Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 24

Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN dótturfélag's SH í Japan, Icelandic Freezing Plants K.K., buðu félögum sinum upp á japanskt sjávarfang á markaðstorgi SH í gær. Markaðsfundur SH var haldinn í gær Mikilvægt að fylgja eftir verðhækkunum á afurðum MARKAÐSFUNDUR Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hf. var settur í gær þar sem fulltrúar dótt- urfyrirtækja SH víðsvegar um heiminn gera grein fyrir stöðu á mörkuðum og horfum næstu miss- erin. Miklai- afurðaverðshækkanir einkenna starfsemi fyrirtækjanna síðustu misserin en fundarmenn lögðu áherslu á að ekki væri að vænta frekari hækkana á næstunni. A fundinum kom fram ánægja með styrka stöðu SH á mörkuðum í Asíu þrátt fyrir það efnahagsástand sem nú ríkir í álfunni. Hins vegar létu menn í ljós áhyggjur sínar af ástandinu á Rússlandsmarkaði og þeirri óvissu sem þar hefur skapast. Markaðsfund SH sækja fram- kvæmdastjórar allra dótturfélaga SH erlendis, auk framleiðslu- og verkstjóra fiskvinnsluhúsanna hér- lendis, þar sem farið er yfir stöðu og horfur á mörkuðum. Samhliða fundinum stendur SH fyrir svoköll- uðu markaðstorgi þar sem fulltrúar dótturfyi-irtækjanna eru til viðtals og kynna starfsemi sína og þær af- urðir sem SH selur víða um heim. Góðar horfur á flestum mörkuðum Jón Ingvarsson, stjórnarformað- ur SH, sagði á fundinum að gæftir það sem af væri þessu ári hefðu ver- ið einstaklega góðar, aflabrögð ágæt, hækkandi verðlag á flestum mörkuðum, gengisþróun erlendis hefði verið þokkalega hagstæð, eft- irspurn eftir fiskafurðum víðast hvar góð, afskipanir hraðar og að- stæður að öðru leyti flestar mjög já- kvæðar. Sagði Jón að á þessari stundu væri ekkert sem benti til annars en að sæmilegt útlit væri á mörkuðum og ástandið í hafínu í kringum landið væri talið gott. Flest benti til að ástandið innan- lands ætti að geta verið með besta móti en hins vegar væru blikur á lofti erlendis. Margir spáðu sam- drætti í neyslu og einhverjum verð- lækkunum í kjölfar þess. Óvissuástand í Rússlandi og Japan Jón gerði efnahagsörðugleika í Rússlandi og Asíu sérstaklega að umtalsefni í ræðu sinni á fundinum I gær. Sagði hann að hvort tveggja hafi haft mikil áhrif á starfsemi SH. Undraverður árangur hafi þó náðst í Suðaustur-Asíu. Meðal annars hefði verið stóraukið við karfasölu Enn mikil óvissa á mörkuðum í Rúss- landi og Asíu inn -á markaðinn og náðst verð- hækkanir sem hafi farið langleiðina í að skila sama krónutöluverði til framleiðenda. Ástandið í Rússlandi væri hins vegar þess eðlis að engin gæti sagt til um hve lengi það varir eða hvert það leiðir. En þrátt fyrir þá óvissu sem nú ríkti í Rússlandi væri óráðlegt að gefa markaðinn upp á bátinn. Viðskipti við Rússland og fyrrum Sovétríkin hefðu vaxið hröðum skrefum frá því þau hófust á ný árið 1996 þegar opnuð var sölu- skrifstofa í Moskvu. Þar á meðal loðnufrysting til manneldis sem væri mikilvæg viðbót við loðnufram- leiðslu fyrir Japan. Þessi fram- leiðsla væri nú að öllum likindum í biðstöðu um sinn á meðan við- skiptaumhverfið í Rússlandi leitaði jafnvægis. Á meðan yrði áfram unn- ið að frekari sölum með öllum til- tækum ráðum inn á aðra markaði. Umrótatímar Á fundinum í gær kom fram í er- indum flestra framkvæmdastjóra dótturfélaga SH að fiskmarkaður- inn í heiminum hefur gengið í gegn- um mikið umrót og verðsveiflur síðutu misseri og ekki sjái fyrir end- ann á því enn. Friðrik Pálsson, for- stjóri SH, sagði í ræðu sinni á fund- inum að SH hefði áður lent í verð- sveiflum af þessu tagi og fyrirtækið því betur undir það þúið að takast á við umbrotin. Skemmst