Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Komst yfir myndir sem sýna kafbáta- árás á gamla Gullfoss SÍÐU úr bresku blaði frá 21. ágúst 1915 með tveimur Ijós- myndum sem teknar voru um borð í gamla Gullfossi rak á Qör- ur Magna R. Magnússonar, kaup- manns í versluninni Hjá Magna, þegar hann var á ferð í London í síðustu viku. Er önnur myndin af þýskum kafbáti sem sagt er að hafi skotið á Gullfoss þegar skip- ið var á leið til Islands, en hin sýnir rússneska sjómenn sem bjargað var um borð í Gullfoss eftir að sami kafbátur skaut nið- ur skip þeirra. Gamli Gullfoss var fyrsta skip Eimskipafélagsins og kom hann til Reykjavíkur ífyrsta skipti 16. apríl árið 1915. í Oldinni okkar er sagt frá því að 21. september hefðu borist hingað til lands fregnir frá Færeyjum um að Gullfoss hafi verið skotinn niður af þýskum „neðansjávarbáti" á Norðursjónum þegar skipið var á leið til landsins. Frétt þessi barst eins og eldur um sinu og verkaði sem „ægilegasta reiðarslag1* á alla menn. Daginn eftir bárust Eimskipa- félaginu hins vegar þau gleðitíð- indi að Gullfoss hefði farið dag- inn áður frá Leith áleiðis til ís- lands og skipið hefði ekki orðið fyrir neinni árás. f Öldinni okkar er hins vegar ekkert sagt frá þeim atburði sem myndirnar í breska blaðinu eiga að sýna. Ótrúlegustu hlutir eiga eftir að koma upp á yfirborðið Magni sagði í samtali við Morgunblaðið að honum væri ekki kunnugt um að myndirnar hefðu áður sést hér á landi. Hann sagði að á ferðum sfnum erlendis leitaði liann alltaf uppi efni sem tengdist Islandi með einhveijum liætti. „Það er alltaf eitthvað sem rekur á fjörurnar hjá mér þegar ég er á ferðinni erlendis og það er alveg víst að það eiga ótrú- legustu hlutir eftir að koma upp á yfirborðið. Hingað til hef ég t.d. fundið mikið af myndum frá fslandi og póstkortum sem kom- ið hafa frá frönsku sjómönnun- um hér við land. Þetta hef ég rekist á á útimörkuðum í París, en þar eru menn farnir að þekkja mig og leggja þeir til hliðar fyrir mig efni tengt ís- landi,“ sagði Magni. ÖNNUR myndanna í breska blaðinu sýnir þýskan kafbát sem sagður er hafa elt Gullfoss og skotið á skipið. Á ÞESSARI mynd sjást rússneskir sjómenn sem bjargað var um borð í Gullfoss eftir að kafbáturinn sökkti skipi þeirra. Samþykkt að knýja á um samninga RÍKISSTJÓRNIN samþykkti fyrir sitt leyti á fundi í gær að knýja á um samninga vegna ástandsins í Kosovo með þeim hætti sem Atl- antshafsbandalagið, NATO, hefur staðið að málinu. Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri einlæg von allra að það tækist að ná þessu máli í höfn án loftárása og við það væru bundnar miklar vonir. -------------- Viðræður um Schengen-aðild boðaðar HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra kynnti á ríldsstjórnarfundi í gær stöðuna í samningaviðræðum um Sehengen, en borist hafa hug- myndir Evrópusambandsins um samning sem ríkisstjóm Islands hefur ýmsar athugasemdir við. Samningaviðræðurnar hefjast hins vegar 20. þessa mánaðar og sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið að ekkert nýtt myndi fréttast af málinu fyrr en þær viðræður væru komnar eitthvað á veg. Halldór Ásgrímsson segir ávinning meiri en tap af uppistöðulóni á Eyjabakkasvæði HALLDÓR Ásgrimsson utanríkis- ráðherra lýsti yfir því í gær að menn yrðu að gera það upp við sig hvort virkja ætti á Austurlandi. Þegar hefðu verið lagðir milli þrír og fjórir milljarðar í Fljótsdalsvirkjun og ætl- uðu