Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 02.10.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 57 FRÉTTIR Vestmanna- eyjar og Raufarhöfn bjóða heim ÍSLENSKIR útvegsmenn bjóða landsmenn velkomna um borð í skip sín víðs vegar um landið í október- mánuði. Tilgangurinn er að gefa fólki kost á að kynna sér skip og vinnslu af eigin raun og munu því skipstjómar- menn taka á móti áhugafólki um út- gerðarmál, ungu sem öldnu, og freista þess að glæða enn frekar áhuga þess og þekkingu á undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, segir í fréttatilkynningu frá útvegsmönnum. Heimboðið er liður í fræðsluátaki Islenskra útvegsmanna sem hleypt var af stokkunum fyrr í haust. Um helgina verður heimboð í tvær ver- stoðvar. Laugardaginn 3. október í Vestmannaeyjum frá kl. 15-18 og sunnudaginn 4. október á Raufarhöfn kl.14-16. I Vestmannaeyjum verður al- menningi boðið að koma í heimsókn í fímm skip. Þau eru: Nótaskipið Gígja VE 340, í eigu ísfélags Vestmanna- eyja hf., vertíðarbátamir Gandi VE 171, í eigu Gunnlaugs Ólafssonar, Gullborg VE 38, í eigu Dyrhólaeyjar sf., skuttogarinn Breki VE 61, í eigu Útgerðarfélags Vestmannaeyja hf. sem stofnað var fyrr á þessu ári og frystitogarinn Vestmannaey VE 54, í eigu Bergs-Hugins ehf. Nýi hafn- sögubátur Vestmannaeyinga, Lóðs- inn, verður einnig til sýnis, Fiski- mjölsverksmiðja Vinnslustöðvannn- ar hf., Eyjaís ehf. og frystihús Isfé- lags Vestmannaeyja hf. sem er eitt hið fullkomnasta á landinu. Á Raufarhöfn verða fjögur skip í eigu Jökuls hf. til sýnis: Rækjufrysti- togararnir Rauðinúpur og Ai'narnúp- ur og rækjuskipin Reistarnúpur og Öxarnúpur. Haldnh- verða fyrirlestr- ar þar sem vinnsluferlið verður kynnt og gestum boðið að bragða á afurðunum. Hátíðardagskrá og léttar veitingar verða í boði á báðum stöðunum. ---------------- Saumað fyrir börn í Bosníu í VIRKU eða Völusteini í Mörkinni býðst öllum að sauma barnahúfu eða bangsa fyi-ir börnin í Bosníu. Allt efni, saumavélar, snið og fagleg að- stoð verður á staðnum þátttakendum að kostnaðarlausu. I fréttatilkynningu segii': „Miklir kuldar eru í Bosníu á veturna og barnahúfur úr flísefni koma sér án efa vel fyrir illa stödd börn í stríðs- hrjáðu landi með hruninn efnahag. Verkefnið er unnið víða um heim að tilstuðlan Husqvarna saumavéla. Eimskip og Hjálparstofnun kirkj- unnar koma svo öllum jólagjöfunum til þakklátra barna í Bosníu.“ LEIÐRÉTT Rangur litur í mynd VEGNA mistaka var ekki réttur lit- ur í málverkinu Eldur og ís, eftir Margréti Guðmundsdóttur í blaðinu í gær, en hún sýnir nú í Hafnarborg. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Leiðrétting við Strandabréf í STRANDABRÉFI Leifs Sveins- sonar frá 27. september sl. er sagt að Freymóður listmálari sé Jóhannes- son. Hið rétta er að hann er Jó- hannsson. Kynmng'arfundur á þýskunami Endurmenntunarstofnun Há- skóla Islands hefur gert samning við Sprachenkolleg í Freiburg í Þýskalandi um námskeið í þýsku eða þýskri menningu. Námskeiðið ber yíirskriftina Hraðnámskeið í Freiburg, 65 stunda þjálfun í þýsku: Mál, menning, mannlíf. Kynningarfundur á fyrsta nám- skeiðinu verður haldinn laugardag- inn 3. október kl. 14 í nýju húsnæði Endurmenntunarstofnunar við Dunhaga 7 og aftur þríðjudags- kvöldið 6. október kl. 20.15 á sama stað. Námið í Freiburg fer fram 16.-27. janúar nk. og er ætlað þeim sem á stuttum tíma vilja ná há- marksárangri í þýsku. Megin- áhersla verður lögð á þjálfun tal- máls. Gert er ráð fyrir undii-stöðu- kunnáttu í þýsku. I námskeiðinu i Freiburg verður þýskt mál, þýsk menning og mannlífíð í Freiburg fléttað saman undir öruggri handleiðslu reyndra kennara við Sprachenkolleg. Fjöldi kennslustunda verður u.