Morgunblaðið - 02.10.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.10.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 25 ERLENT Rússneska stjórnin ræðir drög að efnahagsáætlun Afturhvarf til sovéskrar hagfræði? Moskvu. Reuters. STJORN Jevgenís Prímakovs, forsætisráðherra Rússlands, kom saman í gær til að ræða tillögur um aðgerðir til að binda enda á efnahagskreppuna í landinu. Júrí Masljúkov aðstoðarforsætisráðherra lagði fram drög að efnahagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir aðgerðum til að stemma stigu við fjármagnsflótta úr landinu og hertum reglum um gjaldeyrisviðskipti. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu ýmsar tillögur Masljúkovs bera keim af afturhvarfi til haftastefnu og sovéskrar hagfræði og sögðu að þær væru langt frá því að vera líklegar til að leysa efnahagsvanda landsins. Prímakov sagði að stjórnin hefði greitt rúmlega 2,3 milljarða rúblna, andvirði rúmra 10 milljarða króna, vegna skulda við herinn, hergagna- fyiirtæki, hermenn og námsmenn. Forsætisráðherrann hefur sagt að það sé forgangsverkefni stjómar- innar að leysa skuldavanda ríkisins og verkalýðsfélögin hafa skipulagt mótmæli út um allt Rússland 7. október til að krefjast þess að launa- og lífeyrisskuldir ríkisins verði greiddar upp að fullu. Náms- menn hafa einnig efnt til mótmæla vegna vangoldinna námsstyrkja. „Auka skrifræðið, skattsvikin og spillinguna“ Eftir fund stjómarinnar kom framkvæmdanefnd hennar, skipuð valdamestu ráðherrunum, saman til að ræða efnahagstillögur Masl- júkovs, sem er kommúnisti. Dag- blaðið Kommersant birti tillögurn- ar, sem fela í sér blöndu af auknum ríkisafskiptum á ýmsum sviðum efnahagslífsins, loforðum um að- gerðir sem auka ííkisútgjöldin og ráðstöfunum til að hindra fjár- magnsflótta. „Verði þessum drögum að efna- hagsáætlun framfylgt mun það hafa jákvæð áhrif á öll svið lífsins,“ skrifaði Masljúkov. Kommersant varaði hins vegar við því að tillög- urnar gætu leitt til vömskorts í landinu og afturhvarfs til sovéttím- ans. „Segja má að þessi drög minni á reglur sem settar voru í Sovét- ríkjunum," sagði blaðið. Fjármálasérfræðingar tóku til- lögum aðstoðarforsætisráðherrans fálega og sögðu að því færi fjarri að þær leystu helstu efnahags- vandamál Rússlands, svo sem fjár- lagahallann. „Þær eru aðeins til þess fallnar að auka skrifræðið, skattsvikin og spillinguna," sagði Thierry Malleret, aðalhagfræðing- ur fjármálafyinrtækisins Alfa Capital. „Þessar tillögur ganga einfaldlega ekki upp. Engar þeirra eru í raun líklegar til að bera ár- angur.“ I tillögunum er gert ráð fyrir að seðlabankinn ákveði gengi i*úbl- unnar með hliðsjón af gi-eiðslujöfn- uði ríkisins, verðbólguspám, gull- og gjaldeyrisforðanum og niður- stöðum kauphaharviðskipta. Að- eins seðlabankanum og bönkum með sérstaka heimild verði leyft að flytja inn gjaldeyri og útflutnings- fyrirtækjum verði gert að selja seðlabankanum 25% af erlendum gjaldeyri sínum og öðrum bönkum, sem hafi heimild til gjaldeyrisvið- skipta, 50%. Prímakov lagði þó áherslu á að engin efnahagsáætlun hefði verið samþykkt og sagði að stjórnin myndi ekki takmarka