Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 53

Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 53 MINNINGAR Alltaf kemur það aftan að manni þegar einhver fellur frá, í þetta sinn hún Sigga í Sviðugörðum. Hún var orðin fullorðin kona og líkaminn far- inn að gefa sig en hugsunin var skýr og heilbrigð. Þegar ég fluttist hingað í sveit- ina varð hún strax ein af mínum bestu vinkonum, maður dróst ein- hvern veginn að henni. Hún naut þess að sýna mér búskapinn hjá sér, fuglana sína og kindurnar. Sveitalífið var hennar líf og yndi. Hafði hún unun af að nostra við dýrin stór og smá, og var ekki kastað til þess höndunum þegar hún var að eiga við þau, allt gert af svo mikilli nærgætni og umhyggju um að þeim liði sem best. Meðan Sigga bjó í Sviðugörðum fékk ég hjá henni heimsins bestu hænu- og andaregg. Eggin voru stór og fal- leg, oft voru þau tvíblóma og eitt sinn fékk ég eitt sem var þríblóma, mér finnst það segja töluvert um hvernig hugsað var um fuglana. Hún flýtti sér aldrei við verkin eins og margur gerir í dag, heldur gaf sér tíma til að gera verkin vel, hún Sigga gerði allt svo fallega. Varð mér oft litið á hennar nettu hendur þegar hún var að eiga við eitthvað, hún hafði svo fallegar handahreyf- ingar. Þegar Sigga fluttist á Kumbara- vorg úr sveitinni sinni var það henni erfið ákvörðun en annað var bara ekki hægt. Ég dáðist oft að því hvemig hún tókst á við það, einhver hefði lagst í volæði en Sigga tók því sem að höndum bar og var ótrúlegt hvað hún sætti sig við breyttar aðstæður. Auðvitað saknaði hún sveitastússins en hún var ekkert að velta því yfir á aðra. Hún hélt bara áfram að lifa fallega á nýjum stað. Aldrei féll henni verk úr hendi og era ófáar lykkjumar sem hún hefur prjónað og gefið til vina og vanda- manna í formi sokka og vettlinga. Það var árvisst að hún rétti mínum börnum eitthvað hand- eða vélprjónað enda litu þau á hana sem ömmu sína eins og eitt þeirra orðaði það. Eitt var það sem einkenndi Siggu, það var trygglyndið, alltaf hringdi hún í mig á afmælisdaginn minn og kem ég til með að sakna þeirrar hringingar. Um leið og ég þakka henni samfylgdina vil ég og mín fjölskylda votta Denna syni hennar og öðrum aðstandendum samúð okkar. Kristín Ólafsdóttir. Nú hefur kær vinkona kvatt eftir erfið veikindi. Okkar kynni hófust fyrir fjórtán árum, er ég fluttist í Seljatungu, næsta bæ við Svið- ugarða. Mér fannst það eiga við að kynnast næstu nágrönnum, svo ég hringdi og boðaði heimsókn mína. Og ég var svo sannarlega boðin velkomin af þeim heiðurshjónum Siggu og Guðmundi. Við fórum bara tvær í þessa fyrstu heimsókn ég og Dröfn dóttir mín, þá tæplega fjögurra ára. Þau vildu líka kynn- ast Birgi og Báru og Hrönn og áð- ur en við vissum af var samgangur á milli bæja orðinn sjálfsagður hlutur. Fyrir litlar stelpur var það ævintýri að fá að fara í Sviðugarða og hjálpa til við að baka kleinur og tína egg og vökva blóm og fá að vera hjá Siggu í þessu notalega andrúmlofti þar sem aldrei lá neitt á. Þetta varð upphafið að óslitinni vináttu við þau hjón og síðan við Denna son þeirra. Við í Seljatungu að hefja okkar búskap, þau í Sviðugörðum að enda sinn búskap. Umræðuefnin vora alltaf næg og aldrei fannst manni þau gömul. Guðmundur stríðinn og kátur og lét það ófeiminn í ljós hve vænt honum þótti um Siggu. Sigga með ótrúlegt starfsþrek þótt hún gengi ekki heil til skógar. Það óx allt sem