Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 33
Norðurlandahúsið í Færeyjum
Ætla bæði að flytja
menningu út og inn
„Við erum ánægðir hversu marg-
ir sóttu um stöðu framkvæmda-
stjóra Norðurlandahússins í
Færeyjum og hversu hæfir um-
sækjendur voru, því það sýnir
áhuga bæði á og starfsemi þess og á
Færeyjum," segir Christian Slottte
stjórnarformaður hússins. Alls
sóttu 43 um, þar af níu íslendingar
og átján Svíar og bendir Slotter sér-
staklega á áhuga í þessum tveimur
löndum. A stefnuski’á hússins er að
sinna vel vestur-norræna svæðinu
og þá einnig að rækta tengslin við
Bretlandseyjar, sem verður auð-
veldara nú eftir að beinar samgöng-
ur eru komnar þangað, en það er
nýnæmi. Helga Hjörvar sem hingað
til hefur verið framkvæmdastjóri
Teater og Dans i Norden segir að
starfið leggist vel í sig, enda hafl
hún lengi haft mikinn áhuga á
Færeyjum. Hún vonast eftir fleiri
íslenskum gestum í húsið og bendir
á að þetta fallega hús og öflugt
menningarlíf þar og í Færeyjum
ætti að vera aðlaðandi fyrir íslend-
inga.
Helga segist hafa sótt um starfíð
þar sem hún hafí undanfarin sex ár
starfað hjá norrænu leikhús- og
danssamtökunum og haft áhuga á
að vinna áfram innan vébanda nor-
ræns samstarfs. „Það hefur verið
gaman að taka þátt í norrænu sam-
starfí á þessum tímum,
þegar það hefur breyst
jafn mikið og raun ber
vitni,“ segir hún.
„Norðurlöndin eru ekki
stærri en svo en það
veitir ekkert af sam-
starfí þeirra."
Auk þess hafi áhugi
sinn á Færeyjum
einnig ýtt undir að hún
sótti um starfið. Hún
hyggst leggja áherslu
bæði á menningarút- og
innfiutning, bæði að fá
gesti til eyjanna, en
einnig að kynna fær-
eyska menningu er-
lendis. Hún hefur unnið mikið með
leikflokkum á Grænlandi og í
Færeyjum og þekkir því vel til.
Hins vegar verði sér alveg ný
reynsla að taka upp tengsl við Bret-
landseyjar, sem mikili áhugi sé á að
gera nú eftir að samgöngur við eyj-
arnar hafi komist á.
í gegnum starf sitt hingað til hef-
ur Helga kynnst mörgum Færey-
ingum, sem starfa í menningarlíf-
inu, þar á meðal mörgu ungu fólki,
sem nú sé farið að setja svip sinn á
færeyskt menningarlíf. Anægjulegt
verði að rifja þau kynni upp. Helga
var síðast á Færeyjum þegar leikfé-
lagið Gríma hélt upp á afmæli sitt
nýlega og frumsýndi
Jónsmessunætur-
draum Shakespeares.
Þetta var aðeins í ann-
að skipti, sem Færey-
ingum gafst tækifæri
til að heyra verk
breska leikhússjöfurs-
ins á móðurmálinu og
segir Helga það hafa
verið áhrifamikla
reynslu, sem hafí kall-
að fram sterkar tilfínn-
ingar.
Gaman að lifa tíma
sjálfstæðisbaráttu í
Færeyjum
Um þessar mundir eru miklir
vakningartímar í Færeyjum, segir
Helga, sem gaman sé að upplifa.
„Það hefði verið gaman að lifa þessa
tíma á Islandi, en nú fæ ég að reyna
þá í Færeyjum," segir hún. Rétt
eins og á Islandi er talað um að
byggja Þjóðleikhús í hita sjálfstæð-
isvakningarinnar og mikil rækt er
lögð við málið. „Þetta allt er örvandi
að vera vitni að,“ bætir hún við.
,;Færeyingar vilja gjarnan læra af
Islendingum, en enn er of snemmt
að segja um hvernig sjálfstæðsmál-
in æxlast.“
Milli Færeyja og íslands er geng-
inn í gildi nýr menningarsamning-
ur, sem Helga segist binda miklar
vonir við að muni auka menningar-
samskipti landanna. A sumrin geng-
ur ferja milli íslands og Færeyja og
eins segir Helga það fulla ástæðu
fyrir íslendinga að hafa Færeyjar í
huga, því þangað sé margt að sækja
og Norðurlandahúsið mjög fallegt.