menn nú að sjá sig um hönd væri betra að slíta nú þegar viðræð- um við Norsk Hydro um álver og hætta að þykjast. Halldór lét þessi ummæli falla á opnum hádegisverðarfundi á Hótel Borg í gær. Fundurinn var sá fyrsti í fundaröð, sem Ólafur Öm Haralds- son þingmaður hyggst gangast fyrir í vetur. Halldór ræddi á fundinum þau verkefni, sem framundan væru, og ítrekaði mikilvægi þess að Islending- ar litu á sig sem eina þjóð og mikil- vægt væri að sátt ríkti milli höfuð- borgar og landsbyggðar. Áhersla á atvinnumál Hann sagði að fyrir síðustu kosn- ingar hefði áhersla verið lögð á at- vinnumál. Því miður hefði atvinnu- leysi ekki verið útrýmt, það væri enn 2,5 til 3%, en dregið hefði úr því um leið og verðmætasköpun hefði aukist og það væri grundvöllur þess að efla velferðarkerfið. „Við hefðum ekki getað aukið út> gjöld til heilbrigðis- og trygginga- mála á árunum 1998 til 1999 um 4,7 Án virkjunar er hægt að slíta viðræðum strax við Norsk Hydro milljarða nema vegna þess að við gátum byggt á þessu öfluga atvinnu- lífi,“ sagði hann. „Við hefðum heldur ekki getað aukið útgjöld til mennta- mála á þessum árum um 1,4 millj- ai-ða nema vegna þess.“ Halldór sagði að einnig væri stefnt að því að bæta kjör öryrkja og það væri hægt nú vegna þess að svigrúm hefði verið skapað til þess. „Það er ekki nóg að standa niðri á Alþingi og skamma heilbrigðis- og tryggingaráðherra daginn út og inn,“ sagði hann. „Hlutirnir gerast ekki þannig.“ Halldór fór yfir þau mál, sem hann taldi að yrðu efst á baugi í komandi kosningum. Nefndi hann fyrst utanríkismál, sem hlytu að koma til umræðu á næstu mánuð- # LJÁÐtl ÞEIM EYRA I kvöld á Súfistanum t Bókabúð Máls og menningar Ritgerðasmiðir Guðbergur i«r{|»»9m Kenjarnar H#lgf Hátfámnmrmm Molduxi, rabb um kveðskap og fleira Svavs 'J«k#fe#dótiírf Skyggnst á bak við ský Guómundur Amfrí Tb#r##«m Ég vildi að ég kynni að dansa Aðgangur ókeypis - Hefst kl, 20.30 Mál og menning • Laugavegi 18 • Sími 515 2500 Kaflaskil í utanríkismálum „Þar hafa orðið kaflaskil," sagði hann. „Hér er að koma fram sam- fylking vinstri manna, sem segir í sinni steftiuyfirlýsingu að Island eigi að standa utan hernaðarbandalaga vitandi það að það er aðeins eitt hernaðarbandalag svokallað, sem menn geta átt við, og það er Atlants- hafsbandalagið." Halldór sagði að þetta bandalag væri nú að berjast við að koma á fríði í Júgóslavíu fyrrverandi og koma íbúum Kosovo til hjálpar. ,AUar þjóðir Evrópu vilja komast inn í þetta bandalag," sagði Halldór. ,Á- sama tíma sendir þessi nýja sam- fylking þau skilaboð að við hljótum að stefna að því að losa okkur út úr þessu samstarfi . . . Er það virkilega að gerast að þessi úreltu sjónarmið, fortíðarsjónarmið, eigi að verða aðals- merld þessa nýja vinstra framboðs? Það getur ekki verið. Þetta hlýtur að hafa verið slys, stórslys. Enda kom í Ijós að þeir, sem höfðu samið textann vissu ekki grundvallaratriði í þessu samstarfi. Getur það verið að þetta sé að henda Alþýðuflokkinn, sem hefur staðið að þessu með Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokknum frá upphafi? Auðvitað verður ekki komist hjá því að fjalla um þessi mál.“ Léttir að fá að halda miðjunni Formaður Framsóknarflokksins sagði að í nágrannlöndunum væru flokkar á vinstri vængnum að færa sig inn á miðjuna. Jafnaðarmenn í Þýskalandi og Verkamannaflokkur- inn á Bretlandi hefðu komist til valda með því að fara inn á miðjuna. „Ég óttaðist kannski mest að hin nýja vinstri hreyfing myndi fremja mjög alvarlegt innbrot inn á miðj- una,“ sagði Halldór. „En það var til léttis að það átti sér ekki stað og ég vona að svo verði ekki.