væri að minnast verðhækkana og lækkana fyrir tæpum áratug. Hins vegar hafi sýnt sig að með dreifðari starfsemi, auknu vöruúrvali og fleiri viðskipta- vinum væri SH mun sterkari en þá og ekki síst hafi orðið gjörbreyting til batnaðar á högum framleiðenda sem á bak við hana standi. Efla þarf markaðs- og þróunarstarf Friðrik sagðist sannfærður um að verðhækkanir á sjávarafurðum síð- ustu misseri sköpuðu tækifæri sem yrði að nýta. Flestir væru sammála um að verðhækkanirnar mætti rekja tii minnkandi framboðs á af- urðum en ekki aukinnar eftirspurn- ar og neyslu í markaðslöndunum. Sagði Friðrik að þótt ekki væri útlit fyrir aukningu á framboði á næst- unni benti margt til þess að áfram yrði talsverð óvissa og ójafnvægi í fiskversluninni. Einhver lækkun á fiskverði væri líkleg á næstu mán- uðum en það héldist engu að síður hátt. Meginmarkmiðið væri að halda í verðhækkanir og það yrði eingunis gert með öflugu markaðs- og þróunarstarfi. Nefndi Friðrik í því sambandi skyldu SH til að upp- lýsa umheiminn um árangur íslend- inga í umhverfisvemd á síðustu ár- um, einkum í stjórnun fiskveiða og sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Rússland er framtíðarmarkaður Friðrik sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að á fundinum hefði vissulega verið dregin upp dökk mynd af ástandinu í Rússlandi. Hins vegar mætti ekki gleyma því að litið væri á Rússlandsmarkað sem framtíðarmarkað. Sala til Rússlands hefði legið niðri um margra ára skeið þangað til fyri ör- fáum misserum. „Við erum nýbyrj- aðir að selja á Rússland að nýju og að því leytinu til er slæmt að fá aft- urkipp í markaðsástandið þar. En í rauninni vorum við rétt að byrja og við munum að sjálfsögðu halda sjó og spila úr því sem við höfum á hendi eins og allir aðrir.“ Friðrik sagði einnig ánægjulegt hve öflug markaðsstaða hafi haldist í Asíu þrátt fyrir erfitt efnahags- ástand í álfunni. „Margir af keppi- nautum okkar hafi haldið því fram að Asíumarkaður væri í rúst. Okkur hefur hins vegar tekist að sigla þar á milli skers og báru og náð þrátt fyrir allt mjög sterkri stöðu. Það skiptir framleiðendur okkar mjög miklu máli, einkum karfa- og loðnu- framleiðendur." Mikilvægir fundir Friðrik sagði að markaðsfundir sem þessi væru mjög mikilvægir. Með því að kalla allan saman full- trúa fyrirtækjanna úti í heimi og framleiðslu- og verkstjóra í fisk- vinnslunum hér heima sparist mikill tími og menn geti auk þess farið sameiginlega yfir ýmis mál. „Á fundinum koma fram yfirgripsmikl- ar upplýsingar um stöðu fyrirtækj- anna á flestum fiskmörkuðum og gerð grein fyrir horfum næstu miss- era eftir því sem hægt er á þessum umbrotatímum. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að þessir fundir hafa skilað góðum árangri." Churchill hug- leiddi sókn gegn herjum Stalíns London. The Daily Telegraph, Reuters. EINUNGIS fáeinum dögum eftir að sigur bandamanna á Þjóð- verjum í síðari heims- styrjöldinni var í höfn bað Winston ChurchiII, forsætisráðherra Bret- lands, stríðsráðuneyti sitt um að leggja drög að áætlun um árás gegn sljórn Stalíns í Moskvu sem leiða myndi til „útrýmingar Rússlands". Þetta kemur fram í Ieyniskjölum sem The Daily Telegraph greindi frá í gær. Var í áætluninni „aðgerð: óhugsandi", sem kynnt var Churchill 22. maí 1945, einungis fjórtán dögum eftir að styrjöld- inni í Evrópu Iauk, gert ráð fyrir að um hundrað þúsund þýskum hermönnum yrði beitt í sókn gegn Stalín sem hafin yrði í Norður-Þýskalandi. Var jafn- framt gert ráð fyrir að Stalín myndi svara með því að ráðast inn í Tyrkland, Grikkland og Noreg auk olíuríkjanna Iraks og Irans, og að hann