Húsið er þungamiðjan í menningar-
lífí bæjarins og þar er til dæmis
stærsta leiksvið eyjanna, svo allir
stærstu menningarviðburðirnar
fara þar fram. A vegum leikhúss- og
danssamtakanna voru nýlega haldin
málþing gagnrýnenda annars vegar
og þýðenda hins vegar og fyrir slíku
starfí vilji hún gjarnan beita sér.
„Þarna eru tveir hópar, sem starfa
á þröngu sviði og veitir ekki af að
hittast stöku sinnum til að bera
saman bækur sínar.“
Helga lét af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Teater og Dans i
Norden nú 1. október, en tekur við
nýja starfínu 1. febrúar. „Það er
gott að fá smá tækifæri til að draga
andann og ná áttum áður en nýja
starfið hefst.“,„ segir hún.
LÍMMIÐAPRENT
Þegar þig vantar límmiðal
Skemmuvegi 14 • 200 Kópavogur
Sfmi: 587 0980 • Fax: 557 4243
Farsími: 898 9500
Nýtt íslenskt
gallerí í Noregi
NÝTT íslenskt gallerí
„Is-Kunst-Gallery og
eafé“, Leh'fallsgata 6,
Ósló, Noregi, verður
opnað föstudaginn 16.
október.
Fyrsti „myndlistar-
maðm' mánaðarins“ er
listakonan Jónína
Magnúsdóttir, Ninný.
Þetta er fímmta einka-
sýning hennar' og hefur
Ninný látið setja sýn-
inguna upp á Netinu,
svo fólki hér heima og
víðai' gefist kostur á að
skoða sýninguna, segh' í
kynningu. Netfangið er:
http:/Avww.if.is/ninny.
A sýningunni, sem
kallast „Lífsganga" eru
á milli 20 og 30 verk,
flest unnin með olíulitum á striga.
Ninný lauk námi frá Myndlista-
og handíðaskóla íslands árið
1978. Þá hefur hún stundað nám
við Myndlistarskóla Reykjavíkur
og hjá dönsku listakonunni Elly
Hoffmann. Auk einkasýninga hef-
ur hún tekið þátt í samsýningum
hér á landi og í Danmörku. Und-
anfarin ár hefur Ninný eingöngu
starfað við list sína og kennslu
henni tengda.
Kynningin á verkum Ninnýjar
verður til og með 12. nóvember
en sýningin á Netinu mun halda
áfram.
Helga Hjörvar
Tveir fyrir
■
•11.1
lil
London
26. okl. og 2. nóv.
trá kr. 14.550
fyrir mannlnn
Bókaðu í dag eða á morgun
og tryggðu þér þetta ótrútega
tilboð til London
Gildir 26. okt. og 2. nóv. frá mánudegi til fimmtudags.
London-ferðir Heims-
ferða hafa fengið ótrú-
leg viðbrögð og nú er
uppselt í fjölda brott-
fara í vetur. Heimsferð-
ir kynna nú fjórða árið
í röð, beint leiguflug
sitt til London, þessarar
vinsælu höfuðborgar
Evrópu, og aldrei fyrr
höfum við boðið jafn hagstætt verð og jafn gott úrval hótela.
Nú getur þú tryggt þér 2 sæti á verði eins til London og einnig
valið um gott úrval hótela á frábærum kjömm.
Glæsileg ný hótel í boði.
Plaza-hótelið, rétt við Oxford-stræti.
Flugsæti til London
Islenskir fararstjórar
Heimsferða tryggja
þér örugga þjónustu
í heimsborginni
Verð kr.
14.550
Flugsæti fyrir fullorðinn með skött-
um m.v. 2 fyrir 1.
Ferð frá mánudegi til fimmtudags,
26. okt., 2. nóv.
Flugsæti kr. 21.900. Skattur kr. 3.600x2=7.200.
Samtals 29.100. Á mann kr. 14.550.
Tveggja stjörnu hótel
Flug alla
Hmmtudaga
og mánudaga
í október og
nóvember.
Þriggja stjörnu +
Verð kr. 3*700 Verð kr. 4.500
Verð á mann á nótt á Bultins-hótel- inu með morgunmat í tveggja manna herbergi. Verð á mann á nótt í tveggja manna herbergi á Plaza, okkar vinsæla hóteli.
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sfmi 562 4600. www.heimsferdir.is