Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 25 Eins þarf aö huga aö því aö grundvallarreglur stjórnskipunarréttar og stjórnsýsluréttar leggja Alþingi og framkvæmdavaldinu þá skyldu á herðar aö gæta jafnræðis viö töku ákvarðana er varöa skyldur og réttindi borgaranna og úthlutun takmarkaðra gæöa. Loks þarf sérstaklega aö skoöa hvort sjónarmiða um frelsi vísindanna sé nægilega gætt viö úthlutun sérleyfis af þessu tagi. Frelsi vísindanna laganna og torveldi frjálsa sara- keppni. Hertar kröfur Reglur EES-samningsins geta hins vegar falið í sér meiri skuld- bindingu fyrir löggjafann, sbr. 3. gr laga nr. 2/1993 um lögfestingu EES- samningsins, þar sem segir að skýra beri lög í samræmi við ákvæði hans. Sú grein sem einkum skiptir máli er 59. gr. samningsins. Þar segir að eigi í hlut fyrirtæki sem ríkið veitir sérstök réttindi eða einkarétt, skuli samningsaðilar tryggja að hvorki séu gerðar né viðhaldið nokkrum þeim ráðstöfunum sem fara í bága við regluna um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis né samkeppn- isreglur. Lengi var litið svo á að samsvarandi ákvæði í stjórnarskrá Evrópubandalagsins, Rómarsátt- málanum, þ.e. 90 gr., bannaði í sjálfu sér ekki að aðildarríki veittu fyrir- tækjum sérstök réttindi eða einka- rétt. Þarna væri sem sagt í raun ekki gert upp á milli ríkisrekstrar og einkaframtaks á frjálsum mark- aði. En í málum sem komu til kasta Evrópudómstólsins um og upp úr 1990 hefur hann þrengt heimildir aðildaríkjanna til ríkiseinokunar eða útgáfu sérleyfa. Þannig hefur dóm- stóllinn tekið til skoðunar ítölsk lög sem færðu höfnum landsins einka- rétt til að ferma og afferma skip þannig að skip sem voru sjálf búin slíkum búnaði gátu ekki nýtt hann heldur urðu að kaupa þjónustuna af viðkomandi hafnarstjórn (Genúa- hafnarmálið nr. 179/90), einkarétt til sjónvarpsútsendinga í Þessalóníku (Gríska sjónvarpseinokunarmálið nr. 260/89) og einkarétt Þýsku sam- bandsvinnumiðlunarinnar til at- vinnumiðlunar (Höfner-málið nr. 41/90). Þróunin hefur verið í þá átt Verði miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði að veruleika má ætla að stór hluti lækna- og lífvisinda á íslandi geti ekki farið fram svo eitthvert vit sé í nema fyrir milligöngu rekstrar- leyfishafa gagnagrunnsins. að dómstóllinn leggur í vissum til- vikum bann við einkarétti til fyrir- tækis ef miklar líkur eru á að það komist ekki hjá því að misnota að- stöðu sína. Samkeppnisstofnun hef- ur í Ijósi þessa haft uppi efasemdir um að gagnagrunnsfrumvarpið upp- fylli kröfur 59. gr. EES-samningsins og hvatt stjórnvöld til að leita álits Eftirlitsstofnunar EFTA um þetta efni. Til þess að meta hvort útgáfa sér- leyfis sem slík bryti gegn 59. gr. EES-samningsins þyrfti að fara fram rækileg skoðun á þeim mark- aði sem í hlut á og hvað hægt sé að gera til að tryggja samkeppni þrátt fyrir sérleyfi. Hvort til dæmis ákvæðin um takmarkaðan aðgang vísindamanna að grunninum fái staðist í því ljósi. En jafnvel þótt út- gáfa sérleyfis teldist heimil þá myndi starfsemi rekstarleyfishafa þurfa að sæta ströngu eftirliti sam- keppnisyfirvalda til að tryggja að markaðseinokunin yrði ekki misnot- uð. Útboð Ekki er tekið á því í frumvarpinu eða athugasemdum hvort bjóða eigi rekstrarleyfið út. í umsögn Ríkis- kaupa um frumvarpið kemur fram það álit að um útboðsskylda þjón- ustu sé að ræða og val á rekstrar- leyfishafa ætti að fara fram sam- kvæmt fyrirfram skráðum reglum þar sem gagnsæis og jafnræðis sé gætt. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. FRELSI vísindanna nýtur ekki berum orðum stj(5rnskipulegr- ar verndar á íslandi. Þó rennir 73. grein stjórnarskrárinnar, sem verndar tjáningarfrelsi og væntanlega rétt til að taka við og miðla upplýsingum, stoðum undir fijálsa andlega starfsemi eins og lista- og vísindamanna. Slík vernd styðst einnig við ýmsa alþjóðasáttmála sem fs- lendingar eru bundnir af. Má nefna 3. mgr. 15. gr. alþjóða- samnings um efnahagsleg, fé- lagsleg og menningarleg rétt- indi þar sem aðildarríkin skuld- binda sig til að virða það frelsi sem óhjákvæmilegt er til vís- indalegra