myndi efna til heiftarlegra hermdarverka í Frakklandi og Benelúx-Iöndun- um. Hefur sagnfræðinga lengi grunað að slfkar áætlanir hafi verið gerðar en það er nú stað- fest í fyrsta sinn. Var samkvæmt áætluninni „óhugsandi" gert ráð fyrir að þriðja heimsstyrjöldin myndi Iiefjast 1. júlí 1945, líklega með óvæntri árás breskra og banda- rískra herdeilda við Dresden og Eystra- saltið. „29. júní 1945 var Rauða hernum skyndilega skipað aftur í bardagastöðu, án sýnilegrar ástæðu," segir John Ericson, prófessor við Edinborgarhá- skóla sem sérfróður er um sögu Sovétríkj- anna. „Eg hef lengi velt fyrir mér hvers vegna það var gert, hef m.a. spurt menn sem gegndu háttsett- um embættum í sovéska hernum en aldrei fengið fullnægjandi svör. Kannski höfum við hér fundið orsökina.“ Sagðist Eric- son hinsvegar undrandi yfir því að gögnunum skyldi ekki hafa verið eytt fyrir löngu vegna þess hversu viðkvæm þau væru. Munu ráðunautar ChurchiIIs í hernaðarmálum reyndar hafa bent honum á að Bretar ættu frekar að huga að vörnum enda væri ólíklegt að þeir gætu unnið skjótan sigur á heijum Stalíns. Leggur sagnfræðingurinn D.C. Watt, sem skrifað hefur sögu stríðsráðuneytis Churchills, auk- inheldur áherslu á að hér hefði einungis verið um það að ræða að Churchill vildi kanna alla kosti, aldrei hefði raunverulega komið til tals að hrinda áætlunni „óhugsandi" í framkvæmd. Europol hefur formlega starfsemi Haag. Reuters. EUROPOL, lögreglusamvinnu- stofnun Evrópu, hóf í gær starfsemi í höfuðstöðvum sínum í Haag í Hollandi á grundvelli samnings Evr- ópusambandsríkj- anna fimmtán um Europol-lögreglu- samstarfið. Með ársfjárveitingu upp á 6,8 milljónir ECU, yfir 540 milljónir króna, hyggst stofnunin hrinda í fram- kvæmd metnað- arfullum áform- um um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Evrópu og býr sig undir að fá starfs- umboð sitt víkkað út til að ná yfir al- þjóðlega hryðju- verkastarfsemi. Reyndar hefur Europol, sem er eins konar evr- ópskt svar við bandarísku alrik- islögreglunni FBI, verið til frá því 1994, en sátt- málinn sem starf- semi stofnunar- innar byggii’ lög- formlega á gekk ekki endanlega í gildi fyrr en í gær, þar sem sumar aðildarþjóðimar - Bretar þar fremstir í flokki - tóku sér langan tíma til að staðfesta sáttmálann. Hið samningsbundna umboð sem Europol starfar eftir, frá og með gærdeginum, felur 150 starfsmönn- um og 45 tengifulltrúum það verk- efni að berjast gegn dreifingu íikni- efna og geislavirkra efna, peninga- þvætti og smygli á ólöglegum inn- flytjendum inn í aðildarríki ESB. „Þetta er langt í fi’á að vera evr- ópskt FBI. Það er hvorki markmið okkar né tilgang- ur,“ sagði Karl Schlögl, innanrík- isráðherra Aust- urríkis, forsætis- ríkis ESB, í ávarpi við hátíðlega at- höfn í höfuðstöðv- um Europol í gær. Starfsumboðið víkkað út Á næsta ári verður starfsum- boð stofnunarinn- ar fært út þannig að barátta gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi heyri líka til starfssviðs henn- ar. Frekari út- víkkun starfsum- boðsins, svo sem til þess að sjá um að verjast fölsun evró-seðlanna, hins væntanlega sameiginlega Evr- ópugjaldmiðils, kann að verða bætt við síðar. Europol hefur yfir víðtækum gagnagrunni að ráða, sem er fóðrað- ur af upplýsingum frá lögregluyfir- völdum aðildarlandanna. Á næsta ári á stofnunin að fá 70% meira framkvæmdafé og 50 starfsmenn til viðbótar. Reuters JÚRGEN Storbeck, fram- kvæmdastjóri Europoi (t.v.), og forseti ráðs innanríkis- og dómsmálaráðherra ESB, Karl Schlögl, reisa fána Europol að húni fyrir utan höfuðstöðvar stofnunarinnar í Haag í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.