hún kom nálægt, blómin þau fallegustu, hænurnar og end- urnar verptu betur en annars stað- ar. Og hún var svo lifandi í sam- skiptum sínum við aðra, enda eignaðist hún fullt af vinum út um allan heim. Það er í raun með ólíkindum að kona, sem varla fór af bæ að manni fannst, hefði svona mikil og góð samskipti við aðra. Við Birgir og allar dæturnar sex erum þakklát fyrir að hafa eignast vináttu Siggu og þökkum allar skemmtilegu samverastundirnar. Síðustu árin voru erfið er hún varð að flytja úr sveitinni en henni tókst samt að skapa notalegt andrúmsloft í her- berginu sínu og fékk að hafa hjá sér páfagaukana sína til að stytta sér stundir. Við vottum Denna syni hennar og Selmu fósturdóttur hennar samúð okkar. Ásthildur, Birgir og dætur. ATVIIMIMU- AUGLÝSINGAR ffl Fiæðslumiðstöð l|r Reykjavíkur Laus störf í grunn- skólum Reykjavíkur Breidholtsskóli, sími 557 3000. Starfsmaður, til afleysinga í lengdri viðveru. Vinnuími frá kl. 11.30—17.00. Langholtsskóli, sími 553 3188. Kennari, til kennslu í 3. bekk v/forfalla, 2/3 staða. Skólalidar í 50—80% störf. Upplýsingar gefa skólastjórar og aðstoðarskóla- stjórar skólanna. Þessar auglýsingar sem og annan fróðleik er að finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur: www.reykjavik.is/fmr. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Matsveinn Vanan matsvein vantar á rækjufrystitogarann Rauðanúp ÞH-160 frá Raufarhöfn. Ráðning miðast við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í símum 465 1200 / 465 1296 / 894 5757. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Isafirði, þriðjudaginn 6. október 1998 kl. 14.00 á eftirfar- andi eignum: Hlíðarvegur 15, neðri hæð, ísafirði, þingl. eig. Einar Garðar Hjaltason og Bergljót Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Hliðarvegur 7,0102, Isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Mánagata 6A, 0201, e.h., (safirði, þingl. eig. Ólafur Ásberg Árnason, gerðarbeiðendur Byggingarsj. ríkisins, húsbréfadeild og Epsilon ehf. (P '67 ehf.). Sólbakki, Flateyri, þingl. eig. Einar Oddur Kristjánsson, gerðarbeiðend- ur Eirikur H. Sigurgeirsson og ísafjarðarbær. Tangagata 20A, Isafirði, þingl. eig. Hrönn Benónýsdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Sýslumaðurinn á fsafirði, 1. október 1998. Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp á Hörðuvöllum 1, Selfossi (lögreglustöðinni), föstudaginn 9. október 1998 kl. 14.00: EG 023 IN819 MC 328 TO 667 IG 021 JT803 NX961 UK 006 IY 820 KL 076 R 37794 UL 665 VH 903 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 1. október 1998. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Hörðuvöllum 1, Selfossi, (lögreglustöðinni), föstudaginn 9. október 1998 kl. 14.00: 2 stk. Macintosh 7600 tölvur, Clark hjólaskófla, árg. 1983, nr. FH-0161, ED-256, Massey-Ferguson 390T 4WD, árg. 1995, m/ámt., Flóki, 9 vetra brúnn hestur, mark biti aftan hægra. Hammer Skanner, Lokkur, 6 vetra grár hestur, mark biti aftan hægra, Prati, 8 vetra jarpur hestur, mark biti aftan hægra, rauðstjörnótt 6 vetra hryssa, mark biti aftan hægra, og rauðstjörnóttur foii, 5 vetra, ómarkaður. Ávisanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 1. október 1998. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Kópavogsbúar — opið hús Opið hús er á hverjum laugardegi milli kl. 10 og 12 í Hamraborg 1, 3. hæð. Gunnar Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi, verður í opnu húsi laugardaginn 3. október. Allir bæjarbúar eru velkomnir. Heitt kaffi á könnunni. