Morgunblaðið - 02.10.1998, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 02.10.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 57 FRÉTTIR Vestmanna- eyjar og Raufarhöfn bjóða heim ÍSLENSKIR útvegsmenn bjóða landsmenn velkomna um borð í skip sín víðs vegar um landið í október- mánuði. Tilgangurinn er að gefa fólki kost á að kynna sér skip og vinnslu af eigin raun og munu því skipstjómar- menn taka á móti áhugafólki um út- gerðarmál, ungu sem öldnu, og freista þess að glæða enn frekar áhuga þess og þekkingu á undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, segir í fréttatilkynningu frá útvegsmönnum. Heimboðið er liður í fræðsluátaki Islenskra útvegsmanna sem hleypt var af stokkunum fyrr í haust. Um helgina verður heimboð í tvær ver- stoðvar. Laugardaginn 3. október í Vestmannaeyjum frá kl. 15-18 og sunnudaginn 4. október á Raufarhöfn kl.14-16. I Vestmannaeyjum verður al- menningi boðið að koma í heimsókn í fímm skip. Þau eru: Nótaskipið Gígja VE 340, í eigu ísfélags Vestmanna- eyja hf., vertíðarbátamir Gandi VE 171, í eigu Gunnlaugs Ólafssonar, Gullborg VE 38, í eigu Dyrhólaeyjar sf., skuttogarinn Breki VE 61, í eigu Útgerðarfélags Vestmannaeyja hf. sem stofnað var fyrr á þessu ári og frystitogarinn Vestmannaey VE 54, í eigu Bergs-Hugins ehf. Nýi hafn- sögubátur Vestmannaeyinga, Lóðs- inn, verður einnig til sýnis, Fiski- mjölsverksmiðja Vinnslustöðvannn- ar hf., Eyjaís ehf. og frystihús Isfé- lags Vestmannaeyja hf. sem er eitt hið fullkomnasta á landinu. Á Raufarhöfn verða fjögur skip í eigu Jökuls hf. til sýnis: Rækjufrysti- togararnir Rauðinúpur og Ai'narnúp- ur og rækjuskipin Reistarnúpur og Öxarnúpur. Haldnh- verða fyrirlestr- ar þar sem vinnsluferlið verður kynnt og gestum boðið að bragða á afurðunum. Hátíðardagskrá og léttar veitingar verða í boði á báðum stöðunum. ---------------- Saumað fyrir börn í Bosníu í VIRKU eða Völusteini í Mörkinni býðst öllum að sauma barnahúfu eða bangsa fyi-ir börnin í Bosníu. Allt efni, saumavélar, snið og fagleg að- stoð verður á staðnum þátttakendum að kostnaðarlausu. I fréttatilkynningu segii': „Miklir kuldar eru í Bosníu á veturna og barnahúfur úr flísefni koma sér án efa vel fyrir illa stödd börn í stríðs- hrjáðu landi með hruninn efnahag. Verkefnið er unnið víða um heim að tilstuðlan Husqvarna saumavéla. Eimskip og Hjálparstofnun kirkj- unnar koma svo öllum jólagjöfunum til þakklátra barna í Bosníu.“ LEIÐRÉTT Rangur litur í mynd VEGNA mistaka var ekki réttur lit- ur í málverkinu Eldur og ís, eftir Margréti Guðmundsdóttur í blaðinu í gær, en hún sýnir nú í Hafnarborg. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Leiðrétting við Strandabréf í STRANDABRÉFI Leifs Sveins- sonar frá 27. september sl. er sagt að Freymóður listmálari sé Jóhannes- son. Hið rétta er að hann er Jó- hannsson. Kynmng'arfundur á þýskunami Endurmenntunarstofnun Há- skóla Islands hefur gert samning við Sprachenkolleg í Freiburg í Þýskalandi um námskeið í þýsku eða þýskri menningu. Námskeiðið ber yíirskriftina Hraðnámskeið í Freiburg, 65 stunda þjálfun í þýsku: Mál, menning, mannlíf. Kynningarfundur á fyrsta nám- skeiðinu verður haldinn laugardag- inn 3. október kl. 14 í nýju húsnæði Endurmenntunarstofnunar við Dunhaga 7 og aftur þríðjudags- kvöldið 6. október kl. 20.15 á sama stað. Námið í Freiburg fer fram 16.-27. janúar nk. og er ætlað þeim sem á stuttum tíma vilja ná há- marksárangri í þýsku. Megin- áhersla verður lögð á þjálfun tal- máls. Gert er ráð fyrir undii-stöðu- kunnáttu í þýsku. I námskeiðinu i Freiburg verður þýskt mál, þýsk menning og mannlífíð í Freiburg fléttað saman undir öruggri handleiðslu reyndra kennara við Sprachenkolleg. Fjöldi kennslustunda verður u.