Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ sé boðið upp á vernd á fjárfesting- unni með sérleyfi." 2. „Stofnkostnaður þess sem setur saman þann fyrsta af nokkrum mið- lægum gagnagrunnum á heilbrigðis- sviði yrði meiri en þeirra sem á eftir fylgdu vegna þess að hann yrði að greiða kostnað af fyrstu markaðs- setningunni sem gagnast þeim sem á efth' koma.“ 3. „Markaðssetning á gagna- gi'unninum yrði býsna erfíð án sér- leyfis. Það sem er erfíðast í mark- aðssetningu innan hugverkaiðnaðar- geirans er að ná eyrum þeirra sem taka ákvarðanir, sérstaklega ef margir byðu sömu upplýsingar, en á mismunandi forsendum. Þess ber að geta að gagnagrunnarnir íslensku væiu markaðssettir í samkeppni við ýmsar aðrar sannprófaðar aðferðir til þess að leysa sömu vandamál og gagnagrunninum er ætlað að leysa.“ 4. „Gefum okkur nú þá forsendu að hægt væri að ná eyrum þeirra sem taka ákvarðanir í hugverkageir- anum þrátt fyrir að ekki væri sér- leyfi til að dreifa. Þá væru nokkrir gagnagrunnar á íslandi sem allh' geymdu sömu upplýsingar og eini möguleiki þeirra til að keppa hver við annan lægi í því að undirbjóða hver annan. Langflestir viðskipta- manna væru erlendis og þar af leið- andi myndi þetta leiða til þess að heildarverðmæti sem kæmi inn í landið yrði minna en ef sérleyfi væri í höndum eins aðila,“ segir í svörum ÍE. Athygli vekur að forsvarsmenn ÍE virðast ekki útiloka með öllu að unnt verði að starfrækja gagna- grunninn án sérleyfis. Þeir segja að ef litið sé til þess viðskiptaumhverfis sem gagnagrunnurinn verði að starfa í og ofangreindra ástæðna „þá er ólíklegt að reikna með að miðlægur gagnagrunnur á heil- brigðissviði verði settur saman og rekinn án þess að til komi einhvers konar vernd í formi sérleyfa eða höf- undarréttar,“ eins og segir í svari ÍE. Útiloka aðgengi annarra hugbúnaðarfyrirtækja? íslenskir hugbúnaðarframleið- endur hafa nú einnig kvatt sér hljóðs um þetta mál og lýst miklum áhyggjum af því að veita eigi rekstr- arleyfishafa gagnagrunnsins einka- rétt á gerð upplýsinga fyrir heil- brigðiskerfið. I umsögn sem Sam- starfsvettvangur íslenskra hugbún- aðarframleiðenda og starfsgreina- hópur í upplýsingatækni innan Sam- taka iðnaðarins hafa unnið vegna þessa máls, kemur fram skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins, áhersla á að ná verði sátt um veitingu sérleyfis fyrir smíði og rekstur gagnagrunns- ins og hvaða reglur eigi að gilda varðandi samskipti sérleyfishafans og fyrirtækja sem þróa upplýsinga- tæknilausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Telja hugbúnaðarframleiðendur m.a. að gefið sé til kynna í frum- varpinu að væntanlegt upplýsinga- kerfi sem setja eigi upp á heilbrigð- isstofnunum vegna skráningar í gagnagrunninn eigi að yfirtaka alla upplýsingavinnslu innan stofnan- anna og þ.a.l. útiloka aðgengi ann- arra fyrirtækja að þróun og sölu kerfa fyrir heilbrigðiskerfið. Þá telja þeir að þar sem skilgreint sé í grein- argerð frumvarpsins að upplýsingar um heilsufar þjóðarinnar séu þjóð- arauður megi álykta sem svo að gerð grunnsins sé útboðsskyld. Er það skoðun hópsins að nokkur atriði frumvaprsins gefi tilefni til að ætla að rekstrarleyfishafa verði út- hlutað einkaleyfi á allri gerð og þró- un upplýsingakerfa fyrir heilbrigðis- „Sterkur einkaréttur skerðir að nokkru leyti hagsmuni þeirra sem fjallað er um í sjúkraskýrslunum. Segja má að hann skerði samningsfrelsi þeirra, þeir hafa ekkert val um það i hvaða miðlæga gagnagrunn þeir láta gögn um sig. Það gæti takmarkað möguieika þeirra á að selja verðmætar upplýsingar.