt Kristín Jónsdóttir NÝTT húsnæði End- urmenntunarstofn: unar Háskóla ís- lands á Dunahaga 7 við Tæknigarð verður vígt í dag. Með húsnæðinu sér fyrir endann á hús- næðisþröng stofnunarinnar frá upphafi. Nú hefur stofn- unin yfír að ráða þremur rúmgóðum kennslustofum, stórum fyrirlestrarsal og fullkomnu tölvuveri. Kristín Jónsdóttir ný- ráðin forstöðumaður End- urmenntunarstofnunar seg- ir að stofnunin sé í örum vexti enda fari aðsókn að námskeiðum á vegum henn- ar sívaxandi. Nemenda- fjöldi hafi t.a.m. farið úr 7.000 í 10.000 á síðustu þremur skólaárum. Miðað við skráningu stefni í að metið verði enn slegið í ár. Kristín segir að auk Háskólans standi að Endurmenntunarstofn- un Tækniskóli Islands, Arki- tektafélag íslands, HÍK, BHM, Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræðingafélag íslands og eigi allir áðilar fulltrúa í stjórn. „Hlutverk Endurmenntunar- stofnunar er fyrst og fremst að bjóða upp á endurmenntun- arnámskeið á háskólastigi. Námsframboðið er þríþætt og er fyrst að telja að stofnunin stend- ur fyrir kvöldnámskeiðum fyrir almenning. Námskeiðin eru hald- in í samvinnu við heimspekideild og eru flest á menningarlegum nótum. Námskeið samhliða starfi eru annars eðlis, t.d. rekstrar- og viðskiptanám, stjórn og rekstur heilbrigðisþjónustu, nám í opin- berri stjórnsýslu og stjórnun, og framhaldsnám í hjúkrunarfræði. Hvert námskeið stendur yfir í 2 til 3 misseri og er oftast kennt eftir kl. 16 á daginn og á kvöldin. Nú erum við með marga nem- endur utan af landi á námskeiði í opinberri stjórnsýslu og kemur hópurinn hingað í þriggja daga lærdómslotu á þriggja vikna fresti. Yfirleitt höfum við ekki getað annað eftirspurn á nám- skeiðin og því hefur verið valið sérstaklega inn á þau. Við ætlum að bjóða upp á tvö ný námskeið samhliða starfi í vetur. Annað heitir Námskrár- fræði og skólanámskrárgerð og er haldið fyrir framhaldsskóla- kennara í samvinnu við menntamálaráðu- neytið. Hitt er rekstur og stjórnun í matvæla- iðnaði. Síðast en ekki síst stendur Endurmennt- unarstofnun fyrir stuttum fagnámskeiðum fyrir háskólafólk í samvinnu við fagaðila í at- vinnulífinu." - Getur þú nefnt mér einhver áhugaverð kvöldnámskeið? „Þarna kemur þú mér í klípu því að við bjóðum upp á 9 nám- skeið hvert öðru áhugaverðara. Tvö af námskeiðunum eru raun- greinatengd. Annað er grunn- námskeið í erfðafræði og er heimsókn í íslenska erfðagrein- ingu einn liður í námskeiðinu. Á hinu verður fjallað um jarðfræði Reykjaness og verða ferðir um Reykjanesið hluti af nám- skeiðinu. Af menningarlegum toga er hægt að nefna að haldið verður námskeið í tengslum við jólasýn- ingu Þjóðleikhússins á Brúðu- heimili Ibsens. Nemendum gefst kostur á að fylgjast með undir- ► Kristín Jónsdóttir er fædd 15. janúar árið 1961 í Reykja- vík. Kristín varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1981 og kennari frá Kenn- araháskóla íslands árið 1985. Eftir kennaranámið lá leiðin til Bandaríkjanna og lauk Kristín námi í kennslufræði við Uni- versity of Washington árið 1988. Að loknu námi og starfi í Bandaríkjunum og Englandi starfaði hún lengst af sem fræðslustjóri hjá Eimskip eða frá árinu 1992 til ársloka 1997. Hún lét af starfi starfsmanna- stjóra íslenskrar erfðagreining- ar til að gegna starfi forstöðu- manns Endurmenntunarstofn- unar Háskóla Islands 1. ágúst sl. Kristín á einn son. Hann heit- ir Halldór Arnþórsson og er 7 ára. búningi sýningarinnar og koma á lokaæfinguna fyrir jólin. Fyrir utan Stefán Baídursson, þjóð- leikhússtjóra, og Melkorku Teklu Ólafsdóttur, leiklist- arráðunaut Þjóðleikhússins, hef- ur okkur tekist að fá hingað til lands einn fremsta Ibsen- fræðing Breta, Michael Meyer, til að flytja fyrirlestur á nám- skeiðinu. Hann hefur svo dæmi sé tekið skrifað merka ævisögu skáldsins og þýtt sjálft Brúðu- heimilið. Af öðrum námskeiðum má nefna Gullöldina í grískri heim- speki, Landslagsmyndir og þjóð- arvitund, Hlut Ira og Skota í uppruna og menningu Islendinga og námskeið um trú- arlíf í sögu og samtíð. Ótalið er svo vinsælasta nám- - Já, hafa námskeið Jóns Böðvarssonar um íslendinga sögurnar alltaf vinninginn? „Námskeið hans halda vinsældum sínum. Nú erum við búin að troðfylla tvo hópa og er- um langt komin með þann þriðja. Efnið er líka alltaf jafn spenn- andi og verða teknar fyrir sögur af Snæfellsnesi að þessu sinni, Eyrbyggja og Víglundarsaga.“ - Hvað með annars konar nýbreytni? „Núna erum við í fyrsta sinn að gera tilraun með fjarkennslu íyrir íbúa utan af landsbyggðinni. Námskeiðin eru „Síðasta hetjan - sagan af Gretti sterka", spænska fyrir byrjendur og ExceI/97 íyi-ir fjármálafólk. Aðsóknin hefur ver- ið mjög góð og nauðsynlegt hefur verið að sldpta upp hópnum í spænskunni.“ Námskeið Jóns Böðvarssonar vinsælust skeiðið!"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.