þ.b. 65 auk annarra dagskrárliða sem m.a. fel- ast í því að kynnast ákveðnum störfum, félagsstarfsemi og íbúum þessarar fallegu borgar í Svarta- skógi. Kennarar verða frá Sprachen- kolleg í Freiburg en skipuleggjend- ur og fararstjórar verða tveir ís- lenskir þýskukennarar, þær dr. Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í HI, og Danfríður Skarphéðinsdótt- ir, kennari í MR. Tilkynna þarf þátttöku í nám- skeiðinu til Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands fyrir 14. október. Alþjóðlegt próf í spænsku ALÞJOÐLEG próf í spænsku verða haldin fóstudaginn 13. nóv- ember nk. Spænskukennarar Há- skóla Islands annast frámkvæmd prófanna á vegum Menningarmála- stofnunar Spánar og háskólans í Salamanca. Farið er yfír prófin á Spáni. Prófin verða haldin í Há- skóla Islands og fer innritun fram hjá nemendaskrá, aðalbyggingu. Frestur til að innrita sig rennur út 9. október og geta allir sem vilja skráð sig. Prófað verður á tveimur þyngd- arstigum að þessu sinni: Diploma básico og Diploma superior. Miðað er við að nemendur er hafa lokið áföngum 600 eða 700 í framhalds- skóla, hafa dvalist í spænskumæl- andi landi í lengri eða skemmri tíma eða hafa lagt stund á spænsku á háskólastigi ráði við Diploma básico. Diploma superior er ætlað þeim sem hafa BA-próf í spænsku eða samsvarandi tungumálakunn- áttu, þekkingu á menningu Spánar og geta ráðið við flókna texta, fram- setningu og orðfæri. Markmiðið með þessu prófi í spænsku er að setja greininni al- þjóðleg viðmið. Nemendum jafnt í menntaskóla sem háskóla býðst framvegis að þreyta prófin tvisvar á ári og þannig vita menntaskóla- kennarar og háskólakennarar ná- kvæmlega hvað nemendur eiga að kunna þegar ákveðnum áfanga í námi þeirra er náð, segir í fréttatil- kynningu. Alþjóðlegar kannanir um hæfni og færni nemenda munu því ekki koma spænskukennurum á óvart í framtíðinni auk þess sem niðurstöður prófanna segja til um það starf sem fram fer í skólunum. Gullhringir 1 Karot Oemantur) SÝNING laugardaginn 3. oKt. fró 10,00 - 17,00 SérstaKt Kynningaverd Hlaut viður- kenningu P. SAMIJELSSON (Toyota um- boðið) fékk á dögunum viður- kenningu frá Tóbaksvarnanefnd fyrir gott framlag til tóbaks- varna því fyrirtækið styrkti sér- stakt átak í tóbaksvörnum á landsbyggðinni sl. sumar. Það voru þeir Helgi Björn Kristinsson (t.v.) sölustjóri notaðra bfla og Björn Víglundsson, markaðs- stjóri, sem veittu viðurkenning- unni viðtöku. Lög úr Avaxta- körfunni sungin í Kringlunni LEIKARAR úr sýningunni Ávaxtakörfunni, sem er í íslensku óperunni, munu syngja nokkur lög úr verkinu í Ki'inglunni í dag, föstudag og morgun, laugardag, kl. 15.30-16.30. Höfundur handrits er Kristlaug María Sigurðardóttir og höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. höfum við ákveðið að framiengja til sunnudags upphafstilboði Barnabóta- frumvarpsins. Þannig gefst þér kostur á að komast inn í vaxandi afsiáttarleik DO RE MÍ og tryggja þér vaxandi afslátt í verslunum okkar „ . _ Bsrnabota- frumvarp allt til 25% afsláttar í desember. «4^ Sparaðu þúsundir með þátttöku í afsláttarleik Do Re Mí. Allt sem þú þarft að gera er að hafa með þér afsláttarkortið (ath. það er hægt að fá afsláttarkort á staðnum) í einhverja af verslunum okkar í september, versla eitthvað sem þig vantar, við stimplum kortið og gefum þér 5% afslátt. Með þessu hefur þú unnið þér rétt á 10% afslætti í október og ef þú verslar hjá okkur í október áttu rétt á 15% afslætti í nóvember og þegar þú hefur nýtt þér nóvemberafsláttinn ertu heldur betur í góðum málum: 25% afsláttur í desember! Veglegt vikutilboð Gildir frá mánudegi 5 okt. til sunnudags 11. okt. Motion úlpur.....^S94J<r. 3.900 kr. Motion skyrtur...T?590J$r. 1.390 kr. Knitwear stelpupeysur... ....1>ÖG4cr.........990 kr. - frábær föt fyrir flotta krakka í Hafnarfirði og Kirkjuvegi 10 í Vestmannaeyjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.