“ slíka vinnu nema hann hafi markað fyrir sölu upplýsinga úr grunninum að gefinni þeirri staðreynd að fyrir- tæki A hafi þegar alla burði til að anna markaðnum. Fyrirtæki A nýt- ur því forhandarforskots (e. first- mover advantage) á markaðnum og ég sé ekki annað en að það ætti að vera því nægjanleg vörn,“ segir í grein Þórólfs. Heilsufarsupplýsingar ekki metnar til fjár? Fyrirhugað sérleyfi snertir ekki aðeins hagsmuni annaiTa vísinda- manna eða fyrirtækja sem stunda rannsóknir í lífvísindum, heldur snýr með beinum hætti að einstak- lingunum sem gefið hafa heilbrigðis- starfsmönnum upplýsingar um heilsu sína. Eignarréttur sjúkra- gagna er mjög umdeildur en nú er beinlínis tekið fram í gagnagrunns- frumvarpinu að heilsufarsupplýsing- ar verði ekki metnar til fjár, því gildi þeirra sé fyrst og fremst fólgið í möguleikunum til að efla heilbrigði. „Vegna eðlis þessara upplýsinga og hvernig til þeirra er stofnað geta þær ekki lotið lögmálum eignarrétt- ar í venjulegum skilningi. Stofnanir, fyrirtæki eða einstaklingar geta því ekki átt þær,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Hér er um þýðingarmikið atriði að ræða, sem snertir bæði umráð yf- ir viðkvæmum persónuupplýsingum og möguleika sjúklinga á að ráðstafa þeim. I frumvarpinu er sjúklingum gefinn kostur á að hafna því að upp- lýsingar um þá verði fluttar í grunn- inn. Hins vegar er ekki gert ráð fyr- ir því að einstaklingar geti óskað eftir þvf að upplýsingar um þá sem búið er að flytja í grunninn verði teknar þaðan út. Engin ákvæði eru í frumvarpinu um hver taki ákvörðun fyrir hönd barna eða ósjálfráða ein- staklinga um flutning upplýsinga í grunninn. Er tekið fram í skýring- um frumvarpsins að um það gildi því almennar reglur um hver sé bær til að taka ákvörðun fyrir þeirra hönd. Þá er ekki gert ráð fyrir að börn geti hafnað þvi að upplýsingar um látna foreldra þeirra séu færðar í grunninn. stofnanir. Ef sú verði raunin muni það skerða samkeppnisstöðu og hefta möguleika íslenskra hugbún- aðarfyrirtækja á þróun upplýsinga- kerfa fyrir heilbrigðiskerfið með ógnvænlegum afleiðingum fyrir uppbyggingu greinarinnar. Hópur- inn bendir jafnframt á að greinin hafi lengi verið útilokuð frá þróun lausna fyrir fjármálaheiminn og það sé óviðunandi ef eigi nú að útiloka hana frá þeim mikilvæga markaði sem heilbrigðiskerfið er, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. „Sá sem fær forréttindin greiöi fyrir þau eölilegt verð“ Gylfi Magnússon hagfræðingur gerir greinarmun á því sem hann nefnir veikt og sterkt einkaleyfi. í erindi á ráðstefnu rektors HI um seinustu helgi sgði Gylfi: „Hægt væri að hugsa sér að leyfi til að setja upp miðlægan gagnagrunn væri veitt í þessum anda. Það væri einka- réttur á að hagnýta ákveðinn gagna- grunn en veitti enga tryggingu gegn því að aðrir fylgdu í kjölfarið og settu upp hliðstæða grunna sem byggðu á sömu frumgögnum, það er heilbrigðisskýrslum. Til einföldunar mun ég hér eftir kalla slíkt fyrir- komulag veikan einkarétt og það sem lagt er til í frumvarpsdrögunum sterkan einkarétt. Það að leyfa gerð annars gagnagrunns eða jafnvel margra sem væru hliðstæðir við þann fyrsta er að mörgu leyti slæm hugmynd en þó ekki alveg án kosta. Nokkrir ókostanna liggja í augum uppi, til dæmis aukinn kostnaður og að torveldara er að verja marga gagnagrunna en einn. Helsti kosturinn er að þessi möguleiki myndi setja því nokkrar skorður hve hátt verð væri skyn- samlegt fyrir smið fyrsta grunnsins að setja upp fyrir aðgang að honum. Það er kostur frá sjónarhóli kaup- enda og þar með einnig frá sjónar- hóli þeirra sem vilja hag þeiiTa sem bestan, þar á meðal þehra sem vilja sem mestar vísindarannsóknir. Það er ókostur af sömu ástæðu, veikur einkaréttur er minna virði en sterkur. Veikur einkaréttur veitir þeim sem hann fær engin forréttindi umfram aðra og það veikir mjög samningsstöðu þess sem veitir einkaréttinn - í þessu tilfelli heil- brigðisráðherra,“ sagði hann. Gylfi benti einnig á að þegar ríkis- valdið veitti ákveðnum aðila forrétt- indi, sérstaklega forréttindi sem margir sækjast eftir eða skerða hag annarra, sé eðlilegt að gera kröfu um tvennt: „í fyrsta lagi að allir séu jafnir fyr- ir lögunum, í þessu tilfelli að allir hafi sömu möguleika á að fá sterkan einkarétt. í