rannsókna og skap- andi starfa. Það er sáttmáli sem að sönnu hefur einungis þjóðréttargildi, en þess má geta að áform eru uppi um að festa hann í lög hér á landi líkt og Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Misvægi Verði miðlægur gagnagrunn- ur á heilbrigðissviði að veru- leika má ætla að stór hluti Iækna- og lífvísinda á íslandi geti ekki farið fram svo eitt- hvert vit sé í nema fyrir milli- göngu rekstrarleyfishafa gagnagrunnsins. Þar verða all- ar nýjustu upplýsingar sem máli skipta í aðgengilegu formi. Þannig skapast nokkurt misvægi milli vísindamanna. Annars vegar er rekstrarleyfis- hafinn sem hefur eins fijálsan aðgang að öllum grunninum og hægt er. Hins vegar eru aðrir vísindamenn í landinu sem sæta takmörkuðum aðgangi. I fyrsta lagi eiga einungis þeir vísinda- menn sem starfa hjá þeim aðil- um sem vinna upplýsingar í gagnagrunninn rétt á upplýs- ingum úr grunninum, sbr. 2. mgr. 9. gr. frumvarpsins. í öðru lagi takmarkast aðgang- urinn, skv. 4. mgr. 9. gr., af við- skiptahagsmunum rekstrar- leyfishafa, sem er æði teygjan- legt hugtak og náttúrulega undir því komið hversu um- fangsmikla starfsemi rekstrar- leyfishafi rekur. I þriðja lagi á fulltrúi rekstrarleyfishafa sæti í þriggja manna nefnd sem fjallar um aðgang vísinda- manna að grunninum, skv. 3. mgr. 9. gr. Þarna er um slíka misinunun að ræða að ef ríkið ætti grunninn fengi hún vart staðist samkvæmt almennum jafnræðisreglum sljórnarskrár- innar. Skyldur ríkisvaldsins Spurningin er sú hvort sú staðreynd að grunnurinn er verk rekstrarleyfishafa og að frumvarpið takmarkar ekki að- gang vísindamanna að upplýs- ingum miðað við það sem nú er breyti þessari niðurstöðu. Það veltur á því hvort talið yrði að ríkinu beri einhver skylda til að tryggja jafnræði borgar- anna og frelsi visindanna þegar komið er á laggirnar nýju einkavæddu upplýsingakerfi í skjóli sérleyfis, sem ekki var til áður. Þarna erum við komin út í flóknar grundvallarspurning- ar í sljórnskipunarrétti sem ís- lensk fræði eiga engin svör við en menn hafa fengist við ára- tugum saman til dæmis í Bandaríkjunum og Þýskalandi, ekki síst varðandi nýja boð- skiptatækni og vernd tjáning- arfi-elsisins. Við höfum fuudið smjörþefinn af svipuðum vandamálum varðandi stofnan- ir eins og Póst og sfma. Hið hefðbundna viðhorf hér á landi hefur verið að engin stjórn- skipuleg vandamál séu fyrir hendi nema þegar rfkið gangi beint á réttindi manna sem þeir hafa fyrir. Lítið sem ekkert hefur fai’ið fyrir nútímalegri vangaveltum um það hvort rík- ið kunni að hafa athafnaskyld- ur að þessu leyti, þannig að þegar það úthluti gæðum beri því jafnframt að gæta þess að sérleyfishafinn sé ekki í að- stöðu til að ganga á réttindi annarra. Og jafnvel að grípa þurfi til virkra aðgerða til að tryggja mönnum stjórnarskrár- varin réttindi, það dugi ekki að sitja hjá. Fyrr eða síðar þarf auðvitað eins og annars staðar að velta þessu fyrir sér. Dóma- framkvæmd hjá Mannréttinda- dómstólnum í Strassborg bend- ir til að gerðar séu kröfur til aðildarríkjanna að þessu leyti, sbr. til dæmis dóma er varða 10. gr. mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi þótt ekki sé hægt í fljótu bragði að draga neinar ótvíræðar ályktanir af því hvernig gagnagrunnsfnim- varpið horfi við að þessu leyti. Skoða þyrfti gaumgæfilega hvort í fyrsta lagi sé til eitt- hvert vísindasamfélag á íslandi á heilbrigðissviði sem verðs- kuldi vernd, hver áhrif veiting sérleyfisins muni hafa á það og hvort ástæða sé til að grípa til sérstakra verndarráðstafana til að tryggja sjálfstæði og fjöl- breytni í vísindarannsóknum. Hrein vísindi? Það flækir samt, vitanlega inálið að erfitt getur verið að gi’eina á milli starfs í vísinda- skyni og viðskiptaaugnamiði. Viðskiptahagsmunir notenda grunnsins lúta fyrst og fremst samkeppnisreglum, sem vikið er að annars staðar, en frelsi vísindanna er af öðrum toga. Hvort til eru einhver „hrein“ vísindi á sviði heilbrigðismála sem ekki hafa á sér viðskipta- lega hlið skal ósagt látið. Hins vegar er erfítt að sjá rökin fyr- ir því að binda óheftan aðgang innlendra