rétt fólks og fyrirtækja til að nota dollara í Rússlandi. Laun verði vísitölubundin I drögunum er ekki beinlínis lagt til að bankar verði þjóðnýttir en sagt er að stofnaður verði nýr banki, Endurreisnar- og þróunar- banki ríkisins, sem taki við „þjóð- nýttum eignum viðskiptabanka". Nýr seðlabankastjóri Rússlands, Viktor Gerastsjenko, hefur lagst gegn því að bankar verði þjóðnýtt- ir. Fjármálaráðuneytið heftir hins vegar lagt til að ríkið eignist banka, sem ramba á barmi gjald- þrots, með það að markmiði að gera þá upp eða selja þá aftur. I drögunum er ennfremur hvatt til þess að launa- og lífeyrisskuldir ríkisins verði greiddar á tveimur mánuðum, laun verði vísitölubund- in, lágmarkslaun hækkuð, skatt- kerfið einfaldað og aðstoð við iðn- fyrirtæki aukin. Tyrkir vara Sýrlend- inga við STJÓRNVÖLD í Tyrklandi vöruðu Sýrlandsstjórn við í gær og sögðu, að þau áskildu sér rétt til að ráðast gegn henni, héldi hún áfram, að styðja vopnaða bar- áttu Kúrda gegn tyrk- neskum yfir- völdum. Kom þetta fram hjá Suleyman Demirel, forseta Tyrklands, við þingsetningu í gær og Tyrkir hafa ekki verið jafn harðorðir við Sýrlendinga fyrr. Talsmaður tyrkneska herráðsins vísaði í gær á bug blaðafréttum um mikinn við- búnað og herflutninga til landamæranna við Sýrland. Suleyman Demirel Reuters RÚSSAR í biðröð við gjaldeyr- isafgreiðslu í Moskvu. Júrí Masljúkov, aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands, lagði í gær fram tillögur um hertar reglur um gjaldeyrisviðskipti til að stemma stigu við fjár- magnsflótta. Rússneska stjórnin þarf á er- lendum lánum að halda til að leysa efnahagsvandann og ólíklegt er al- þjóðlegar lánastofnanir styðji til- lögur aðstoðarforsætisráðherrans. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að frekari lánveitingar séu háðar því að komið verði á mark- aðsumbótum í Rússlandi. Sjóður- inn spáði því í fyrradag að þjóðar- framleiðslan í Rússlandi myndi minnka verulega í ár og á næsta ári. Völd héraðsstjóra aukin Borís Jeltsín forseti ræddi í gær við Edúard Rossel, héraðsstjóra Sverdlovsk, og var sagður hafa samþykkt tillögu hans um að hér- aðsstjórar Rússlands fái aukin völd á kostnað héraðsstjórna en vald forsetans yfir héraðsstjórunum verði aukið. „Hlutverk héraðsstjór- anna í stjórninni verður aukið stór- lega,“ hafði fréttastofan Ítar-Tass eftir Jeltsín. Hann skírskotaði þar til tillögu um að átta manna nefnd héraðsstjóra taki þátt í að móta stefnu stjórnarinnar. Jeltsín studdi hins vegar ekki til- lögu Rossels um bann við notkun dollara í Rússlandi, sem er mjög viðkvæmt mál þar sem margir Rússar hafa keypt dollara vegna gengishruns rúblunnar að undan- fórnu. Pú þarft ekki alltaf tilefni til þess að gleðja einhvem. Skautafélag Reykjavíkur Stofnað 1893 Innritun í byrjenda- og framhaldsflokka stendur yfir. Æfingastaður: Skautahöllin Laugardal. Upplýsingar og innritun í símum: Ishokkídeild: 898 4075 Listskautadeild: 898 4461 Opnum nýja BT verslun laugardaginn 3.október kl. 10:00 BT Hafnarfirði • Reykjavíkurvegi 64 • Sími 550-4020 BT Reykjavík • Skeifunni 11 • Sími 550-4444
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.