öðru lagi að sá sem fær forréttindin greiði fyrir þau eðlilegt verð. I sumum tilfellum er hægt að ná báðum markmiðum með því ein- faldlega að bjóða forréttindin út. Ég ætla ekki að leggja mat á hvort það sé skynsamleg leið í þessu tilfelli en minni á að útboð eru tilgangslítil ef fyrirsjáanlegt er að einungis einn að- ili mun taka þátt. I öðrum tilfellum kann að vera skynsamlegra að semja beint við þann sem fær forréttindin um endurgjald. Endurgjaldið getur verið fólgið í ýmsu, beinni greiðslu, ágóðahlutdeild eða skyldum sem einkaréttarhafi verður að gegna. I frumvarpsdrögunum er ekki loku fyrir það skotið að það verði gert og í skýringum er sérstaklega minnst á möguleikann á ágóðahlutdeild hins opinbera umfram hefðbundnar skatttekjur. Það er eðlilegt, svo og þær ýmsu kvaðir sem lagðar eru á þann sem fær einkaréttinn um t.d. aðgang heilbrigðisyfirvalda og inn- lendra vísindamanna að grunnin- um,“ sagði Gylfi. „Forhandarforskot" Þórólfur G. Matthíasson, dósent 1 hagfræði við HÍ, hefur lýst efasemd- um um sérleyfi vegna gagnagrunns- ins. A ráðstefnu rektors Háskóla Is- lands um seinustu helgi rifjaði hann upp reynsluna af einkaleyfi sem Bifreiðaskoðun íslands hf. var veitt til skoðunar bifreiða til 12 ára. Vel- gengni fyrirtækisins á fyrstu árun- um varð til þess að sérleyfið til handa fyrirtækinu var stytt í sex ár. Þórólfur gagnrýndi í grein í Vís- bendingu í sumar að hvergi í grein- argerð frumvarpsins væri þeirri spurningu slegið fram hvers vegna þörf sé á að veita einkaleyfi á starf- rækslu gagnagrunns. Setti hann fram dæmi máli sínu til stuðnings: „Setjum sem svo að fyrirtæki A hafi hafið starfrækslu gagnagrunns, hafi safnað saman upplýsingum frá heilsugæslustöðvum og sjúkrastofn- unum öðrum og skráð á tölvutæku formi. Sú skráningarvinna og önnur skipulagning gagnagrunnsins er ákaflega kostnaðarsöm. Vilji annar aðili, fyrirtæki B, hasla sér völl á þessu sviði mun það einnig kosta umtalsverðar fjárhæðir, þar sem fyrirtæki B yrði að ganga í gegnum sama ferli og fyrirtæki A hvað skráninguna varðar nema sam- komulag tækist milli fyrirtækis A og fyrirtækis B um að fyrirtæki B keypti hinar skráðu upplýsingar af fyrirtæki A og að slík sala væri heimiluð af ráðuneyti heilbrigðis- mála. Samkeppnisaðilinn, fyrirtæki B, mun væntanlega ekki setja í gang Skert samningsfrelsi einstaklinga Gylfi Magnússon gerði samnings- stöðu einstaklinganna að umtalsefni í erindi sínu á ráðstefnu rekstors HÍ um seinustu helgi. Þar sagði hann m.a.: „Sterkur einkaréttur skerðir að nokkru leyti hagsmuni þeirra sem fjallað er um í sjúkraskýrslun- um. Segja má að hann skerði samn- ingsfrelsi þeirra, þeir hafa ekkert val um það í hvaða miðlæga gagna- grunn þeir láta gögn um sig. Það gæti takmarkað möguleika þeirra á að selja verðmætar upplýsingar. Samningsstaða þeirra er að öðru leyti einnig slæm, þeir ráða engu um það með hvaða skilmálum viðskipti þeirra við einkaréttarhafann væru. Þeir skilmálar yrðu ákveðnir með lögum og í samningum einkaréttar- hafans og heilbrigðismálaráðuneyt- isins. Einstaklingar eiga þess ein- ungis kost að samþykkja viðskiptin eða hafna. Þetta styrkir kröfuna um að sá sem hlýtur einkaréttinn skili meiru til þjóðfélagsins en fyrirtæki gera almennt í gegnum skattgreiðsl- ur,“ sagði hann. Á MORGUN Hlutdeild þjóðar og misnotkun upplýsinga Á morgun verður rætt um mögu- legan ávinning þjóðarinnar vegna starfsemi gagnagrunnsins og fjall- að um áhyggjur af hugsanlegri misnotkun atvinnurekenda og tryggingafélaga á erfðaupplýsing- um og kynntar hugmyndir um lykil- kort sjúklinga. "" ui L. Um\ "TJ j"—™ —rn- u. Lpl LJ V L/ 1—1 u 1- CTa C 0 OCs.Cli.LI_t- y Q DrÓ D D 999 - 99? 999 árð-; C?9 9 ú D CtO D 9 L L L L c é D.ó D Ó D o p-& C 0 ó D V c 1» L L — D Lst.óáÓOsCáópO Cj- Dr®J_ OóósC^óv lOOO A A A V. A « Á .< s/ v V ^ u u u u OOOl,énG UC CDCOCvÓDDÓLvLÍL L. U Lw-ÓDDOlOD(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.