vísindamanna við þá sem vinna hjá stofnunum sem láta ef hendi upplýsingar í grunninn, það er dálítið þröng- ur skilningur á vísindum sem þar býr að baki, að enginn hafi áhuga á heilbrigðiskerfínu nema læknar. Hvað með þá sem starfa hjá háskólastofnun- um að félagsfræðilegum og hagfræðilegum rannsóknum, er eitthvað á móti því að tryggja þeim sama rétt til upp- lýsinga úr grunninum? og Karl Axelsson hrl. hafa haldið því fram í lögfræðiáliti fyrir Islenska erfðagreiningu að gerð gagna- grunnsins sé ekki útboðsskyld sam- kvæmt EES-samningnum en hins vegar sé hún það samkvæmt lögum nr. 52/1987 um innkaup með síðari breytingum. Því telja þeir fært að setja inn sérstakt ákvæði í frum- varpið þar sem tekin væru af tví- mæli um að ekki ætti að bjóða grunninn út, ákvæði sem viki þá eldri lögum til hliðar. Menn eru ekki á einu máli um þessa skýringu lög- mannanna á EES-samningnum. Þeir byggja á því að í tilskpun 92/50/EBE sem hér á við sé undan- tekningarheimild til að fella samn- inga um rannsókn og þróun á þjón- ustu undan gildissviði hennar. Á móti hafa menn bent á að í sömu til- skipun sé gert ráð fyrir að samning- ar um kaup á tölvubúnaði og tölvu- þjónustu séu boðnir út. Það sé einmitt þjónusta af þessu tagi sem ríkið fái við það að veita rekstrar- leyfi og aðgang að heilbrigðisupplýs- ingum. Það þyrfti svo auðvitað að skoða hvort hér sé um „kaup á þjón- ustu“ að ræða því ríkið lætur auðvit- að ekkert fé af hendi fyrir hana. En inn í frumvarpinu er sem sagt ekkert ákvæði, þrátt fyrir ábending- ar, um að verkið verði ekki boðið út. Heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir að fleíri en einn geti sótt um rekstrarleyfið. Það bendir til að hvemig sem lög um útboð horfi við þessu máli þá muni þurfa að beita svipuðum aðferðum og þar koma fram við val á rekstrarleyfishafa. Styðst það meðal annars við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði borgaranna en 1. mgr. 65. gr. henn- ar hljóðar svo: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mann- réttinda án tillits til kynferðis, trú- arbragða, skoðana, þjóðernisupp- runa, kynþáttar, litarháttar, efna- hags, ætternis og stöðu að öðru leyti." Af því má leiða að allir um- sækjendur eigi fyrirfram að eiga jafna möguleika á því að hreppa rekstarleyfið, hvort sem þeir eru ís- lenskir eða erlendir. Þannig verður auglýsing væntanlega að vera þannig úr garði gerð að ljóst sé hvað sé verið að auglýsa, sem sagt hvað rekstarleyfið feli í sér og eftir hverju verði farið við val á umsækjundum. Úr umsóknum, komi fram fleiri en ein, verður svo að velja eftir mál- efnalegum forsendum. Það sjónar- mið sem fram kemur í bréfi heil- brigðisráðuneytisins til Samkeppn- isstofnunar 3. júní síðastliðinn að „sá aðili sem lagði fram hugmynd að vinnslu slíks gagnagrunns kunni að öðru jöfnu að eiga vissan forgangs- rétt til að hljóta verkefnið" getur engan veginn talist málefnalegt. Ríkið hlýtur fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni almennings við val á umsækjendum en ekki að umb- una einhverjum einum, jafnvel þótt hann hafi „átt hugmyndina". Vandamál að auglýsa Töluvert erfið staða gæti komið upp í þessu sambandi ef einhver um- sækjandi byðist til að greiða ríkinu fyrir rekstarleyfið. Menn kynnu að sjá sér hag í að taka bestu bitana úr rekstrarleyfinu, þ.e. einkaréttinn á gerð miðlægs heilbrigðisgagna- grunns og aðstöðuna til að hafa áhrif á val heilbrigðiskerfisins á hug- og vélbúnaði, en sleppa kostnaðarsama hlutanum sem felst í að skrá öll fyr- irliggjandi pappírsgögn. Þótt sér- leyfið sé bundið við tólf ár í frum- varpinu má auðvitað ætla að um ráð- stöfun til frambúðar sé að ræða. Það er því eftir miklu að slægjast. Að öðru jöfnu væri auðvitað réttast að ganga til samninga við slíkan aðila sem byði fram verulegt fé, því þannig væri hagsmunum ríkisins best borgið. Ef það er fyrirfram ákveðið hver eigi að hljóta leyfið þá skapar það sem sagt alls konar erfið vandamál að auglýsa það samt laust til um- sóknar og kann að vera ávísun á kostnaðarsöm málaferli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.