þ.b. 65 auk annarra dagskrárliða sem m.a. fel- ast í því að kynnast ákveðnum störfum, félagsstarfsemi og íbúum þessarar fallegu borgar í Svarta- skógi. Kennarar verða frá Sprachen- kolleg í Freiburg en skipuleggjend- ur og fararstjórar verða tveir ís- lenskir þýskukennarar, þær dr. Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í HI, og Danfríður Skarphéðinsdótt- ir, kennari í MR. Tilkynna þarf þátttöku í nám- skeiðinu til Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands fyrir 14. október. Alþjóðlegt próf í spænsku ALÞJOÐLEG próf í spænsku verða haldin fóstudaginn 13. nóv- ember nk. Spænskukennarar Há- skóla Islands annast frámkvæmd prófanna á vegum Menningarmála- stofnunar Spánar og háskólans í Salamanca. Farið er yfír prófin á Spáni. Prófin verða haldin í Há- skóla Islands og fer innritun fram hjá nemendaskrá, aðalbyggingu. Frestur til að innrita sig rennur út 9. október og geta allir sem vilja skráð sig. Prófað verður á tveimur þyngd- arstigum að þessu sinni: Diploma básico og Diploma superior. Miðað er við að nemendur er hafa lokið áföngum 600 eða 700 í framhalds- skóla, hafa dvalist í spænskumæl- andi landi í lengri eða skemmri tíma eða hafa lagt stund á spænsku á háskólastigi ráði við Diploma básico. Diploma superior er ætlað þeim sem hafa BA-próf í spænsku eða samsvarandi tungumálakunn- áttu, þekkingu á menningu Spánar og geta ráðið við flókna texta, fram- setningu og orðfæri. Markmiðið með þessu prófi í spænsku er að setja greininni al- þjóðleg viðmið. Nemendum jafnt í menntaskóla sem háskóla býðst framvegis að þreyta prófin tvisvar á ári og þannig vita menntaskóla- kennarar og háskólakennarar ná- kvæmlega hvað nemendur eiga að kunna þegar ákveðnum áfanga í námi þeirra er náð, segir í fréttatil- kynningu. Alþjóðlegar kannanir um hæfni og færni nemenda munu því ekki koma spænskukennurum á óvart í framtíðinni auk þess sem niðurstöður prófanna segja til um það starf sem fram fer í skólunum. Gullhringir 1 Karot Oemantur) SÝNING laugardaginn 3. oKt. fró 10,00 - 17,00 SérstaKt Kynningaverd Hlaut viður- kenningu P. SAMIJELSSON (Toyota um- boðið) fékk á dögunum viður- kenningu frá Tóbaksvarnanefnd fyrir gott framlag til tóbaks- varna því fyrirtækið styrkti sér- stakt átak í tóbaksvörnum á landsbyggðinni sl. sumar. Það voru þeir Helgi Björn Kristinsson (t.v.) sölustjóri notaðra bfla og Björn Víglundsson, markaðs- stjóri, sem veittu viðurkenning- unni viðtöku. Lög úr Avaxta- körfunni sungin í Kringlunni LEIKARAR úr sýningunni Ávaxtakörfunni, sem er í íslensku óperunni, munu syngja nokkur lög úr verkinu í Ki'inglunni í dag, föstudag og morgun, laugardag, kl. 15.30-16.30. Höfundur handrits er Kristlaug María Sigurðardóttir og höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. höfum við ákveðið að framiengja til sunnudags upphafstilboði Barnabóta- frumvarpsins. Þannig gefst þér kostur á að komast inn í vaxandi afsiáttarleik DO RE MÍ og tryggja þér vaxandi afslátt í verslunum okkar „ . _ Bsrnabota- frumvarp allt til 25% afsláttar í desember. «4^ Sparaðu þúsundir með þátttöku í afsláttarleik Do Re Mí. Allt sem þú þarft að gera er að hafa með þér afsláttarkortið (ath. það er hægt að fá afsláttarkort á staðnum) í einhverja af verslunum okkar í september, versla eitthvað sem þig vantar, við stimplum kortið og gefum þér 5% afslátt. Með þessu hefur þú unnið þér rétt á 10% afslætti í október og ef þú verslar hjá okkur í október áttu rétt á 15% afslætti í nóvember og þegar þú hefur nýtt þér nóvemberafsláttinn ertu heldur betur í góðum málum: 25% afsláttur í desember! Veglegt vikutilboð Gildir frá mánudegi 5 okt. til sunnudags 11. okt. Motion úlpur.....^S94J<r. 3.900 kr. Motion skyrtur...T?590J$r. 1.390 kr. Knitwear stelpupeysur... ....1>ÖG4cr.........990 kr. - frábær föt fyrir flotta krakka í Hafnarfirði og Kirkjuvegi 10 í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.