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. TILKYNNINGAR Skipulags stofnun Skíðasvæði í Tindastóli í Skagafirði Niðurstöður frumathugunar og úrskurð- ur skipulagsstjóra ríkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum. Fallist er á, með skilyrðum, fyrir- hugaða uppbyggingu skíðasvæðis í Ytridal í Tindastóli eins og henni er lýst í frummats- skýrslu og viðbótargögnum framkvæmdarað- ila. Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 30. október 1998. Skipulagsstjóri ríkisins. Tindastóll Niðurstöður frumathugunar og úrskurð- ur skipulagsstjóra ríkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum. Fallist er á, með skilyrðum, fyrir- hugaða lagningu Tindastólsvegar í Skagafirði eins og henni er lýst í frummatsskýrslu. Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi'166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 30. október 1998. Skipulagsstjóri ríkisins. SMÁAUGLVSIIMG AR ÝMISLEGT Þarft þú að selja ódýra fasteign sem erfið er í sölu. Er kaupandi af slíkri eign í skipt- um fyrir góö hestefni svo og gott skuldabréf. Upplýsingar i síma 487 8551. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 = 1791028V2 = R.k FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Laugard. 3. október kl. 9.00 Árbókarslóðir: Hagavatn o.fl. Einstakt tækifæri til að kynnast haustfegurð óbyggðanna ofan Biskupstungna undir leiðsögn Gísla Sigurðssonar blaða- manns og höfundar árbókar FÍ 1998, en bókin fjallar um svæðið sem farið er um. Ekið að Haga- vatni og hluta Línuvegarins niður í Haukadal (haustlitir). Haga- vatnssvæðið er i fréttum vegna framhlaups skriðjöklanna þar. Verð 2.800 kr. Brottför frá BSl, austanmegin og Mörkinni 6. Ger- ist félagar og eignist árþókina 1998: Fjallajarðir og Framafréttur Biskupstungna. Helgarferðir 2.-4. okt. Haustlita- og fræsöfnunar- ferðin I Þórsmörk. Fræðslu- og fjölskylduferð á góðu verði. Grill. Landmannalaugar - Jökulgil Gist í Laugum. Grill. Síðustu for- vöð að panta og taka miða í helg- arferðirnar er fyrir hádegi í dag. Sunnudagsferðir 4. október kl. 10.30, Selvogsgatan, göm- ul þjóðleið og kl. 13.00 Þing- vellir í haustlitum og hella- skoðun í Gjábakka- hrauni, fjölskylduferð. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619. I.O.O.F. 1 = 1791028Vi = 9.0 II.* Frá Guðspeki- félaginu l/igólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I kvöld kl. 21.00 heldur Sigurður Skúlason erindi: „Primal Therap- hy" í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15.00—17.00 er opið hús með fræðslu og um- ræðum. Kl. 15.30 ræðir Jón E. Benediktsson um kynlega kvisti. Bókasafnið verður opið kl. 14.00-15.30 til útláns fyrir fé- laga. Á sunnudögum kl. 17.00—18.00 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin endurgjaldlaust. KENNSLA Myndlistaskóli Margrétar Ný og fjölbreytt námskeið fyrir alla aldurshópa. Upplýsingar og innritun í sima 562 2457. DULSPEKI Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Skyggnilýsingafundur María Sigurðardóttir miðill verð- ur með skyggnilýsingafund sunnudaginn 4. okt. kl. 20.30 í húsi félagsins á Vikurbraut 13 í Keflavík. Húsið verður opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. Miðasala við innganginn. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.