“ Halldór kvaðst eiga von á því að umræða yrði mest um umhverfismál og þau hefðu alla tíð verið mikið Morgunblaðið/Golli HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra talaði meðal ann- ars um framboð samfylkingar á vinstri væng og umhverfismál á fundi um stjórnmál í gær. áhugamál framsóknarmanna. Jafn- framt gerðu flokksmenn sér hins vegar grein fyrir því að einhver lág- marksröskun yrði að eiga sér stað á landinu til þess að hægt væri að tryggja framfarir og halda uppi eðli- legu atvinnulífi og samskiptum. Umræðan um hálendið snerist ekki síst um það kjördæmi, sem hann hefði starfað mest í og farið í framboð í fyrir um aldarfjórðungi. Það hefði verið áhugamál umbjóð- enda hans að virkja þá orku og nýta þær auðlindir, sem þar væri að finna. En þetta væri ekki aðeins málefni Austurlands, að halda jafnvægi í byggðinni, heldur ekkert síður Reykjavíkur. Hann fjallaði um það að nú hefði verið ákveðið að gera lögformlegt umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun þótt hún hefði verið samþykkt fyrh- löngu og hluti hennar verið boðinn út. Skaðabætur vegna tafa við Fljótsdalsvirkjun? „Nú er verið að vinna nýtt um- hverfismat á þessari virkjun og það er verið að gera með lögformlegum hætti alveg eins og lögin segja,“ sagði hann. „Þegar það verður til standa menn frammi fyrir því hvort senda eigi það til úrskurðar skipu- lagsstjóra, sem ekki er skylt vegna fortíðarinnar, eða hvort eigi að senda það til úrskurðar umhverfisráðherra. Ef það er gert gæti það tekið langan tíma og staðið fram á mitt ár 2000. Ég er ekki að útiloka að menn taki þessa ákvörðun, en það liggur þá fyrir að menn verða að greiða skaða- bætur til þeirra, sem hafa öll þessi leyfi. Það er búið að eyða í þessa virkjun þremur til fjórum milljörð- um króna að fengnu samþykki." Hann sagði að málið snerist um það hvort vernda ætti Eyjabakka eða setja þá undir uppistöðulón. „Við skulum ekki vera að þykjast“ „Ef þetta uppistöðulón kemur ekki verður þessi virkjun ekki reist,“ sagði Halldór. „Málið er svo einfalt og þá skulum við hætta að tala um álver á Austurlandi og við skulum hætta við- ræðum við Norsk Hydro. Við skulum ekkert vera að þykjast í þessu. Það er mikilvægt að segja hreint út hvað það er, sem við viljum, því þetta er aðal- skaðinn, sem þarna verður.“ Halldór sagði að þarna yrði rösk- un, en hún yrði að eiga sér stað til að koma fram öðrum markmiðum á sviði byggðamála og atvinnumála. Það væri þjóðarnauðsyn að koma upp sterkum þéttbýliskjarna á Aust- urlandi. Hann benti á að fram- kvæmdir ættu sér stað í Svartsengi og á Nesjavöllum án þess uppi væru kröfur um umhverfismat. Hann hefði nýlega rekist á mann, sem hefði sagt að byggðarök skiptu engu máli því að fólk vildi búa þar sem leikhúsin, bíóin og skólamir væru. „Það er mjög erfitt fyrir mann eins og mig, framsóknarmann, að fallast á þessi sjónarmið,“ sagði Halldór. „Ég mun aldrei gera það, bai;a aldrei." I fyrirspumum kom fram að senni- lega yrði Éyjabakkasvæðinu sökkt, en hvar myndi ráðherrann setja mörkin. Halldór sagði að hver kynslóð yrði að svara þessari spumingu íyrir sig, en bætti við að ekki kæmi til greina að fóma Þjórsárverum eða flytja Jökulsá á Fjöllum og eyðileggja Dettifoss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.